Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 5

Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 5
Fimmtudagur 24. desember 1987 5 Getraunir 6 med 12 rétta í 17. leikviku getrauna komu fram 6 raðir með 12 rétta og hlaut hver um sig 125.285 krónur. Þrír vinningsi- hafarnir voru úr Reykjavik, einn frá Neskaupstað, einn frá Seltjarnarnesi og einn frá Hólmavík. 331 röð var með 11 rétta og hlaut hver um sig 975 krónur. Heildarvinningsupphæð var 1.073.908 og var þetta þriðja stærsta vikan á tfma- bilinu. Hún sló út alla tvö- falda potta hingað til. Hópleikurinn Aðeins einn hópur af sex var með 12 réttar. Það var hópurinn SÆ-2 en sá sem leiðir þann hóp er fiskkaup- maður í Sæbjörgu og Knatt- spyrnustjarna úr Augnabliki, Óskar Guðmundsson. Segir í tilkynningu frá íslenskum getraunum að Óskar sé landskunnur tippari. Piltur og stúlka á Akureyri Leikfélag Akureyrar frum- sýnir 26. desember n. k. leik- ritið „Piltur og stúlka" og er það byggt á samnefndri skáldsögu Jóns Thorodd- sens. Leikgerð og tónlist sá Emil Thoroddsen um leik- stjóri er Borgar Garðarsson, um leikmynd og búninga sá Örni Ingi, tónlistarstjóri er Jón Hlöðver Áskelsson og um lýsingu sér Ingvar Björns- son. Með hlutverk Indriða og Sigríðar fara þau Arnheiður Ingimundardóttir, Arnbjörg Valsdóttir, Pétur Eqaerz oa Páll Finnsson. Ingveldi í Tungu, móður Sigríöar, leikur Sunna Borg og móður Ind- riða, Ingibjörgu á Hóli leikur Kristjana N. Jónsdóttir. Fyrsta guðsþjónustan í Hjallasókn í dag, aðfangadag, verður fyrsta guðsþjónustan í nýjum „Messusal" Hjallasafnaðar í Kópavogi. Samkomusalurinn er i Digranesskóla og hefst guðsþjónustan kl. 18.00, flutt- ur verður aftansöngur. Ný- stofnaður kirkjukór Hjalla- sóknar leiðir sönginn undir stjórn organistans, Friðriks V. Stefánssonar. I tilkynningu frá sóknar- presti og sóknarnefnd segir aö inngangur í salinn sé á vinstri hönd þegar komið er að anddyri Digranesskóla. eins og þú vilt að aðrir aki! UMFEROAR RÁD KYNNTUÞER STÖÐUÞNA Í STAÐGREÐSUJ -það margborgar sig SKAJTKORT Allir sem verða 16 ára og eldri á stað- greiðsluári, fá sent skattkort fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Þar er mánaðarlegur persónuaf- sláttur tiltekinn og einnig það skatthlutfall, sem draga á af launum, auk helstu persónuupplýs- inga, svo sem nafns, heimilis og kennitölu launamanns. Launamanni ber að afhenda launagreið- anda sínum skattkortið fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Ef launagreiðandinn hefur ekki skattkortið við útborgun iauna, má hann ekki draga persónuafsláttinn frá stað- greiðslunni og launamaðurinn greiðir þar með mun hærri fjárhæð. Þess vegna er mikil- vægt fyrir launamann, að sjá til þess að launa- greiðandinn fái skattkortið i tæka tíð. Þegar maki launamanns er tekjulaus get- ur launamaðurinn einnig afhent launagreið- anda sínum skattkort makans og þar með nýtt 80% af persónuafslætti hans til viðbótar sínum. Bam innan 16 ára fær ekki skattkort. Skatthlutfall þess er 6% og það fær ekki per- sónuafslátt. AUKASKA TTKORT Launamaður getur fengið aukaskattkort ef hann vinnur á fleiri en einum stað og vill skipta persónuafslætti sínum. Athugið að hver og einn launagreiðandi þarf ekki að fá skattkort frá launamanni ef unnið er á fleiri en einum stað. Ef launamaður fullnýtir persónuafsláttinn á einum stað þarf aðeins eitt skattkort. Einnig getur hann fengið aukaskattkort ef hann vill afhenda maka sínum þann persónuafslátt, sem hann nýtir ekki sjálfur. Þeir launagreiðendur sem hafa ekki skattkordö draga þá 35.2% af laununum. Þeir sem vilja nýta sér aukaskattkort þurfa að fylla út umsóknareyðublöð sem fylgdu skattkortinu og súa sér með þau til næsta skatt- stjóra. ÁLAGNING OG FRAMTAL Skattframtali ber að skila í staðgreiðslu með hefðbundnum hætti. Að loknu stað- greiðsluári fer fram álagning og siðan uppgjör staðgreiðslu. Þegar sú Ijárhæð, sem stað- greidd hefur verið er borin saman við endan- lega álagningu tekjuskatts og útsvars, kemur í Ijós, hvort þessi gjöld hafi verið of eða van- greidd. Það sem ofgreitt er verður endurgreitt að viðbættri lánskjaravísitölu í einu lagi í ágúst. Það sem vangreitt er verður innheimt með jöfn- um greiðslun að viðbættri lánskjaravísitölu í ágúst-desember. SJÁLFSTÆÐIR REKSTRARAÐILAR Sjálfstæðum rekstraraðilum er skylt að reikna sér endurgjald (laun) af starfseminni og miða staðgreiðslu sína við það og skila henni mánaðarlega. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark endurgjalds og verður það tilkynnt. SKATTLAGNING TEKNA ÁRSINS 1987 öllum ber að skila framtali á árinu 1988 vegna ársins 1987 eins og endranær. Inn- heimta fellur hins vegar niður af öllum almennum launatekjum. Undantekningar eruþógerðar • ef laun hafa verið yfirfærð á árið 1987. • ef hækkun launa verður hvorki rakin til auk- innar vinnu, ábyrgðar né stöðuhækkunar. • ef menn í eigin atvinnurekstri reikna sér meira en 25% hæni laun fyrir 1987 en 1986 (meðverðbótum). • ef menn fá meira en 25% hærri laun fyrir eignarhlutdeild en var árið 1987 (með verð- bótum). I þessum tilvikum verður aukningtn skattskyld. HÆKKUNÁ PERSÓNUAFSLÆTTI Persónuafsláttur í staðgrwðslu opin- berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797,- krónur fyrir hvem mánuð á tímibUinu janú- ar-júní 1988. Þann persónuafslátt sem fram kemur á skattkortum (einnig aukaskattkort- um) sem gefin eru út fyrir 28.12. ber launa- greiðendum því að hækka um 8.745% við útreikning staðgreiðslu. Staðgreiðslan ereinföld - efþú þekkir hana RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.