Alþýðublaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 23. desember 1987
MMBUBLMÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaóur
helgarblaðs:
Blaöamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Þórdís Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaöaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60
kr. um helgar.
INNREID SÁNKTA KLÁS
XVlþýðublaðið birti í gær athyglisvert viðtal við séra
Sigurð Hauk Guðjónsson. Séra Sigurður Haukur greindi
hispurslaust frá skoðunum sínum og fór víða. Meðal ann-
ars ræddi hann við Alþýðublaðið um jólahald í dag og
sagði: „Ég held að jólahald sé að breytast í það, sem það
var áður en kristnin kom til. Rómverjar notuðu jólin til að
fagna upprisu sólar og var mikið svall. Einnig var þetta
uppskeruhátíð. Núnaer þetta uppskeruhátíð hjá mörgum.
Við erum búnir að lengja jólin. Þau byrja í nóvember.
Mönnum hefur þótt ákaflega vænt um jólin, öllum hlýnar
um hjartaræturnar þegar talað er um barnið og jólin. Og
eftir því sem ég eldist, því meira hugsa ég um það að fyrst
mönnunum finnst svona óhemju vænt um Krist á jólun-
um, að þá skuli þeir gleyma honum á öórum tímum. Þeir
muna eftir honum sem barni í vöggu, en ekki þegar hann
er orðinn fullorðinn." Og áfram segir séra Sigurður
Haukur um jólin: „Ég held að þau séu orðin svallhátíð. í
mörgum fyrirtækjum í dag er talið bráðnauðsynlegt að
hafa að minnsta kosti eina eða tvær jólaglöggsamkomur
til að fagna jólunum. Fjöldi heimila hefur hreinlega ekki
efni á því að lifa jólin. Þegar maður er farinn að geta
gengið inn í verslanir og séð bifreiðir innpakkaðar í jóla-
borða sem jólagjafir, þá fer maður að hugsa hvar þetta
endi.“
Islenskt jólahald erekki aðeins að færast nærsvallhátíð-
um, heldur er það að taka miklum stakkaskiptum sem eru
í takt við þær þjóðlífsbreytingar sem eiga sér stað hér á
landi. Það er til að mynda talandi dæmi um þjóðernis-
kennd og þjóðleg einkenni á undanhaldi, þegar jólahátíð-
in tekur ásig æ erlendari blæ. Jólaglöggið er til að mynda
skandinaviskur siður sem nú er orðinn iandlægur í fyrir-
tækjum og heimahúsum. Helsta jólaafþreying lands-
manna er að horfa á sjónvarp og fara í kvikmyndahús.
Hvað er þar á boðstólum? Bandarískar kvikmyndir nær
eingöngu og þá í léttum dúr eóa ofbeldis- og spennu-
myndir sem ekki eru beinlínis í takt við friðarboðskap jól-
anna og kristninnar. Nú eru meira að segja jólasveinar
einn og átta, hinir sérkennilegu íslensku jólasveinar og
synir Grýlu og Leppalúða, komnir í lífshættu. Stærsta
verslunarmiðstöð landsins, Kringlan, sem er eins konar
verslunarhof jólanna, býður upp á Sánkta Klás að amer-
ískri fyrirmynd, sem tekur börn á hné sér meðan foreldrar
taka poleroid-myndir af afkvæmunum gegn gjaldi. Horf-
inn er Kertasníkir og Giljagaur.
Jólin eru samkvæmt hefðinni tími friðarog Ijóss. Þau eru
tími samveru fjölskyldnaog ástvina, þegargjafireru gefn-
ar og almenningur hvílist í nokkra daga í lengsta skamm-
deginu. Þau eru líkatími hugleiðingaog trúar. Þaðerþess
vegna umhugsunarefni ef þessi hefðbundni tími er að
breytast í svallhátíðir að erlendri fyrirmynd og þau um-
skipti segjasínasögu hvert menning okkarog þjóðleg arf-
leifð stefnir. Þessi tímanna tákn eru ennfremur vísbend-
ing um þjóðfélag í ánauð vinnuþrælkunar og skuldafang-
elsis þar sem þverrandi andleg mótstaða opnar greiðar
götur fyrir erlenda lágmenningu og firringu kaupæðis.
ONNUR SJONARMIÐ
JOLIN eru tími smælingj-
anna og jólin í ár ætla ekki
að verða neitt öðruvísi í því
tilliti. Pólitísku smælingjarnir
á Alþingi hafa notið sín vel i
pontu og reyndar í fjölmiðl-
um llka. Smælinginn Albert
Guðmundsson hefur til að
mynda lýst því yfir að hann
ætli að lesa úr íslendinga-
sögunum ef þörf krefur til að
stöðva framrás stjórnarfrum-
varpa. Steingrímur J. Sigfús-
son, pólitiskur smælingi að
norðan hefur einnig átt góða
daga á þingi sem í sjónvarps-
sal og þess á milli sent miða
til flokksbræðra sinna í
pontu á Alþingi um að tala
ennþá meira svo þjóðin fái
engin lög í veigamiklum
málaflokkum. Þjóðviljinn,
málgagn Alþýðubandalags-
ins, birti mikið viðtal við
Steingrím J. þar sem hann
ussar og sveiar eins og jóla-
sveinn að norðan og skekur
sig allan. Lesum sjónarmið
Steingríms um ástandið á Al-
þingi:
„Þaö er athyglisvert að rik-
isstjórn með svona sterkan
þingmeirihluta skuli setja
málin í þann hnút og klúðra
þeim þannig að hún þurfi að
koma skríðandi til stjórnar-
andstöðunnar rétt fyrir jól og
biðja um gott veöur. Það er
geysilegt veikleikamerki, það
er einsog viðurkenning og
stimpill yfir vandræðagang-
inn hjá þeim. Ástæðurnar eru
fyrst og fremst tvær. í fyrsta
lagi hrúgar ríkisstjórnin inn
miklum kerfisbreytingamál-
um, tugum stórra mála á allra
síðustu dögum þinghaldsins,
sem er hrein litilsvirðing við
þingið og afgjörlega óviðun-
andi vinnubrögð. I öðru lagi
gengur þetta ekki neitt vegna
ágreinings stjórnarliða
sjálfra. Það tefur fyrir í hverju
málinu á fætur öðru. Það er
að einhverju leytinu ástæðan
fyrir því að málin eru svona
seint fram komin. Þeim hefur
gengið illa að ná samkomu-
lagi um þau áður en þau eru
lögð fram.
Það hefur gerst hvað eftir
annað á þessu hausti að
stjórnarfrumvörp eru lögð
fram með allskonar fyrir-
vörpum annarra stjórnarliða.
Þau hafa verið lögð fram sem
hálfgerð þingmannafrumvörp.
Þetta hefur því allt verið
mjög losaralegt og upplausn-
arkennt, verkstjórn virðist
vera algjörlega í molum og
greinilegt að andrúmsloftið
er lævi blandið i rikisstjórn-
inni. Þeir eru allir að hugsa
um það að komast sem best
frá þessu ef það skyldi slitna
upp úr þessu einhvern-
tímann. Það er átakanlega
áberandi hvernig Framsókn
reynir að hvítþvo sig af öllu
sem miður fer einsog venju-
lega.“
Þá er að sjá hvort Stein-
grímur reynist sannspár á
nýju ári og komi til nýrra
kosninga. Spurningin er, ef
svo verður, hvort aö Komma-
Grýla nái að safna saman öll-
um jólasveinunum sinum í
Alþýðubandalaginu í tæka
tfð.
HELGI Hálfdánarson, þýð-
andinn góði, skrifar enn eina
ádeiluna í Morgunblaðið á
fyrirhugað ráðhús Davíðs.
Greinin birtist í gær og þar
ítrekar Helgi að Davíð ætli
sér að demba ráðhúsinu í
Tjörnina hvað sem hver segir
og jafnvel þótt að meirihlut-
inn sé staðsetningu ráðhúss-
ins mótfallinn. Helgi skrifar:
„Það sem oft ræður úrslit-
um, þegar tiltekinn hlutur er
metinn til fegurðar, er sam-
ræmi hans við umhverfi sitt,
ef ekki hefðir einar saman.
Og þaó á ekki sízt við um
hús í þéttbýli. Meðal annars
vegna ósamræmis við það
sem fyrir var, fer Þjóðleik-
húsið illa á sinum fordæmda
stað við Hverfisgötuna, og
steinbáknin miklu við Lækj-
argötu. Nema ætlunin sé að
útrýma smám saman öllu
sem áður setti svip á þessa
staði, og aðra þar sem farið
hefur á líkan veg. Það má vel
vera, að ráðhúsið góða færi
þokkalega í grennd við Akró-
pólis, eða í flæðarmálinu á
Siglufirði; og áreiðanlega
mætti finna því stað í Reykja-
vík, þar sem það yrði snoturt.
En í Tjörninni er það
óskyldur aðskotahlutur og
ömurlegt stílbrot á þeim
stað. Þó að gosbunan í Syðri-
Tjörn sé hlægilegt stílbrot i
nokkurnveginn náttúrlegu
umhverfi sinu, er hún tiltölu-
lega meinlaus, því alltaf er
hægt að skrúfa fyrir hana og
koma á þeim friði sem þar
rikti áður. Öðru máli gegnir
um ráðhús.
Og hvort sem það er ein-
staklingsbundinn smekkur
eða fleira, sem ræður af-
Pólitískir smælingjar hafa átt
góða jólatíö á Alþingi eins og best
hefur komið fram í ræðu Stein-
gríms J.
Davið hefur fengið enn eina dús-
una frá Helga Hálfdánarsyni
þýðanda.
stöðu Reykvíkinga til ráð-
hússins í Tjörninni, þá er
meirihluti þeirra sá eini dóm-
stóll sem leyfilegt er að taka
mark á i því máli. Nú liggja
fyrir rökstuddar líkur til þess,
að mikill meirihluti Reykvik-
inga sé mótfallinn þessu
uppátæki. Einhverjum kynni
að þykja ástæða til að leita
staðfestingar á niðurstöðu
þeirrar skoðanakönnunar,
sem fram hefur farið, og efna
til allsherjar atkvæðagreiðslu
um málið. Sé það hins vegar
ekki gert, ber að taka á henni
fullt mark.
Hvers konar velsæmi væri
þá að berja í borðið og
hrópa: Ráðhúsið skal í Tjörn-
ina! Hvernig væri sjálfum
ráðamönnum bæjarins trú-
andi til slíks? Hvers konar
lýðræöi væri það, sem þeir
menn aðhylltust, ef þeir
teidu sig til þess kjörna af
almenningi að gera það sem
þeir vita að þessi sami al-
menningur vill að þeir geri
ekki! Ég er hræddur um að
þeir kæmust ekki hjá því að
dæma sjálfa sig seka um
grófasta stjórnarfarshneyksli
í sögu hins íslenzka lýð-
veldis.
Við Reykvíkingar trúum því
ekki fyrr en við tökum á, að
þeir, sem fara með málefni
okkar í krafti lýðræðis, sýni
okkur, umbjóðendum sínum,
og þá sjálfu lýöræðinu, svo
blygðunarlausa fyrirlitningu.“
Þetta skrifar Helgi Hálf-
dánarson og talar fyrir munn
þúsunda Reykvíkinga. það
væri Davíð Oddssyni dálítið
hollt að hugleiða yfir hátíð
irnar.
Einn
með
kðffinu
Um daginn kom roskin sveitakona í bæinn og ákvað
að láta gamlan draum rætast, nefnilega að fara niður á
Alþingi og hlusta á þingmennina tala. Gamla konan
eyddi heilum degi á áheyrendaþöllunum og hlustaði á
alla stjórnarandstöðuna í endalausu málþófi þæfa fram-
göngu stjórnarfrumvarpa. Að loknum degi gekk hún út
úr húsinu og hitti kunningja sinn fyrir framan Alþingi.
Kunninginn spurði hvernig henni hefði líkað ræður
þingmannanna. Gamla kona svaraði að bragði: „Bara
vel. Og það besta við ræður þeirra var það, að þeir
blönduðu ekkert pólitík í málflutninginn."