Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 8
MMBUIIIBIH Fimmtudagur 28. janúar 1988 Húsavík VANTAR PENINGA Útsvarsprósenta of lág og óljóst hvað nkið leggur til framkvœmda, segir Jón Ásberg Salomonsson bœjarfulltrúi. Fjárhagsáætlun Húsavíkur veröur lögö fram i dag til fyrri umræðu. Jón Ásberg Salomonsson, bæjarstjórnar- maöur segir greinilegt aö peninga vanti. Ástæðu segir hann fyrst og fremst aö útsvarsprósenta sé of lág. Þá segir hann óljóst hvaö Húsa- víkurbær fái frá ríkinu. Meðal þess sem bæjarstjórnin hef- ur gripið til, til þess að afla meiri tekna, er aö hækka fasteignagjöld. Vegna hækk- unarinnar er ráðgert aö fjölga gjalddögum, að tillögu Jóns. Þótt nokkuð hafi kreppt að hjá bæjarfélaginu verður haldið áfram með stærstu framkvæmdir. Útsvarsprósentan var í fyrra 10,4% en er6,7% í staðgreiðslunni. „Það hefur verið reiknað út, að hún þyrfti að vera 6,9—7% í ár,“ sagði Jón Ásberg. Verðandi fjárhagsáætiun- ina sagði Jon óljóst hvað fengist frá ríkinu: „Til að mynda vitum við ekkert hvað verður gert i íþróttasjóði, sem fjárfesti alveg óhemju í íþróttamannvirkjum á síðasta ári í tengslum við landsmót- ið.“ Bæjarstjórnin hefur reynt að afla meiri tekna með hærri fasteignagjöldum. Jón sagði að sú aðgerð væri ekki vel séð. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi lagði Jón fram tillögu um, að fyrir næsta ár yrði undirbúið að fjölga gjald- dögum úr fimm í tíu. Þrátt fyrir að harðnað hafi í dalnum ætla bæjaryfirvöld ekki að hætta við stærstu framkvæmdir, s.s. hafnar- framkvæmdir, byggingu barnaskóla, heilsugæslustöð o. fl. Stærsta framkvæmdin er stækkun Norðurgarðs hafnarinnar. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 50 milljónir, en framlag ríkissjóðins um 19 milljónir. „Það gæti því farið svo að eitthvað þyrfti að draga úr framkvæmdum,“ sagði Jón. Þá er á döfinni mikið átak í gatnagerð og framkvæmdir verða hafnar við byggingu heilsugæslustöðvar. Þegar hefur fengist 12 milljón króna fjárveiting til hennar. Síðastliöið haust tók til starfa framhaldsskóli á Húsa- vík. Var honum ætlað hús- næði það sem gagnfræða- skólinn hefur, en nú er svo komið að þar þarf að hýsa þrjá bekki úr barnaskólanum. Jón Ásberg sagði að ríkið hefði enga peninga lagt fram í stofnbúnað og kennslutæki fyrir framhaldsskólann, þó svo að stjórnvöld hefðu tekið vel í stofnun slíks skóla á Húsavík. BORKUR FER NORÐUR „Mér sýnist að um 10—12 manns geti fengið atvinnu vegna þessa“ segir Pétur Reimarsson, framkvœmdastjóri Sœplasts á Dalvík. Börkur hf. í Hafnarfirði, sem Sæplast á Dalvík keypti á síðasta ári, mun flytjast norður nú á næstunni. Þó hefur ekki enn verið ákveðið hvað mikið af starfseminni flyst til, nú í fyrstu. Með til- komu Barkar norður á Daivík, er reiknað með að rúmlega 10 manns geti fengið at- vinnu. Seint á síðasta ári, í nóv- ember, keypti Sæplast á Dal- vík, fyrirtækið Börk í Hafnar- firði. Sagði Pétur Reimars- son, framkvæmdastjóri Sæ- plasts, að tekinn hefði verið ákvörðun um að flytja starf- semi Barkar norður, að minnsta kosti að stofninum til. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær og þá hvernig starfsemin flyttist til og sagði Pétur að jafnvel kæmi til greina að hafa hluta hennar i gangi fyrir sunnan og þá í samstarfi við aðra aðila. „Við munum reka þetta til að byrja með, með svipuð- um hætti og nefur verið í Hafnarfirði og flytja síðan rólega norður," sagði Pétur. Með tilkomu Barkar í Dal- vík sagðist Pétur telja að um 10—12 manns gætu fengið vinnu. „Nú starfa í Sæplasti um 20 manns þannig að fjöldinn færi upp í rúmlega 30“ sagði Pétur að lokum. Loðnuverksmiðjur á Austfjörðum: VERKFALL ER EKKI MARKMIÐIO segir Hrafn A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. „Ég á von á þvi að einhver ákvörðun verði tekin á morg- un, það getur komið til vinnu- stöðvunar en ég geri mér vonir um að vinnuveitendur fáist til að koma til fundar við okkur og ræða málin,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, for- maður verkalýðsfélagsins Ár- vakurs á Eskifirði í samtali við Alþýðublaðið í gær. Siðan á sunnudag, er slitn- aði upp úr samningaviðræð- um á Austfjörðum um laun starfsmanna í loðnubræðsl- unni, hefur komið fram yfir- lýsing frá starfsmönnum á Eskifirði og Neskaupstað að vinna verði stöðvuð. Ekki liggur fyrir hver afstaða ann- arra er, s.s. starfsmanna á Seyðisfirði, Vopnafiröi og Reyðarfirði, en Hrafnkell sagði það mestu máli skipta hver afstaða Seyðfirðinga væri, þar sem þar væru tvær starfandi verksmiðjur. „Við munum kanna þetta áfram i dag og ég á siðan von á því að stjórnogtrúnaðarmannaráð taki afstöðu á morgun. En ég neita þvf ekki að við lifum í þeirri von að þetta leysist án aðgerða, það er ekki mark- mið hjá okkur að fara í verk- fall,“ sagði Hrafnkell. Ef ákvörðun verður tekin um að stöðva vinnu kemur hún ekki til framkvæmda fyrr en að viku liðinni. En jafn- framt vonast verkalýðsmenn á Eskifirði að vinnuveitendur fáist til að koma til fundarins til að ræða málið á þeim nót- um sem Austfirðingar telja að sé grundvöllur fyrir. gHHBHBMBEMHHIHBBBSHHHBHflnMHHHHHBBB □ 1 2 3 r 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 ósoðnir, 5 fall, 6 vitur, 7 hólmi, 8 styrktir, 10 átt, 11 púki, 12 tryllir, 13 tóman. Lóörétt: 1 heilla, 2 úrgangur, 3 ut- an, 4 bindur, 5 blása, 7 friðsöm, 9 fífl, 12 pipa. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 gróða, 5prik,6jóð, 7.kg, 8 áfalli, 10 tt, 11 Jón, 12 sókn, 13> reiða. Lóðrétt: 1 gróft, 2 riða, 3 ók, 4 anginn, 5 pjátur, 7 klóka, 9 Ijóð, 12 Sl. —WHNMHBMMÍ • 6engií Gengisskráning 16. — 26. janúar 1988 Bandarikjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark ítölsk líra Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Kaup Sala 36,910 37,030 65,294 65,506 28,887 28,981 5,7443 5,7630 5,7830 5,8018 6,1267 6,1466 9,0688 9,0983 6,5348 6,5560 1,0554 1,0588 27,2097 27,2982 19,6168 19,6806 22,0352 22,1068 0,02998 0,03008 3,1339 3,1441 0,2699 0,2708 0,3251 0,3262 0,28960 0,29055 •Ljósvalcapunktar • RUV • Rás 2 20.35 Kastljós. Umsjónar- 16.00 Dagskrá. Klukkan að maður Katrín Pálsdóttir. ganga sex verður opnað fyrir nöldurskjóðurnar. • Sttfí 2 21.45 Hættuspil. Rollover. Jane Fonda og Kris • Bylgjan Kristoffersson lenda í ævin- týrum, —kannski í ástar- 15.00 Pétur Steinn verður * ævintýrum. æöislega hress.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.