Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGAR nniYinniTiiiini AUGLÝSINGAR SÍMI f\ I.MI fVII tll.fAtllfl SÍMI 681866 J-IJjJl Jl Jj U Jf JjÆ1JJ JLmj Fimmtudagur 11. febrúar 1988 681866 Flugdeilan í VR HVAB SEGJA FELAGSMENN? Luxemburska flugfélagiö, sem er aö mestu í eigu luxemburska félagsins Luxer, Lion Air, gerði BSRB tilboð nú fyrir skömmu um orlofs- ferðir félagsmanna þeirra til Luxemborgar. BSRB bauð Verslunarfélagi Reykjavíkur, VR, þátttöku í þessu tilboði. Tilboðið samanstendur af flugi fram og til baka fyrir 7.000 krónur og síðan kost á bíla- leigu bíl í þrjár vikur fyrir 15.000 krónur. Það er því um að ræða 22.000 króna ferð fyrir ein- stakling. Til samanburðar má geta þess að Birgir Þorgilsson ferðamálastjórí: EKKERT SEM BANNAR LEIGUFLUG ERLENDRA AÐILA „Mér finnst nú æskilegt að samgöngur við ísland séu sem mest í höndum íslend- inganna sjálfra, en vitaskuld þurfa menn að hafa sambæri- legt verð miðað við aðra og geta' staðið i samkeppni við m.a. erlenda aðila“ sagði Birgir Þorgilsson, ferðamála- stjóri er Alþýðublaðið spurði hann um væntanlegan samn- ing flugfélagsins Lion Air og félaga i VR og BSRB. Birgir sagði jafnframt að fara þyrfti ákaflega varlega i hluti af þessu tagi þar sem þetta gæti haft afdrifaríkar afleiöingar fyrir samskipti ís- lands viö umheiminn. „Ann- ars vegar eru það hagsmunir neytandans, sem hugsa þarf um og hins vegar að íslensk flugfélög þurfa að sinna áætlunarflugi á þeim timum ársins sem lítið er um að vera og sú þjónusta er allri þjóðinni ákaflega mikilvæg. Það er hugsanlegt að erlend samkeppni yfir háannatím- ann gæti orðið til þess að veikja íslensk flugfélög með þeim afleiðingum að þau eigi erfitt með að halda þessari þjónustu á ársgrundvelli, sem við landsmenn viljum hafa. En hvort það sé rétt hjá starfsmönnum Flugleiða, að ganga úr VR, veit ég ekki, það verður að vera mat hvers starfsmannafélags á hverjum tíma. Birgir sagði að málið væri til umfjöllunar hjá Ferðamála flug fram og til baka til Húsavíkur kostar tæp- ar 8.000 kr. Tilboð Lion Air er því nokkru lægra en flugleiðin Reykjavík — Húsavík — Reykja- vík. Stjórn Starfsmannafélags Flugleiða lýsti því síðan yfir á þriðjudag að ef VR gengi að þess- um samningi væri það gróf aðför að hagsmun- um þeirra rúmlega 500 félagsmanna sem vinna hjá Flugleiðum. Starfsmenn Flugleiða sjá því ekki ástæðu til þess að taka þátt í áðurnefndu tilboði og hóta að segja sig úr VR. Forsvarsmenn flug- og ferðaþjónustu og fé- lagar í VR, sem Alþýðublaðið ræddi við í gær hafði misjafnar skoðanir á þessu máii. Töldu sumir aðgerðir Flugleiðamanna alveg réttar en aðrir sögóu hér fljótfærnislega að staðið. Þeir aðilar sögðu m.a. að þar sem starfsmenn Flugleiða búi við þau hlunnindi að fá frí far- gjöld, væri sniðið alvarlega að öllum öðrum félagsmönnum í VR sem án þessara tilboða kæmust kannski ekki erlendis. ráði þessa dagana og niður- stöðu yrði síðan skilað til samgönguráðherra. Hins vegar væri ekkert sem bannaði erlendum aðil- um að vera með leiguflug til íslands, heldur ættu þeir í rauninni rétt á því. „íslend- ingar sjálfir vilja fá að fljúga hvert sem er,“ sagði Birgir, „og t.d. fara 90% þeirra er fara til sólarlanda í leiguflugi og það þykir öllum sjálfsagt. Við fljúgum út um allt en hingað fljúga nánast engin erlend flugfélög. Það má því segja að við njótum geysi- legra flugréttinda út um öll lönd án þess að útlendingar, sem eiga i rauninni sama rétt hér; hafi notfært sér það.“ Astæðu þess taldi Birgir þó fyrst og fremst hata verið áhugaleysi erlendra aðila á íslandi en nú væri svo komið að u.þ.b. 500 þúsund farþegar ferðast á milli íslands og annarra landa, og þess vegna séu margir í flugheiminum farnir að renna hýru auga til þessa hóps. „Og við verðum," sagði Birgir, „að vera við því búnir að veita útlendingum þau réttindi sem við fáum hjá þeim. Við höfum notið gifur- legra flugréttinda i Luxem- borg um áratuga skeiö en þeir hafa aldrei reynt að not- færa sér þau réttindi sem þeir hafa hér, þangað til núna,“ sagði Birgir Þorgils- son ferðamálastjóri. □ 1 .... 2“1 3 r 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 V 13 □ □ Krossgátan Lárétt: 1 deila, 5 sjóöa, 6 þæg, 7 til, 8 kúptur, 10 skóli, 11 spýja, 12 ans, 13 rennur. Lódrétt: 1 deyfa, 2 fornsaga, 3 átt, 4 tómrar, 5 illmenni, 7 kján- ar, 9 svikum, 12 eins. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 frómt, 5 kröm, 6 ris, 7 ám, 9 óskýra, 10 kk, 11 læt, 12 miða, 13 rýmri. Lóðrétt: 1 frísk, 2 rösk, 3 óm, 4 tómata, 5 krókur, 7 áræði, 9 ýlir, 12 mm. Hrafnhildur Hansdóttir: „FINNST ÞETTA ALVEG FÁRÁNLEGT“ „Mér finnst þetta alveg fár- ánlegt“ sagöi Hrafnhildur Hansdóttir, yfirgjaldkeri hjá Aimennum tryggingum, er Alþýðublaðið spurði hana út í yfirlýsingar Flugleiða- manna. „Eg held aö þeirra afstaða sé ekki rétt og að þessi ákvörðun hafi verið tek- in í fljótfærni.“ Stjórnin á heldur ekki að geta tekið ákvörðun sem þessa ein og sér, og varla er búið að leggja málið fyrir félagsfund á svo stuttum tíma sem þessum.“ „Vissulega er það rétt af félögum eins og VR að bjóða sínu fólki upp á ferðir sem þessar. Það vilja náttúrlega allir komast í frí, og allir vilja ferðast ódýrt. En samt finnst mér, að þeir séu í rauninni að fara inn á svið sem er i raun- inni ekki þeirra." — Myndir þú nýta þér þessar ferðir? „Já, auðvitað myndi maður Gengfö Gengisskráning 26. — 9. febrúar 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 37,290 37,410 Sterlingspund 65,118 65.327 Kanadadollar 29,443 29,538 Dönsk króna 5,7294 5,7479 Norsk króna 5,8016 5,8203 Sænsk króna 6,1368 6,1565 Finnskt mark 9,0378 9,0669 Franskur franki 6,4875 6,5084 Belgiskur franki 1,0464 1,0498 Svissn. franki 26.7465 26,8326 Holl. gyllini 19,4985 19,5613 Vesturþýskt mark 21,8954 21,9658 ítölsk líra 0,02976 0,02986 Austurr. sch. 3,1165 3,1265 Portúg. escudo 0,2684 0,2692 Spanskur peseti 0,3273 0,3283 Japanskt yen 0,28851 0,28944 notfæra sér svona tilboð. Það reyna allir að komast út og fyrir mína parta skiptir það ekki máli hvort flugfélagiö er erlent eða innlent," sagði Hrafnhildur Hansdóttir. Sigurlaug Guðmundsdóttir: „SETJA STÓLINN FYRIR DYRNAR“ „Mér finnst alveg sjálfsagt að bjóða svona ferðiH sagði Sigurlaug Guðmundsdóttir, starfsmaður hjá Rekstrar- tækni hf. „Hvað Flugleiða- fólk gerir kemur bara í Ijós. Þeir fá hvort sem er ódýr far- gjöld á sínum vinnustað og þeir eru þvi í rauninni að setja öðrum félögum innan VR stólinn fyrir dyrnar, með að komast erlendis." — Finnst þér að félög eins og VR eigi að bjóða fé- lagsmönnum sínum ferðir eins og þessar? „Já, mér finnst það alveg sjálfsagt, þeir gera hvort sem er ekki svo mikið fyrir slna félagsmenn. Maður les það m.a. i blöðum að skrifstofu- fólk njóti minnst launaskriðs miðað við t.d. fiskverkunar- fólk. Þannig að það er alveg sjálfsagt að VR bjóöi starfs- mönnum sínum einhver hlunnindi.” — Myndir þú nýta þér ferðir sem þessar? „Ég myndi ekki hika við það ef ég ætlaði erlendis á annað borð, enda sé. ég ekki ástæðu til annars. Enda eru ferðaskrifstofurnar búnar að skapa sér þetta sjálfar t.d. með þvl að setja 5% álagn- ingu á notkun greiðslukorta. Með álagningu sem þessari eru ferðaskrifstofurnar í raun inni að hækka verðið," sagði Sigurlaug Guðmundsdóttir. it Sóley Hallgrímsdóttir: „VERIÐ AÐ TROÐA Á ÞEIRRA HAGSMUNUM „Mér finnst þetta allt i lagi, þaö er vissulega verið að troða á þeirra hagsmunum. En samt sem áður myndu all- ir aörir félagar í VR nýta sér þessar ferðir og starfsmanna- félag Flugleiða á þá bara að bjóða sínu fólki eitthvað álíka,“ sagði Sóley Hallgríms- dóttir afgreiðslustúlka í rit- fangaversluninni Griffii. • Ljósvakapunktar •RUV • Rás 1 22.30 Dagskrá um rússneska listamanninn Vysotskij. 21.15 Matlock. • Bylgjan 21.00 Júlíus Brjánsson — Fyrir neðan nefið. • Stöð 2 • RÓT 21.30 Bítlar og blómabörn. Bílskúrsmenning. 23.00 Draugasögur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.