Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 8
Ml'í l) IIII Ifl) III mmmmmmmmms^mmmmmmmmmmmmmm^mmm Fimmtudagur 4. febrúar 1988 Egg og kjúklingar: ALLT AÐ FJORUM SINNUM DYRARI HER I NAGRANNALONDUNUM r segja Neytendasamtökin, sem gert hafa áœtlun um hvað verðið ætti að vera á Islandi Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að afturkalla reglu- gerð landbúnaðarráðherra um framfeiðslustýringu á eggja- og kjúklingafram- leiðslu. Segja þau það verö sem er hér á landi, vera allt að fjórum sinnum hærra en i nágrannalöndunum. Hafa samtökin gert áætlun um hvað verð ætti að vera, með hfiðsjón af kostnaði i Dan- mörku og með tilliti til sér- stöðu á Islandi. Stjórn Neytendasamtak- anna ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld, að skora á stjórn- völd að afturkalla reglugerð landbúnaðarráðherra, sem eingöngu sé til þess fallin að viðhalda óviðundandi háu verði á kjúklingaog eggja- framleiðslu. Verði stjórnvöld ekki við áskorun samtak- anna, munu Neytendasam- tökin leita eftir stuðningi neytenda um aðgerðir gegn einokunarveröi, sem sé allt að fjórum sinnum hærra á ís- landi i dag en i nágranna- löndum. Samkvæmt áætlun sem Neytendasamtökin hafa gert með hliðsjón af kostnaði í Danmörku og með tilliti til sérstöðu á Islandi, ætti fram- teiðslukostnaður kjúklinga- kjöts að vera 98 krónur, en er I Danmörku 62 krónur. í heild með öllum kostnaði s. s. slát- ur kostnaði ofl. ætti heild- söluverðið að vera 160.50, en er í Danmörku 111.50. í þess- um áætlunum er t. d. gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld séu helmingi hærri hér á landi, en í Danmörku. í áætluninni er gert ráð fyrir að framleiðslukostnaður eggja verði 1.315 á íslandi, en í Danmörku er hann 1.210. Kostnaður fyrir hvert fram- leitt kíló af eggjum verði 123 krónur, en í Danmörku er hann 71 króna. Jónas Bjarnason: YFIRDYRALÆKNIR TALAR STUNDUM EINS OG PÓLITÍKUS Vantar rök varðandi bann við innflutningi á eggjum Jónas Bjarnason stjórnar- maður i Neytendasamtökun- um, segir að yfirdýralæknir virki ekki trúverðugur varð- andi bann við innflutningi á eggjum og kjúklingum. Rök vanti alveg er styðji bannið, og yfirdýralæknir tali stund- um eins og pólitikus, en ekki eins og fagmaður, og ef ná- grannaþjóðirnar geti komið í veg fyrir að smitsjúkdómar berist með innflutningnum, beri að leita aðstoðar hjá þeim. „Ég og fleiri í Neytenda- samtökunum teljum að yfir- dýralæknir ætti að heyra undir menntamálaráðuneytið eins og Háskóli íslands og Keldur, til að vera sæmilega trúverðugur í svona máli, þannig að hann virði íslenska hagsmuni í heild, en sé ekki með í tilteknum hagsmuna- þrýstingi." Að áliti Jónasar veröuryfir- dýralæknir að setja fram rök, sérstaklega hvaö varðar bann við innflutningi á eggjum. „Ég dreg hæfni hans í efa vegna þess að hann talar stundum í blöðunum eins og pólitíkus frekar en fagmað- ur.“ Varðandi þau ummæli yfir- dýralæknis í fjölmiðlum, að viss hætta sé á að smitsjúk- dómar geti borist með eggj- um og kjúklingum frá Hollandi, sagði Jónas að ef nágrannaþjóðirnar réöu við slik mál, en ekki yfirdýra- læknir, yrðum við að leita að- stoðar þeirra. „Það er ekki hægt að mata okkur enda- laust á svona rökum.“ íp»*'ŒÍ»»W»t?5lV,V. . tUav".'Vfe-.-Áw1' ' . •■.-■• ■■ Bakarar: VILJA FLYTJA INN EGG Landssamband bakara- meistara hefur sent land- búnaðaráðuneytinu umsókn um leyfi til eggjainnflutnings. Bakarar kaupa kílóið af eggj- um á uþb. 100 krónur i dag, en Haraldur Friðriksson, for- maður Landssambands bak- ara segir að vitað sé að verð erlendis er margfalt lægra. Bakarar hafa áður fengið leyfi til slíks innflutnings. Haraldur sagði að ef aðrir fengju að flytja inn egg, ættu bakarar að fá það líka. „Við erum örugglega stærsti neyt- það er margfalt lægra.“ Það er helst Holland eöa Danmörk sem litið er til varð- mmmmmmmmmammmmmBmmmmmmmmmmmmmmmmm r— 1 2 3 □ n 5 l □ 6 □ 7 s 9 10 □ 11 □ 12 V 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 skipamálning, 5 bragð, 6 morar, 7 einnig, 8 brekka, 10 ekki, 11 tímabils, 12 botnfall, 13 dugir. Lóðrétt: 1 stærri, 2 hiífa, 3 sam- stæðir, 4 ótti, 5 áhald, 7 dýr, 9 dropa, 12 þyngdareining. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 hvöss, 5 háir, 6 ess, 7 bæ, 8 nistið, 10 dr., 11 Æsi, 12 ór- ar, 13 rósir. Lóðrétt: 1 hásir, 2 viss, 3 ör, 4 snæðir, 5 hendir, 7 bisar, 9 tæri, 12 ós. Gengií Gengisskráning 20. — 1. febrúar 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 37,190 37,310 Sterlingspund 65,125 65,335 Kanadadollar 29,156 29,250 Dönsk króna 5,7361 5,7546 Norsk króna 5,7969 5,8156 Sænsk króna 6,1243 6,1441 Finnskt mark 9,0443 9,0734 Franskur franki 6,5157 6,5367 Belgiskur franki 1,0520 1,0554 Svissn. franki 26,9103 26,9971 Holl. gyllini 19,5598 19,6229 Vesturþýskt mark 21,9734 22,0443 ítölsk lira 0,02985 0,02994 Austurr. sch. 3,1246 3,1346 Portúg. escudo 0,2690 0,2699 Spanskur peseti 0,3243 0,3253 Japanskt yen 0,28736 0,28829 wmmmmmmmi endahópurinn á markaðnum." Ekki væri búið aö ákveða hve mikið magn yrði um að ræða, en Haraldur hélt að bakarar notuöu 25—30 tonn á mán- uði. Verð á eggjum til bakara hér er misjafnt, en núna er það um 100 krónur kílóiö. „Það er ekki búið að kanna verð erlendis en við vitum aö andi eggjainnflutning. Varð- andi það hvort þeir fengju leyfið, sagði Haraldur að erfitt væri að spá í það. „Við höfum fengiö leyfi til inn- flutnings áður, þá vantaði egg á markaöinn. Þá voru flutt inn egg frá Hollandi, þannig að það er til fordæmi fyrir þessu. la——BMIIWIIWllllHMMmijÆiM WMUMUiHMiimhWít4iwirii iiii r ijKT'nrr**1^^- • Ljósvakapunktar • RUV • Rás 1 20.35 Kastljós þáttur um innlend málefni. 22.20 Séra Heimir Steins- son les 4. Passíusálm. • Stöð 2 •RÓT 21.30 Bílar og blómabörn. Þorsteinn Eggertsson leitar að félögum úr týndu kyn- slóöinni. 18.00 Kvennaútvarpið. Nyr liður í kvennabaráttunni. Konur fjalla um konur og gefa körlum langt nef. mmmmmmmmmammmmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.