Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. febrúar 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Það var mikið um dýrðir á Champs Elysées þegar rauði fáninn blakti eftir að Mitterrand var kjörinn forseti árið 1981. Byltingin kom þó ekki og nú er Mitterrand meira heima hjá sér í glæsisöium en sá mikli öfgamaður til hægri Le Pen. w+ Franskir sósíal- istar eru orðnir miðjumenn Hin nýja stefnuskrá franska sósíalistaflokksins er ekki sósíal- istísk og kjósendur úr borgara- stétt óttast öfgamenn til hœgri meira en sósíalista Flokkur franskra sósialista er í minnihluta i þinginu, en svo viröist sem forsetafram- bjóðandi úr þeirra flokki muni hafa stuðning meiri- hluta kjósenda á bak við sig: Francois Mitterand. Skoðana- kannanir sýna, að hann mun að öllum líkindum hafa stuðning vinstri flokkanna og fjöldann allan af kjósendum úr röðum hægfara hægri- manna. Hægri flokkarnir hafa aftur á móti meirihluta í þing- inu, en engan forsetafram- bjóðanda sem nýtur eins mikils fylgis og Mitterand, engan leiðtoga sem gæti notið stuðnings hægri flokk- anna og hægfara vinstri flokkanna. Flokkur franskra sósíalista hefur, eftir miklar og langar viðræður komið saman stefnuskrá flokksins og hún reynist ekki vera sósíalistísk, sem er eftir öðru í þessari þverstæðu. Stefnuskráin sem þeir nefna „Tillögur sósíalista", var samþykkt á flokksfundi I Paris á dögunum. Sósíaldemokratísk Nú velta menn þvl fyrir sér hvernig muni takast að koma saman ríkisstjórn eftir kosn- ingarnar. Sú ríkisstjórn þyrfti að vera samlynd forsetanum (ef sá væri Mitterand) og einnig meirihluta þingsins. Talað hefurverið um hægfara — sósíaldemokratiskan — flokk sósíalista, sem gæti unnið með miöjumönnum sem færu (kannski) út úr hægri blokkinni. Ef svona færi væri það grundvallarbreyting á pólitík I Frakklandi, því slðastliðin 30 ár hafa flokkarnir skiptst I tvær stórar blokkir til hægri og vinstri. Þessar breytingar eru þó ennþá óskrifað blað en menn hafa oft upplifað ótrúlegar sveiflur I sambandi við forsetakjör I Fimmta Lýð- veldinu. Umræðan um samvinnu til hægri nýtur ekki vinsælda I flokki I franskra sóslalista og er I rauninni ekki opinberlega til umræðu innan flokksins. í hinni nýju stefnuskrá er erfitt að koma auga á eitthvað, sem framfarasinnar úr borg- araflokkunum gætu ekki samþykkt. Miðjusinnaðir stjórnmálamenn, sem áður hafa leitað eftir samstarfi til vinstri en horfið frá því vegna kreddufestu sósíalista, geta nú óhræddir hafiö það sam- starf. Vinveitt viðskiptalíf Franskir sósíalistar virðast hafa gefist upp á áformum slnum um þjóðnýtingu ýmissa stofnana og fyrir- tækja sem var eitt af aðal stefnumálum þeirra á árunum 1970—81. í hinni nýju stefnu- skrá er ekkert sem bendir til þess að þeir hugsi sér að ógilda einkarekstursamninga sem stjórn íhaldsmanna hef- ur samþykkt. í stefnuskrá sósíalista kemur fram að létta beri skattbyrði viðskiptafyrirtækja I þeim tilgangi að ýta undir fjárfestingar en ekki til að auka einkagróða. Lög um félagslega aðstoð Til að hjálpa því fólki sem hingað til hefur ekki haft neina félagslega aðstoð og hefur orðið aö leggjast I betl, eða verið háð góðgeröarstarf- semi úr einkagreiranum, verði sett lög sem tryggi sér- hverjum íbúa landsins lág- markslaun. Stefnubreyting flokks franska sósíalista varð ekki eingöngu til á árinu 1988, hún hefur verið að myndast smátt og smátt allt frá árinu 1981. Flokksstjórnin leggur nú mikla áherslu á „raunsæi" og „ábyrgð" og að flokkurinn eflist ef þeim takist að koma góðri stjórn á efnahagsmálin. Harðlínumenn I flokknum eru ekki ánægðir með þessa hægri sveiflu I flokknum. Vinstri vængurinn bar fram gagntillögur og breytingartil- lögur en allt kom fyrir ekki og flokksaginn sigraði og stefnuskráin var samþykkt með 90 prósent atkvæða við atkvæðagreiðsluna á flokks- þinginu. Þar sem allt útlit er fyrir því að Mitterand sigri I for- setakjörinu, verða sóslalistar að reikna með þeim mögu- leika að sósaíalistar myndi rfkisstjórn eða verði aðilar að ríkisstjórn I samvinnu við aðra flokka. Að öðrum kosti mundi núverandi ástand, þar sem forseti og forsætisráð- herra eru pólitískir andstæð- ingar, halda áfram og það er ekki talinn góður kostur þeg- ar til langs tíma er litið. Millibilsástand Að forseti og forsætisráð- herraværu pólitískir and- stæðingar var einskonar millibilsástand, sem séð var fyrir að mundi vera I tvö ár — en ekki reiknað með að yrði varanlegt ástand. Ef forseti er kosinn með miklum meirihluta, getur hann tryggt sér meirihluta á þingi, (ef hann þá er ekki fyrir hendi) með þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta gerði Mitterand árið 1981, og bar glæsilegan sigur úr býtum. Getur hann endur- tekið það á árinu 1988? Sum- ir leiðtogar sóslalista telja að svo sé ef Mitterand verður endurkjörinn með miklum meirihluta. Vinstri vængurinn I flokki franskra sósíalista hefur borið fram þá tillögu, að flokkurinn óski eftir þvl nú þegar, að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram ef sama staða komi upp. Hugsunin á bak við þessa ósk er sú, að sósíalistar sem hafa 32 pró- sent atkvæða á þjóðþinginu I dag, verði ekki þvingaðir til rikisstjórnar — samstarfs við hægri flokkana ef Mitterand sigrar I forsetakjörinu. Vinstri vængurinn vill heldur vera I stjórarandstöðu, en að „daðra til hægri“ sem mundi veikja aðstöðu þeirra. Vegna hins mjög svo bága efna- hagsástands liggur við að þeim finnist það fýsilegur kostur að leyfa hægri flokk- unum að glíma við vandann og sjá svo fram á stórsigur sósíalista árið 1991. Möguleikinn á miðju — og vinstra samstarfi I ríkisstjórn eftir forsetakjör, er litinn hýru auga af mörgum hægfara sóslalistum. Mikilvægar ástæður benda I þá átt. Nauðsynin á meiri hluta sem gæti stjórnað með Mitterand, ef hann hlyti kosningu. Hinn mikli vöxtur flokksins hefur gert hann að stærsta flokki landsins með sómasamlega reynslu I rlkisstjórn. Þeir hafa grætt á því að hætta sam- vinnu við kommúnista og nú er kommúnistaflokkurinn orð- inn að smálfokki. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.