Alþýðublaðið - 05.02.1988, Page 6
6
Föstudagur 5. febrúar 1988
SMÁFRÉTTIR
Mynd febrúarmánaðar i Listasafni íslands er „Fantasia" eftir Jóhannes S. Kjarval.
„Illlynd
mánaðarins“
í Listasafni íslands, aö
Fríkirkjuvegi 7, hefurverið
tekin upp sú nýbreytni aö
kynnt verður vikulega „Mynd
mánaðarins". Mynd febrúar-
mánaðar er FANTASIA, eftur
Jóhannes S. Kjarval, máluð
árið 1940.
FANTASÍA er ein hinna
höfðinglegu gjafa sem Lista-
safni íslands hafa borist, en
það voru bræðurnir Guð-
mundur og Friðrik Björnssyn-
ir sem gáfu safninu FANTA-
SÍU, árið 1962 í minningu
móður þeirra Margrétar
Magnúsdóttur.
Leiðsögnin „Mynd mánaó-
arins“ fer fram í fylgd sér-
fræðings, alla föstudaga kl.
13.30—13.45 og verður safn-
ast saman íanddyri saínsins.
Tannfræðsfa
í tengslum við tannvernd-
ardaginn föstudaginn 5.
febrúar n. k. mun m. a. að-
stoðarfólk tannlækna fræða
um varnir gegn tannskemmd
um í nokkrum stórmörkuðunr
milli kl. 16.00—20.00.
Auk þess munu skátar
halda áfram kynningu sinni é
gæðum vatns.
Á Akureyri hafa tveir tann-
fræðingar annast fræðslu
alla þessa viku og hér í borg
munu tannfræðingar heim-
sækja fæðingarstofnanir.
Bakarar vilja
ódýr egg
Landssamband bakara
meistara (LABAK) hefur sótt
um innflutningsleyfi til land-
búnaðarráðuneytisins fyrir
innflutning á allt að 25 tonn-
um af eggjum á mánuði, í 3
mánuði til reynslu.
í fréttatilkynningu segir:
Innlend kökuframleiðsla
stendur í harðri samkeppni
við innfluttar kökur, sem m.a.
innihalda landbúnaóarvörur
sem erlendu framleiðendurn-
ir fá á heimsmarkaðsverði. Ef
innlendu bakaríin eiga að
standast þessa samkeppni
verður að tryggja þeim hrá-
efni (og önnur aðföng) á sam-
keppnisfæru verði. Gífurlegur
verðmunur en nú á eggja-
verði hér á landi og heims-
markaðsverði á eggjum og
bendir margt til þess að sá
mismunur geti orðið til fram-
búðar. Það er því stórt hags-
munamál fyrir innlenda köku-
framleiðendur að fá eggin á
samkeppnisfæru verði. Má
ætla að greinin geti sparað
sér um 1. milljón á mánuði
með eggjum erlendis frá.
Landlæknir
veitir
viðurkenningar
Eftirtalin númer hafa feng-
ið viðurkenningu Landlækn-
isembættisins fyrir varð-
veislu á bæklingi um al-
næmi. „Láttu ekki gáleysi
granda þér.“:
Amnesty
FANGAR JANÚARMÁNAÐAR 1988
Mannréttindasamtökin
Amnesty International vilja
vekja athygli almennings á
máli eftirfarandi samvisku-
fanga í janúar. Jafnframt von-
ast samtökin til að fólk sjái
sér fært að skrifa bréf til
hjálpar þessum föngum og
sýna þannig í verki andstöðu
sína gegn því að slík mann-
réttindabrot séu framin. ís-
landsdeild Amnesty gefur
einnig út póstkort til stuðn-
ings föngum mánaðarins og
fást áskriftir á skrifstofu
samtakanna.
Paraguay: Hermes Rafael
Saguier er lögfræðingur og
forystumaður í frjálslyndum,
róttækum stjórnmálaflokki.
Hann var handtekinn 31.
ágúst 1987 eftir að hafa tekið
þátt í fundarhöldum þar sem
farið var fram á stjórnarskrár-
breytingar. Hann hefur verið
ákærður fyrir að hafa hvatt til
ofbeldis og brotiö lög.
Hermes Rafael Saguier hefur
hlotið harða meðferð frá
handtöku sinni, m.a. var hann
barinn af lögreglunni og síð-
an fluttur ( Guardia de
Seguridad fangelsið þar sem
honum var haldið í nokkurs
konar skáþ. Nú er hann í
fangelsi i Asunción þar sem
hann er í einangrun. Hand-
taka Saguiers er dæmi um þá
meðferð sem stjórnarand-
stæðingar og verkalýðsfélag-
ar verða fyrir og eru handtök-
ur í kjölfar mótmæla algeng-
ar. Saguier var pólitískur
flóttamaður í mörg ár en
snéri til baka í júní 1986.
Indónesía: Ali Masrum
al-Mudhoffar er 26 ára gamall
forystumaður ungra Mú-
hameðstrúarmanna og út-
varpsþulur. Hann afplánar 12
ára fangelsisdóm frá því í
september 1985. Samkvæmt
upplýsingum saksóknara
hafði Ali Masrum tekið þátt í
námskeiðum árin 1983 og 84
og þar sem m.a. var hvatt til
að stofnað yrði nýtt islamískt
ríki. Enginn af fyrirlesurunum
á námskeiðunum hafa verið
handteknir. Hann var einnig
ákærður fyrir að hafa átt og
dreift bæklingum og segul-
bandsspólum með gagnrýni
á stjórnvöld. Ali Masrum hef-
ur ekki verið ákærður fyrir að
hafa beitt eða hvatt til of-
beldis.
Búigaria: Ibraim Ismailov
Arifov er 48 ára gamall lækn-
ir. Hann var handtekinn
ásamt þremur öðrum í júní
1986 eftir að hafa gefið út
bækling þar sem Tyrkir (
Búlgaríu voru hvattir til að
taka ekki þátt í komandi
kosningum og mótmæla
þannig stefnu stjórnarinnar í
að þvinga aðlögun minni-
hlutahóps tyrkneskættaðra
Búlgara. Þeir voru dæmdir í
8—10 ára fangavistar. Síðan
1984 hafa búlgörsk stjórnvöld
stöðugt afneitað tilvist tyrk-
neskættaðra Búlgara, sem þó
eru 10% af íbúum landsins,
og hafa staðið fyrir ýmsum
þvingunaraðgerðum sem
eiga að stuðla að samlögun
þeirra. Þeir eru m. a. látnir
taka upp búlgörsk nöfn í stað
sinna tyrknesku og þeim er
bannað að tala tyrknesku.
Tyrkneskættaðir Búlgarir
hafa verið handteknir og jafn-
vel drepnir vegna mótmæla-
aðgerða.
Þeir sem vilja leggja mál-
um þessara fanga lið, og þá
um leið mannréttindabaráttu
almennt, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við
skrifstofu íslandsdeildar
Amnesty, Hafnarstræti 15,
Reykjavík, sími 16940. Skrif-
stofna er opin frá 16—18 alla
virka daga. Þar fást nánari
upplýsingar sem og heimilis-
föng þeirra aðila sem skrifa
skal tii. Einnig er veitt aðstoð
við bréfaskriftir ef óskað er.
Flugfar til Luxemburg og
heim:
14474
19936
Flugfar innanlands:
3543
80823
Vöruúttekt á „DON CANO“
fatnaði:
9009
32150
68299
Ullarjakkar:
394 68613
28974 71576
32466 77522
32516 80769
39443 84230
Bækur fyrir kr. 5.000:
5541 40292
9657 66646
12656 66991
30951 67007
31823 69024
„ACT“ kuldaskór:
7603
16257
41487
60536
80318
Viðurkenninga má vitja á
skrifstofu landlæknis, Lauga-
vegi 116, Reykjavík, sími
27555.
„Öfugþróun á
tíma
friðarvilja“
Eins og fram hefur komiö i
fréttum eru fulltrúar frá 30
erlendum stórfyrirtækjum nú
staddir í Reykjavík í boði
NATÓ. Eru þetta fyrirtæki
sem hyggjast bjóða í smíði
hernaðarmannvirkja hér á
landi. Alls mun um að ræða
300 milljóna dollara kostnað
(eða rúmlega 11 milljarða ís-
lenskra króna) við lokaáfanga
ratsjárstööva í öllum lands-
fjórðungum og stjórnstöð á
Keflavíkurvelli. Félag ís-
lenskra iðnrekenda og Varn-
armálaskrifstofa hafa boðað
til ráðstefnu með þessum
aðilum auk valinna íslenskra
verktaka og hugbúnaðarfyrir-
tækja. Á ráðstefnunni á að
kynna erlendu gestunum
hvað íslendingar hafa upp á
að bjóða með það í huga að
íslensk fyrirtæki geti fengið
að sjá um hluta hernaðar-
framkvæmdanna sem undir-
verktakar.
í þessu sambandi vilja
Samtök herstöðvaandstæð-
inga benda á eftirfarandi:
Þeir fjármunir sem um er
að ræða sína enn einu sinni
fram á gífurlegt umfang
hernaðarframkvæmda hér á
landi.
Það er öfugþróun að á
sama tíma og friðarvilji og til-
raunir til að snúa við víg-
búnaðarkapphlaupinu eru
ráðandi í heiminum skuli vera
haldið áfram að byggja
hernaðarmannvirki hér á
landi af meiri krafti en
nokkru sinni fyrr.
Verktakar og fyrirtæki
tengd vopnaframleiöslu og
uppsetningu hernaðartóla
eru þeir sem standa fastast
gegn öllum_ hugmyndum um
afvopnun. Ástæðan er sú að
vopnakapphlaupið færir þeim
stórgróða í sinn hlut.
íslensku hugviti og verk-
kunnáttu er betur varið til
annarra hluta og skorum við
á íslensku fyrirtæki að neita
að taka þátt í baráttunni um
að komast að kjötkötium
hernaðarhyggjunnar. Enn-
fremur skorum við á íslensk
stjórnvöld að ganga þegar til
viðræöna við NATO um
stöðvun þessara fram-
kvæmda þar sem það sam-
ræmist ekki hlutverki okkar
sem friðelskandi þjóð að láta
land okkar undir búnað sem
hefur þann megintilgang að
stjórna framtíðarstríði milli
stórveldanna. Stríðið sem við
vonum öll að mannkyninu
auðnist að afstýra.
Verum
viðbúin
vetrarakstri
US£EB0W
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita-
veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboöum í stjórnloka
fyrir Nesjavallaæó.
Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 9.
mars kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik
KRATAKOMPAN
Borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins
Bjarni P. Magnússon verður við á
skrifstofu Alþýóuflokksins
Hverfisgötu 8-10 á þriðjudögum
frá kl. 10-12.
Alþýðuflokkurinn