Alþýðublaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. desember 1987
7
UTLOND * 1
Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir
UPPSKURDIR TÖFRALÆKNA
Bandaríkjamenn og fólk frá Vestur-Evrópu flykkjast í þúsundatali
til Filippseyja til að leita sér lœkninga hjá þarlendum töfralœknum
sem framkvœma uppskurði með berum höndum. Sumir sjúkling-
anna telja sig fá bata líkastan kraftaverki, aðrir verða fyrir miklum
vonbrigðum.
Tönnes Hilden stud. med. segist hafa séö það meö eigin augum að töfralæknarnir stungu fingrunum inn i fólk-
iö. Fyrst sýndist honum sem þeir kæmu fingrunum gegnum húðina á óútskýranlegan hátt. Eftir að hafa fylgst
með 700-800 „uppskuröum" segist hann vera oröinn vantrúaður. Mynd sem þessi kemur visast mörgum ís-
lendingum kunnuglega fyrir sjónir, bæöi úr sjónvarpi og blöðum, þvi fyrir 10-20 árum siðan voru farnar hóp-
ferðir frá Islandi til Filippseyja. í þeim hópum voru flestir ef ekki allir að leita sér lækninga.
Þessir „töfralæknar" hafa
sérhæft sig i uppskurðum
með berum höndum. Því er
haldið fram, að þeir geti gert
uppskurði, án hnífa eða ann-
arra áhalda og í mörgum til-
fellum læknað. Sjúklingurinn
er ekki deyfður, þess gerist
ekki þörf þar sem aðgerðin
er sársaukalaus. Eftir aðgerð-
ina sést ekki sár aðeins smá-
roði þar sem „læknirinn“ hef-
ur „farið inn fyrir húðina“.
Þessum „sérfræðingum"
er allt það fólk,sem kemur er-
lendis frá, að leita sér lækn-
inga hjá. Hver Boeing-flugvél-
in af annarri flytur sjúka og
auðuga Bandarikjamenn og
Vestur Evrópubúa í leit að
lækningu. Danskur lækna-
nemi Tönnes Hilden hefur
ásamt Thomas Holemann
lækni verið að kynna sér
þessi fyrirbæri á Filippseyj-
um. Þeir tóku í um eins
metra fjarlægð frá „skurðar-
borðinu", videomynd af að-
gerðunum, og þessi grein er
skrifuð í tilefni af því.
„Ég las grein, eftir þýskan
eðlisfræði prófessor, um
lækningarnar á Filippseyjum
og varð svo forvitinn, að ég
mátti til með að komast
þangað. í byrjun ársins 1984
var ég þar í þrjá mánuði og
seinna á árinu fór ég þangað
aftur, með Thomas Hole-
mann lækni og höfðum við
myndatökutæki með okkur,“
segir Tönnes Hilden.
„Ég segði ekki satt, ef ég
segði að þetta hafði ekki ver-
ið áhrifamikið í fyrstu. Með
eigin augum sá ég þá stinga
fingrunum „inn“ I fólk, sá
blóð koma I Ijós og sá þá
taka út eitthvað sem líktist
vefjarstykki. Þegar ég hafði
verið viðstaddur um 700-800
„uppskurði", fórég að efast
og satt að segja trúi ég ekki
á þetta. Þó verð ég að viður-
kenna, að ég hef ekki staðið
þá að svindli. Aðeins einu
sinni grunaði ég einn „lækn-
inn“ um að fela kjötbita í
hendinni áður en aðgerðin
hófst. Sumir halda að það
sem þeir taka úr líkama
fólksins séu vefjarhlutar úr
dýrum. Engin vísindaleg
rannsókn hefur farið fram á
því hvað þarna er um að
ræða.
Ráðgáta
„Læknirinn" er alltaf með
lítið bómullarstykki vætt í
vatni í hendinni eða hann
vætir hendurnar í vatni. Oft-
ast heldur hann annarri hend-
inni þannig, að erfitt er að
fylgjast með því sem hann er
að gera. Aldrei hefur mér tek-
ist að sjá báðar hliðar handa
þess, sem aðgerðina gerir,“
segir Tönnes Hilden.
„Það sem gerist þarna er
okkurVesturlandabúum hulin
ráðgáta. Burtséö frá því hvort
„læknarnir“ fara í gegnum
húð sjúklinganna eða eru
einskonar sjónhverfinga-
menn, þá gera þeir eitthvað
sem veldur því að fólki finnst
þvi liða betur, þó ekki sé það
einhlít regla. Þessar lækn-
ingaaðferðir eru eitthvað
tengdar orkuflutningi. Jafn-
framt þessari „blóðugu“ að-
gerð nota „læknarnir" segul-
magnaða strokuaðferð þ.e.
strjúka með sérstökum hreyf-
ingum handanna þá staði lík-
ama sjúklingsins sem veikir
eru. Þessari aðferð hef ég
miklu meiri trú á,“ segir
Tönnes Hilden.
„Ég hef vissu fyrir því að
sumt fólk virðist hafa það
betra, eftir heimsókn til
Filippseyja, og mér virðist
það einkum vera fólk sem er
með streitusjúkdóma og
taugaveiklunareinkenni. Það
trúir á þessar lækningaað-
ferðir og öll vitum við að trú-
in getur flutt fjöll," segir
Tönnes Hilden.
Sterk trúarbrögð
Þessar lækningar á
Filippseyjum hafasinn sögu
lega bakgrunn og eru I nán-
um tengslum við sterka trú.
Filippseyjar urðu spænsk ný-
lenda árið 1565 og yfirgnæf-
andi meirihluti íbúanna eru I
dag kaþólskrar trúar. í lok
nítjándu aldar komu upp
smáhópar sem stunduðu
lækningar með því að leggja
hendur yfir fólk, þetta fólk
var undir áhrifum Frakkans
Allan Kardec. Árið 1905 voru
stofnuð samtökin „Union
Erperitista Christiania de
Filipinas", þar var lögð á það
rík áhersla að þeir sem
stunduðu þessar lækningar
tækju enga greiðslu fyrir.
Hugsunin bak við lækning-
una er, að sá sem læknar
falli I einskonar leiðslu
(trance) og verði farvegur fyrir
kraft frá guði. Fyrirmyndin er
frásögn biblíunnar um það er
Jesú lagði hendur yfir fólkið
og læknaði það.
Blóðugu aðferðirnar með
vefjastykkjum o.s.frv. voru
ekki þekktar fyrr en eftir
heimsstyrjöldina síðari.
Sérgáfur
Tönnes Hilden segirvera
um fimmtíu menn sem
stunda nú þessa lækninga-
aðferð (healing) á Filippseyj-
um. „Það geta ekki allir orðið
töfralæknar (kraftaverkalækn-
ar?) til þess þarf sérgáfur
sem ekki eru öllum gefnar.
Flestir vinna þetta af fyllstu
alvöru. Ég hef aðeins hitt
einn, sem ég er viss um að er
svindlari" segirTönnes
Hilden.
Læknirinn byrjar starfsdag
sinn með guðsþjónustu sem
er aðallega sótt af lands-
mönnum sjálfum. Útlending-
arnir koma eftir guðsþjónust-
una með hóþflutningabílum
og leigubílum. Margir hinna
innfæddu eru-áfram eftir
messu í þessari sameigin-
legu kirkju og skurðstofu,
ekki endilega til að fá lækn-
ingu, heldur til að fá blessun
læknisins. Margir læknanna
taka ekki greiðslu fyrir þessi
störf, þaö er mál sjúkling-
anna sjálfra innfæddra eða
erlendra, hvort þeir vilja
greiða fyrir hvað svo sem hef-
ur nú verið gert.
Stór hluti þjóðarinnar er á
takmörkum þess að lifa við
lágmarksskilyrði, og ef þeir
veikjast eru jáað þessir lækn-
ar (healers) sem eru eina von
þeirra um hjálp. Það eru að-
eins auðugir Filippseyingar
sem leita til lækna með hefð-
bundna Iæknismenntun.
„Nú er útlit fyrir að allur
þessi fjöldi útlendinga sé að
taka læknana frá fátæka fólk-
inu á Filippseyjum, því það á
erfiðara með að komast að
hjá þeim. Ég gæti trúað að
um það bil 50.000 útlending-
ar komi í þessum erinda-
gjörðum á ári hverju og það
er uggvænlegt. Það er skilj-
anlegt að alvarlega veikt fólk,
sem læknar hafa gert fyrir
það sem þeir geta, leiti til
þessara „lækna“, en því mið-
ur hef ég séö marga útlend-
inga sem aðeins eru haldnir
einkennum þjóðfélaga of-
neyslunnar."
„Ég lít á þessi fyrirbæri á
Filippseyjum, sem lærdóm
fyrir okkui Vesturlandabúa,
um hvað helgisiðir geta verið
sterkt afl.“
(Det fri Aktueit)