Alþýðublaðið - 14.01.1988, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.01.1988, Qupperneq 5
Fimmtudagur 14. janúar 1988 5 UMRÆÐA Guðjón V. Guðmundsson skrifar BANDARÍKJADÝRKUN MORGUNBLADSINS Hér á árum áður þegar Þjóðviljinn var málgagn Sósíalistaflokksins, sem mjög var hallur undir Sovétríkin, þ.á of- bauð iðulega öllu venjulegu fólki sú taumlausa dýrkun á þessum erlendu ofbeldisöflum, er sí og æ birtust í skrifum manna á síðum blaðsins enda var þetta hreint út sagt ógeðslegt. Þetta er, sem betur fer, liðin tíð enda Sósíalistaflokkurinn löngu af- lagður og Þjóðviljinn í dag allra þokkalegasta blað þar, sem ferðinni ráða ágætis menn. Það eru komnir til sögunnar aðrir aðilar er tekið hafa við þessu hlutverki og það fyrir all löngu reyndar. Erlenda valdið er annað, sömuleiðis vettvangurinn. Nú á dög- um eru það Morgunblaðsmennimir með sýna óstjórnlega þjónkun við Bandaríkin. Að sjálfsögðu hvarflar ekki að mér að líkja Bandaríkjastjórn við einræðisöflin i Sovétríkjunum enda væri það algerlega út í hött, slíkt hyldýpi er þar á milli. En það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkja- menn hafa í gegnum tíðina stutt alls konar fanta vitt og breytt um heiminn og gera enn, eru þar i flokki fremstir einræðisherrar Rómönsku Ameríku, sem hafa fótum troðið öll almenn mannréttindi. Ekki fór mikið fyrir áhuga þeirra Washington — herra á Contra-sveitum til að koma þessum skúrkum frá völdum, en þegarvinstri menn hafa náð völdunum þá er „voð- inn“ vís eins og t. d. í Nicaragua núna. Bandarikjamenn styðja með ráðum og dáð hryðjuverkasveitirnar, sem berjast gegn Sandinistastjórninni og megin- uppistaðan i þessum sveitum eru leif- arnar af hinu illræmda þjóðvarðliði Somoza, fyrrum einræðisherra þar I landi. Fyrir botni Miðjarðarhafsins eru að gerast einhverjar mestu hörmungar mannkynssögunnar og ekki sér fyrir endann á þeim nema siður sé, þetta hefur nú varað i nokkra áratugi; ísraelsmenn eru á góðri leið að út- rýma Palestinuaröbum,, sem þjóð. Dyggustu bandamann ísraelsmanna eru vitanlega Bandrlkjamenn enda hefði ísraelsmönnum aldrei tekist ætlunarverk sitt án þeirra, sem er og hefur alltaf verið að leggja undirsig alla Palestinu. Við höfum þeirra eigin orð fyrir því enda fóru þeir ekkert leynt með það i ræðu og riti.' Þekktur zionisti, Josef Waitz, sagði til dæmis þegar árið 1940: „Það verður að vera Ijóst, að ekki er pláss fyrir báðar þjóð- irnar í þessu landi. Flytja verður alla araba burt til nærliggjandi landa, við megum ekki skilja eitt einasta þorp eftir, ekki einn einasta ættbálk." Svo mörg voru þau orð. Þetta er nú að verða að veruleika eins og allir vita, sem á annað borð fylgjast með þvi, sem er að gerast í heiminum. Trúir Bandarlkjamönnum og þeirra fylgifisk- um, þá eru Morgunblaðsmenn iðnir við að lofsyngja ísraelsmenn og sjá ekkert athugavert við framferði þeirra. Þeir, sem tala máli Palestlnufólksins, fá ekki inni á þeim bænum. Undirrit- aður reyndi að fá að birta grein í Morgunblaðinu, þar, sem rakin var gangur þessara mála í stórum dráttum en hún fékkst ekki birt. Einnig hefur verið reynt að klfna á okkur, sem standa með Palestínufólkinu, stimpli Gyðingahatara og annað i þeim dúr. Tryggustu stuðningsmenn kynþátta- kúgaranna i S-Afríku,eru einmitt Bandaríkjamenn og ísraelsmenn. Að það skuli vera staðreynd á þvi Herrans N ári 1988, að millj&nir manna njóta ekki neinna mannréttinda aðeins vegna þess að þeir eru dökkir á hörund, er vitanlega svo yfirgengilegt að furðu sætir. Þegar þjóðir heimsins reyndu að mynda samtök um að setja t. d. viðskiptabann á S—Afíku til að knýja stjórn hvita minnihlutans til þess að láta af þessari vitfirringu, þá börðust Bandarikjamenn gegn þvi af alefli. Hins vegar létu þeir sprengjum rigna yfir Líbiu og drápu tugi barna og kvenna vegna meints stuönings þar- lendra stjórnvalda við hryöjuverka- menn en svo nefnast þeir sem berjast gegn Bandarikjamönnum og stuðn- ingsmönnum þeirra en hinir, sem með þeim eða fyrir þá berjast, kallast frels- issveitir. Svo einfalt er það nú. Það er bókstaflega alveg sama hvað Bandarlkjamenn aðhafast; allt ver og réttlætir Morgunblaðið. Þetta er oft svo yfirþyrmandi að manni verður flök- urt. Það stoðar litt fyrir Bandarikjamenn aö þykjast vera að berjast gegn al- vondum kommúnistum en styðja svo á sama tima alls konar skúrka sem eru litlu eða alls engu betri. Það er heldur ekki þannig að þeir USA-menn séu heilshugar í baráttu sinni gegn kommúnistaöflunum; engin þjóð i hin- um vestræna heimi hefur t. d. mokað eins miklu fjármagni i pólsku komm- únistana en þeir. Nú hamast þeir við að tæknivæða Kinverja og kommú- nistarnir þar eru engu betri en sjálfir Kremlverjarnir. Það, sem við blasir er ósköp einfaldlega að það skiptir Bandaríkjamenn engu máli, hverjir fara með völdin i hinum ýmsu löndum svo framarlega sem þeir hinir sömu eru þeim vinveittir. Það sem mig svfð- ur mest undan er sú hryggilega stað- reynd, að Alþýðuflokkurinn skuli vera þarna skammt undan eða hvar eru þær raddir er gefa annað i skyn? Hvenær hafa forystumenn jafnaðar- manna t. d. fordæmt ísraelsmenn eða eindreginn stuðning Bandarlkjamanna við Contrana i Nicaragua eða stuðn- ing þeirra við hvítu níðingana I S—Afriku? o. s frv. o. s. frv. í Alþjóða- samtökum jafnaðarmanna er ísraelski verkamannaflokkurinn aðili en einmitt sá flokkur á mestan þátt i hörmung- um Palestínuþjóðarinnar þar sem hann hefur lengst af farið með völdin þar á slóðum. Meðferðin á þessu fóiki og öll sú sorgarsaga mun verða skráð á spjöldum sögunnar, sem eitt versta níðingsverkið í mannkynssögunni. Það er alger óhæfa að samtök, sem boða frelsi, jafnrétti og bræöralag ■ skuli hafa innan sinna vébanda flokk, sem i reynd á alls enga leið með þessum hugsjónum, þetta er smánar- blettur á hugsjónum jafnaöarstefn- unnar. Það er heilög skylda jafnaðarmanna að gera hér bót á umsvifalaust og „Að boða hugsjónir jafn- aðarstefnunnar og drattast svo gagnrýnislítið eða gagnrýnislaust á eftir íhaldsöflunum, er svipað því að klerkar landsins stœðu í predikunarstóln- um, boðandi fagnaðar- erindi Krists með Biblíuna í annarri hendinni en Kommúnistaávarpið í hinnif skrifar Guðjón V Guðmundsson m. a. í um- rœðugrein sinni um Israela, Palenstínuþjóðina, Morgunblaðið og Alþýðu- flokkinn. verðugt verkefni fyrir íslenska jafnaö- armenn að hafa frumkvæði f þessu. Það verður að krefjast þess að ísraelska verkamannaflokknum verði þegar ( stað vísað úr þessum samtök- um aö öðrum kosti segi Atþýðuflokk- urinn sig úr þeim. Þeir, sem aöhyllast hinar göfugu hugsjónir jafnaðarstefnunnar geta aidrei átt samleið meö kúgunar- og of- beldisöflum. Það hlýtur að liggja f augum uppi. í kosningabaráttunni ( vor sögðu frambjóðendur Alþýðu- flokksins með formanninn ( broddi fylkingar: „Við meinum það sem við segjum og segjum það, sem við mein- um.“ Að boða hugsjónir jafnaðarstefn- unnar og drattast svo gagnrýnislitið eða gagnrýnislaust á eftir (haldsöflun- um er svipað þvi, að klerkar landsins stæðu i predikunarstólunum, boðandi fagnaðarerindi Krists með Biblíuna i annarri hendinni en Kommúnista- ávarpið í hinni. Vitanlega gengi slikt aldrei upp, það hlýtur að segja sig sjálft. Nei, herrar mínir, við skulum láta Morgunblaðsíhaldið eitt um þjónkum slnavið Reagan og kóna hans. Forðum okkur sem lengst frá þessari ógeðfelldu iðju. Ég óska jafn- aðarmönnum góðs og farsæls árs og vona að forystumenn okkar nái sem fyrst áttum á nýjan leik. /v s

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.