Alþýðublaðið - 18.12.1987, Page 4
4
Föstudagur 18. desember 1987
f MINNING t
EMIL JÓNASSON
Dáinn 11. desember 1987
Enn fækkar í hópi fjölskylduvina og
gamalla Seyöfirðinga. í dag veröur til
moldar borinn Emil Jónasson, fyrrum
póst og símstöövarstjóri á Seyðisfiröi,
en hann lést eftir allnokkra sjúkdóms-
legu á Landakotsspítala þ. 11. jp.m. á
nítugasta aldursári, og hafði þá lengi
átt við vanheilsu aö stríöa.
Emil Brynjólfur, eins og hann hét
fullu nafni, var fæddur á Eiðum í Eiða-
þinghá þann 17. maí 1898, og var
yngstur í hópi sex sona hjónanna Jón-
asar Eirfkssonar, skólastjóra þar, og
Guölaugar M. Jónsdóttur. Eftir nám i
Eiðaskóla fór Emil til Seyðisfjaröar í
símritaranám á árunum 1923-24, en
réðist að því loknu til starfa hjá
Landssímanum á Seyðisfirði sem sím-
ritari, og vann eftir það streitulaust
hjá þeirri stofnun til ársins 1967 að
hann sagði starfi sínu lausu fyrir ald-
urs sakir og fluttist búferlum til
Reykjavíkur. bá hafði hann verið póst-
og símstöðvarstjóri i tæpan áratug
eða frá 1958, en gegnt áður starfi rit-
símavarðstjóra í allmörg ár. Sýnir það,
að snemma hefur hann notið trausts
og trúnaðar i starfi.
Þess naut hann einnig á sviði
stjórnmálaafskipta, því hann var kjör-
inn í bæjarstjórn Seyðisfjarðar á veg-
um Alþýðuflokksins árin 1930-1942, og
sat síðan í framfærslunefnd Seyðis-
fjarðarkaupstaðar á árunum 1936-1942,
sem hefur sjálfsagt ekki verið vanda-
laust á árum kreppu og atvinnuleysis.
Emil var afar fjölhæfur maður og
hafði afskipti af fleiru en stjórnmálum
utan fastrar atvinnu. Hann var með af-
brigðum tónelskur maður, enda
hneigðist hugur hans snemma til tón-
mennta, og tvítugur að aldri seldi
hann kindahóp, sem hann hafði eign-
ast á Eiðum, og notaði andvirðið til
þess að fara í tónlistarnám hér í
Reykjavík, þar sem hann lærði m.a.
píanóleik hjá frú Valborqu Einarsson
konu Sigfúsar tónskálds. Er til
Fœddur 17. maí 1898 —
Seyðisfjarðar kom eftir námið, hóf
Emil að kenna píanóleik, en varð einn-
ig undirleikari á skemmtunum bæði
við einsöng og fjöldasöng. Á síðari ár-
um æfði hann tríó með tveimur vinum
sínum af Seyðisfirði, og sýndi það
hversu vakandi áhuga hann hafði á
tónlist.
Einnig hafði hann snemma fengið
áhuga á guðspeki, þótt hann gæti
ekki sinnt því hugðarefni sínu svo
nokkru næmi, fyrr en hann var sestur
að hér í Reykjavík, og var hann á slð-
ari árum allvirkur félagi í Guðspekifé-
laginu.
Emil kvæntist haustið 1936 Bryn-
hildi Haraldsdóttur, Guðmundssonar,
verkstjóra frá Friðri, Seyðisfiröi, og
eignuðust þau eina dóttur, Önnu
Katrínu, sem er sjúkrahússlæknir í
Flórída í Bandaríkjunum, gift Richard
Rowey, en aö auki tóku þau Emil og
Brynhildur til sín í fóstur systurdóttur
hennar, Halldóru Stefánsdóttur, sem
er gift Karli Bóassyni, lögregluþjóni,
og hefur hún reynst fósturforeldrum
sínum með afbrigöum vel, og verður
lengi ( minnum haft, ekki síst hvert at-
hvarf hún og hennar fjölskylda bjó
Emil eftir að Brynhildur lést árið 1969
og þar til yfir lauk.
Ég man eftir þeim Emil og Brynhildi
eða Billu, eins og hún var ævinlega
kölluð af vinum og ættingjum, allt frá
því ég fyrst man eftir sjálfri mér, enda-
mjög náinn vinskapur og samgangur
milli móðurforeldra minna, foreldra og
þeirra hjóna, og áttu ættarbönd sinn
þátt í því, en móðurafi minn og Har-
aldur, faðir Brynhildar, voru systkina-
synir, og einnig voru Emil og móður-
amma mín skyldmenni. Þess utan
hafði Emil kynnst móðurforeldrum
mínum áður en hann kvæntist, þar
sem hann leigði um hríð í Wathnes-
húsinu, þar sem þau bjuggu alllengi.
Símstöðin var starfandi I næsta húsi,
sem auðveldaði samgöngur milli fjöl-
skyldnanna.
Emil og Brynhildur voru aufúsu-
gestir á bernskuheimili mínu, og
minnist ég margra góðra stunda með
þeim þar, þótt ekki fyndist barni og
unglingi alltaf skemmtilegt umræðu-
efnið, sem á boðstólum var, á heimili,
þar sem allt snerist um stjórnmál. Það
er erfitt að dæma um, hvort hjónanna
var pólitískara, en ég minnist þess, að
þegar umræður snerust um stjórnmál,
þá var Brynhildur oftast frummælandi
í þeirri umræðu og talaði meira um
þau en Emil. Bæði voru þau trúir og
tryggir kjósendur og fylgjendur Al-
þýðuflokksins, og naut Emil stuðn-
ings konu sinnar I stjórnmálastörfum
sínum I bæjarstjórninni á Seyðisfirði,
enda var Brynhildur bæði greind,
skarpskyggn og félagsvön kona, og
líka óvenju hreinskilin og hispurslaus
I skoðunum, sem stundum gat komið
sérvel. Emil missti því mikið, þegar
hennar naut ekki lengur við, þótt hann
væri löngu hætturöllum stjórnmála-
afskiptum og störfum, enda voru þau
mjög samstæð heild I verunni, og
varla hægt að hugsa sér hvort án
annars.
Ég minnist Emils þó fyrst og fremst
sem góðs leiðbeinanda og félaga I
tónlistinni, sem var okkar sameigin-
lega áhugamál, og entist okkur sem
umræðuefni mestallan tímann, sem
hann stóð við I heimsóknum sínum á
bernskuheimili mlnu. Til hans sótti
ungur lagahöfundur góð ráð, leiðbein-
ingar, styrk og stuðning, og síðast en
ekki síst álit, sem var mikils metið,
enda bar Emil það gott skynbragð á
tónlist og tónsmíðar, þótt sjálfmennt-
aður væri að mestu á þeim sviðum, að
mati hans var óhætt að treysta. Stund-
irnar, sem við áttum við píanóið á
bernskuheimili mínu yfir tónsmíðum
og hljóðfæraleik, meðan móðir mín
tók til veitingar frammi I eldhúsinu,
eru mér því ógleymanlegar I minning-
unni, og fæ ég seint þakkað honum
þá leiðsögn og þann áhuga, sem hann
lét I té.
Emil var gamansamur að eðlisfari,
léttur og hress í lund, hvenær sem
hann var að hitta, og vel ern á seinni
árum og fylgdist gramnt með þjóðmála-
umræðu, lét þá skoðanir sínar óhikaö
I Ijós. A.m.k. einu sinni á ári ferðaðist
hann út til Flórlda og dvaldi þar all-
langan tíma hjá Önnu Katrlnu, dóttur
sinni, enda var mjög kært með þeim
feðginum, og lét hann sig ekki muna
um að fara þessar ferðir, þótt aldurinn
færðist yfir og heilsan farin að bila.
Þegar ég nú að leiðarlokum kveð
Emil hinstu kveðju er mér efst I huga
ómælanlegt þakklæti fyrir styrk hans,
stuðning, hvatningu og leiðsögn á
tónlistarsviðinu, og einnig trausta og
trygga vináttu hans I minn garð og
foreldra minna, um leið og ég bið hon-
um blessunar Guðs I nýjum heim-
kynnum, og sendi dóttur hans, fóstur-
dóttur og öðrum aðstandendum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
BOKAFRETTIR
Fugla-
handbókin
Bókaútgáfan Örn og
Örlygur hefur gefið út þriðju
bókina I ritröðinni íslensk
náttúra, Fuglahandbókina -
Greiningarbók um íslenska
fugla — eftir Þorstein Einars-
son fyrrum íþróttafulltrúa.
Þetta er fyrsta íslenska grein-
ingarbókin með litmyndum af
öllum íslenskum varpfuglum,
far- og vetrargestum og al-
gengustu flækingsfuglum.
Helstu einkenni hverrar teg-
undar eru dregin fram á ein-
faldan hátt I máli og mynd-
um.
í formála bókarinnar segir
höfundur að kynni hans af
Plöntuhandbók Arnar og Or-
lygs hafi orðið til þess að
hann fór að hugleiða gildi
þess að almenningur hefði
við hendina hliðstæða bók
um fugla.
Á titilsiðu bókarinnar kem-
urfram að Kristinn Haukur
Skarphéðinsson líffræðingur
las yfir handrit og veitti
fræðilega ráðgjöf um texta,
myndir og teikningar, og að
fuglaáhugamaðurinn Jóhann
Óli Hilmarsson var höfundi til
aðstoðar við alla þætti verks-
ins.
Fjallað er um 110 tegundir
fugla I bókinni og eru lit-
myndir af fuglunum er sýna
m.a. fjaðrabúning eftir kyn-
ferði, aldri og árstíðum. Við
gerð bókarinnar var tekið mið
af bestu fuglahandbókum
með Ijósmyndum sem gefnar
hafa veriö út erlendis.
Inga Laxness
Bókaforlag Máls og menn-
ingar hefur gefið út bókina „í
aðalhlutverki Inga Laxness."
Ingibjörg Einarsdóttir, öðru
nafni Inga Laxness, er uppal-
in á miklu menningarheimili I
Reykjavík, á fyrstu áratugum
aldarinnar. Hún erdóttir
Einars Arnórssonar, slðasta
íslandsráðherra, sem var einn
áhrifamesti stjórnmálamaður
á sinni tíð. Sextán ára gömul
kynnist hún Halldóri Laxness
og segir I bókinni skemmti-
lega frá kynnum þeirra og
hjónabandi sem stóö I tíu ár.
Þau skrifuðust mikið á, eink-
um þegar Halidór dvaldist I
Ameríku.
Inga Laxness.
Þegar Lárus Pálsson stofn-
aði leiklistarskóla sinn árið
1940 varð Inga fyrsti nemandi
hans. Hún stundaði einnig
leiklistarnám I Bretlandi og
Bandaríkjunum og lék bæði
þar og hér heima, á sviði og I
útvarpi, um 20 ára skeið. Frá-
sögn hennar skráði Silja
Aðalsteinsdóttir. Bókin er 225
blaðsfður að stærð með hátt
á annað hundrað Ijósmynd-
um. Prentuð I Prentsmiðjunni
Odda og Teikn sá um hönnun
kápu.
Bréf séra
Böðvars
Bréf séra Böðvars eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson er komið
út að nýju en sagan birtist
fyrst I safninu Leynt og Ijóst
áriö 1965. Það er bókaforlag
Máls og menningar sem gef-
ur bókina út.
Bréf séra Böðvars sýnist I
fljótu bragði ekki segja frá
miklum viðburðum. Aldraður
prestur og heiðursmaður,
séra Böðvar S. Gunnlaugs-
son, fer I gönguferð umhverf-
is Tjörnina með konu sinni
og hitta þau hjón gamlan
kunningja á leiðinni, Gússa
að nafni. En frásögnin er út-
smogin og býr yfir mörgum
leyndardómum, hún sýnir sí-
fellt á sér nýjar hliðar eftir því
sem lesandinn skoðar hana
betur.
Bókin er 121 bls. I kilju-
broti, prentuð hjá Norhaven
bogtrykkeri I Danmörku.
Teikn sá um gerð kápu.
Bréf sr. Böövars.
ist og Irfsskoóu
List og lifsskoðun.
List og
lífsskoðun
Út er komin II. flokkur I
heildarútgáfu Almenna bóka-
félagsins á ritverkum Sigurð-
ar Nordals. Nefnist hann
„List og lífsskoðun".
Auk skáldskapar Sigurðar
hefur „List og llfsskoðun" að
geyma margvíslegar ritgerðir
frá ýmsum timum. I skáld-
skaparkaflanum má finna
kvæði Sigurðar Nordals frá
ýmsum tímum, leikrit, þýð-
ingar og smásögur. Heim-
speki Sigurðar Nordals birt-
ast i bókunum, í fyrirlestrar-
söfnúnum Einlyndi og marg-
lyndi, Líf og dauði. Bækurnar
eru rúmlega 1200 blaðsíður.