Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 4. febrúar 1988 MMMMMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaðs: Blaðamenn: Dreif ingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaöaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ANDLIT REAGANS OG MANNSLÍF ALÞÝÐUNNAR í NICARAGUA Valdaferill Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna, hefureinkennst af umsvifum hans í utanrlkismálum frem- uren af átaki í innanríkismálum. Þenslan í efnahagslífinu, hrunið á verðbréfamörkuðunum og fallandi gengi dollar- ans eru allt dæmi um efnahagsstefnu sem beðið hefur skipbrot. En Reagan hefurekki heldurborið höfuðið hátt í utanríkismálum. íranshneykslið, aðstoð hans við kontra- skæruliða í Nicaragua og þungar áherslur í geimvarna- áætluninni hafa ekki verið honum til framdráttar. Hins vegar hafa samningar Bandaríkjarina við Sovétmenn um fækkun kjarnorkuvopna vegið þar upp á móti. Nú þegar valdaferli Reagans í forsetaembætti er að Ijúka, hefur forsetinn lagt nær allt í sölurnar til þess að þrýsta í gegn beiðni um rúmlega 36 milljón dollara stuðn- ing við kontraskæruliðana í Nicaragua. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um beiðnina á skrifaðri stundu og enn er óvíst hvernig málið fer eða hvaða með- höndlun það fær í náinni framtíð. Margir þekktustu tals- menn Demókrataflokksins, sem hefur meirihluta í báðum þingdeildum, hafa lýst sig andvíga áframhaldandi fjár- stuðningi við skæruliðana í Nicaragua. Sú skoðun á sér hljómgrunn um víð og breið Bandaríkin. Það er ekki að- eins hæpin, heldur forkastanleg afstaða Bandaríkjafor- seta að freista þess að knýja í gegn áframhaldandi fjár- stuðning við kontra.skæruliðana á sama tíma ogfriðar- viðleitnin I Mið-Ameríku hefur aldrei verið meiri. Þar að auki ætti sagan, og ekki síst Víetnamstríðið, að hafa kennt Bandaríkjamönnum að bein eðaóbein afskipti af innanrík-. ismálum erlendra ríkja er ekki aðeins röng stefna, heldur setur ímynd Bandríkjanna í mikla hættu um alla heims- byggð. Mllt frá því að hinir hægri sinnuðu kontraskæruliðar hófu skipulagðan hernað gegn sandínistastjórninni, hefur Reagan forseti veitt pólitískum undirsátum sínum, skæruliðunum, alla þá aðstoð sem hann hefur megnað á hverjum tíma. Sandinistastjórnin hefur afrekað að hefja uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags á rústum eins grimmastaeinræðisríkis Mið-Ameríku, þrátt fyrirað mikil fjárútlát hafafarið í stríðið gegn dollarahermönnum kontr- anna. Reagan forseti er því sekur um að hafa gert sitt ítr- asta til að steypa lýðræðislegri stjórn Nicaragua bæði efnahagslega og hernaðarlega. Þaö er hins vegar óvist hvort honum tekst þetta ætlunarveirk sitt. Andstaðan gegn stefnu Reagans í Nicaraguavemöturæ meiri eftir því sem sandinistastjórnin festist í sessí í landinu, lýðræðis- leg uppbygging velferðar heldur fram og friðarviðræður í Mið-Ameríku í kjölfar Guatemala-sáttmálans aukast. Þetta hefur Bandaríkjaþing skynjað æ sterkar og afstaðan til kontraskæruliðanna markast af þessum nýju viðhorf- um. Sá eini sem ekki virðist skilja neitt og berst enn fyrir fjárstuðningi Bandaríkjanna til morðsveita kontraskæru- liðanna er forsetinn sjálfur, Ronald Reagan. Það virðist orðið perónulegt kappsmál forsetans að berja stuðning- inn í gegn til að geta haldið pólitísku andliti sínu. Pólitískt andlit Ronalds Reagans vegurhins vegarekki þungt gegn mannslífum alþýðunnar í Nicaragua sem berst fyrir að ráða eigin hag, eigin lífi, eigin landi og eigin framtíð. ÖNNUR SJÓNARMIÐ VESTFJARÐA— SAMNINGURINN svo- nefndi hefurvakiö þjóöar- athygli. En hvað segja blöðin fyrir vestan. Vestfirska frétta- blaðið birtir leiðara um málið í síðasta tölublaði og þar skrifar Ólafur Geirsson rit- stjóri: „Fulltrúum launþega og atvinnurekenda hér fyrir vest- an, tókst að ná samkomuiagi, sem byggist á skynsemi og raunhæfu mati á efnahags- horfum næstu missera. Af sjónarhóli launþega má segja, að þarna sé enn ein tilraunin gerð, til að tryggja hag hinna lægst launuðu og þeirra, sem vinna við fisk- vinnsluna. Viðurkennt er aö þeir þurfa ekki endiiega að fá sem mestar launahækkanir i krónum talið, heldur þarf að tryggja kaupmátt þeirra launa, sem greidd eru. Af stórnarhóli vestfirskra atvinnurekenda má segja að þarna hafi tekist að tryggja vinnufrið í eitt ár. Slikt er auðvitað til bóta. Þessir samningar eru hins vegar gerðir í því trausti, að ríkis- stjórn þessa lands viðurkenni ýmsar staðreyndir, sem hún hefur ekki fengist til að viður- kenna tii þessa. Ríkisstjórnin verður að við- urkenna þá staðreynd, aö fastgengisstefna hennar er orðin tóm vitleysa. Hún er tóm vitleysa i augum þeirra, sem vilja heilbrigt efnahags- líf hér á landi og hún er út- flutningsatvinnugreinunum fjötur um fót. Fastgengisstefna í þjóðfé- lagi verðbólgu og gífurlegs og vaxandi viðskiptahalla er fjarstæða. Þessi fjarstæða veldur mikilli eignaupptöku hjá útflutningsatvinnuvegun- um og fjármagnsflutningi til viðskipta- og þjónustugreina, sem margar hverjar blómstra i skjóli þess að geta keypt er- lendan gjaldeyri á útsölu- verði. Á þessari stundu er því ekki nein sérstök ástæöa til þess að vera bjartsýnn um að stjórnvöld sýni skilning i þessum málum. í skorinorðri greinargerð, sem aðilar að vestfirsku samningunum gáfu út, er meðal annars bent á, að þessir sömu aðilar hafi and- mælt „þjóðarsáttinni" 1986 og talið hana grundvallarmis- tök. Þetta hafi siðar komið í Ijós aö var rétt.“ ANNAÐ blað, sem gefið er út á ísafirði, heitir Bæjarins besta. Leiðari síðasta tölu- blaðs fjallar ennfremur um Vestfjarðasamninginn. Þar er leiðarahöfundurinn ívið skáldlegri — og hvað skal segja — dálítið staðbundn- ari. Grípum niður í leiðarann: „Það tókust samningar í Alþýðuhúsinu. Enn einu sinni sýndu Vestfirðingar að þeir eru til forustu fallnir. Allir sem til þekkja gera sér grein fyrir að samningsstaðan var þröng. Þeim mun meiri ástæða er til aö fagna skyn- samlegri lausn. En fordæm- ið, sem þarna var skapað, gerir kröfur. Meginforsenda samkomulagsins er lækkun verðbólgu. Takist það ekki eru þessir samningar sem og aðrir fyrir bí. Hér verður ekki lagður dómur á kjarasamninginn sem varð endanlegur afrakst- ur helgarinnar. Almennt hlýt- ur fólk þó að fagna, að gamli bónusinn skyldi aflagður. Hann var þyrnir í augum og þótti lítt sniðinn að mann- legu eðli. Vökulögunum var ekki aflétt á sínum tíma til að taka upp þrælahald í nýrri mynd í landi. Og þótt órétt- mætt kunni að þykja að taka svona sterkt til orða má full- yrða, að bónusinn, i þeirri mynd sem hann var kominn í, er betur gleymdur en geymd- ur. Vestfirðingarnir brutu ísinn. Það hafa þeir áður gert. Um allt iand biðu menn í ofvæni. Trúlega hefur óró- leikinn ekki verið hvað minnstur hjá þeim leiðtogun- um, sem þessa dagana hafa af því atvinnu að stilla strengi hörpu sinnar til átaka á vinnumarkaðnum. Af við- brögðum þeirra, bæði fyrir og eftir kjarasamning Vest- firðinganna, má ráða, að svo hefur þar verið á málum hald- ið, að falskleiki hörpunnar virðist orðinn i meira lagi. Hljóöfæraleikari, sem ekki gætir hljóðfæris síns getur aldrei vænst að ná árangri. Þaö má vel vera að hluti ís- lensku þjóöarinnar sé orðinn þreyttur á mjálminu um slök kjör fiskvinnslufólks. Sé svo illa að því búið, sem fram er haldið, geti það einfaldlega fengið sér eitthvað annað aö gera. Þetta er einföld og góð latína í augum þess, er veit það eitt, að hann kaupir gjaldeyri í bankanum og varð- ar þar af leiðandi ekkert um frystihúsakellingavæl á hinu og þessu krummaskuði. íslenska þjóðin þykist vera orðin nokkuð sammála um að höfuðóvinur hennar sé verðbólgan. Sé svo i raun, verða menn að taka höndum saman og tryggja, að hóf- samir og raunsæir samning- ar Vestfirðinga haldi gildi sínu. Verði gamla sagan um annað og meira til þeirra er á eftir koma endurtekin, verður af því aðeins dregin sú álykt- 'un, að við gerum ekki það sem við segjum og segjum -ekki það sem viö meinum. En kannski myndi nú einhver segja, að það væri ekki nýi sannleikur um eðfi mörland- ans.“ VIÐ skulum Ijúka þessum leiðaraklippum úr lands- byggöarblööum um Vest- fjarðasamninginn á niðurdýfu Eftir aö Pétur Sigurðsson og Jón Páll Halldórsson tókust i hendur i Alþýðuhúsinu á ísafirði og undir- strikuðu þar meö Vestfjarðasamn- inginn svonefnda, hafa flest biöð landsins skrifað leiðara um þessa sátt, sem nefnd hefur verið „Sól- skinssamningur*1. í dag lítur Alþýöu- blaðið á nokkra leiöara um málið sem birst hafa i iandsbyggðarblöð- um. i leiðara Dags á Akureyri. Leiðarahöfundurinn, Áskell Þórisson ritstjóri segir: „Viöbrögö við þessum áfanga hafa yfirleitt verið á einn veg. Verkalýðsforingjar jafnt sem atvinnurekendur hafa fagnaö því að einstakl- ingsbónusinn sé á undan- haldi. Þó hafa einstaka dreg- ið i efa að verkafólkið sjálft muni una því að þeir sem hraðar geta unnið dragi vagn- inn fyrir hina. En slik sjónar- mið munu lúta í lægra haldi þegar á reynir. Einstaklings- bónusinn er eitt það versta sem hefur verið innleitt í ís- lenskt atvinnulif og i því sam- bandi mætti minnast viðtals sem Dagur átti viö Jón Þor- steinsson, verkstjóra í hrað- frystihúsinu Skildi á Sauðár- króki. Jón sagði tæpitungu- laust að bónusinn í núver- andi mynd ætti eftir að út- rýma stéttinni. „Það endist enginn í stéttinni til lengdar í því stressi sem honum fylg- ir“ sagði verkstjórinn. Annars er Vestjarðasamn- ingurinn einnig merkilegur fyrir þá sök að þar virðist vera haft að leiðarljósi að hækka laun án þess að þau fari sjálfvirkt á verðbólgubál- ið. Við íslendingar höfum bitra reynslu af því báli og í fljótu bragði virðast Vestfirð- ingar hafa á þvi meiri skiln- ing en t. d. forystumenn Verkamannasambandsins. Þar er meira lagt upp úr stríðsyfirlýsingum og handa- slætti en raunverulegum skilningi á högum þeirra sem semja á fyrir. Ekki verður því haldið fram hér að umræddur Vestfjarða- samningur geti gengið óbreyttur fyrir allt verkafólk. En þarna var gefinn tónn sem er ekki eins falskur og sá sem Guðmundur J. og Karvel Pálmason hafa gefið, tónn sem er skynsamlegur og inn- an þeirra marka sem þjóðar- búið þolir. Áður en langt um liður verður svo ríkisvaldið að láta til sín taka svo hægt sé að halda áfram og Ijúka verkinu. Sem dæmi má nefna vaxta- málin sem svo sannarlega þarf að lagfæra og þenslu sem rekja má til fram- kvæmda á vegum hins opin- bera. Beðið er eftir ákveðn- um skrefum frá rikisvaldinu — skrefum sem munu ásamt skynsamlegum samningum i anda þeirra Vestfirðinga — gera þaö að verkum að næstu mánuðir munu liða án þess að verðbólgan sundri og eyðileggi þann árangur sem þó hefur tekist að ná í efnahagsmálum þjóðarinn- ar.“ Nýjustu skoðanakannanir sýna að fylgi Kvennalistans hefur aukist mjög mikið. Ein af forystukonum flokksins var spurð að því hverju þessi mikla fylgisaukning sætti. Þingkonan hugsaði sig um í dálitla stund og svaraði síðan: — Við höfum sinnt kalli tímans!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.