Alþýðublaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 1
Þinghald á milli jóla og nýárs: AGREININGUR UM KVUTANN GÆTI STÖÐVAD ÖNNUR MÁL Árni Gunnarsson segist óttast miklar málalengingar um kvótafrumvarpið, verði ekki kom- ist að samkomulagi um breytingu á 10. grein frumvarpsins, sem fjallar um smábáta. Arni segist vona að menn noti frítímann til þess að finna ásœttanlega útgönguleið. Síðustu dagafyrir jólaleyfi þingmanna hafa þingfundirog fundiri nefnd- um staðið langt fram á nótt. Þreyta var lika farin aö segja til sin i gær, siðasta daginn fyrir jóialeyfi. Þing kemur aftur saman á milli jóla og ný- árs. A-mynd/Róbert. Haffjarðará: FORKAUPSRÉTTUR SNIÐGENGINN? „Eg get ekki betur séð, ef stjórnarandstaðan greiðir öll atkvæði gegn kvótafrumvarp- inu, þá verði ekki meirihluti fyrir því í neðri deild Alþing- is,“ sagði Árni Gunnarsson alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið í gær. Kvótafrumvarpið var sam- þykkt frá efri deild í gær með 12 atkvæðum stjórnarliða gegn 9 atkvæðum stjórnar- andstæðinga, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar og Karvels Pálmasonar. Frum- varpinu var vísað til neðri deildar, þar sem það verður til umfjöllunar á milli jóla og nýárs. Árni Gunnarsson hefur lýst sig andvígan 10. grein kvóta- frumvarpsins, sem fjallar um smábáta. „Ég tek aldrei þátt I slfkri andjafnaöarstefnu og þar er boðuð,“ sagði Árni I samtali við blaðiö. Hann sagði nauðsynlegt að ná samkomulagi um mildari ákvæði, draga úr slæmum áhrifum og gífurlegri kjara- skerðingu fyrir fjölda heimila, sem óbreyttri grein myndu fylgja. „Þetta er geysiíega^ stórt landsbyggðarmál og það er einkennilegt að íhald- ið og aðrir vilji þurrka út þann merkilega þátt sem trilluútgerðin hefur verið í at- vinnusögu okkar,“ sagði Árni. Miklar umræður urðu um kvótafrumvarpið í efri deild og sagðist Árni óttast enn frekar málalengingar um frumvarpið á milli jóla og ný- árs, yrði ekki gert samkomu- lag um 10. greinina. Þá sagði hann samkömulag ekki síst mikilvægt vegna þess að miklar umræður um málið gætu tafið framgang ýmissa „lífsnauðsynlegra" frumvarpa sem ríkisstjórnin þyrfti að fá samþykkt fyrir áramót. „Þvi mælist ég til að menn noti frídagana vel og reyni aö finna ásættanlega útgöngu- leið,“ sagði Árni. Svanur Guðmundsson odd- viti Eyjahrepps segir að mál verði höfðað vegna kaupa sem fram hafa farið á hluta eignar erfingja Richards Thors, án þess aö sveitarfé- lögum sé gefinn kostur á að nýta þann forkaupsrétt sem þau hafa. Þær jarðir sem í ábúð séu hafi ailar lækkað við mat frá upphafiegu verði. Einnig hafi seljendur og kaupendur tekið sig saman um að halda forkaupsréttar- höfum frá kaupum með því að leigja Haffjarðará til tíu ára. Eins og kunnugt er hafa forkaupsaðilar eigna erfingja Richards Thors i Kolbeins- staða- og Eyjahreppi farið fram á að eignirnar yrðu metnar af sértilkvöddum matsmönnum. Það mat ligg- ur nú fyrir. í samtali við Alþýðublaðið sagði Svanur Guðmundsson oddviti Eyjahrepps að þær jarðir sem væru í ábúð hafi allar lækkað og hafi ábúend- ur þeirra jarða forkauþsrétt út þessa viku. Haffjarðará var metin sér. Heildarverð eign- anna lækkaði ekki. „Það er ekkert launungar- mál að við teljum að kaup- endur og seljendur hafi tekið sig saman um að halda sveit- arfélögunum frá forkaups- rétti, það gera þeir með því að kaupendur leigja ána til 10 ára.“ Sagði Svanur að þessi samningur komi í veg fyrir að sveitarfélögin fái nokkurn til að fjármagna kaupin. Það tæki 4—5 ára málaferli að reyna að rifta samningum og þá væri forkaupsréttur liðinn og enginn værí fús til að fjár- magna kaup upp á slíka óvissu. Leigan sem greidd yrði til forkaupsréttarhafa væri um 4 milljónir og bundin vió bandarikjadali, án nokkurrar vísitölu. Sagði Svanur að matsmenn teldu að þessi leiga væri um 50% of lág. Ekki er ákveðinn fjöldi stanga. Sagði Svanur að þinglýstur eigandi þeirra jarða sem að sveitarfélagiö hafi mestan áhuga á að eignast hafi selt þær í september sl. og telur hann að þar hafi verið gengió freklega framhjá forkaups- rétti sveitarfélagsins. Sagði hann að mál yrði höfðað til að rifta þeim kaupum. Eru þær jarðir taldar vera um fjórðungur heildareignar- innar, og eru þær seldar á 19 milljónir. Þýðir þaö að heild- areignirnar ættu að kosta um 80 milljónir, en ekki 118 eins og boðið hefur verið. INNREIÐ SÁNKTA KLÁS SKATAR A LEIÐ TIL ÁSTRALÍU -------3-------- NÝR FORMAÐUR HÚSNÆÐISSTJÓRNAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.