Tíminn - 18.10.1967, Qupperneq 3

Tíminn - 18.10.1967, Qupperneq 3
MIÐYIKUDAGUR 18. október 1967. Reykjavíkurbörnln hafa notfært sér snjóinn undanfarna daga á Arnar- x hóli, en I gær voru þar hátt á annað hundrað börn, þegar liósmyndarinn GE gekk þar fram hjá, og smellti þessari mynd af. Sleðafærið var sæmi- legt, þótt sums staðar stöðvuðust sleðarnir, þar sem ekki var nægiiega þykkt snjólagið, til þess þeir rynnu viðstöðulaust niður hólinn. Stúlkurn- ar á myndinni eru broshýrar, þótt þeim hafi kannski verlð svolítið kalt, og þó, þær eru nú sæmilega búnar sýnist okkur. 400 BÆKUR Á SOVÉZKRI BÓKASÝNINGU HJÁ M&M GÞE-ileykjavík, mánudag. llókabúð Máls og Menningar hef ur opnað sovézka bókasýningu í húsakynnum sínum að Laugavegi 18, og stendur hún til mánaða- móta. Til hennar er efnt að til- hlutan sovézku menningarsamtak anna Mezhdunarodnaya Kniga, sem a ýmsan hátt vinna að menn inga, tengslum Sovétríkjanna og annarra landa, m.a. með útgáfu sovézkia bóka erlendis og gagn- kvæmt, þýðingum bóka á og úr rússncsku, og ekki sízt með svona bókasýningum erlendis. Þetta er í annað sinn, sem samtökin hlutast til um slíka bókasýningu hér- lenois. Á sýningunni eru tæplega 400 bækur, fiestar á ensku, en einnig nokkrar á þýzku og frönsku, jafn vel sænsku, og enn aðrar á rúss- nesku. Er hér um mjög margs konai bækur að ræða, klassísk og nutima skáildverk, listaverkabæk- ur, kennslubækur í rússnesku, bariiabækur, og ekki sízt bækur um visindi og tækni, en i slíkri bókaútgáfu þykja so.vétmenn standa mjög framarlega, og er þettc tvímælalaust sá bókakostur þeirra, sem mestri útbreiðslu hef ur náð, enda er verðinu mjög í hoí stillt \uk bókanna eru þarna til sýn- is cflirprentanir áróðursspjalda frá íussne ku byltingunni 1917. Þessi spjöld voru gerð af nafn- toguðum listamönnum, og þykja nú hið mesta þing, enda hafa verió gefnar út eftirprentanir af þeim stórum sftíl. Bækurnar á sýningunni eru til sölu. og verður tekið á móti pönt- unum þann tíma, sem sýningin stendur, en hún er opin á venju legum verzlunartíma. MIKIL ÞATTTAKA ER I BÆNDAFÖR TIL LONDON EJ-Reykjavík, fimmtudag. Bændaför Búnaðarfélags íslands til Englands hefst 3. desember næstkomandi, og virðist þátttaka ætla að verða mikil. Þátttaka get- ur mest orðið 82, en þegar hafa yfir 70 manns óskað eftir þátt- töku. Bændaförin hefst 3. desember, en þá verður flogið til London. Daginn eftir verður Smithfield- sýningin skoðuð, og á þriðjud.ag s'erður fari'ð í kynnisferð. Smith- sýninigim verður einnig skoðuð nokkra daga aðra en auk þess verður farið á kjöt- og fiskmark- aðinn í London og ýmsir þekktir staðir verða skoðaðir. í förinni verður einnig fari'ð til Suður-Englands og þar skoðuð bændaibýli og tilraunastöð. Ferðin stendur til 10. desember en þá verður flogið heim frá London. Fararstjóri í þessari ferð verð- ur Agnar Guðnason. TÍMINN Færð sæmileg þrátt fyrír mikla háiku FB-Reykjavík, þriðjudag. Færð er nú all sæmileg víðast hvar á landinu, þótt snjóföl sé yfir öllu. Aðallega er það hálkan á vegunum, sem getur orðið veg farendum hættuleg, og er ástæða til þess að hvetja menn til þess að fara varlega, að sögn Hjörleifs Ólafssonar starfsmanns Vegamála- skrifstofunnar. Ágætisfærð er um allt Suður- land, sagði Hjörleifur og sömuleið is á Vesturlandi og á Vestfjörðum, nema á Þingmannaheiði. Þar er fremur vond færð, og varla fært nema stórum bílum og jeppum, að allega vegna klakaskorninga. Reyndar er líka leiðindafærð á Þorskafjarðarheiði. Flestir aðrir vegir eru allvel greiðfærir nema Siglufjarðarskarð, Lágheiði, Axarfjarðarheiði, Hóls- fjallavegur, þ. e. vegurinn milli Axarfjarðar og Grímsstaða á Fjöll um og heiðin til Vopnafjarðar frá Möðrudal. Hálfleiðinleg færð mun einnig vera á Fjarðarheiði fyrir litla bíla, en búið er að ryðja Oddsskarð og sömuleiðis Möðrudalsöræfin. Nýr umboðs- maður Tímans á Egilsstöðum Ari Sigurbjörnsson, af- greiðslumaður, Bjarkahlíð 5, Egilsstöðum hefur tekið að sér umboð fyiir Tímann. Eru viðskiptamenn blaðsins á staðnum beðnir að snúa sér til hans með málefni, er varða Tímann. Tíminn þakkar fráfarandi umboðsmanni á Egilsstöð- um, Magnúsi Einarssyni, skrstj. fyrir ágæt störf fyr ir blaðið sl. 5 ár. FYRSTA FRUMSÝNING Se2|a2erö IIÐNO A LAUGARDAG brennur GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Fyrsta frumsýnknig Leikfélags Reykjavíkur á þessu leikári verð- ur n. k. laugardagskvöld, en þá verðui sýndur franski gamanleik- urinii „Indíánaleikur" eða „Það þýtui í sassafrastrjánum“ eftir franska höfundinn Réné de Obaldia. Leikrit þetta var frum- sýni í París fyrir tveimur árum, og naut það þegar gífurlegrar hylli. Um þessar mundir er verið að sýna það mjög víða í Evróou, og á það hvarvetna vinsældum að fagna. úettvangur leifcsins ér villta vestrið, með öllum sínum ævin- týrum, hættum og skopi. Aðal- söguhetjurnar eru innflytjendur, sem tii Bandaríkjanna koma i byrj un 19. aldar ,og eiga við ýmiss konai örðugleika að etja. Persón- ur icikritsins eru flestar gamal- kunnai úr vil'lta vestrinu, Indiána höfðinginn, göfuga gleðikonan, fulli læknirinn og þar fram eftir götunum. Er fjallað um þær af SJ-Reykjavík, föstudag. Nýiega kom nýtt tímarit í bókabúðir. Tímaritið heitir 65° og til stendur að það komi út ársfjórð ungslega. Tímarit þetta er á ensku. Eigandi og útgefandi er Amalía Lindal, framkvæmdastjóri: Ásgeir Þór Ásgeirsson og aug- lýsingastjóri: Erlingur Sigurðsson. Ritið ber nafn af 65. breiddar- baugnum, sem liggur um mitt ís land. Sex umsækjendur um prestsembætti Umsóknarfrestur um annað prestsembættið í Hallgrímspresta kalli í Reykjavíkurprófastsdæmi, er auglýst hafði verið laust til umsóknar, rann út 1. október s. 1. Þessir umsækjendur hafa gefið sig fram: Séra Björn Jónsson, Keflavík. Séra Ingþór Indriðason, Ólafsfirði. Séra Kristján Róbertsson, Kanada Séra Lárus Halldórsson, Kópavogi Séra Páll Pálsson, Reykjavík. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, SiglufirðL miKilli kimni, söguþráðurinn er viðburðarríkur og kryddaður með gömium amerískum þjóðiögum, sem vei falla í kramið. Þá eru og sungin nokkur lög eftir Frakkann George Delerue. Leikstjórn hefur Jón Sigur- björnsson með höndum, en hann er nýráðinn við Leikfélagið eftir mar6ia ára starf við Þjóðleikhús- ið. Þetta er 8. leikritið, sem hann stjóinar hjá L.R. Þj'ðingu leikrits ins hefur Sveinn Einarsson ann- azt, en leikmynd er eftir Stein- þór Sigurðsson. Leikendur eru Brynjólíur Jóhannesson, Sigríður Hagaiín, Valgerður Dan, Borgar Garðarsson, Guðmundur Pálsson, Guðrun Ásmundsdóttir. Pétur Ein arsson og Guðmundur Erlends- son. Næsta verkefni Leikfélags ReyKjavíkur verður barnaleikritið Snjokarlinn okkar, eftir Odd Björnsson, en það verður væntan lega frumsýnt í nóvember. Um Fraimhald á bls. 14 Því er ætlað að fjalla um ís- land og íslenzk málefni eingöngu. Markmiðið er að tengja sterkari böndum þá, sem áhuga hafa á landinu og íslenzkum málum en ekki geta lesið íslenzku^svo sem útlendinga hér á landi, íslendinga fædda erlendis, Vestur-fslendinga og fleiri. Utan íslands verður blað ið nú þegar selt í Kanada og Seattle i Bandaríkjunum. Ennfrem ur munu vera kaupendur í hópi bandariskra hermanna, sem voru 'hér á stríðsárunum (the forgetten boys oí Iceland), og komu í heim sóki. hingað til lands í sumar. Það er opið öllum, sem eitthvað hafa að segja. Myndaefni verður ekki birt og ekki ferðasögur. Greinar, sögur og annað efni á að senda á Laugaveg 59, Reykjavík eða í pósthólf 265, Kópavogi. Efn ið verður að vera á ensku. Góð rit laun verða greidd. í fyrsta hefti 65° eru teikning ar eftir Calum Campbell, forsíðu gerði Frank Ponzi. Ýmsir kunnir menn skrifa í 65°, svo sem Ásgeir Ásgeirsson, forseti, Rolvaag, amb asador Bandaríkjanna hér á landi, Jón Magnússon, fréttastjóri, Alan Boucher o. fl. í næsta hefti rita meðal annarra Sigurður Nordal og Haraldur Bessason, prófessor við Háskólann í Manitoba. HE-Vestmannaeyjum, þriðjudag. Klukkan 13.15 í dag var slökkvi liðið kvatt að Seglagerð Halldórs Svavarssonar hér í bæ. Þegar að var komið logaði eldur út um glugga á annarri hæð, þar sem seglagerðin er til húsa. Slökkvi liðið réð fljótlega niðurlögum elds ins. Tjón varð mikið. Skemmdir urðu mestar í vinnusal Seglagerð arinnar en einnig í geymslum og á lager. Skemmdust bæði tæki og efni. Eldsupptök eru ókunn. Geta ma þess að þetta er eina segla- gerðin i Vestmannaeyjum. I • • Vetrarstarf Stúdentafé- lags Rvíkur að hefjast Um þessar mundir er Stúdenta félag Reykjavíkur að hefja vetrar starfsemi og verður hún með svip uðum hætti og undanfarin ár. Nú hefur verið ákveðinn al- mennur fundur um skógræktarmál, frummælendur verða Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Helgi Sæmundsson form. mennta málaráðs. Fundur þessi verður haldinn 25. okt. n. k. í Sigtúni. Kvöldvökur féiagsins hafa verið afar vinsælar og fjölsóttar en sú fyrsta verður nú á föstudagskvöld ið 20. okt. n. k. að Hótel Sögu (súlnasal). Á samkomu þessari verða ýmis skemmtiatriði, mun þar meðal annars sýna listir sínar hinn kunni dansari Sigvaldi ásamt dansmærinni Iben Sonne. Einnig mun koma fram á samkomu þess- ari hinn mjög svo efnileg' trompet leikan Lárus Sveinsson. Muin laga val hans verða fjölbreytilegt, en hljómsveit hússins mun aðstoða. Dans verður stiginn fram eftir kvöldi. Aðgöngumiðar verða afhentir fimmtudaginn 19. okt. n. k. frá kl. 5—7 í andyri Súlnasals, einnig við innganginn frá kl. 7 föstudag inn 20. okt. en þá verður húsið opnað. Fréttatilkynning frá stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur. Nýtt tímarit 65°

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.