Alþýðublaðið - 06.01.1988, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.01.1988, Qupperneq 3
Miövikudagur 6. janúar 1988 3 FRÉTTIR Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða: ÞRÍDHLIDA SANININGAR EKKERT TÖFRAORD Eðlilegra að hver fyrir sig geri sjálfstæða og ábyrga samninga. Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða segir að þríhliða samningar með þátttöku ríkisvaldsins sé ekkert töfraorð sem leysi þá stöðu sem orðin er í kjara- málunum. „Á að fara að semja um það eina ferðina enn að greiða niður bíla fyrir forstjóra og telja það til kauphækkunar hjá verka- fólki?“ sagði Pétur í samtali við Alþýðublaðið i gær. Hann sagðist telja mun eðiilegra að hver fyrir sig reyndi að gera sjálfstæða og ábyrga samninga. í dag veröa, að sögn Pét- urs, lokaþreyfingar um það hvort sjálfstætt framhald veröi í viöræöum um kjara- samninga á Vestfjöröum. En klukkan tvö í dag hittast full- trúar Alþýðusambands Vest- fjarða og vinnuveitendafé- lagsins aö máli á ísafirði. „Ég vil meina aö þetta sé úrslita- fundur um það hvort viö eygj- um einhverja möguleika á samningsfleti." Pétursagöi að þótt ekki yrði framhald viðræðna sæti eftir sá góöi árangur sem náöst hefur meö nýju bónusfyrirkomu- lagi. „Hópbónusinn hefur raunar þegar fært mörgum Pétur Sigurösson: Eölilegra aö hver reyni fyrir sig. mun meira en náöst hefur í alvöru kjarasamningum," sagði Pétur. Fyrir áramót var ætlunin aö halda samningafund á Vestfjörðum strax annan janúar. Af því gat ekki orðið vegna þess að formaður vinnuveitendafélagsins bað um ótlmabundna frestun. Pétur var spurður hvort hann héldi að um þrýsting væri að ræða frá aðalstöðvum vinnu- veitenda í Reykjavfk: „Ég vil ekki gera því skóna, en við höfum reyndar heyrt yfirlýsingu Þórarins V. Þórar- inssonar um að menn skuli vera góðu börnin annars hljóti þeir verra af. Þannig sagði hann t.d. að þreyfingar manna á Vesturlandi væri al- gjörlega á þeirra ábyrgð. Ég hefði haldið að menn gerðu yfirleitt kjarasamninga á sína ábyrgð,“ sagði Pétur. Þá sagði Pétur að menn yrðu að átta sig á því að tím- inn liði. Þannig væri verka- fólk i dag að tapa með hverj- um deginum sem liði án þess að það fengi leiðrétt- ingu sinna launa. Hann sagö- ist ennfremur vera óhræddur við það. Við erum byrjuð að tapa og það er verið að telja á okkur,“ sagði Pétur. Benedikt Davlðsson segiraö skattlagning ferða-og verkfæragjaldaþýöi kjararýrnun fyrirbyggingarmenn, þar sem þeir greiöi nú skatta fyrir vinnuveitendur. Ferða- verkfæra- og fæðisgjald til skatts: TÖKUM UP.P HART STRID „Viö tökum upp mjög hart stríð gegn þessari breytingu, sem er ein vitleysan enn hjá Jóni Baldvin til þess að espa upp verðbólgu,“ sagði Bene- dikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna í samtali við Alþýðublaðið. Benedikt sagði að samband- ið hefði eindregið varað við þvi að fella niður frádráttar- liði vegna ferða-, og verk- færa- og fæðisgjalds. Að mati Benedikts þýðir skatt- lagning þessa kostnaðar, að tekið verði upp sérstakt gjald sem leiði til hærri byggingar- kostnaðar og aukinnar verð- bólgu. Benedikt sagði að þessi ráðstöfun i skattamálum mis- munaði fólki. Þannig væru sumir meö ákvæði í kjara- samaningum um að vinnu- veitandi sjái um akstur til og frá vinnustað og legði til verkfæri. Félagar í Sambandi byggingarmanna hefðu hins vegar samning fyrir nokkrum árum um að þeir tækju þessa liði að sér gegn ákveðnu gjaldi. Að þessu var talið mik- ið hagræði og skattayfirvöld hafa ekki litið á þessi gjöld sem skattstofn. „Eins og nú er komið hlýt- ur þetta að þýða kjararýrnun, þar sem við tökum beinlínis að okkur að greiða skatt fyrir atvinnurekendur," sagði Benedikt. í þeim tiifellum sem vinnuveitendur sjá sjálfir um akstur og útvega verk- færi, er það gagnvart skatta- lögum talinn kostnaður og kemur því vinnuveitendum til frádráttar. UR ÞESSUM VANDA“ „ÞAÐ RAKNAR segir Gunnar Guðbjartsson, sem hefur nú látið af störfum sem framkvœmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins Gunnar Guðbjartsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráös landbúnaðarins en starfinu hefur hann gegnt f átta ár. Gunnar er fæddur 6. júní 1917 og varð því sjötugur á síðasta ári. Árið 1942 hóf hann búskap á fæðingarbæ sínum, Hjarðarfelli í Miklaholts- hreppi, Snæfellsnesi en hafði áður stundað nám á Laugarvatni og á Hvanneyri. Snemma hóf Gunnar störf fyrir bændasamtökin, fyrst sem formaður Búnaðarsambands Snæfell- inga, búnaðarfulltrúi var hann í 32 ár og fulltrúi á aðalfundi Stéttarsambands baenda i 36 ár. í 18 ár gegndi Gunnar for- mennsku í Stéttarsambandi bænda, eða frá 1963 til 1981. Árin 1963 til 1977 var hann ennfremur formaður Framleiðsluráðs landbúnað- arins og var ráðinn fram- kvæmdastjóri þess árið 1980. Nú þegar Gunnar er komin á efri ár situr hann m.a. í stjórn Mjólkursamsöl- unnar og Áburðarverk- smiðju rfkisins. Gunnarer kvæntur Ásthildi Teits- dóttur. Við starfi framkvæmda- stjóra hjá Framleiðsluráði landbúnaöarins tekur Gfsli Karlsson. Hann hefurverið sveitarstjóri í Borgarnesi síðan í april 1985, en var áður kennari við Bænda- skólann á Hvanneyri. Gunnar Guðbjartsson þekkir tímana tvenna í land- búnaði og Alþýðublaðinu lék því hugur á að vita hvað honum fyndist mest hafa breyst síðan hann hóf búskap og afskipti af land- búnaðarmálum. — Það má segja að það hafi orðið bylting í land- búnaði á þessum árum sem ég hóf búskap, 1942. Það Gunnar Guöbjartsson sem kannski var stórvægi- legast og víðtækast var ræktunar- og tæknibylting sem varð á árunum eftir stríð, frá 1945 og fram undir 1960. Þá var farið að nota stórvirkar ræktunarvélar, skurðgröfur og jarðýtur sem höfðu ekki veriö notaðar áður hér á landi. Svo konu heimilisdráttarvélar og alls- konar heyvinnutæki sem þeim tengdust, búvélar og súgþurrkun. Þetta olli atvinnubyltingu. Menn hættu að nota orf og hrífu til heyskaparstarfa og notuðu I stað þess stór- virkar vélar. Eitt er það sem skipti sköpum á þessum ára- tugum, og þá sérstaklega í sveitunum, var þegar almennings rafmagn og slmi komu á alla bæi. Þetta þekktist ekki fyrir 40-50 árum, t.d. var bara einn bær með síma í hverri sveit. En nú er kominn sjálfvirkur s(mi allsstaðar. Rafmagnið breytti einnig öllu. Hægt var að nota það til upp- hitunar, heimilisstarfa, suöu og lýsingarog til geymslu á matvælum. Síðast en ekki síst hafa stéttarsamtök bænda haft mikil áhrif en þau beittu sér m.a. fyrir Iífeyrissjóði bænda. Hver er staöa landbún- aðar i dag? Hún er nokkuð óviss, undanfarin ár hafa verið erfið en ég held að það séu batnandi tímar í hönd. Hver er þróun landbún- aðar á næstu árum? Fjölbreytni í framleiðslu mun vissulega aukast. Það verður annar blær yfir byggðunum en verið hefur en þó verður aðaluppistað- an þetta hefðbundna, fram- leiðsla á mjólk og kjöti fyrir landsmenn. Veröur hægt að ná tökum á framleiðslunni? Já, það er nú búið að því að mestu leyti. Það hefur nú sumpart verið of mikið úr þessu gert og sumpart verið afleiðing af samdrætti á sölu á erlendum mörkuð- um sem við höfum alls ekki getaö ráðið við og ekki var hægt að sjá fyrir. Norski markaðurinn lokaðist, einn besti markaðurinn sem við höfðum í mörg ár og það hefur haft geysileg áhrif. Líka hefur orðið nokkur samdráttur á kindakjöts- neyslu hér innanlands í nokkur ár, sem ekki heldur var hægt að sjá fyrir, en mér sýnist nú vera von á breytingu á því aftur. Þetta er einhver sveifla sem hefur gengið yfir svo ég hef trú á þvl að það rakni úr þessum vanda bráðlega.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.