Alþýðublaðið - 14.01.1988, Side 8

Alþýðublaðið - 14.01.1988, Side 8
MMBWBLOIB Fimmtudagur 14. janúar 1988 Aburðarverksmiðjan í Gufunesi: SPRENGJAN VIÐ BÆJARDYRNAR Sú aöferö sem notuð er við geymslu á ammóníaki i Gufu- nesi er sú sem býöur upp á mesta hættuna. Verði mikill og skyndilegur leki á ammóniakinu er talið að fjöldi manns myndi farast við að eiturský legðist yfir borg- ina. Best væri að byggja nýj- an geymi, þar sem ammóní- akið væri kælt, eða að breyta geyminum sem nú er í notk- un þannig að ammóníakið sé kælt og án yfirþrýstings. Fé- lagsmálaráðherra leggur til að það veröi gert, annars beri að leggja verksmiðjuna niður. Mikið hefur verið rætt um þá hættu sem stafar af ná- lægð Áburðarverksmiöju ríkisins í Gufunesi við byggð. Hrýs mönnum hugur við þá tilhugsun um hvaða afleið- ingar það hefði ef mikill og skyndilegur leki yrði í ammóníakgeymi verksmiðj- unnar. Þegar verksmiðjan var reist, var ákveðið að byggð mætti ekki vera innan 1900 metra frá henni. Við skipu- lagningu Grafarvogs var fjar- lægðin minnkuð í 1200 metra. Starfshópur sem Alex- ander Stefánsson þáverandi félagsmálaráðherra skipaði, hefur lokið störfum og skilað skýrslu um störf sin. Hættulegasta geymsluaðferðin Þar kemur m. a. fram að við geymslu á ammóníaki eru notaðar þrjár aðferðir. í fyrsta lagi óeinangraðir geymar án kælingar og er þá ammóni- akið geymt sem vökvi undir þrýstingi sem ræðst af hita- stigi þess. Sú aðferð er not- uð i Aburðarverksmiðju rikis- ins. í öðrulagi einangraðir hálfkældir geymar, þar sem efninu er haldið við ákveðið hitastig og því ákveðinn þrýsting. Og í þriðja lagi full- kældir einangraðir geymar, þar sem ammóníakið er kælt í u. þ. b. h- 33 gráður og er þá enginn yfirþrýstingur í geym- inum. Sú geymsluaðferð sem notuð er i Gufunesi býður upp á mesta hættu af þeim aðferðum sem notaðar eru við ammóníaksgeymslu. Efn- ið er undir miklum þrýstingi, og komi mikill og skyndileg- ur leki að geyminum, hvell- sýður efnið, gufusprenging þeytir því út í loftið og ammóniaksský myndast. Ammóníak er léttara en and- rúmsloftið, en vegna þess hve efnið er kalt nær það ekki að stíga upp fyrr en eftir langan tíma og getur því hafa borist margra kílómetra leið áður. Minnst hætta fylgir því hins vegar að geyma ammóníakið í fullklæddum geymi. Þá er enginn yfirþrýst- ingurog komi skyndilegur leki að geyminum verður engin gufusprenging, heldur hegðar efnið sér sem vökvi. Því myndast ekki eiturský eins og við hina aðferðina. Uppgufunin stjórnast af varmaskiptum efnisins við umhverfið og ræðst að mestu af því hve viða efnið dreifist. Hægt er að hafa geymana tvöfalda, og einnig að setja við þá brennara sem brenna myndu því ammóníaki sem hleypa þyrfti af geymin- um vegna bilunar í kælikerfi eða ef leki yrði út I ytri geym- \ inn. Engar reglureru til í ná- gra.nnalöndunum um geymslu ammóniaks, en á öllum Norðurlöndunum er þó unnið að því að koma upp kældum geymum, í stað þeirrar gerðar sem notuð er í Gufunesi. Fjöldi manns í stórhættu Ef mikill og skyndilegur leki kæmi að fullum ammóní- aksgeymi, myndaðist ský sem á 3 mínútum yrði 2 km að þvermáli og færi stækk- andi. Það myndi ekki stíga fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 mínútur. Að Kkindum bærist skýið yfir Sundahafnarsvæð- ið og Laugarnesið í áttina að miðbænum. Berist skýið yfir byggðina má gera ráð fyrir hrikalegum afleiðingum. Fjöldi manns myndi farast, aðallega þeir sem væru úti við. Fólk sem væri innandyra gæti lifað af væru gluggar lokaðirog loftræstikerfi ekki í gangi. Afar Iftið ráðrúm gæfist til almannavarna. Helstu orsakir þess að til leka gæti leitt eru: náttúru- hamfarir (jarðskjálfti), skemmdarverk, flugslys, gall- ar í geymi eða leiðslum, mis- tök eða óhöpp við dælingu eða t. d. að ekið væri á leiðsl- ur eða geymi, og sprenging við aðra þætti framleiðslunn- ar. Llkur á leka eru þó taldar mjög litlar. Dregið hefur úr notkun ammóníaks í verksmiðjunni, en það breytir þó ekki eðli vandans. Einnig hefurverið rannsakað hvort draga mætti enn frekar úr notkun þess með breyttri hráefnanotkun, en það er ekki talið mögulegt út frá tæknilegum sjónarmið- um. Starfshópurinn sem vann skýrsluna komst að þeirri niðurstöðu að æskilegast væri að geyma ammóníakið kælt og án yfirþrýstings. Yrði þá að byggja nýjan kældan geymi, eða setja upp kæli- kerfi fyrir geyminn sem fyrir er og byggja utan um hann Þó líkur á ammóniakieka i Áburðarverksmiöjunni sé litlar, er Ijóst að fjöldi manns færist ef það geröist. A-mynd/Róbert. öryggishús. Myndi geymir sem rúmaði 3000 tonn kosta 72 milljónir og tvöíaldur geymir 81 milljón. Er þá mið- að við verðlag í janúar 1988. Varðandi kælingu geymis- ins sem nú er notaður, hafa verið gerðar athuganir á hon- um. Leiddu þær í Ijós að stál- ið i honum þyldi kælingu nið- ur í a. m. k. + 40 gráður án þess að höggþol minnkaði, skipta þyrfti þó um stál i mannopi, einnig ætti suöa geymisins að þola kæling- una. Skipta þyrfti um undir- stöður geymisins, þar sem stálið í þeim er annað en í geyminum. Talið er að slíkar breytingar myndu kosta rúm- lega 26 milljónir. Kæmi leki að kældum geymi og ekki tækist að brenna ammóníakinu upp, myndi efnið gufa upp og réð- ist uppgufunin af þvf hversu ör varmaskipti verða við um- hverfið. Gert er ráð fyrir að ekki skapist lífshætta utan verksmiðjulóðarinnar, hún yröi hins vegar innan hennar. Geymir kældur eöa verksmiðjan lögö niður Starfshópurinn gerir því þær tillögur að núverandi geymir verði kældur og efnið geymt án yfirþrýstings. Sér- stakt öryggishús verði byggt umhverfis geyminn til verrid- ar honum og taki viö leka komi hann upp. Einnig að komið verði upp brennslu- búnaði til að brenna ammónf- akinu, leki það út. Gerð verði sérstök áætlun um eftirlit með löndun, flutningi og geymslu ammóníaks, og að gerð verði neyðaráætlun varðandi verksmiðjuna í tengslum við almannavarna- áætlun Fteykjavfkur. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur lýst þvf yfir í fjölmiðlum aö hún legði til að byggöurverði nýr kæligeymir. Verði ákveðið að kæla núverandi geymi sé nauðsynlegt að framfylgja öllum þeim öryggisráðstöfun- um sem til séu, til að draga úr þeirri hættu sem fylgir nú- verandi ammóníakgeymi meðan breytingar standi yfir. Að öðrum kosti bæri að leggja verksmiðjuna niður. 1 2 3 r n 5 □ ■ 6 □ 7 5 9 10 □ 11 □ 12 13 Krossgátan Lárétt: 1 fugl, 5 brúka, 6 gára, 7 þyngdareining, 8 áminning, 10 hreyfing, 11 heiöur, 12 kjötbitar, 13 varóveitir. Lóðrétt: 1 hrósiö, 2 fjöldi, 3 skóli, 4 ringluð, 5 not, 7 þvær, 9 naumi, 12 samstæðir. Launs á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 óbeit, 5 hval, 6 vís, 7 án, 8 ísland, 11 fær, 12 ólaga, 13 afliö. Lóðrétt: 1 óvíst, 2 basl, 3 el, 4 tindra, 7 ánægö, 9 afli, 12 ól. Gengiö Gengisskráning 7. — 13. janúar 19btí Kaup Sala Bandarikjadollar 36,240 36,360 Sterlingspund 66,321 66,541 Kanadadollar 28,093 28,186 Dönsk króna 5,8016 5,8209 Norsk króna 5,7292 5,7482 Sænsk króna 6,1268 6,1471 Finnskt mark 9,1078 9,1380 Franskur franki 6,5909 6,6127 Belgiskur franki 1,0639 1,0675 Svissn. franki 27,2994 27,3898 Holl. gyllini 19,8087 19,8743 Vesturþýskt mark 22,2652 22,3390 ftölsk llra 0,03026 0,03036 Austurr. sch. 3,1644 3,1749 Portúg. escudo 0,2708 0,2716 Spanskur peseti 0,2866 0,3277 Japanskt yen 0,28716 0,28811 • Ljósvakapunktar •RUV 22.25 Guð og Gorbastjov. Dönsk sjónvarpsmynd um stöðu kristninnar f Sovétríkj- unum. • Stöð 2 19.19 Eftir fréttirnar ætla þeir Jón Baldvin Hannibals- son, Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson, að koma í staðinn fyrir Bjarg- vættinn, sem fær frí þetta kvöld. • Rás 1 23.00 Draumatíminn. Krist- ján Frfmann lætur hlustend- ur dreyma. • Bylgjan 21.00 Júlíus Brjánsson. — Fyrir neðan nefið. Júlíus ræðir við gest þáttarins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.