Alþýðublaðið - 06.01.1988, Side 1
Fólksfjölgun:
EINSTEFNA TIL REYKJAVÍKUR
Hlutfallsleg fjölgun íbúa hefur ekki orðið meiri í rúmlega tuttugu ár. Góðœri síðustu ára hefur farið framhjá
landsbyggðinni, segir Áskell Einarsson framkvœmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga
engum takt viö kostnað í
landinu. „Einnig sagði Áskell
Einarsson að gróði er mynd-
aðist af útflutningsfram-
leiðslunni flyttist til sökum
þess að sá sem aflar gjald-
eyri verður að skila honum á
föstu verði. „Þeir sem með-
höndla hann og breyta hon-
Dagurinn í gær var sá kaldasti I Reykjavík á þessum vetri. Borgin skartaöi sínu fegursta, enda sælureitur ef
marka má glfurlega fjölgun íbúa slöustu árin. A-mynd/Róbert.
Hinrik Greipsson formaður Sambands ísl. bankamanna:
BANKASTJÓRASTÓLAR
EKKI PÓLITÍSK HÆLI
Árið 1987 fjölgaði fólki í
Reykjavik um 1.903, eða
2,1%. Hefur hlutfallsleg fjölg-
un ekki orðið meiri í Reykja-
vík síðan 1962 og bein fjölg-
un ekki orðið meiri síðan
1957. Um 95% af mannfjölg-
un á árinu varð í Reykjavík. Á
hverju ári 1984—86 fjölgaði
fólki meira á höfuðborgar-
svæðinu en sem nam heild-
arfjölgun landsmanna, svo að
bein fækkun varð í öðrum
landshlutum samanlögðum.
Árið 1987 hefur fólki fjölgað
um 3.326 á höfðuðborgar-
svæðinu, en um 165 á öðrum
landssvæðum.
Þetta kemur m. a. fram i
bráðabirgðatölum frá Hag-
stofu íslands um mannfjölda
samkvæmt þjóðskrá 1.
desember 1987.
„Þessi þróun hefurverið
séð fyrirfram og það er alveg
Ijóst að góðæri síðustu ára
hefur farið framhjá lands-
byggðinni, þrátt fyrir það að
hana megi rekja til fram-
leiöslunnar sem hefur að
mestu verið staðsett úti á
landi,“ sagði Áskell Einars-
son, framkvæmdarstjóri
Fjórðungssambands Norð-
lendinga í samtali við Alþýðu-
blaðið.
Aðflutningur umfram brott-
flutning varð meiri árið 1987
en nokkru sinni fyrr. Sú fjölg-
un hefur nær eingöngu skil-
að _sér til Reykjavíkur.
Áskell sagði ástæðu fjölg-
unar í Reykjavík vera einfalda
„Svonefnd margfeldisáhrif í
þjóðfélaginu hafa verið mest
á höfuðborgarsvæðinu. Við
því er ekkert að gera, á með-
an verðlagning er frjáls á allri
þjónustu og kaupgjald að
verulegum hluta vísitölu-
tryggt. Þá verður landsbyggð-
in að sætta sig við að sá
gjaldeyrir, sem er hennar
aflafé að miklu leyti sé háð
verðskráningu ríkisins og í
„Eg hef verið á móti því að
bankastjóraembættum sé út-
hlutað pólitískt og eingöngu
pólitískt. Við hjá Sambandi
íslenskra bankamanna viljum
auðvitað ekki dæma um
hvort einn sé hæfari en ann-
ar, en við hljótum að mót-
mæla því að þessi embætti
séu pólitísk hæli fyrir upp-
gjafaþingmenn" sagði Hinrik
Greipsson formaður Sam-
bands íslenskra bankamanna
í samtali við Alþýðublaðið í
gær.
Hinrik sagði að Sambandið
styddi því félag starfsmanna
í Landsbankanum sem hefur
ályktað um að hæfir banka-
menn gegni stöðum banka-
stjóra. Hann sagöi hins vegar
að í þeim stuðningi fælist
ekki dómur um það hvort
Tryggvi Pálsson eða Sverrir
Hermannsson væri hæfari til
þess að gegna þessu starfi.
Við teljum eingöngu að
það eigi ekki að vera regla að
pólitíkusar eigni sér banka-
stjóraembætti hjá ríkisbönk-
unum,“ sagði Hinrik Greips-
son.
um í vörur og þjónustu njóta
síðan gróðans i frjálsri verð-
lagningu."
KALDASTI
DAGUR
VETRARINS
Næstu daga mun fara að
hlýna aftur, segir
Eyjólfur Þorbjörnsson,
veðurfrœðingur.
I gær, þriðjudag, var kald-
asti dagur vetrarins i Reykja-
vík og mældist frost vera 13
stig. Dagurinn i dag er álíka
kaldur en næstu daga mun
fara hlýnandi.
Að sögn Eyjólfs Þorbjörns-
sonar, veðurfræðings á Veð-
urstofu íslands hefur veður
farið kólnandi síðan á nýárs-
dag, en þá var hitastig við
frostmark. í gærmorgun var
kaldast á Grímsstöðum á
fjöllum, 24 stiga frost og
strax þar á eftir kom Staöar-
hóll í Aðaldal, 23.6 stiga
frost.
Seinnipartinn i dag mun
fara hlýnandi, fyrst hér vest-
anlands og á fimmtudag
gæti hugsanlega orðið lítils-
háttar snjókoma eða slydda, í
kjölfar úrkomusvæðis sem er
að nálgast landið. Upp úr því
kæmi síðan rigning.
Viðast hvar á landinu er
jörð alhvít og sagði Eyjólfur
þaö aðeins vera suð-vestur
hornið sem væri snjólaust. „í
stórum dráttum er veður
alveg glimrandi gott allsstað-
ar á landinu þó litils háttar él
hafi verið við norð-austur.
ströndina og á Vestfjöröum"
sagði Eyjólfur Þorbjörnsson.
Ryggingar-
menn
í stríð
3
Gagnkvæmt
sníkjulíf
Ohræddir
við að
semja
3