Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 6
6 Fimmtudagur 24. desember 1987 SMÁFRÉTTIR Frá æfingu á „Algjöru rugli“. Algjört rugl í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir þann 30. desember n.k. nýjan bandarískan gaman- leik, Beyond therapy eða „Al- gjört rugl“, einsog gamanleik- urinn er kallaóur á íslensku. „Algjört rugl“ er eftir Christopher Durang og segir í frétt frá Leikfélaginu að hann hafi samið marga gam- anleiki sem náð hafa miklum vinsældum bæði í Bandaríkj- unum og viöar. Verk hans þykja nýstárleg, bæði að efni og ytra búning. Allir hans gamanleikir eru flokkaðir sem „Black comedy" grátt gaman. Þetta eru ekki ærsla- leikir, húmorinn er nistandi og stutt í alvöruna sem undir býr. „Algjört rugl“ er dæmi- gerður „Svartur gamanleikur" segir, hæðin satíra á velferð- arþjóðfélagið og yfirborðs- mennskuna á okkar síðustu og bestu „tímaritartímum", tímum glansmynda og gervi- þarfa, grátbrosleg lýsing á nútímafólki sem leitar angist- arfullt að lífsfyllingu og ást, með dyggri aðstoð léttgeggj- aðra sálfræðinga, en nær ekki áttum og finnur engar frið i stressaðri sál. Þýðandi Ieikritsins er Birgir Sigurðsson, leikstjóri Briet Héðinsdóttir, leikmynd og búninga sér Karl Aspelund um og lýsingu Lárus Björns- son. Leikarar eru Kjartan Bergmundsson, Guðrún S. Gísladóttir, Valgerður Dan, Harald G. Haraldsson, Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Nýtt fjár- festingarfélag Mánudaginn 21. desember sl. var formlega stofnað nýtt fjárfestingarfélag að frum- kvæði Iðnþróunarsjóðs, sem heitir Fjárfestingarfélagið Draupnir hf. Markmið þess er að stuðla að þróun hluta- bréfamarkaðar hérlendis. Fé- lagið er fjárfestingarfélag, þar sem Iðnþróunarsjóður verður meirihlutaeigandi í upphafi, en ætlunin er að það fyrirkomulag gildi aðeins fyrstu ár starfseminnar. Hlutafé hin nýja félags er 150 milljónir króna, en stjórn fé- lagsins hefur heimild til að auka það um aðrar 150 m. kr. og opna það fyrir þátttöku annarra. í fréttatiIkynningu frá nýja félaginu segir, að markmið þess sé, að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar hér á landi. Þessum tilgangi hyggst félagið m.a. ná með þeim hætti að festa kaup á hlutabréfum, skuldabréfum og öðrum verðbréfum at- vinnufyrirtækja, sem líkleg eru til að skila góðum arði miðað við áhættu. Félagið mun stefna að því að stunda kaup og sölu á hlutabréfum í starfandi fyrirtækjum, þar sem engar hömlur eru lagðar áviðskipti með hlutabréf. Fjárfest verður i hlutabréfum og verðbréfum með skráð markaðsvirði. Jafnframt verð- ur fjárfest í óskráðum bréf- um, þegar verulegar líkur benda til að þau komi til skráningar inna fárra ára. Nýja félagið mun gera kröfur um að samþykktir þessara fyrirtækja samrýmist þessari stefnu. Vísitala byggingar- kostnaðar 107,9 stig Vísitala byggingarkostnað- ar eftir verðlagi í desember 1987 er 107,9 stig eða 0,37% hærri en í nóvember. Síöast- liðna tólf mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 18%, undanfarna þrjá mánuði um 5,4% og jafngildir sú hækkun 23,3% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun vísitölu frá nóvember til desember stafa um 0,1% af hækkun á gatna- gerðargjöldum og töxtum Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og tæplega 0,3% af hækkun á verði ýmissar vöru og þjónustuliða. „Barnagull, ____“ bækur og snældur Mál og menning hefur nú bryddað upp á nýjung i barnabókaútgáfu og sendir því frá sér fyrstu „Barnagull- in“. Það eru spjöld þar sem pakkað er saman barnabók og snældu með lestri á bók- inni. Þegar eru komin út sex „Barnagull:“ „Saga af Suður- nesjum og fleiri Ijóð eftir Jóhannes úr Kötlum," „Sjáðu Maddit, það snjóar“ eftir Astrid Lindgren, „Blómin á þakinu" eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttur og „Skilaboðs- skjóðan" eftir Þorvald Þor- steinsson. Lesari á þessum fjórum snældum er Silja Aðalsteinsdóttir. Ingibjörg Haraldsdóttir les söguna „Fjöður Hauksins hugprúða" og fyrir eldri krakkana er komin út snælda með sög- unni „Græna höndin." Það er Vilborg Dagbjartsdóttir sem les. íslandssaga A-K Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur gefið út ritið „ís- landssaga A—K“ eftir Einar Laxness, fyrra bindið af tveimur í flokknum Alfræði Menningarsjóðs. Er þetta önnur útgáfa aukin og endur- skoðuð. íslandssaga A—K kom fyrst út 1974 og fjallar um hlutaðeigandi efni undir upp- flettiorðum í stafrófsröð. Bók in er unnin i prentsmiðjunni Odda og er 287 bls. að stærð og prýdd myndum. Fatasendingar frá Rauða krossinum í síðustu viku bárust 7 tonn af notuðum fatnaði til flóttamannabúða í Úganda. Föt þessi eru gjöf frá Rauða krossi Islands og hefur fé- lagið þá samtals sent rúm 42 tonn af notuðum fatnaði á þessu ári til bágstaddra í Mósambik, írak, Eþíópíu og Úganda. Frá þvi haustið 1985 hefur Rauði krossinn tekið á móti notuðum fatnaði allt árið. Fötin eru send héðan i gám- um til Rauða krossins í Dan- mörku þar sem þau eru flokk- uð og þeim pakkað. Þegar beiðni berst eru fötin síðan send áfram til viðtökustaðar frá lager danska Rauða krossins á Jótlandi. Undanfarin tvö ár hafa fata- sendingar verið drjújgur þátt- ur i hjálparstarfi RKI á er- lendum vettvangi og hafa alls verið send rúm 90 tonn at fatnaði til Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á þessum tíma. í fréttatilkynningu þakkar stjórn Rauða kross Islands öllum þeim fjölmörgu sem tekið hafa þátt í fatasöfnun félagsins á undanförnum árum, bæði gefendum og sjálfboðaliðum um land allt. Staða framkvæmdarstjóra kerfissviös Reiknistofu bankannaerlaus til umsóknar. Umsóknir um stööuna sendist forstjóra reiknistofunnar fyrir 1. febrúar 1988. FLUGMÁLASTJQRN ÚTBOÐ Flugmálastjórn óskar eftir tilboöum í 2. áfanga aö nýrri flugbraut viö Egilsstaöi. Helstu magntölur Gröftur 100.000 rúmmetrar Fylling 300.000 rúmmetrar Útboösgögn veröa afhent hjá Ingólfi Árna- syni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á EgiIsstaöafIugvelli og hjá Almennu Verk- fræöistofunni hf., Fellsmúla 26,108 Reykja- vík frá og meö þriöjudeginum 29. desember n.k. gegn kr. 5000,- skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á Almennu Verkfræói- stofunni hf., Fellsmúla26, Reykjavík mánu- daginn 18. janúar n.k. kl. 14.00 aö viöstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öilum. Flugmálastjórn. KRATAKOMPAN Jólabingó Skrifstofa Alþýðuflokksins verður með glæsileg- asta bingó ársins í glæsilegasta samkomuhúsi landsins, Hótel íslandi, við Ármúla þriðjudaginn 29. desember kl. 20.00. Aðalvinningur verður splunkuný LANCIA bifreið, að auki verður fjöldi heimilistækja í vinninga. Nánar auglýst síðar. Takið þennan dag frá á almanakinu. Skrifstofa Alþýðuflokksins. Jólakrataplata Skrifstofa Alþýðuflokksins selur nú jólalagasafnið „Gleðileg jól“ með 24 lögum sem eru flutt af mörg- um góðum söngvurum svo sem Björgvini Halldórs- syni, Þuríði Sigurðardóttir og Þóri Baldurssyni. Lögin eru til á kasettu eða tveimur þlötum í umslagi. Verðið er kr. 1.000.-. Hringið eða komið. Við tökum vísa og eurocard.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.