Alþýðublaðið - 06.01.1988, Page 2
2
Miðvikudagur 6. janúar 1988
ÍLNDWilM
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaður
helgarblaðs:
Blaðamenn:
Dreif ingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigrlður Þrúður Stefánsdóttir.
Þórdls Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaöaprent hf., Síöumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60
kr. um helgar.
BREYTINGAR Á SKATTKERFI
Stórtækar skattbreytingar standa nú fyrir dyrum lands-
manna. í dag koma til framkvæmda ný lög um söluskatt
sem er einn þáttur þeirra kerfisbreytinga sem um er að
ræða. Söluskatturinn nýi er fyrst og fremst atlaga gegn
götóttu undanþágukerfi og falla nú ýmsar undanþágur
niöursem áðurþóttu sjálfsagðar. Umdeildust er niðurfell-
ing undanþágu söluskatts á matvæli og hefur henni víða
verið andmælt, meðal annars hér í Alþýðublaðinu. Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra var sþurður um
þetta atriði í viðtali sem birtist við hann í áramótablaði
Alþýðublaðsins. Ráðherra svaraði:
„Einn þáttur þeirrar kerfisbreytingar sem nú stendur
fyrir dyrum eru breytingar á söluskatti sem fela það í sér
að söluskattur verður samræmdur og leggst m. a. á mat-
vörur, sem nú eru ýmist söluskattsfrjálsar eða með 10%
söluskatti. Þessi breyting út af fyrir sig veldur hækkun á
matvörum. Aðrir þættir breytinganna, niðurfelling sex
mismunandi aðflutningsgjalda og lækkun tolla, leiða á
hinn bóginn til lækkunar vöruverðs. Þar til viðbótar koma
síðan umfangsmiklar hliðarráðstafanir til tekjujöfnunar. í
krónum talið líturdæmið þannig út fyrir vísitölufjölskyldu
með 105 þús. kr. ráðstöfunartekjur í október, að matar-
reikningur getur hækkað um 1800 kr. á mánuði. Á móti
kemur lækkun á öðrum vörum sem nemur öðrum 1800
krónum. Framfærslukostnaður hækkar ekki af þessum
sökum. Ýmsar mikilvægustu neysluvörur heimilanna svo
sem mjólk, dilkakjöt og fleiri vörur hækka ekki. Þetta eru
staðreyndir og kjarni málsins.
Það hefur verið þyrlað upp gríðarmiklu moldviðri sem
ætlað er að vekja ugg meðal almennings vegna þessara
breytinga. Menn setja upp helgisvip og láta sem matvörur
hafi aldrei hækkað fyrr. Hafa þeir sem hæst láta nú t. d.
gleymt því, að samkvæmt fastbundnum formúlum hækk-
aði búvöruverð um 8% í byrjun þessamánaðar? Hvað kom
þá á móti? Ekkert.
Loks er ástæða til þess að minna á það að kerfisbreyt-
ingin mun leiðatil lækkunará lánskjaravísitölu, sem leiðir
af því að byggingarkostnaðurlækkarum Iiðlega2%. Þetta
skiptir auðvitað miklu máli fyrir það fólk sem þer þunga
skuldaklafa, svo sem húsbyggjendur."
I sama viðtalið var fjármálaráðherra ennfremur spurður
um hag barnafólks, einstæðra foreldra og lífeyrisþega í
hinu nýja skattkerfi. Jón Baldvin Hannibalsson svaraði:
„Þær hliðarráðstafanir sem nú hafa verið ákveðnar fel-
ast í hækkun barnabóta, hækkun bóta Iífeyristrygginga
og auknum niðurgreiðslum. í þessu skyni verður alls varið
liðlega 2200 milljónum króna á næsta ári. Markmið þess-
ara aðgerða er einmitt að verja sérstaklega hag þeirra
hópa sem þú nefnir. Lífeyrisbætur hækka um 6—8 af
hundraði frá 1. janúar eða svipað og nemur hækkun á
matvörum. Barnabætur hækka sérstaklega um 9—10%,
en auk þess eru gerðar lagfæringarábarnabótaauka, sem
sérstaklega koma til góða barnmörgum fjölskyldum. Að
meðaltali nemur þessi hækkun um 5000 kr. með hverju
barni. Barnabætur verða greiddar út ársfjórðungslega á
næsta ári, í fyrsta skipti í janúar. Útborgaðar barnabætur
hjóna með tvö börn, m. v. að annað sé undir 7 ára aldri,
verða þá tæplega 16 þúsund kr. fyrir 1. ársfjórðung.
Þegar á þetta er litið held ég að ekki verði annað sagt,
en að hag þessara hópa sé sæmilega borgið. En það er
nokkuð lýsandi að þessum þáttum kerfisbreytingarinnar
hefur lítt verið haldið á lofti af stjórnarandstöðu."
Nýju skattkerfi ber að fagna. Einföldun skattakerfisins
bætir skattskil og gerir kerfið réttlátara. Fækkun frádrátt-
arliða og undanþága samfara staðgreiðslukerfi auðveldar
skattskil og gerir skattaeftirlit virkara. Betra skattkerfi
verðurað fylgjaeftir með áframhaldandi aðgerðum; virðis-
aukaskatti, endurskoðun áskattlagningu atvinnurekstrar-
ins og samræmdri skattlagningu eignatekna. Þeim verk-
efnum þarf að Ijúka á árinu sem er að hefjast.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
TIMINN birtir á forsíóu í
gær viðhorf landsmanna til
Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Þar segir með
Gallup könnun á viöhorfi íslendinga
Flugleióa, Eimskips, ísals og SIS;
Þjóðinni fellur
Gallup á íslandi
framkvæmdi ný-
lega könnun fyrir
Samband ís-
lenskra samvinnu-
félaga, þar sem
þúsund manna
úrtak var spurt um
afstöðu til fjögurra
stórfyrirtækja á ís-
landi. Eitt þessara
fyrirtækja var SÍS.
Viðhorf almenn-
ings í garð *><rir-
tækisins
breyst í ja
átt síðastl'
ár, eða fr
/9/7
70
yS87
fyrsta
kön
[ Nof
I ar
göng
[ lesa i
I spur
tækii 'Vi,
legra, -i J
meira ör.
vinnulífinu ei
I tveimur árum.
• Blaðsíða 5 >elur sls"nútlmalegra og 6flugra en fyrir tveimur'
Frétt Tímans sýnir að þjóðin er
farin aö sætta sig við SIS.
stríðsletri: ÞJÓÐINNI FELL-
UR BETUR VIÐ SÍS. Hins
vegar er samanburðarsetn-
ingunni ekki lokað svo les-
endur spyrja sig: Fellur betur
við SÍS—en hvað? Fellur bet-
ur SÍS en AIDS? Eða fellur
þjóðinni betur við SÍS en við
Suðurlandsskjálftann? Þegar
betur er að gáð, þá sýnir
Gallup — könnunin að þjóð-
inni fellur betur við SÍS en
við SÍS, það er að segja
gamlaSIS. Þessi stórmerki-
lega könnun sýnir og sannar
að Eyjólfur er að hressast;
fyrirtækið er ekki jafn of-
boðslega óvinsælt og áður.
Könnunin var einnig vin-
sældarkeppni milli SÍS, ÍSAL,
Eimskips og Flugleiða. í Ijós
kom að þrátt fyrir jákvæðara
viðhorf almennings til SÍS, er
Sambandið engu að síður
lang óvinsælasta fyrirtækið i
könnuninni. Það má eigin-
lega orða það sem svo, að
þjóðin er farin að sætta sig
við SIS. En lítum aðeins á
nokkrar niðurstöður eins og
þær birtast í Tímanum:
„Þá var spurt um það hvort
viðkomandi teldi að Sam-
bandið tengdist ákveðnu
stjórnmálaafli í landinu. Hlut-
föli hafa litið breyst og sagði
61% „já, í verulegum mæli“,
önnur 22% „já einhverjum
mæli“, og 5% „já, í litlum
mæli“. Aðeins 7% sögðu nei.
Ekki var spurt á sambærileg-
an hátt varöandi hin stóru
fyrirtækin þrjú.
Ef menn svöruðu já við
þessari spurningu, voru þeir
spurðir hvort þeir álitu þessi
tengsl vera æskileg eða
óæskileg, 11% sögðu þessi
tengsl vera „æskileg“ 62%
„óæskileg“ og 20% svöruðu
„bæði og..
Þá erum við eiginlega farin
að skilja hvað fyrirsögn
Tímans þýddi: Þjóðinni fellur
við SÍS — hvort sem henni
líkar það betur eða verr...
Hreggviður Jónsson þögli er á ferð með nýja siðbót að mati Odds
Ólafssonar.
ÞAÐ eru fleiri en við á Al-
þýðublaðinu sem hafa vakið
athygli á þögn Hreggviðs
Jónssonar þingmanns úr
Borgaraflokki á Alþingi fyrir
áramót. Oddur Ólafsson, að-
stoðarritstjóri á Tímanum
vekur athygli á þögninni í
blaði sínu í gær og skrifar:
„Hreggviður Jónsson hef-
ur þegar skapað sér veglegan
sess í þingsögunni með því
að innleiða nýjan sið á hinu
háa Alþingi. Að standa í
pontu og þegja er ólikt gáfu-
legra en að flytja margar
ræður af því tagi sem sumir
halda að tilheyri þingsetu.
Margir þingmenn geta tek-
ið Hreggvið sér til fyrirmynd-
ar hvað varðar ræðu-
mennsku. Sumar ræður eru
best ófluttar og aðrar gætu
að ósekju verið fluttar á örfá-
um minútum, sem þó taka
langan tima í flutningi.
En þingmenn eru með
þeim ósköpum gerðir að láta
ræðustól ekki ónotaðan. Því
standa þeir þar og teygja
lopann. En aðferð Hreggviðs
er miklu betri, að tryggja sér
pontuna, standa þar vel og
lengi og halda sér saman.
Þessu fylgja margir kostir.
Aðrir þingmenn þurfa ekki að
leggja sig eftir að hlusta,
þingfréttaritarar losna við að
reyna að komast að raun um
hvað verið er að fjalla um og
mikill sparnaður yröi í prent-
un þingtíðinda ef þingmenn
vendu sig af málæði á þing-
fundum.
Ef aðrir bæru gæfu til að
temja sér ræðumennsku
Hreggviðs mundi deiium
linna á þingi og þingið sitja i
sátt og samlyndi, og þögn.
En þögnin er gulls ígildi og
færi betur ef þingstörfin
færu meira í íhugun en
ræöumennsku. Eftir á að
koma í Ijós hvort siðbót
Hreggviðs á eftir að hafa
varanleg áhrif á stjórnmála-
baráttuna eða hvort þing-
menn eru svo lánlausir að
geta ekkert af honum lært.“
Einn
we8
kðffinu
Þessa dagana er mikið þráttaö um bankastjórastóla.
Hér er einn gamall brandari úr bankalífinu: Ungur piltur
er í heimsókn hjá kunningja sínum. Húsbóndinn á
heimilinu heilsar þessum vini sonarins og segir:
— Sæll, vinur, hverra manna ert þú?
— Ég er sonur hans Jóns, svaraði pilturinn.
— Og hvað gerir pabbi þinn? spyr húsbóndinn.
— Hann hreinsar bankann, svaraði pilturinn.
— Já, það er einmitt það, segir húsbóndinn, er hann
ræstingamaður eða bankastjóri?