Alþýðublaðið - 28.01.1988, Page 6
6
Fimmtudagur 28. janúar 1988
SMAFRE TTIR
í þættinum „Ekkert mál“ á Rás 2 Ríkisútvarpsins þann 3. janúar sl., komu 2 unglingar f heimsókn og ræddu
um unglingabækurnar sem komu á markaöinn fyrir jólin 1987. Það voru þau Sólveig Arnarsdóttir, nemandi f
9. bekk Austurbæjarskólans og Jón Atli Jónasson, nemandi í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Uppáhaldsbók þeirra beggja reyndist vera „Er andi f glasinu" eftir Rúnar Ármann Arthursson sem kom út hjá
Bókaforlaginu Svart á hvítu.
Björn Jónasson, framkvæmdastjóri Svart á hvítu ákvað að gefa þeim báðum eintak af bókinni og einnig eintök
af bókinni „Algjörir byrjendur" eftir sama höfund, sem kom út fyrir jólin 1986. Á myndinni sést Sólveig taka
við bókunum úr hendi Björns Jónassonar, en Jón Atli fékk sín eintök send á Laugarvatn.
Byggingarvísi-
tala lægri en í
desember
Hagstofan hefur reiknað
vísitölu byggingarkostnaöar
eftir verðlagi í janúar 1988.
Reyndist hún vera 107,4 stig,
eða 0,46% lægri en i desem-
ber. Þessi vísitala gildir fyrir
febrúar 1988.
Siðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala byggingar-
kostnaðar hækkað um
16,2%.
Breytingar á tollalögum og
lögum um vörugjald, sem
tóku gildi um áramótin,
leiddu samtals til 0,9% lækk-
unar byggingarvísitölunnar frá
desember til janúar. Þar má
t. d. nefna, að um 25% verð-
lækkun á hreinlætistækjum
olli rösklega 0,3% lækkun
vísitölunnar, um 30% verð-
lækkun á vegg- og gólfflísum
olli rúmlega 0,2% lækkun og
7—10% verðlækkun á dúkum
og teppum olli tæplega 0,3%
lækkun á byggingarvisitölu.
Á móti þessu kemur, að ýms-
ir vöru- og þjónustuliðir
höfðu i för með sér 0,4%
hækkun visitölunnar, þar af
um 0,1% vegna hækkunar
gatnageröargjalda og hita-
veitutaxta.
Þess má aö lokum geta að
verölækkunaráhrif vegna
breytingar á tollalögum og
lögum um vörugjald eru ekki
að fullu komin fram i bygg-
ingarvisitölunni (janúar.
Fundað eftir
bókaflóðið
Næstkomandi laugardag,
30. janúar, heldur Félag
áhugamanna um bókmenntir
fund i Norræna húsinu. Yfir-
skrift fundarins er „Eftir flóð-
iö“ og er hann hugsaður sem
eins konar uppgjör við bóka-
vertið liðins árs, segir f frétta-
tilkynningu.
A fundinum verða flutt
fjögur framsöguerindi: Frið-
rika Benónýsdóttir gagnrýn-
andi flytur erindi sem hún
nefnir „Draumleikar", Halldór
Guömundsson bókmennta-
fræöingur talar um „Fjöl-
miðla og bókamarkað", Þórar-
inn Eldjárn skáld flytur erindi
sem hann kallar „Gunnlöð
Linker“ og Þórður Helgason
bókmenntafræðingur talar
„Vítt og breitt um flóðið". Að
framsöguerindum loknum
verða almennar umræður um
fundarefnið. Fundarstjóri er
Torfi Tuliníus.
Fundurinn er öllum opinn,
meðan húsrúm leyfir, og
hefst kl. 2 eftir hádegi.
Ráðstefna
um menntamál
Á laugardag, 30. janúar
klukkan 9.00, hefst ráðstefna
um menntamál í Borgartúni
6. Menntamálaráðuneytið,
Bandalag kennarafélaga, Há-
skóli islands og Kennarahá-
skóli íslands gangast fyrir
ráðstefnunni, vegna athugun-
ar OECD á íslenska skóla-
kerfinu. Birgir ísleifur Gunn-
arsson setur ráðstefnuna og
flutt verða mörg erindi.
Ný menningar-
stofnun
í tilefni af aldarafmæli
prófessors Siguröar Nordals
14. september 1986 ákvaö
Sverrir Hermannsson þáv.
menntamálaráðherra aö kom-
iö skyldi á fót menningar-
stofnun sem bæri nafn Sig-
urðar. Samkvæmt reglugerö
fyrir stofnunina er hlutverk
hennar „aö efla hvarvetna I
heiminum rannsóknir og
kynningu á fslenskri menn-
ingu aö fornu og nýju og
tengsl fslenskra og erlendra
fræðimanna á þvi sviði."
Stofnun Siguröar Nordals
hefur nú tekið til starfa. í
stjórn hennar sitja Davíð Ól-
afsson fv. Seðlabankastjóri,
formaöur, dr. Jónas Kristjáns-
son, forstöðumaður Stofnun-
ar Árna Magnússonar og
Svavar Sigmundsson dósent.
Forstööumaður Stofnunar
Siguröar Nordals er dr. Úlfar
Bragason. Stofnunin er til
húsa á Þingholtsstræti 29.
Póstáritun hennar er pósthólf
1220,121 Reykjavik. Slmi
stofnunarinnar er (91) 26220.
Sambands-
menn
tvístígandi í
kjaramálunum
Á fundi stjórnar Vinnu-
málasambands samvinnufé-
laganna, sem haldinn var
mánudaginn 25. janúar 1988,
var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt:
Á ísafirði hefurverið undir-
ritaður kjarasamningur milli
Alþýðusambands Vestfjarða,
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna og Vinnuveit-
endafélags Vestfjarða. Samn-
ingurinn er undirritaöur með
fyrirvara um staðfestingu
samningsaðila innan 10
daga.
Vinnumálasambandið
fagnar því að samningar hafa
náðst. Ljóst er þó að ef svip-
aöir samningar verða al-
mennt gerðir, er gengið
lengra í kauphækkunum en
sem samrýmist því að jafn-
vægi verði tryggt i efnahags-
málum þjóðarinnar á næst-
unni.
Stjórn Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna
mun þvi ekki taka endanlega
ákvörðun um samþykkt eða
synjun samningsins fyrr en
aö lokinni frekari athugun á
áhrifum hans á rekstraraf-
komu fyrirtækja, ekki síst i
útflutningsgreinunum.
Stjórn Vinnumálasam-
bandsins mun i því sambandi
óska eftir viðræðum við rikis-
stjórnina um mögulegar að-
gerðir ( efnahagsmálum til aö
styrkja stöðu atvinnurekstrar-
ins I landinu. Ljóst er að
rekstrargrundvöllur atvinnu-
lifsins hefur versnað mjög
verulega á síðustu mánuðum,
m.a. vegna verðfalls Banda-
rikjadollars, hækkunar vaxta
og almennrar þenslu I efna-
hagslífinu.
Aó loknum þessum við-
ræðum mun stjórn Vinnu-
málasambandsins koma
saman og taka ákvörðun um
hvort kjarasamningurinn
veröur staöfestur fyrir þess
hönd eöa ekki.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Plastprents
Jón Steingrímsson hefur
verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Plastprents. Jón er27
ára, og fæddur og uppalinn
að Reykholti í Borgarfirði.
Hann er sonur hjónanna Sig-
ríðar E. Jónsdóttur, kennara
og Steingríms Þórissonar,
fyrrverandi kaupmanns. Sam-
býliskona Jóns er Valgerður
Lísa Sigurðardóttir, hjúkrun-
arfræðinemi, og eru þau
barnlaus.
Jón er stúdent frá MR og
viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Islands. Til ársins 1981
starfaði hann við verslunar-
rekstur hjá föður sínum, en
með háskólanámi starfaði
hann m.a. sem framkvæmda-
stjóri íþróttafélagsins Gerplu
( Kópavogi, og sem sölumað-
ur hjá Sveini Egilssyni.
Frá 1984 var Jón ráðinn í
sérstök verkefni hjá Plast-
prent h.f. og sama ár varð
hann fjármálastjóri fyrirtæk-
isins. I febrúar 1986 var hann
ráðinn framkvæmdastjóri
Jón Steingrimsson
fjármála- og markaðssviðs
Plastprents og hefur gegnt
því starfi til þessa.
Ráðning Jóns í þetta starf
kemur í kjölfar víðtækrar end-
urskipulagningar á rekstri
Plastprents. Haukur Eggerts-
son, sem verið hefur forstjóri
Plastprents h.f. sl. 25 ár, hef-
ur nú látið af því starfi og við
tekið Eggert Hauksson, sem
verið hefur framkvæmdastjóri
fyrirtækisins frá árinu 1972.
Ættfræði-
námskeið
Ný átta vikna ættfræði-
námskeiö hefjast bráðlega
hjá Ættfræðiþjónustunni í
Reykjavík. Leiðbeinandi á
námskeiðunum er sem fyrr
Jón Valur Jensson.
Allir geta rakið ættir sínar
sjálfii fái þeir tilsögn og að-
stöðu til að hefja leitina. A
ættfræðinámskeiði fræðast
menn um fljótvirkar og ör-
uggar leitaraðferðir, fá yfirlit
um helztu heimildir, sem not-
aðar eru, og leiðsögn um
gerð ættartölu og niðjatals.
Þá æfa þátttakendur sig í
verki á eigin ættum eða
frændgarði, en á námskeið-
inu bjóðast þeim ákjósanleg
skilyrði til ættarrannsókna,
þar sem unnið er úr fjölda
heimilda, prentuðum bókum,
handritum og óútgefnum
skjalaheimildum. M.a. fá þátt-
takendur aðgang og afnot af
öllum manntölum á íslandi
frá 1703 til 1930 og kirkjubók-
um úröllum landshlutum.
Hver námshópur kemur
saman einu sinni í viku, þrjár
kennslustundir í senn. Há-
marksfjöldi í hverjum hópi er
8 manns. Einnig er boðið upp
á framhaldsnámskeið. Þátt-
takendum eru útveguð þau
frumgögn, sem til þarf, s.s.
ættartré, heimildaskrár og
aörar leiðbeiningar. Fær hver
og einn leiðsögn í þeirri ætt-
arleit, sem hann kýs sem við-
fangsefni á námskeiðinu.
Skráning er hafin í nám-
skeiðin í síma 27101 frá kl. 9-
21. Sérstök verðtilboð fyrir líf-
eyrisþega, hjón eða fólk úr
sömu fjölskyldu, námsmenn
og hópa.
REYKJAVÍK
Alsherjaratkvæðagreiösla verður viðhöfð við kjör
stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næsta kjörtíma-
bil.
Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lög-
um félagsins.
Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra
félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins,
Skólavörðustfg 16, eigi síðar en kl. 11. fyrir hádegi
föstudaginn 5. febrúar 1988.
Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks.
Reykjavík
Norræna
eldfjallastöðin
Leitað er eftir húsnæði fyrir Norrænu eldfjallastöð-
ina.
Helst kemur til greina u.þ.b. 300 fermetra sérbýli í ná-
grenni Háskólans sem hentaði til skrifstofu- og
rannsóknastarfa.
Tilboðum óskast komið á framfæri við eignadeild
fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, (
síðasta lagi föstudaginn 5. febrúar n.k.