Alþýðublaðið - 06.01.1988, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1988, Síða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1988 5 SJÓNVARP ingólfur Margeirsson skrifar ÍSLAND ER MITT LAND „Ást og striö er sönn og opinská heimild um sambönd bandariskra hermanna og íslenskra stúlkna á striösárunum og gerð að miklum skilningi, næmni og hlýju gagnvart viðfangsefninu," skrifar Ingólfur m.a. um Ást og strið. Ást og stríð. Íslensk/bandarísk frá 1987. Framkvæmdastjórn og samsetning: Anna Björnsdóttir. Byggð á rannsóknum Ingu Dóru Björnsdóttur. Gamlar litmyndir: Samuel Kadorian. Tónlist: J. C. Crowley og Bubbi Morthens. Myndin er unnin í samvinnu íslenska og bandaríska kvikmyndagerðarmenn og styrkt af Kvikmyndasjóði og fleirum. íslenska ríkissjónvarpið sýndi óvenju athyglisverða heimildarmynd á milli jóla og nýárs; Ást og stríð gerða af þeim Önnu Björnsdóttur og Ingu Dóru Björnsdóttur. Heimildarmynd þeirra Önnu og Ingu Dóru fjallar um þær íslensku konur sem bundust amerískum hermönnum tilfinningaböndum i hernámi stríðsár- anna. Flestar kvæntust dátunum, fluttust til Bandaríkjanna og hófu nýtt líf vestra sem bandarískir þjóðfélags- þegnar. En örlög sumra kvennanna urðu öðruvisi; þærvoru skildar eftir þungaðar á Fróni en hermennirnir sigldu sína leið að stríöi loknu. Lítið er til um íslenskar heimildir sem taka á hinu viðkvæma málefni, sem gengið hefur undir nafninu „ástandið." Ástandið er fint orð yfir ástarsambönd hermanna og islenskra stúlkna og sjaldgæft að finna stafkrók um þetta víðfeðma þjóðfélagslega fyrir- brigði nema í þeim neikvæða tón, að stúlkur hafi látið dáta glepja sig og það sem verra er — að slikar konur séu kanamellur. Þvi ánægjulegra var að vera vitni að sannri og opinskárri heimild um sambönd bandarískra her- manna og íslenskra stúlkna á stríðsár- unum; heimild sem gerð er af miklum skilningi, næmni og hlýju gagnvart viðfangsefninu. Meginuppistaða heimildarmyndar- innar eru viðtöl við þær konur sem fluttust búferlum vestur um haf með hermönnunum sínum. Þessar konur sem teknar eru að reskjast, eru sér- deilis opnar og hreinskilnar í frásögn- um um líf sitt. Viðmælendur Önnu og Ingu Dóru sögðu þannig frá ástum sinum og örlögum, að áhorfandinn hló með þeim og grét. Sem rauður þráður gegnum frásagnir kvennanna eru hin tilfinningalegu átök milli ástarinnar á erlenda makanum og ástarinnar á föð- urlandinu sem hefur verið yfirgefið. Heimþráin endurspeglast í hverri setn- ingu, en jafnframt eru konurnar orðnir tilfinningalegir fangar í nýju landi þar sem maki, afkomuöryggi, barnabörn og nýir vinir gera það í raun ómögu- legt að snúa aftur til íslands. „ísland verður alltaf mitt land,“ segir ein kvennanna, og segir sú setning í raun- inni allt. Þessa heimþrá og þessa togstreitu þekkja þeir best sem hafa upplifað hana, og sú reynsla skín í gegnum höfunda myndarinnar. Viðmælendurnir í heimildarmynd- inni Ást og stríði, eru greindar konur, lífskátar og lifandi. Þær eru jafnframt hugrakkar og jákvæðar og óneitan- lega breytist myndin af kanamellunum ( hugumstóra landnema sem þorðu að sva'ra kalli hjartans, oft í sárri and- stöðu við fjölskyldu og vini. Stórkostlegar litkvikmyndir Samuel Kadorian frá hernámsárunum gefa sögum kvennanna sannferðugan heimildarblæ þar sem hver mynd- rammi er konfekt fyrir augað. Klipping og tónlist er smekklega gerð og undir- strikar hughrif myndarinnar. Anna Björnsdóttir og Inga Dóra Björnsdóttir eiga miklar þakkir og heiður skilinn fyrir gerð þessarar stórfróðlegu heim- ildarmyndar sem hefur mikið sögulegt gildi — og reyndar skemmtanalegt einnig. GAGNKVÆMT SNÍKJULÍF Sjónvarpið: Tilbury. Leikstjórn, klipping og handrit: Viðar Vikingsson. Byggt á smásögu Þórarins Eldjárns. Kvikmyndataka: Örn Sveinsson. Hijóðupptaka: Gunnar Hermannsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Tónlist: Stefán S. Stefánsson. Höf. og stjórn. dansa: Agnes Johansen. Sagan Tilbury birtist í smásagna- safni Þórarins Eldjárns „Ofsögum sagt“ sem Iðunn gaf út árið 1981. í sögunni skráir Auðun Runólfsson vita- vörður, Þórarinsstöðum, Ýsufirði vestra, frásögn sína af undarlegum at- burðum í Reykjavík á hernámsárunum þegar Guðrún Þorfinnsdóttir Inness, prófastsdóttir frá Hlaðfreyjustað i Ýsu- firði vestra og verðandi biskupsfrú er komin í ástandið. Ekki er ástandið þó eðlilegt, þar eö prófastsdóttirin er greinilega I slagtogi með breskum til- bera sem ber nafnið Tilbury og er major að tign. Hin fyndna smásaga Þórarins, skrif- uð í dæmigerðum frásögustll fslensk- um, er blanda af þjóösögu og ádeilu, þar sem breski tilberinn sýgur brjóst íslensku stúlkunnar (fjallkonunnar) en færir henni smjör og aðrar dýrar gjafir í staðinn. Þarna er eiginlega um að ræða efnahagslegan symbiosis eða samlífi, m.ö.o. gagnkvæmt snlkjulífi, sem að margra mati er einkenni á samskiptum íslendingaog erlends setuliðs. Þessa heilsteyptu smásögu Þórar- ins hefur Viðar Víkingsson umskrifað í kvikmynd og breytt þjóðlegum rit- gerðarstil smásögunnar í áferð hryll- ingsmyndar í anda þýska expressión- ismans og Hollywood — hrollvekjunn- ar. Þessi formúla Viðars gengur ekki upp, og ádeilan fer úr böndunum m.a. með ofhleðslu eins og þá að teygja söguna yfir í amerísku hersetuna. Breska Cadbury-súkkulaðið og ameríska Hersey-súkkulaðið er einnig viðbót sem skemmir söguna og ruglar áhorfandann. (Er súkkulaðið tilbera- eitur og af hverju? Deyja þær per- sónur sem borða það?) Viðbæturnar við söguna eru ómarkvissar og vekja fleiri spurningar en þær svara. Hryllingsatriðin er ennfremur vand- ræðaleg og tilberinn með Nosferatu — neglurnar ekki ógnvekjandi heldur afkáralegur. í heild fellur formúla Við- ars á barnslegri og yfirborðslegri dýrk- un á hrollvekjunni án þess að leik- stjórinn nái tökum á sálfræðilegri dýpt og spennu hennar. Klipping myndarinnar er ófagmann- leg; alltof hröð og festir ekki myndina í ryðmiska framrás (continuity). Leikararnir eiga ákaflega erfitt með að finna persónur sínar í þessum moðreyk; Kristján Franklín Magnús röltir með sauðasvip gegnum myndina sem Auðun sögumaður, Helga Bern- ard er ekki leikkona en dansar af stakri prýði i flottri en vanhugsaðri ballsenu og Erla B. Skúladóttir, Bryn- dís Pétursdóttir Aðalsteinn Bergdal og Róbert Arnfinnsson gera sitt besta. Sjálfan tilberarindilinn leikur Karl Ágúst Úlfsson af innlifun en gerviðt ber hann ofurliði. Leikmynd Gunnars Baldurssonar er góð og búningarnir einnig. En það eitt nægir ekki aö lyfta þessum barnaskap Viðars Víkingssonar á ásjálegt, list- rænt og (svo ekki sé talað um) vitrænt plan. „Formúla Viðars Víkingssonar(ljósmynd) fellur á barnalegri og yfirborðslegri dýrkun á hroll- vekjunni án þess að leikstjórinn nái tökum á sálfræðilegri dýpt og spennu hennar,“ segir i umfjöllun Ingólfs Margeirssonar um sjónvarpsmyndina Tilbury.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.