Alþýðublaðið - 24.12.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.12.1987, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1919 Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandssins: STEFNIR VERKFOLL „Þeir hanga á töxtunum eins og vitlausir menn,“ segir Guðmundur J. um vinnuveitendur. „Miöaö viö óbreytta stööu stefnir annað hvort i verkföll hjá einstaka félögum, með skærum og uppþotum, eöa allsherjarverkfall,“ sagöi Guð- mundur J. Guðmundsson for- maöur Verkamannasambands íslands i samtali við Alþýöu- blaðið í gær. Ekkert hefur þokast í við- ræðum Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda og segir Guðmundur að VSÍ „hangi á töxtunum" og vilji ekki rífa sig út úr þeim far- vegi sem farin var í síðustu samningum við Alþýðusam- bandið." Þeir hanga á töxtun- um eins og vitlausir menn, og þáttur þeirra í þessu öllu er orðinn ansi Ijótur. Guðmundur sagði að launabilið hefði breikkað gíf- urlega mikið og beiskja væri að sama skapi orðin mikil hjá verst settu stéttunum. „Það er t. d. voðalega þungt hljóð í fiskverkunarfólki, sem finnst það hafi veriö svikið. Það verðurenginn öfundsverður af því að reyna að ná samn- ingum fyrir þetta fólk,“ sagði Guðmundur. Þá sagði Guðmundur að VSÍ hefði á árinu misst tökin á öllum töxtum og hefði það m. a. birst í spennunni á vinnumarkaði. „Hluti af starfsstéttum er á arabamark- aði, kominn á uppboð. Engu að síður halda þeir niðri töxt- um hjá vissum stéttum og eru ekki til viðræðu um leið- réttingar,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Eftir 22 ára hlé: ALÞÝÐU- BLAÐIÐ M A AÐFANGA- DAG Alþýðublaðið kemur út í dag, aðfangadag 24. desember, í fyrsta sinn frá árinu 1965. Frá þeim ti'ma til dagsins í dag hefur síðasti útgáfudagur Al- þýðublaösins fyrir jól verið á Þorláksmessu. Með nýju, bættu og vax- andi Alþýðublaði þótti rit- stjórn rétt að taka upp hina gömlu útgáfuhefð, enda I samræmi við útgáfu annarra dagblaða. Alþýðublaöið kemur næst út eftir jólahátíðina, þriðju- daginn 29. desember. Alþýðu- blaðið óskar lesendum gleði- legra jóla. BUBBI MED NÝTT ÍSLANDSMET HALLDOB FASTUR FYRIR 3 B ISRAELSKI JÁRN- HNEFINN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.