Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 1
GJALDSKRÁR ÁKVARÐANIR HAFNA í HÖNDUM SVEITAR- OG SÝSLUFÉLAGA Gjaldskrárákvarðanir hafna munu verða í framtiðinni í höndum eigenda þeirra, þ.e. sveitar- og sýslufélaga, ef nýtt frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum nær fram að ganga. Frumvarpið sem nú er i skoðun hjá þing- flokkum stjórnarflokkanna, verður lagt fram af sam- gönguráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen. Aðalefni frumvarpsins er það, að lögfest verði að gjald- skrárákvarðanir hafna skuli verða í höna'um eigenda þeirra, sveitar- og sýslufélaga í framtíðinni. í núverandi hafnarlögum er — ef nýtt frumvarp samgöngumálaráðherra nœr fram að ganga skýrt kveðið á um það að eig- endur hafnanna séu sveitar- og sýslufélög, annað hvort ein sér eða sem sameigend- ur. Rekstur hafnanna og við- hald er því algjörlega í þeirra höndum. Það sama gildir um ákvarðanir um framkvæmdir nema að því leyti sem ríkið hefur áhrif á þær gegnum fjárveitingar. Frumvarp samgöngumála- ráðherra um að gjaldskrár- ákvarðanir skuli vera í hönd- um eigenda hafnanna er til- komið vegna frumvarps tii laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þar sem ým- is verkefni eru færð til sveita- félaganna. Frumvarp samgöngumálaráðherra er tilkomið vegna nýrrar verkskiptingar rikis og sveitafélaga og gerir ráð fyr- ir að sveitar- og sýslufélögin ákveði sjálf gjaldskrá hafnanna. Stefán Valgeirsson: Steingrímur Hermannsson á að segja af sér vegna yfirlýsinga sinna í vaxtamálum. Stefán Valgeirsson: UTANRIKISRADHERRA ÆTTI AÐ SEGJA AF SÉR Segist ekki œtla að segja sig úr bankaráði Búnaðarbankans, hins vegar œtti Steingrímur Hermannsson að sýna siðferðisstyrk og segja af sér vegna yfirlýsinga sinna. Stefán Valgeirsson segir aö það hvarfli ekki að sér að segja sig úr bankaráði Bún- aðarbankans, þrátt fyrir að Steingrímur Hermannsson segi hann sýna meö því sið- ferðisstyrk. Segir Stefán að Steingrimur ætti sjálfur að sýna siðferðisstyrk og segja sig úr ríkisstjórninni i kjölfar yfirlýsinga um vaxtamálin og fjármagnsmarkaðinn. „Það hefur ekki hvarflaö að mér að segja mig úr banka- ráðinu, það er engin ástæða til þess. Það þarf að meta hvernig þetta gerðist allt saman", sagir Stefán í sam- tali við Alþýðublaðið. Stefán sagði að þaö hafi ekki veriö hann sem fór úr Framsóknar- flokknum, heldur hafi honum verið vísað úr flokknum með því að neita honum um að nota bókstafina BB þegar stór hópur kjósenda í Norður- landi—eystra skoraði á hann að bjóða fram þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið. „Ég held að utanríkisráð- herra ætti að sýna þann sið- ferðisstyrk að segja sig úr ríkisstjórninni, miðað við þær yfirlýsingar sem hann hefur gefið." Sagðist Stefán eiga þar við þær yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar þegar hann lýsir stefnu ríkis- stjórnarinnar í vaxtamálum við það þegar Róm brann, og að vaxtamálin og fjármagns- markaðurinn væri óskapnað- ur. „Ber hann ekki ábyrgð á því eins og aðrir sem sitja í þessari ríkisstjórn? Hann ætti að sýna þroska og sýna í verki að hann meinti eitt- hvað með þessum orðum,“ segirStefán Valgeirsson. BUNAÐAR- MYNDBÖND BANKINN ÍÆ\ ALA UPP ÞÉNAR 16D 'OBC BÖRN MILLJÓNIR 3 OPNA FLUGDEILAN í VR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.