Alþýðublaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. desember 1987
5
UMRÆÐA
Dr. Valdimír Verbenko
yfirmaöur APN á íslandi,
skrifar
„Ef fólk um heim allan ryður ekki brautina til
friöar í sameiningu, bíöur dauöinn allra,“
skrifar yfirmaður sovésku fréttastofunnar
APN m. a. i umræðugrein sinni.
I
SÁ SEM FER
BRAUTINA RYDUR HANA
Löng leið er venjulega lítið aðlað-
andi — fólk verður þreytt á þvi að fara
langa leið og svo er ekki vitað hvað
biður þess á ferðaiaginu. Og ef vitað
er að framundan eru erfiðleikar og
það í rikum mæli, fást ekki allir til
þess að leggja upp í ferðalag.
Gegnum aldirnar hefur sú viska ver-
ið við lýði hjá þjóðunum, að ferðalag
sé ferðalag og allir verði að leggja upp
i það, ef þeir vilja ekki standa í sömu
sporum. Og til forna, orðuðu menn
þetta enn betur: Vegurinn er lífið, þar
sem haft er í huga, að kyrrstaða hefur
engar framfarir i för með sér, en slíkt
jafngildir hægum dauðdaga.
Aðstæður mannkynsins á kjarn-
orkuöld hafa gert óheillavænlega
breytingu á þessu spakmæli: Hér er
ekki lengur um að ræða að einhver
deyi einhvern tíma einhvers staðar.
Spurningin er vægðarlaus og ótvíræð:
Ef fólk um heim allan ryður ekki braut-
ina til friðar i sameiningu, bíður dauð-
inn allra — allra án undantekningar,
það hefur verið sannað af hæfum aðil-
um — i stuttri kjarnorkustyrjöld, sem
leggur allt i auðn.
Líklega hafa leiðtogar Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna haft þetta í huga,
sem bera í ríkum mæli ábyrgð á örlög-
um friðarins, þegar þeir sögðu fyrir
tveimur árum í Genf: Það má aldrei
heyja kjarnorkustyrjöld, þar verður
ekki um neinn sigurvegara að ræða —
allir verða fyrir barðinu á geisladauða
og „kjarnorkuvetri“. Allir, meira að
segja þeir, sem hafa eytt stórum fjár-
hæðum til að kaupa og útbúa „kjarn-
orkuskýli" — sú eyðsla er óþörf, þar
sem ekki er til nein trygg vörn gegn
geislun og öðrum afleiðingum
sprengjunnart Og það er ekki um það
að ræða, að slíkt hafi „enn ekki verió
fundið upp“. SKk vörn verður ekki
fundin upp, og er þar haft í huga hið
viðkvæma eðli mannsins og umhverf-
is hans og hið taumlausa og eyði-
leggjandi eðli kjarnorkusprengjunnar.
Það virðist sem 40 ár hafi farið í að
koma saman svo einfaldri sameigin-
legri yfirlýsingu — þetta liggur senni-
lega i eðli mannsins, en aðeins í
versta tilfelli: Saman geta vantraust,
ótti og tortryggni skyggt á heilbrigða
skynsemi og staðreyndir.
Þess vegna varð að viðurkenna að
það má ekki heyja stríð. Það verður að
búa svo um hnútana að ekki sé til
neitt sem hægt er að nota í slíkri
styrjöld. Þetta virðist ef til vill fjar-
stæðukennt, en eftir einn mánuð
verða liðin tvö ár frá því að M. S. Gorb-
achjov, leiðtogi Sovétríkjanna, lagði til
í hinni kunnu yfirlýsingu sinni frá því
15. janúar 1986 áætlun til 15 ára —
leið til kjarnorkuvopnalauss heims ár-
ið 2000. En þarna var aðeins annar
aðilinn að verki. Og þá lagði Mikhail
Gorbachjov til viö Ronald Reagan, for-
seta Bandaríkjanna, að þeir hittust í
Reykjavík til þess að móta sameigin-
lega stórfelIdar aðgeröir á sviði
afvopnunar. Staðarvalið var táknrænt
— leiðtogarnir urðu að mæta hvor
öðrum á miðri leið — skynsamlegt og
réttlátt.
Fundur þeirra var haldinn. Þrátt fyrir
alla óheillaspádóma andstæðinga
nánari samskipta og afvopnunar, var
hann mjög árangursríkur. M. S. Gorb-
achjov hefur nefnt það hvað eftir ann-
að — í öllum sínum ræðum eftir fund-
inn. Hann varð fyrstur til þess að
segja að Reykjavíkur-fundurinn hefði
verið timamótaviðburður, hefði
markað söguleg þáttaskil og verið
undanfari heims án kjarnorkuvopna.
Og nú vita allir og segja að án Reykja-
víkurfundarins hefði ekki verió neinn
leiðtogafundur f Washington. En þaö
er langt frá þvf að allir viti, hversu
ótrúlega erfið þessi leið var og stund-
um virtist hún alveg ófær. En það varð
að komast alla leið: Boris Raushen-
bakh, sovéskur geimeðlisfræðingur
og félagi akademíunnar, sagði i fyrsta
skipti frá því nýlega, að enn hefði
komið beiskur sannleikur f Ijós. Vís-
indamenn hafa reiknaö út að tvö ólíkt
stillt tölvukerfi sem tengjast eld-
flaugaskotpöllum, geta í krafti hinna
andstæðu kerfa og vegna upplýsinga-
skorts um hitt kerfið hafið aðgerðir og
byrjað kjarnorkustyrjöld án þess að
nokkur maður komi þar nálægt. Hinn
kunni vísindamaður sagði í sjónvarpi
við milljónir áhorfenda að leiðtoga-
fundinum loknum: Það máekki lengur
bíða með afvopnun, þar sem tölvu-
styrjöld getur hafist af sjálfu sér, sem
mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
för með sér.
Mennirnir einir geta komiö i veg fyr-
ir slíka ógæfu. Til þess að svo megi
verða, þurfa leiðtogar þeirra „bara“ að
semja um upprætingu slíkra kerfa, þ.e.
um að eyðileggja innihald kjarnorku-
vopnabúranna í raun. Um það var rætt
í Reykjavík — f fyrsta skipti i sögu
mannkynsins var ekki aðeins rætt um
afvopnun yfirleitt eða takmörkun vfg-
búnaðar, heldur um að hefja raunveru-
lega afvopnun, uppræta vígbúnað. Af
ástæðum, sem öllum eru kunnar,
tókst ekki að ná samkomulagi f
Reykjavík — leiðin var afar ógreiðfær
og geimskildirnir voru stór hindrun.
Þá sögðu einhverjir: Fyrst málum er
svona komið, verður að hætta við.
Fólk er ekki tilbúið til að leggja upp f
svona erfitt ferðalag.
En til allrar hamingju sigraði hinn
nýi pólitfski hugsunarháttur og ferð-
inni var haldið áfram. Mikhail Gorb-
achjov fór f heimsókn í Hvíta húsið,
þar sem hann og Ronald Reagan und-
irrituðu fyrsta samninginn um uppræt-
ingu heillar tegundar kjarnorkuvopna,
sem allir höfðu lengi beðið eftir.
Þessi ferð tók sex löng ár — sex ár
þar sem mikið var á sig lagt, þar sem
fallist var á gagnkvæmar málamiðl-
anir, leitað leiða, sem báðir gátu fall-
ist á — það sem við köllum núna nýja
afstööu. En I staðinn leiddi þessi ferð
af sér frábæran árangur!
Þar ber hæst skjalið, sem kveður á
um aó mannkynið skuli afvopnast f
fyrsta skipti í sögunni, sem er full af
vfgbúnaði — frá steinkylfunni til
kjarnorkuleysigeisla.
En margir segja, að hér taki því ekki
að hrósa sigri — alls hafi verið eyði-
lögð um 5% af hergagnamagninu. í
fyrsta lagi hljóta menn að vera sam-
mála Steingrími Hermannssyni, utan-
ríkisráðherra íslands, sem fór lofsam-
legum orðum um samninginn og und-
irritun hans og sagði i því sambandi:
Hálfnað verk þá hafið er. Þetta kom
Ifka fram hjá M. Gorbachjov og R.
Reagan.
í öðru lagi er eyðilagður vfgbúnaður,
sem jafngildir eyðileggingarafli 200
styrjalda á borð við heimsstyrjöidina
síðari — það hljómar sæmilega, er
það ekki? Og ekki aðeins í sálfræði-
legu tilliti, heldur einnig í raun. En
hins vegar eru vopn f 5000 sllkar styrj-
aldir eftir í vopnabúrunum og það
hlýtur að vekja ugg. Þess vegna verð-
ur að halda áfram á þessari erfiðu, en
göfugu braut. Um þetta var samið í
Washington og við skulum vona að
fram undan sé fundur f Moskvu og
nýir sáttmálar. Það ei einnig afar mik-
ilvægt. Sá, sem fer brautina, ryður
hana.
Dr. Vladimír Verbenko,
yfirmaður APN á íslandi.