Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 SMÁFRÉTTIR Grúziski bassasöngvarinn Paata Burchjuladze, sem syngur á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöld. Bruchujuladze á auka- tónleikum Rödd rússneska bassa- söngvarans Paata Burschujuladze hljómar á aukatónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Há- skólabíói á fimmtudagskvöld. Stjórnandi verður breski hlómsveitarstjórinn Nicholas Braithwaite. Efnisskráin verður fjöl- breytt, en meginuppistaðan verða vinsælar bassaaríur úr rússneskum og ítölskum óperum: Hljómsveitin flytur fyrst dansa úr óperunni Prins Igor eftir Borodin og inngang og vals úr E. Onegin eftir Tchaikovsky. Því næst kemur Paata Burchjuladze fram og syngur aríu úr E. Onegin, því næst Eintal Borisar úr óper- unni Boris Godulov og ariu úr Attila eftir Verdi. Hljóm- sveitin flytur því næst forleik- inn að óperunni I Vespri Siciliani eftir Verdi og milli- þáttamúsik úr Manon Lescaut eftir Puocini. Að lok- um syngur Paata Burschjuladze þrjár bassa- aríur úr jafn mörgum óperum eftir Verdi. Boccanegra, Macbeth og Don Carlos. Hekla h.f. styrkir Sinfóníu- hljómsveit íslands til þessa tónleikahalds, með því að greiða laun söngvarans, Paata Burchjuladze. Seyðfirðingar ósáttir við sveitar- stjórnar frumvarpið Bæjarstjórn Seyðisfjarðar er sammála skýrari verka- skipingu milli ríkis- og sveit- arfélaga en þaö veröi ekki gert nema tryggt sé, að sveit- arfélögin hafi tekjur til að standa undir auknum verk- efnum. í frumvarpi því að lög- um um breytingar á verka- skiptingu rikis- og sveitarfé- laga sem nú liggur fyrir sé þetta ekki tryggt. í ályktun sem samþykkt var samhljóöa á bæjarstjórn- arfundi þann 4. febrúar sl. segir: „Þar að auki liggur fyrir að landsbyggðarsveitarfélög telja að á sig hafi verið hallað þeg- ar tekin var upp staðgreiðsla gjalda og útvarpsrósenta ákveðin. Fjárhagslega sterk og óháð sveitarfélög eru öruggasta leiðin til að snúa við þeim fólksflótta sem hef- ur verið frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Nauð- synlegt tæki til þess er öfl- ugur jöfnunarsjóður sem hleypur undir bagga með þeim sveitarfélögum sem verst eru sett. Jöfnunarsjóð- ur sem úthlutar eftir höfða- tölu stuðlar að fólksflótta og eykur ójöfnuð. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar telur það í meira lagi vafa- samt að jöfnunarsjóður sem hefur ákveðið hlutverk samkv. 8 gr. tekjustofnalaga skuli að 1/3 ganga til eins sveitarfé- lags sem lýsir því yfir að í ár verði um 1,9 milljarða tekju- afgangur samkv. fjárhags- áætlun. Á sama tíma eru flest sveitarfélög á lands- byggðinni í mesta basli með að ná endum saman. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar skorar þvf á hæstvirta alþing- ismenn að samþykkja ekki frumvarp þetta fyrr en tryggt er að jöfnunarsjóðurinn tryggi rétta byggðaþróun og að sveitarfélögin fái tekjur á móti auknum útgjöldum. Ályktunin samþykkt sam- hljóða." Norðfirðingar vilja „vandaða“ verkaskiptingu Á fundi bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar I síðustu viku var samþykkt samhljóða ályktun vegna frumvarps til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjar- stjórnin telur að frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé illa unnið og ekki llklegt til árangurs. Því leggur bæjarstjórn til, aö afgreiðslu þess verði frestað og það endurunniö ( samráöi við sveitarstjórnarmenn. Engu að síður segir í ályktuninni að bæjarstjórnin sé hlynnt því að verkaskiptingunni verði breytt. Bæjarstjórnin bendir á nokkur rök fyrir þvi að frum- varpið verði endurunnið: 1. Ekki liggur fyrir heilsteypt áætlun til lengri tfma um verkaskiptinguna. 2. Frumvarpið gerir ráð fyrir að flutt séu til sveitar- félaganna verkefni sem hafa í för með sér margfalt meiri útgjöld en þau út- gjöld, sem ríkið tekur að sér á móti. 3. Fjármögnun þeirrar verka- skiptingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er algerlega í lausu lofti. Sveitarfélögin greiða alla verkefnatil- færsluna með eigin mörkuðum tekjustofni. 4. Ekki liggur Ijóst fyrir hvernig jafna á milli sveit- arfélaganna og gera upp kostnað, sem breytingarn- ar leiða af sér. 5. Frumvarpið hefur ekki verið kynnt sveitarstjórnar- mönnum fyrr en nú i janúar og landsbyggðin átti engan fulltrúa í hópi þeirra manna, sem það unnu. 6. Með frumvarpinu er byrjað á öfugum enda. Fyrst hefði þurft að breyta tekjkuöflun sveitarfélag- anna til meiri jöfnunar þannig, að þau geti veitt íbúum sínum svipaða þjónustu án tillits til bú- setu. Krítarkortin hækka ferða- kostnaðinn Stjórn Félags Islenskra ferðaskrifstofa hefur á fundi með fulltrúum þeirra ferða- skrifstofa sem hagsmuna hafa að gæta rætt um við- brögð VISA ISLAND við þeirri ákvörðun sjö ferðaskrifstofa að sé ferð í leiguflugi eða skipulagðri hópferð greidd með greiðslukorti eða annarri skuldaviöurkenningu hækki verð samkvæmt verðskrá um 5%. Sú hækkun kemur þó ein- ungis á þann hluta ferðar sem greiddur er með þessum hætti. í fréttatilkynningu frá stjórn FÍF segir: Almenningi er Ijóst að veröhækkanir á sumarleyfis- ferðum frá íslandi hafa al- mennt veriö mun minni en verðlagsþróun hefur gefið til- efni til. Er ástæðan marg- þætt en m.a. hefur verið reynt að halda öllum fjár- magnskostnaði I lágmarki. Meö aukinni notkun greiðslukorta og annarri lána- starfsemi er Ijóst að þessi kostnaðarþáttur er orðinn verulegur og hlýtur að kalla á i þá spurningu hver eigi að Dera hann. Neytendur al- mennt eða þeir sem sjá hag I því að njóta þeirra kjara sem felast I framangreindum greiðslumáta. Við verðlagningu á sumar- leyfisferðum fyrir n.k. sumar stóðu ferðaskrifstofur frammi fyrir þeim vanda vegna framangreinds kostnaðar- auka að þurfa að hækka verð ferða sérstaklega, draga úr þjónustu eða láta viðskipta- vini sína sem notfæra sér kosti greiðslukorta óg lána- viðskipta bera þann kostnað sem því fylgir. Var talið eðlilegt og I sam- ræmi við kröfur neytenda að þeir sem notfæri sér kosti þess að greiða með greiðslu- korti eða skuldaviðurkenn- ingu beri þann tilkostnað sjálfir sem af þvl hlýst en ekki neytendur almennt. Þannig sé þeim umbunað sem staðgreiði. Þetta sjónarmið er viður- kennt af forráðamönnum VISA ISLAND. Viðurkennt er að af notkun greiðslukorta hlýst kostnaðursem einhver verður að bera. VISA ISLAND getur einnig sætt sig við að korthafar greiði hærra verð en þegar greitt er með reiðu- fé, en þó því aðeins, að sá verðmunur sé fenginn með afslætti til þeirra sem greiða með reiðufé. Deila viðkomandi ferða- skrifstofa og VISA ISLAND snýst því ekki um það hvort korthafar þurfi að greiða hærra verð en þeir sem stað- greiði heldur á hvern hátt slíkur mismunur er auglýstur. Er vandséö að það þjóni viðskiptavinum VISA ISLAND að samningum við feröaskrif- stofur sé sagt upp vegna deilna um orðalag sem breyt- ir engu fyrir neytandann. Er þess vænst þar sem einungis er verið að deila um orðlag að samningar takist milli aðila og hefur stjórn Félags íslenskra ferðaskrif- stofa óskað eftir viðræðum við forráðamenn VISA ISLAND vegna þessa máls. Turréll í Odda Danski rithöfundur Dan Turréll flytur tvo opinbera fyr- irlestra I boði heimspeki- deildar Háskóla íslands dag- ana 10. og 12. febrúar n.k. Fyrri fyrirlesturinn nefnist „The American and English Crime Novel" og verður flutt- ur á ensku á morgun, mið- vikudaginn kl. 17.15 I stofu 101 í Odda. Síðari fyrirlesturinn nefnist „Dan Turrélls egna krimier" og verður fluttur á dönsku föstudaginn 12. febrúar kl. 17.15 I stofu 101 i Odda. Dan Turrél kemur hingað til lands, til að flytja fyrirlestrana og vera viðstaddur frumsýningu kvikmyndar sem gerð var eft- ir sögu hans „Mord i morke“. Myndlistarþing Myndlistarþing verður haldið 11. og 12. febrúar n. k. og er þetta það þriðja í röð- inni. Verndari þingsins er for- seti íslands, Vigdls Finn- bogadóttir og ber það yfir- skriftina „Höfundarréttur I myndlist". Þingið mun hefjast kl. 10 árdegis með ávarpi mennta- málaráðherra Bigis ísleifs Gunnarssonar. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og des- ember er 15. febrúar n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þririti. Fjármálaráðuneytið. KRATAKOMPAN Hádegisverðarfundur Hádegisverðarfundur verður haldinn í Glaumbergi, Keflavik, laugardaginn 13. feb. n.k. kl. 12.00. Gestur fundarins verður Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra sem ræöir efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Fundarstjóri Konráð Lúðvíks- son. Alþýðuflokkurinn Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Fundur verður haldinn mánudaginn 15. febrúar n.k. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu Strandgötu. Gestur fundarins verður Árni Gunnarsson alþingis- maður. Umræður um velferðarkerfið og forréttindahópa. Mætið vel og stundvfslegaog takið með ykkur gesti. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.