Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. febrúar 1988 5 _________f MINNING t________ HELGA SIGURÐARDÓTTIR Fædd 6.6.1899 — Dáin 25.1.1988. Mjólkurbíllinn staðnæmd- ist viö brúsapaliinn og Bubbi mjólkurbílstjóri sagöi mér aö ég væni kominn i sveitina. Ég labbaöi heim Bæjarholtiö á Ormsstööum í Grímsnesi og hugsaöi hvort nokkur myndi eftir þvi, að ég ætti aö koma þennan dag. I sömu mund kom Helga á móti mér og spurði hvort ég væri ekki svangur og þreyttur. Ég var kominn í sveit. Þaö er mikiö ævintýri fyrir átta ára rolling aö komast i sveit. Lífiö blasirvið í allri sinni dýrö. Lömbin aö fæðast út um allt, kálfarnir baula eft- ir mjólk í fjósinu og blindir kettlingar mjálma inní hlööu. Stinga þarf upp fyrir púdd- urnar svo þær verpi, hundarn- ir Vaskur og Tryggur fylgjast meö og á kvöldin er svo læöst út í hestagirðingu og gælt viö vinina sina. Líklega gera sér ekki allir grein fyrir því hvaö því fylgir mikill ábyrgðarhluti að taka börn í sveit. Helga var eins og önnur móðir allra þeirra fjölda barna, sem voru í sveit hjá henni og Þorbirni á Ormsstöð- um. í rauninni hef ég oft hugs- að til þess, hvað Guð getur skaþað fullkomna einstakl- inga, þegar ég hugsa til hennar Helgu minnar og veru minnar í sveitinni. Það var ekki eina ferðin hennar Helgu uppá Bæjar- holtið, þegar hún tók á móti mér. Endalaust var hún á þönum í kringum krakkana á heimilinu og hljóþ oft uppá Holt með kíki til þess að geta fylgst með okkur útá túni eða einhvers staðar í kring. Menningin í sveitunum um miðja öldina var einstök. Vélvæðingin og græna bylt- ingin var að koma, en gömlu handbrögðin og vinnuaðferð- irnar lifðu góðu lífi. Traktor og hestur með aktygi stóðu hlið viö hlið. Gamla fólkið var sagna- frótt og Helga sem var alin upp í Kjósinni kynnti fyrir okkur heila sveit, hvern bæ og fólkið á þeim, án þess að við höfðum nokkru sinni komið þangað. Þorbjörn kvað rímur og sagði sögur og ég gleymi því aldrei á vorin þeg- ar við tróðum moðinu úr lambhúsinu í strigapoka og fórum með það I hestana norður á tún, hvað hann kvað af mikilli innlifun: „Andri hlær svo höllin nærri skelfur, við slna granna segir hann, sjáiöi manninn vitlausan". Mér dettur I hug að þetta séu úr Andra rímum sterka, það skiptir ekki máli, krafturinn I þessum kveðanda var svo mikill að ég er viss um að það hefur haft áhrif á fóðrun hestanna. Alveg sílaldir eins og allar skepnurnar á þess- um bæ. Mikill unun er að um- gangast þá, sem hafa yndi af því, að öllu líði vel f kringum sig. Bæjarstemmningin i sveit- inni var stórkostleg. Bærinn var eins og lítið konungsríki, þar sem drottningin hafði hugsun á öllu. Aga-eldavélin kumraði í eldhúsinu, alltaf heitt á könnunni, pönnukök- ur, skúffutertur og hvera- brauð. Fleyttur var rjóminn ofan af mjólkinni sem stóð í emaleraðri fötu með skyrinu og rabbabaragrautnum. Salt- að kvígukjöt sótt útí mókofa eða saltfiskur í eyrapott, sem var notaður til þess að bleyta hann upp. Spilaö var í bað- stofunni og mikið hlustað á útvarp. Veðurfréttirnar voru helgar sem messugjörð. Máttur gömlu „gufunnar" hefur sjálfsagt oft verið mik- ill, en sjaldan hefur verið hlustað af þvílíkri andagt og þegar búið var að fara með gamlan bflgeymi uppí vind- millu, hlaða hann þar og síð- an tengja við undrið á hillu í baðstofunni og dulmögnuð rödd Sveins Skorra eða Gunnars Schram þuldi Baskevillehundinn eða Hver er Gregory. Helga fór stundum í bæinn á sumrum og kom þá alltaf með eitthvað handa okkur krökkunum. Hún hafði lækn- ishendur. Ef myndaðist skeina þá læknaði hún það samstundis. Hún sagðist vera fullmegtug með pensil- índuft frá lækninum í Laugar- ási. Jafnvel doði í kúnum hvarf eins og dögg fyrir sólu ef Helga birtist i fjósinu. Hún hafði mjög næman skilning á ungum sálum og byggði þær upp eins og mannvirki til þess að standast næðing lífsins. Ástríki hennar fylgdi okkur hvert fótmál. Þegar pabbi lá banaleguna sleppti hún varla augunum af mér. Hún hafði kynnst ýmsu í lífinu. Mamma hennar dó þegar hún var fimm ára, varð bráðhvödd hjá litlu dóttur sinni í rúminu. Hún var vist- uð á ýmsum bæjum í Kjós- inni f uppvextinum og síðan var hún í vinnumennsku þar. Hún var gífurlega verkgóð, prjónaði á hálfa sveitina, alla aðkomukrakkana og alveg einstök matreiðslukona. Volgu pönnukökurnar hennar Helgu á engjarnar voru svo góðar, að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa því. Foreldrar Helgu voru Sig- urður Torfason bóndi á Haróbala í Kjós, fæddur f Gesthúsum á Seltjarnarnesi og kona hans Sigriður Jóns- dóttir. Faðir Sigurðar var Torfi sjómaður í Gesthúsum Auð- unsson bónda á Kollslæk í Hálsasveit Torfason. Móðir Sigurðar var Agatha Sigurðar- dóttir vinnumanns á Möðru- völlum Guðmundssonar bónda á Brennu í Lundar- reykjardal Sigurðssonar. Móðir Agötu var Valgerður Magnúsdóttir bónda á írafelli f Kjós, bróðir Sólveigar lang- ömmu Guðrúnar móður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Magnús var sonur Korts bónda á Möðru- völlum í Kjós Þorvarðarsonar, forföður Möðruvallarættar- innar. Móðir Valgerðar var Halla Alexíusdóttir, bónda á Fremra Hálsi Árnasonar, for- föður Fremra Hálsættarinnar. Móðir Helgu var Sigríður Jónsdóttir bónda í Hjarðar- neskoti á Kjalarnesi Gísla- sonar og konu hans Valgerð- ar Einarsdóttur bónda í Norðurkoti á Kjalarnesi Bjarnasonar. Bróðir Helgu var Jón bóndi á Fremra Hálsi í Kjós, en hann er látinn. Undir þrítugt eignaðist Helga son sinn, Sigurð Blöndal Magnússon, leigubíl- stjóra í Reykjavík. Faðir hans var Magnús Blöndal búfræð- ingur og oddviti á Grjóteyri í Kjós, síðar endurskoðandi hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Kona Sigurðar er Sólveig Jóna Guðjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Um þritugt fluttist Helga með barn sitt í Grímsnesið og gerðist vinnukona hjá sr. Guðmundir Einarssyni á Mosfelli, en hann var frá Flekkudal í Kjós. Einnig vist- aðist hún um tíma hjá Sigur- mundi lækni Sigurðssyni í Laugarási í Biskupstungum. 22. febrúar 1936 giftist hún svo Þorbirni Bjarnasyni á Ormsstöðum í Grímsnesi en hann hafði áður verið vinnu- maður hjá Sigríði Guðmunds- dóttur, systur Tómsar skálds, á Ormsstöðum. Var nú búinn að kaupa hálfa jörðina. Á Ormsstöðum voru gamalmenni, sem Helga og Þorbjörn tóku að sér. Fyrsta sumarið mitt í sveitinni var Árni Pálsson fjörgamall mað- ur þar, en hann lést um vetur- inn og Guðrún Guðmunds- dóttir hafði dáið árið áður. Helga annaðist þessi gamal- menni af stakri alúó auk fjölda annarra sem komu til lengri eða skemmri tfma í heimsókn að Ormsstöðum. Svo voru Sólheimar næsti bær, með Sesselju og öll börnin. Við vorum mörg krakkarnir á Ormsstöðum fyrstu sumur mín í sveitinni, en svo atvik- aðist það þannig, að síðasta sumarið mitt varð einnig síð- asta sumarið þeirra Helgu og Þorbjarnar á Ormsstöðum. Um haustið rákum við Þor- björn saman safnið heim úr Klausturhólaréttum eins og viö höfðum gert í svo mörg haust saman og það oft á hausti, eftirsafn og þriðju leitir. Við drukkum kaffi á Brjánsstöðum, drógum sund- ur hjá Eyvík og þegar viö riö- um yfir Grjótá sá ég að blik- uðu tár í augum gamla mannsins. Hann talaði um hvað féð væri fallegt og svo datt hann af baki vió Bæjar- holtið. Hélt í tauminn á Herði sinum, sem var allra hesta mestur, jarpur, átti erfitt með að standa upp og sagði aó hnén hefðu svikið sig. Við vorum báðir hnuggnir heim Bæjarholtið og það var óum- ræðanlega sorglegt að finna þennan trega og söknuð hjá gamla manninum til jarðar- ^ innar og Grímsnesins góða sem hafði fóstrað hann frá barnæsku. „Þú Árnesþing ég elska nafnið þitt“. Helga bjó Þorbirni yndis- legt heimili á Laugarvegin- um, þegar þau fluttu í bæinn og hann hóf störf hjá Eim- skip. í rauninni aðlöguðust þau bæjarlífinu ágætlega. Helga var í sjálfu sér vön Reykjavik, hafði oft komið hingað úr Kjósinni sem ung stúlka og þá oftast fótgang- andi. Þorbjörn dó fyrir nær sautján árum og síðustu árin var Helga á Elliheimilinu Grund við bestu aðhlynn- ingu. Núna veröur mörgum hugsað til ástúðarinnar, traustsins og hlýjunnar sem stafaði ætíð af þessari konu, örlætisins og tryggðarinnar. Margir foreldrar hafa hugsað hlýtt til hennar og núna að leiðarlokum vill móðir mín þakka henni allt yndislegt. Diddi minn, Sólveig og börnin ykkar. Ég votta ykkur mínadýpstu samúð. Guð ástríkisins haldi Helgu minni á Ormsstöðum að hjarta sér. Guðlaugur Tryggvi Karlsson SMÁFRÉTTIR Ókeypis akstur Hótel Saga hefur nú tekið það upp að bjóða öllum hótelgestum, við komu og Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri og Einar Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, undirrita samstarfssamning um nýja þjónustu hótelsins. brottför, ókeypis akstur í leigubíl til og frá afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða og Arnarflugs og afgreiðslu BSI í Umferðarmiðstöðinni. Var i seinustu viku undirritaður samningur milli Hótels Sögu og Bifreiðastöðvarinnar Hreyfils um að Hreyfilsbílar annist þennan akstur. Hótel- gestir, sem koma utan af landi geta því sest í næsta Hreyfilsbíl eða hringt um beinan Hreyfilssíma og pant- að bíl. Við brottför frá hótelinu gildir sama regla, að gestir fá bil þaðan til flugafgreiðslu eða umferðarmiðstöövar sér að kostnaðarlausu. Sam- komulag þetta mun, í fyrstu, gilda til sumars. Umferðar- fræðsla þarf gagngera endurskoðun Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, Bifreiðaeftirlit rikis- ins, Fararheill ‘87, Umferðar- ráð og Ökukennarafélag ís- lands stóðu fyrir ráðstefnu um ökukennslu og umferöar- menningu Islendinga nú í nó- vember sl. Sóttist ráðstefnan vel og meðal niðurstaða eru mörg atriði sem ekki hafa verið til umfjöllunar á opin- berum vettvangi. Tilgangur ráðstefnunnar var að kafa í málefni ökukennslunnar og það er von aðstandenda að niðurstöðurnar leiði til um- ræðu í þjóðfélaginu. Meðal niðurstaða er að ta- ka þurfi alla umferðarfræðslu til gagngerðar endur- skoðunar, efla þurfi fræðslu í skólum, og jafnvel taka upp umferðarfræðslu í sjónvarpi. Talið er að endurskipuleggja þurfi nám undiralmennt öku- próf og að þeir ökukennarar er annast þessa kennslu yrðu að stunda verulegt eftir- menntunamám. Alitið var að allir nýliðar þyrftu að fá þjálf- un í hálkuakstri og akstri í myrkri. Hálkuakstursbraut var talin nauðsynleg forsenda 'þess að markvisst nám í hál- kuakstri gæti hafist. Fram kom að vinna þyrfti að sífelldri þróun og endur- skoðun námsefnisins og einnig var bent á að æskilegt væri að ökumenn þyrftu eins og flugmenn að sýna hæfni sína reglulega. Þótt ökukennsla yrði bætt var þvi haldið fram að árang- ur yrði lítill ef henni væri ekki fylgt eftir með löggæslu, tal- ið var að taka ætti upp öku- ferlisskrá sem næði til allra ökumanna landsins. Þvi þyrfti að fylgja eftir að ökumenn misstu kerfisbundið ökurétt- indi eftir ákveðin fjölda um- ferðaróhappa eða umferðar- lagabrota. Jafnframt kom fram sú hugmynd að kanna þá leið, að senda ökumenn á námskeið við minniháttar umferðarlagabrot í stað þess að sekta þá. A Bílbeltin Jf* hafa bjargað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.