Alþýðublaðið - 06.01.1988, Side 4
Miðvikudagur 6. janúar 1988
4,
f MINNING f
SIGRIÐUR HANNESDOTTIR
Fœdd 14. júní 1905 — dáin 29. desember 1987
í dag kl. 15.00 er minningarguðþjón-
usta um Sigríði Hannesdóttur í Frí-
kirkjunni í Reykjavík.
Sigga, en svo var hún alltaf kölluð á
meðal vina og ættingja fæddist í
Stykkishólmi og ólst þar upp í 5 syst-
kinahópi.
Foreldrar hennar voru, Jóhanna Þór-
unn Jónasdóttir frá Helgafelli og
Hannes Kristján Andrésson skipstjóri
frá Búðanesi við Stykkishólm. Aðeins
7 ára gömul missti Siqga móður sína
og 7 árum siðardc faðir hennarvióskip-
stjórn á Portlandinu, er gert var út frá
Þingeyri. Hannes var einn af fyrstu
skipstjóralærðum mönnum á Islandi
þ.e.a.s. með islenskt próf og fram-
haldsnám úr sjómannaskóla í Dan-
mörku. Umskiptin í lifi þeirra systkina
urðu því mikil við missi foreldranna.
Vinir og ættingjar buðu börnunum
heimili, en snemma lærðu þau að
vinna fyrir sér og fóru út í atvinnulífið.
Sigga frænka kom til Reykjavíkur
1922. Hún réði sig i fiskvinnu og
kynntist fljótt óöryggi verkalýðsins.
Hún var ein af brautryðjendum í
verkakvennafélaginu Framsókn og
vann við hlið Jóhönnu Egilsdóttur og
fleiri framsýnna kvenna í áraraðir. Um
tíma sat hún í miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands. Á lífsskeiði sínu var
Sigga ötul félagshyggjukona og vildi
jafnan hag fólksins í landinu. Að því
takmarki vann hún allatíð. Árið 1926
eignaðist hún soninn Þóri Jónsson,
sem varð henni mikil lífsgleði. í verka-
lýðsfélagsskapnum kynntist Sigga
eiginmanni sínum Hannesi Pálssyni
frá Hofi í Öræfum f. 05. 01 1906. Þau
gengu i hjónaband 1940. Árið 1942
byggðu þau sér heimili að Meðalholti
9. Ari seinna eignuðust þau svo dótt-
urina Hafdísi sem fyllti heimili þeirra
hamingju. Hannes mann sinn missti
Sigga 1978 þá var hann verkstjóri hjá
Ríkisskip. Seinni árin fann Sigga til
vanheilsu og hlúði Hafdis mjög vel að
móður sinni.
Þau systkinin voru 8, en 3 létust í
æsku. Þau sem upp komust voru:
GunnacAlfons, María, Sigríður og Ást-
ríður. Áf þeim systkinum eru nú á lifi
María móðir mín, sem bjó í húsi með
Siggu frá 1942 og Ástríður, sem liggur
nú veik á Borgarspítalanum. Út af
þeim systkinum er komin mannmörg
ætt.
Þann 29. des. heimsótti Sigga Ást-
ríði systur sína á Borgarspítalann og
las fyrir hana jólakveðjur til hennar.
Er heim kom lagðist Sigga frænka
Sigríður Hannessdóttir.
til hvílu og sofnaði vært sínum síð-
asta blundi. Við ættingjarnir þökkum
henni hjartahlýju og tryggð.
Herdís Jónsdóttir
Nýtt verk eftir
Pál P. Pálsson
Á fyrstu áskriftartónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands
á nýju ári í Háskólabíói,
fimmtudaginn 7. janúar, verð-
ur frumflutt hljómsveitarverk
eftir Pál P. Pálsson, sem
einnig mun stjórna hljóm-
sveitinni. Einleikari verður
breski píanóleikarinn Johan
Ogdon.
Auk tónverksins „Hendur“
eftir Pál P. Pálsson, verða á
efnisskrá hljómsveitarverkið
„Karnival i París“ eftir norska
tónskáldiö Johan Svendsen
og að lokum píanókonsert nr.
2 eftir Brahms við einleik
Johans Ogdon.
Breski píanóleikarinn
Johan Ogdon er fimmtugur
að aldri og hefur öðlast
heimsfrægð sem píanóleikari
og ferðast víða og haldið tón-
leika. Ferill hans hófst fyrir
alvöru 1962 er hann hlaut
SMÁFRÉTTIR
fyrstu verðlaun í Tchaikovsky
keppninni í Moskvu. Verk-
efnaval hans er mjög fjöl-
skrúðugt; hann leikur jöfnum
höndum klassíska Vinartón-
list, rómantiska tónlist og
slavneska, en þó ef til vill
fyrst og fremst tónlist tuttug-
ustu aldar tónskálda. Auk
píanóleiks kenndi Johan
Ogdon um tima pianóleik við
Háskólann í Indíana í Banda-
ríkjunum og hefur einnig
fengist við að semja tónlist.
18 hljóta
fálkaorðuna
Forseti íslands hefur
sæmt 18 íslendinga heiðurs-
merki hinnar íslensku fálka-
orðu. Listi yfir nöfn þeirra fer
hér á eftir: *
Aðalsteinn Jónsson, út-
gerðarmann, Eskifirði,
riddarakrossi fyrir störf að
atvinnumálum.
Frímann Sigurðsson, yfir-
fangavörð, Stokkseyri, ridd-
arakrossi fyrir störf að félags-
og fangelsismálum.
Gísla Ólafsson, bakara-
meistara, Reykjavik, riddara-
krossi fyrir störf að málefn-
um iðnaðarins.
Gissur Pálsson, rafvirkja-
meistara, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að
bindindismálum.
Gissur Símonarson, for-
mann Iðnaðarmannafélagsins
í Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf í þágu iðnaðarmanna.
Grétar Símonarson, fv.
mjólkurbússtjóra, Selfossi,
riddarakrossi fyrir stört í
opinbera þágu.
Frú Guðlaugu Eddu
Guðmundsdóttur, utanríkis-
ráðherrafrú, Garðabæ,
riddarakrossi fyrir störf í
opinbera þágu.
Gunnar J. Möller, hæsta-
réttarlögmann, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf að
félags- og sjúkratrygginga-
málum.
Frú Ingibjörgu R. Magnús-
dóttur, deildarstjóra, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir störf
að heilbrigðis-, félags- og
sveitastjórnarmálum.
Jón Tryggvason, fv. odd-
vita, Ártúnum, Bólstaðar-
hlíðarhreppi, ÍHúnavatns-
sýslu, riddarakrossi fyrir störf
að félagsmálum bænda.
Kristján Júllusson, fv. báta-
smið, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að liknar-
málum.
Frú Louisu Matthíasdóttur,
listmálara, New York, riddara-
krossi fyrir málaralist.
Ólaf Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra, Grimsby,
riddarakrossi fyrir störf að
markaðsmálum sjávarútvegs-
ins.
Óla Vestmann Einarsson,
fv. yfirkennara, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir starfs-
menntun í bókagerð.
Frú Sigríði Sumarliðadótt-
ur, uppeldisráðgjafa, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir störf
að líknar- og félagsmálum.
Séra Sigurð Guðmunds-
son, vígslubiskup, HÓIum,
stórriddarakrossi fyrir störf
að kirkjumálum.
Sigurö Kristinsson, málara-
meistara, Hafnarfirði, riddara-
krossi fyrir störf að félags-
málum iðnaðarmanna.
Þórarinn Guðnason, lækni,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að heilbrigðismálum.
Pólarprjón
til gjald-
þrotaskipta
Stjórn Pólarprjóns á
Blönduósi hefur ákveðið að
óska eftir því við sýslumann-
inn I Húnavatnssýslu, að
hann taki fyrirtækið til gjald-
þrotaskipta.
í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu segir: Síðan 1984 hef-
ur Pólarprjón h.f. á Blönduósi
átt í málaferlum við Dorette
Egilsson og fyrirtækið lce-
lander Inc. í Bandarlkjunum.
Upphafleg málshöföun var
vegna innheimtu á skuld við
Pólarprjón h.f. en málið var
strax á árinu 1984 tengt mála-
ferlum annarra Islenskra fyrir-
tækja við Dorette Egilsson.
Voru þau málaferli vegna
ólögmætra viöskiptahátta
„lcelander lnc.“ og meintrar
hringamyndunar íslenskra
fyrirtækja í ullariðnaði. Þessi
málaferli hafa orðið Pólar-
prjóni h.f. mjög kostnaðar-
söm og er nú svo komiö, að
fyrirtækið stendur ekki leng-
ur undir þeim, enda hefur
enginn sýnilegur árangur orð-
ið af málaferlunum og óvlst
hvenær þeim lýkur.
Rekstur Pólarprjóns var
endurskipulagöur á árinu
1986 og hefur gengið þokka-
lega þrátt fyrir mjög slæmt
ástand í ullariðnaði vegna
misvægis gengisþróunar og
kostnaðarhækkana innan-
lanþs.
Óhugsandi er að halda
rekstrinum áfram vegna
málaferlanna og hefur stjórn
Pólarprjóns h.f. ákveöið að
óska eftir því við sýslumann-
inn í Húnavatnssýslu að
hann taki fyrirtækið til gjald-
þrotaskipta.
Sveitarfélög, fyrirtæki og
einstaklingar í Húnaþingi
vinna nú að undirbúningi
stofnunar nýs félags, sem
taki yfir rekstur Pólarprjóns
h.f. Vonast er til að starfsemi
hins nýja félags hefjist mjög
fljótlega og að starfsmenn
Pólarprjóns h.f. fái starf hjá
hinu nýja félagi.
Rók allra
landsmanna
Gula bókin, viðskiptahand-
bók allra landsmanna er nú
komin út. Hún er gefin út i
110 þúsund eintökum og
dreift ókeypis inn á hvert
heimili í landinu.
Bókin kemur út á vegum
bókaforlagsins Svart á hvítu
og erarftaki Borgarskrárinnar
1986. Nafnabreytingin kom til
vegna þess að nú hafa bæst
við götukort, fyrirtæki og
þjónusta fyrir þéttbýlisstaði á
Suðurnesjum, Selfossi,
Hveragerði, Akranesi og
Akureyri. Ensk útgáfa Gulu
bókarinnar er væntanleg í
febrúar í 10.000 eintökum og
verður henni dreift með að-
stoð Útflutningsráðs íslands.
Gula bókin er 416 bls. og,
er henni skipt í fjóra hluta. í
þeim fyrsta eru fjórlita götu-
kort og aftan við þau eru
götuskrár með tilvísun í götu-
kortin. Þá eru f fyrsta hlutan-
um ýmis þjónustukort s.s.
bifreiðaþjónustukort.
í öðrum hluta er fyrirtækja-
skráin. Allra fyrirtækja er get-
ið með nafni og síma þannig
að Gula bókin er ekki ein-
ungis þjónustu- og fyrir-
tækjahandbók heldureinnig
fyrirtækjasímaskrá.
í þriðja hluta er þjónustu-
skráin. Þeim er raðað eftir
stafrófsröð og er að finna yfir
1200 þjónustuflokka í bók-
inni.
Fjórði hluti inniheldur
umboðaskrá þar sem greint
er frá umboðum umboðsaðila
og vörulýsingu.
Aðalfundur
Alþýðuflokksfélags
Kjalnesinga
verður haldinn að Fólkvangi föstudaginn 8. jan. kl.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Onnur mál.
Allir velkomnir.
Stjórnin