Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 17. desember 1987 SMÁFRÉTTIR Guðrún Kristjánsdóttir vid eitt verka sinna. Myndlistarsýning í Útvarpshúsinu: Verk eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur Nú stendur yfir myndlistar- sýning i Útvarpshúsinu að Efstaleiti 1, Reykjavik. Guð- rún Kristjánsdóttir myndlist- armaður sýnir þar olíumál- verk og „collage“ myndir, alls 33 verk. Guðrún er 37 ára Reykvík- ingur. Hún var við nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og listaskóla i Aix-en-Pro- vence í Frakklandi um nokk- urra ára skeið. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, og fyrir ári hélt hún sína fyrstu einka- sýningu að Kjarvalsstöðum. Þá sýndi hún í Slunkaríki á ísafirði í janúar á þessu ári. Þetta er önnur málverkasýn- ingin, sem haldið hefurverið í nýja Útvarpshúsinu. Haukur Dór reió á vaðið sl. sumar og stóð sýning hans fram í nóvember. Sýning Guðrúnar, sem er sölusýning, mun standa fram á vor og eru menn velkomnir. Opnunartími er alla daga frá 9-18. Ljósmynda- sýning Ungir áhugaljósmyndarar úr Kópavogi halda Ijósmynda- sýningu i Gallerí F 1, 2, í Ijós- myndabúðinni við Rauðarár- stig, nú í desember. Sýningin stendur til 31. desember og verður opin á opnunartima verslunarinnar. Á sýningunni eru sýndar svart/hvítar Ijós- myndir. Aðgangur er öllum ókeypis. Árni Scheving og Hinsegin blús Það verður jassað í Heita pottinum um næstu helgi eins og undanfarnar helgar. Heiti potturinn er í DUUS- húsi og á laugardaginn kl. 17.00 mæta til leiks Árni Scheving og hljómsveit. Tón- leikunum verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2. Árni mun leika á víbrafón, Þorleifur Gíslason á tenór- sax, Kristinn Svavarsson leik- ur á altsax með hljóðgerfli, Þórður Högnason, bassa, Egill B. Hreinsson á píanó og Birgir Baldursson leikur á trumbur. Daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, verður „Hin- segin blús“ í DUUS-húsi. Tón- leikarnir byrja kl. 21.30. Þeir sem leika eru Gunnlaugur Briem átrommur, Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Tóm- as R. Einarsson leikur á kontrabassa og Stefán Stefánsson á tenórsaxófón. Júlasöngvar í Langholts- kirkju Kór Langholtskirkju heldur sina árlegu jólatónleika í Langholtskirkju á morgun kl. 23.00. Tímasetningin er snið- in eftir því að þeir sem eru í síðbúnum verslunarleiðöngr- um og þeir sem vinna fram- eftir fái tækifæri til að hlýða á jólasöngva og komast þar með í jólastemrnningu. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Sigmundsson syngja einsöng með kórnum. Einleikarar verða Bernhard Wilkinson, á flautu og Mon- ika Abendroth á hörpu. Gúst- af Jóhannesson verður organisti og Jón Sigurðsson leikur á kontrabassa. Jólasöngvum Langholts- kirkju verður sjónvarpað beint á Stöð 2 og útvarpað í Sterio á Ljósvakanum. Aö loknum tónleikum verður boðið upp á kakó og pipar- kökur í safnaðarheimilinu. Keflavík í öðru sæti Flugvöllurinn í Keflavík er annar besti flugvöllur í Evrópu, sem þjónar færri en sex milljónum farþega á ári. Kemur þetta fram í grein er sænska vikuritið „Veckans Affarar" birti nýlega. í greininni er gerð úttekt á bestu flugvöllum Evrópu og er þeim sklpt , tvo flokka eftir pvi hvort þeir þjóni fleiri eða færri en sex milljönum flugfarþega a á:í. I efri flokknum hlaut Kaupmanna- höfn fyrsta sætið, en var árið áður í því þriðja. I öðru sæti var Amsterdam og I því þriðja Frankfurt. I neðri flokknum, flugvellir sem þjóna færri en sex millj- ónum farþega á ári varð Mílanó í fyrsta sæti, Keflavík í öðru og Stokkhólmur í því þriðja. Þetta er í fyrsta sinn sem Keflavík kemurtil um- ræðu um bestu flugvelli i Evrópu og vonandi mun þetta standa áfram. í greininni í „Veckans Affarar" er vakin athygli á þeim úrbótum sem orðið hafa á Keflavíkurflug- velli með tilkomu nýju flug- stöðvarinnar. Fyrsta bindið af sögu Aylu Þjóð bjarnarins mikla Skáldsagan „Þjóð bjarnar- ins rnikla" er nú komin út í nýrri úgáfu frá Vöku-Helga- felli. í frétt frá forlaginu segir m. a. að þetta sé einstætt skáldverk sem farið hefur sigurför um heiminn og hvar- vetna fengið stórkostlegar viðtökur. Bókin kom hér út í fyrra og seldist þá upp. Höf- undur hennar, Jean M. Auel, vakti mikla athygli þegar hún heimsótti ísland síðasliðið haust. „Þjóð bjarnarins mikla“ er upphafið af sögu Aylu, stúlku af ætt Krómagnonmanna fyr- ir 35.000 árum, sem verður viðskila við fólk sitt og elst upp í helli hjá fornri kynkvísl Neanderdalsmanna, sem ekki getur náð lengra á [Dróunar- brautinni. Ayla er frábrugðin þessu fólki og það magnar upp spennu og hefur áhrif á samfélagið allt. Sjálfstætt framhald þessar bókar, „Dal- ur hestanna" er þegar komin út hér á landi og þar spinnst örlagavefur Aylu áfram. Þýð- andi er Fríða Á. Sigurðardótt ir og bókin er unnin í Prent- smiðjunni Odda. Ljóð ’87 Kristján Karlsson, skáld og bókmenntafræðingur, hefur sent frá sér sína fimmtu Ijóðabók, „Kvæði ’87“. Það er Almenna bókafélag- ið sem gefur bókina út og í fréttatilkynningu frá þeim segir m. a. að Kristján sé eitt af okkar sérstæðustu skáld- um. Flest Ijóða hans krefjast vandlegs lestrar. Stíll Krist- jáns er afar persónulegur og segir fréttatilkynningin að þessi bók muni eins og aðrar bækur Kristjáns, marka þáttaskil I skáldskap hans. „Kvæði 87“ er 50 bls. að stærð, kvæðin eru 28, sum nokkuð löng. Bókin kemur bæði út fyrir almennan mark- að og sem sérútgáfa fyrir Ljóðaklubb AB. Eylönd Út er komin bókin „Eylönd” smásagnasafn eftir Svein Bergsveinsson. I bók- inni eru sögur skrifaðar á tæpum fjórum áratugum, sú elsta frá árinu 1939. Baksvið smásagnanna eru margvísleg, nokkrar gerast á erlendri grund, aðrar í ís- lenskum afdölum, en alls staðar er stutt í kímnina hjá Sveini, segir m.a. í tilkynn- ingu um bókina. Sveinn, sem varð áttræður á þessu ári, skrifaöi m.a. ár- um saman í skopblaðið Spegilinn. Árið 1982 gaf hann ennfremur út „Stuttljóð” — smáljóð, heimspekileg og húmorísk. Það er höfundur- inn sjálfur sem gefur bókina út. Orösending tii jólasveina og barna Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí. Tannverndarráð FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR HEIMILISÞJÓNUSTA Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags Islands í Hátúni. Vinnutími c.a. 2—4 klukkustundir á dag, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800 REYKJKMTÍKURBORG ^cuc&zr Sföduz Matráðskona Matráðskona óskast í fullt starf á lítið vistheimili í Breiðholti. Einnig aðstoðarstúlku í eldhús í hlutavinnu. Laust frá 1. jan. 1988. Upplýsingar í síma 75940. KRATAKOMPAN Jólabingó Skrifstofa Alþýðuflokksins verður með glæsileg- asta bingó ársjns í glæsilegasta samkomuhúsi landsins, Hótel íslandi, við Ármúla þriðjudaginn 29. desember kl. 20.00. Aðalvinningur verður splunkuný MAZDA bifreið, að auki verður fjöldi heimilistækja í vinninga. Nánar auglýst síðar. Takið þennan dag frá á almanakinu. Skrifstofa Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.