Alþýðublaðið - 17.12.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 17.12.1987, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 17. desember 1987 Áskorun til Alþingis: AFRAMHALDANDI RÍKISSTUÐNINGDR VID TÓNLISTARSKÓLA Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi áskorun frá undir- rituðum einstaklingum þar sem skorað er á Alþingi ís- lendinga að fella ekki úr gildi lög um ríkisstuðning við tón- listarskóla: „Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar vegna ráða- gerða um að fella úr gildi lög um ríkisstuðning við tónlist- arskóla. Það er á allra vitoröi hver lyftistöng þau hafa verið tónlistaruppeldi i landinu og menningu þjóðarinnar. Við viljum vara við því voðalega slysi sem hlotist gæri af að hnekkja í flaustri lögum sem allir kunnugir eru á einu máli um að orðið hafi til gæfu.“ Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur, Einar Bragi rithöfundur, Leifur Þórarinsson tónskáld, Sigurjón B. Sigurðsson skáld, Bragi Ásgeirsson list- málari, Sigurður Pálsson skáld, form. Rithöfundasam- bands íslands, Þorsteinn frá Hamri skáld, Tryggvi Ólafs- son listmálari, Hringur Jó- hannesson listmálari, Hjalti Rögnvaldsson leikari, Jón Haraldsson arkitekt, Agnar Þórðarson rithöfundur, Magnús Kjartansson mynd- listarmaður, Þorsteinn Ó. Stephensen leikari, Magnús Tómsson myndlistarmaður, Hörður Ágústsson listmálari, Jón Óskar skáld, Kristin Jónsdóttir myndlistarmaður, Matthias Jóhannessen skáld, Karl Jóhann Sighvatsson hljómlistarmaður, Valgeir Guðjónsson tónlistarmaöur, Erlingur Gislason leikari, Hjörleifur Sigurðsson list- málari, Áskell Másson tón- skáld, Jóhannes Geir Jóns- son listmálari, Sigfús Daða- son skáld, Sigurður Þórir myndlistarmaður, Helgi Gíslason myndlistarmaður, Kristján Karlsson skáld, Knut 0degard skáld, Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarmaður, Inga Bjarnason leikstj., Bríet Héðinsdóttir leikari, Helgi Skúlason leikari, Vigdís Grimsdóttir rithöfundur, Árni Ibsen leikstjóri, Arnór Benón- ýsson leikari, forseti Banda- lags isl. listamanna, Sveinn Einarsson fyrrv. Þjóðleikhús- stjóri, Sigurður A. Magnús- son rithöfundur, Jón Asgeirs- son tónskáld, Daði Guö- björnsson myndlistarmaður, Bera Nordal forstööumaöur Listasafns íslands, Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. menntamála- ráðherra, Jakob Benedikts- son fyrrv. ritstjóri Oröabókar Háskólans, Bjarni Guðnason prófessor, Árni Sigurjónsson fil. dr., Guðmundur Andri Thorsson bókmenntafræð- ingur, Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag., Páll Vajsson bók- menntafræðingur, Örnólfur Thorsson bókmenntafræð- ingur, Jón Arnarr innanhúss- og húsgagnaarkitekt, Árni Óskarsson bókmenntafræð- ingur, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menn- ingar, Sverrir Kristinsson bókaútgefandi, Elin Pálma- dóttir blaðamaður, Stefán Jón Hafstein útvarpsmaöur, Björn Jónasson bókaútgef- andi, Ásgeir Hannes Eiriks- son verslunarmaður, Davíð Sch. Thorsteinsson forstjóri, Árni Johnsen fyrrv. alþingis- maöur, Þórarinn Þórarinsson fyrrv. ritstjóri, Garðar Gísla- son borgardómari, Einar Lax- ness cand. mag., Sigmar B. Hauksson útvarpsmaður, Halldór Hansen læknir, Hannes Pálsson bankastjóri, Jón Þórisson forstöðum. Gallerís Svart á hvitu, Guð- mundur Guðmundson borg- arst.m., Hrafn Jökulsson blaðamaður, Bjarni Daniels- son skólastj. Myndlista- og handíðaskóla íslands. BOKAFRETTIR „Stóra barnabókiiT „Stóra barnabókin“ hefur verið endurútgefin af Frjálsu framtaki. Hún kom fyrst út fyrir nokkrum árum og seldist þá upp á skömmum tíma. „Stóra barnabókin" hefur að geyma sígilt íslenskt úrvalsefni fyrir börn. Þar eru m. a. gamal- kunnug ævintýri og sögur, Ijóð, vísur, gátur, leikirog fönd- ur. Jóhanna Thorsteinsson fóstra valdi efnið í bókina og hún er myndskreytt af Hauki Halldórssyni myndlistar- manni. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin hjá Arnarfelli hf. slenskt þjóðlif i þúsund ár. íslenskt þjóö- líf - ritverk og myndlistar- sýning Út er komið hjá bókaforlagi Arnar og Örlygs ritverkið „ís- lenskt þjóðlíf i þúsund ár“, heimildarverk um gamalgróið þjóðlíf og horfna lífshætti. Bókin er eftir Daniel Bruun og er í þýðingu Steindórs Steindórssonar. Unnið hefur verið að ritverkinu í rúman áratug og er það I tveimur bindum, 600 bls. í skreyttri bókaröskju. Á öskjunni er rit- verkið kynnt með þessum orðum: „Daniel Bruun var mikilvirkur brautryðjandi í rannsóknum á menningar- minjum og lifnaðarháttum hérlendis. í þessu verki hans endurspeglast lífshættir ís- lendinga á liðnum öldum í 800 teikningum, uppdráttum og Ijósmyndum, einstæðum í íslenskri menningarsögu." Ásgeir S. Björnsson lektor og Örlygur Hálfdánarson völdu myndefnið og Ásgeir samdi ennfremur alla mynda- texta, nema við myndir af fatnaði, þá samdi Fríður Ól- afsdóttir lektor. Hönnun verksins sá Sigurþór Jakobs- son myndlistarmaður um. All- ur texti er settur hjá prent- smiðjunni Odda hf. Prent- myndastofan hf. Súðarvogi sá um filmun og skreytingu en prentun annaðist Prent- stofa G. Benediktssonar. Bókband var unnið hjá Arnar- felli hf. I tengslum við útgáfu bók- arinnar einir bókaúigáfan Örn og Örlygur til sýmngar á myndum og teikningum úr safni Daniels Bruun i Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Sýn- ingin stendur til áramóta, er opin almenningi og er að- gangur ókeypis. Jóladraumur Dickens Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér bókina „Jóla- draumur" eftir Charles Dickens. Þetta er endurút- gáfa sögunnar sem kom út fyrir síðustu jól. Þýðandi er Þorsteinn frá Hamri. í frétt frá Forlaginu segir m.a. að fáar sögur hafi notið jafnmikilla vinsælda og þetta sígilda jólaævintýri. Sagan segir frá nirflinum Scrooge sem hatast við jólin og boð- skap þeirra. En hann á sögu- legajólanótt í vændum. Furðulegar sýnir bera fyrir augu hans og þegar hann rís úr rekkju á jóladag lítur hann heiminn öðrum augum en áður... Nú er liðin nær hálf önnur öld sfðan „Jóladraumur" kom fyrst út. Sagan var gefin út í London í desember 1843 og öðlaðist strax gífurlegar vin- Jóladraumur. sældir. Bókin er 134 bls. að stærð, prýdd litmyndum og teikningum eftir breska lista- manninn, Michael Foreman. Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Nýjasta skáldsaga Auðar Haralds. Ung, há, feig og Ijóshærð Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér nýja skáld- sögu eftir Auði Haralds. Hún ber heitið Ung, há, feig og Ijóshærð og kallar höfundur hana „örlagaþrungna sögu um ástir og ofbeldi". Auður er löngu kunn af skáldskap sín- um, ekki síst bókunum „Hvunndagshetjan" og ■ „Læknamafían" sem vöktu óskipta athygli á sínum tlma. Ung, há, feig og Ijóshærð segir frá Önnu Deisí sem er allt í senn: munaðarlaus, sak- Iaus, félaus, vinalaus, at- vinnulaus og vonlaus og þyk- ist viss um að það geti varla versnað úr þessu. A elleftu stundu fær hún boð um að mæta til viðtals vegna at- vinnu. En áður en hún nær að stynja því upp að hún geti vélritað 40 slög á mínútu, springur skrifstofan í loft upp. Ótrúlegir atburðir gerast og fyrr en varir er Anna Deisí komin úr öskustónni í eldinn. Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Af sinni alkunnu hugkvæmni segir Auður Har- alds söguna um ungu og ein- földu sveitastúlkuna, hvernig hún kynnist smám saman hörku lífsins og neyðist til að láta af þeim siðferðilegu kröf- um sem hún hefur hingað til gert til sjálfrar sín. Þetta er Ijúfsár saga um ástir og von- brigði, grimmd og samvisku- leysi, kærleik og kristilegt hugarfar. Ung, há, feig og Ijóshærð er 222 bls. Prentstofa G. Benediktssonar prentaði. Franskbrauð með sultu Verðlaunabókin „Fransk- brauð með sultu“ eftir Krist- Inu Steinsdóttur er komin út hjá bókaforlaginu Vaka- Helgafell. Bókin var valin úr fjölda handrita sem bárust I árlega samkeppni Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka sem stofnaður var 1985 af Bókaútgáfunni Vöku og fjöl- skyldu Armanns Kr. Einars- sonar. „Franskbrauð með sultu“ gerist á Austurlandi fyrir 30 árum, á tímum síldarævin- týrisins. Söguhetjan, Lilla, fer í heimsókn til ömmu sinnar og afa, kynnist nýju umhverfi og skemmtilegum leikfélög- um. Fyrr en varir lendir hún í Verðlaunabók Kristínar Steins- dóttur margvíslegum ævintýrum. Krakkarnir í Guðjónssenhús- inu eru angu líkir. Emil bíó- stjóri sýnirTarzan i þrjúbíó, leyndardómar loftvarnarbyrg- isins í hlíðinni heilla og hey- skapur og vinna á síldarplan- inu opna borgarbarninu nýja veröld. í umsögn dómnefndar um verölaunabókina „Fransk- brauð með sultu" sagði með- al annars: „Sagan er skrifuð á einkar fallegu, fjörlegu máli og bregður upp trúverðugri mynd af lifi íslenskra barna á tímum síldarævintýrisins fyr- ir 30 árum. Lífsþróttur sög- unnar og jákvætt hugarfar gerir lesandann virkan þátt- takanda í atburöarásinni frá upphafi til enda. ÁRMANN fOÍ.ElNARSSON Leitin aö gullskipinu. í leit að gullskipi , Vaka-Helgafell hefur gefið ‘út bókina „Leitin að gullskip- inu“ eftir barnabókahöfund- inn Ármann Kr. Einarsson. Þetta er sjötta bókin í útgáfu- röð Vöku-Helgafells, „Ævin- týraheimur Ármanns." „Leitin að gullskipinu" fjallar um þá félaga Óla og Magga sem halda í leiðangur með gullleitarmönnum á Skeiðarársandi í leit að hollenska kaupfarinu Het Wapen van Amsterdam sem strandaði á Skeiöarársandi aðfaranótt 19. september 1667 hlaðið dýrmætum farmi frá Austur-lndíum. Bókin er endurgerð bókarinnar „Óli og Maggi með gullleitarmönn- um“ sem kom út árið 1966. Prentstofa G. Benedikts- sonar annaðist prentvinnslu og bókin var bundin hjá Bók- felli hf. Hún er 134 bls. og er skreytt myndum eftir Halldór Pétursson, en Brian Pilking- ton teiknaði kápumynd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.