Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 1
Samninga viðrœður VSÍ ÞVERTEKUR FYRIR SKAMMTÍMASAMNING „Það er alfarið búið að ræða skammtimasamning, — eyða þeirri óvissu" sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands i samtali við Alþýðublaðið eftir að slitnaði upp úr viðræðum vinnuveitenda og Verka- mannasambandsins í gær. „Þetta er búið í bili og eng- inn veit um framhaldið,“ sagði Karvel Pálmason, vara- formaður Verkamannasam- bandsins. í dag veröur tekin afstaða tii þess hvort haldið verði áfram á vettvangi Verka- mannasambandsins. Á fundi samningsaðila í fyrradag lagði Verkmanna- sambandið fram tillögur um viðræðugrundvöll. Höfundur tillagnanna er Karvel Pálma- son: „Ég taldi þessar tillögur á skikkanlegum nótum með 9% hækkun,sérstökum greiðslum til þeirra sem eru á lægstu launum og starfsald- urshækkunum. Þeir svöruðu því með því að bjóða 5% og samning fram í miðjan júní og miklu minni starfsaldurs- hækkunum en áður.“ „Við erum búnir að hafna frestun á samningi. Þeirra hugmynd var nánast um frestun í 88 daga og verðlist- inn hljóðaði upp á 20% til fiskvinnslufólks. Við metum svo að Verkamannasamband- ið hafi nálgast okkur af fullu ábyrgðarleysi og óraunsæi," sagði Þórarinn V. Þórarins- son. Kvarvel vísar þessum full- yrðingum Þórarins á bug. „Þessi 20% sem þeir eru að tala um, er starfsaldurshækk un í fiski eftir 15 ára starf, sem er hækkun sem flestar aðrar stéttir hafa.“ „Boltinn liggur hjá Verka- mannasambandinu," sagði Þórarinn. „Við lýstum okkur reiðubúna á nótum Vest- fjarðasamningsins, en þeir hafa hafnað." Erfiðleikar frystihúsanna: BÚIST VIÐ ONGÞVEITI HJÁ BYGGÐASTOFNUN Fjöldi frystihúsa fylgir í kjölfar Hraðfrystihúss Patreksfjarðar. „Það hefur verið erilsamt hjá okkur en lítið borist af greinargerðum," sagði Bjarni Einarsson aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar í samtali við Alþýðublaðið í gær. Stjórn Byggðastofnunar tók á þriðjudag ákvörðun um fyrir- greiðslu til handa Hraðfrysti- húsi Patreksfjarðar og er reiknað með að heil skriða fyrirtækja fylgi nú á eftir með óskir um úrlausnir sinna vandamála. Á heildina litið hefur að sögn Bjarna litið borið á van- skilum hjá Byggöastofnun og er helsta skýring sú að hagur útgerðar, sem er aðalskuldari stofnunarinnar, hefurverið með ágætum síðustu misseri. Eins hefur ýmislegt verið gert hjá Byggöastofnun upp á síðkastið til þess að lengja lán og létta greiðslu- byrði. Vandamálin eru því fyrst og fremst bundin við frysti- húsin, sem að sögn Bjarna eiga nú erindi við Byggða- stofnun til þess að gera grein fyrir sínum vandamálum. Vanskil hafa hins vegar ekki orðið veruleg ennþá, þvi stærstur hluti lánanna er ekki á gjalddaga fyrr en í ágúst í sumar. Ekki er búist við að Byggðastofnun berist form- lega erindi um fyrirgreiðslur fyrr en ársskýrslur fyrirtækj- anna liggja fyrir. Það erskautasvell i Hafnrfiröi eins og viða annars staðarog bömin virð- ast una vel við það. Eitthvað virðist drengurinn fremst á myndinni þó vera súr á svip, kannski ástæðan sé sú að hann klæðist stígvélum i stað skauta. A-mynd/Róbert. MYNDIN MÁ EKKI TAKA ENDA ÞRENGT AÐ ÖLDRUNAR- ÞJÓNUSTU?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.