Tíminn - 22.10.1967, Page 8

Tíminn - 22.10.1967, Page 8
 /'V ;///::'/' :/;•;./ SUNNUÐAGfJR 22. ofctóber 1963. K. .N Z saltsteinninn inm- heldur vmis snefilefni, t. d. magnesxum, kopar, mang- an, kabolt og joð. BÆNDUR Seðjið salthungur búfjárins og látið allar skepnur hafa frjálsan aðgang a ðK N Z saltsteim allt árið. Evrópumótið í bridge, sem háð var í Dulblin á írlandi í september, er 18. Evrópumótið sem háð er eftir síðari heims styrjöldina og þetta var í ell- efta sinn, sem ísland sendir sveit í karlaflokk á mótið — og tvívegis hefur verið send sveit í kvennaflokki. íslenzku sveitirnar hafa oft náð góðum árangri á þessum mótum — en bæst ber þó er sveit undir forustu Harðar Þórðarsonar varð í þriðja sæti á mótinu, sem háð var í Brigbton á Eng- landi 1950. í síðustu umferð inni á þvi móti spilaði ísland við Svíþjóð og með sigri í leiknum hefði íslenzka sveitin orðið Evrópumeistari. En Sví amir reyndust betri í þessari lokabaráttu og sigruðu með 14 stiga mun eftir þáverandi stiga reikningi sem var mun lægri en skali sá, sem nú er notaður Þetta varð til þess, að England ingar sigruðu í mótinu og Svíar urðu í öðru sæti. Sama ár var fyrsta opinbera heims meistarakeppnin í bridge háð á Bermudaeyjum. Þar spiluðu Bandaríkin, England og sveit Evrópu, sem skipuð var fjórum Svíum og tveimur íslendingum, þeim Einari Þorfinnssyni og Gunnari Guðmundssyni. Evr- ópusveitin spilaði vel „einkum þó þegar íslenzkp spilararnir voru með“ eins og enska bridge - ritið Bridge Magazine sagði eft ir keppnina — en það nægði þó ekki til sigurs. Bandaríkja menn sigruðu, en í sveitinni voru m. a. hinir frægu spilar ar Goren og Stayman, Evrópu sveitin varð í öðru sæti og sú enska rak lestina. Árangur sá, sem íslenzka sveitin náði í Dublin, er næst bezti árangur íslenzkrar 'sveitar á EM, sveitin blandaði sér um tíma mjög í baráttuna um efstu sætin, en hins vegar tókst henni illa upp í þremur síð ustu umferðunum og hafnaði að lokum í sjöunda sæti af 20 þjóðum — þó aðeins einum vinningsleik frá þriðja sæti. Eitt atriði kann að eiga ein- hvern þátt í, að íslenzku sveit inni tókst ekki eins vel upp í lokabaráttunni, og í miðju móti. Það er staðreynd, að ísl. spilararnir höfðu lakari að- stöðu, en spilarar þeirra þjóða, sem urðu í efstu sætunum. fsl. bridgesambandið er fátækt af veraldlegum auði. og því var, styrkur til þessarar utanfarar af skornum skammti. Þar af leiðandi bjuggu ísl. spilararn ir á fremur ódýru hóteli tals vert frá spilastaðnum, meðan spilarar þeirra þjóða, sem urðu efstar, bjuggu allar á því hóteli sem spilað var í, en það var dýrasta hótelið í Dublin Þeg ar spilaðar voru tvær umferð ir á dag — eins og oftast var — hófst fyrri umferðin kl. eitt og var lokið kl. 5. — 5.30, en hin síðari hófst 7.45 um kvöldið. Milli umferða urðu ísl. spilararnir að ná sér i leigu bíl — sem er talsvert vanda mál í Dublin, en þar eru aðeins 900 leigubílar á sex hundruð þúsund íbúa — aka um 15 min. á hótelið, borða og koma sér síðan a spilastað aftur, meðan þeir spilarar, sem bjuggu á spilastaðnum, gátu farið beint til herbergja sinna, og hvilzt (sofið) milli umferða. Hvíldin — þó einkum svefnin — er gífurlegt atriði á stórmóti sem þessu, þar sem spilaðar voru 19 umferðir á 11 dögum. ís- lenzku spilararnir höfðu reynd ar nákvæmlega sömu aðstöðu og spilarar annarra smáþjóða. Á Montrose-hótelinu, þar sem ísl. spilararnir bjuggu, voru einnig spilarar ísraels, Finn- lands, Tékkóslóvakíu og Portú gal. Því var fleygt í gamni meðal spilaranna, að íslending- ar gætu þó huggað sig við að hafa orðið Montrose-meistari, því við unnum allar þessar þjóð ir með 8:0. Það var slæmt að hafa ekki Pólverja og Belga þarna líka!! Einhvérjir skemmtilegustu spilarar heims nú eru Hollend ingarnir Hans Kreyns og Bob Slavenburg, sem spiluðu hér í Reykjavík fyrir nokkrum ár- um á afrhælismóti Bridgefélags Reykjavíkur. Síðan hefur alltaf verið góð vinátta milli þeirra og ísl. bridgespilara. Þeir eru núverandi heimsmeistarar í tvímepningskeppni og á mótinu í Dublin sýndu þeir oft af- burðaspilamensku en voru hins vegar afar mistækir eins og t. d. kom fram í leik þeirra við ísland. Holland varð í fjórða sæti á mótinu — og þeir höfðu heppnina með sér að ná því sæti, því t. d. í síðustu umferð inni unnu þeir ítaii 8:0, en ítai ir höfðu tryggt sér Evrópu- meistaratitilinn fyrir þá um- ferð — og það hafði auðvitað áhrif á spilamennsku þeirra. Ef Hollendingar hefðu mætt ítöl um fyrr í mótinu er ólíklegt, að þeir hefðu unnið, að minnsta kosti með þetta mikl um mun. f 12. umferð spiluðu Hol- lendingar við Dani og uunu með 6:2. Eftirfarandi spil var ástæðan til þess sigurs. 4 D 8 V G 9 2 ♦ K G 6 5 * D G 8 4 ♦ G 10 2 * ÁK97643 yÁ 10 743 V6 4 Á D 8 4 10 «92 4 Á K 7 3 4» 5 ¥ K D 8 5 4 97432 4> 10 6 5 í lokaða herberginu, þar sem Danirnir Voigt og Hulgaard sátu í A-V gengu sagnir þann ig: 3 V 4 gr 6 ¥ 7 4 5 ¥ 6 4 pass. Voigt 3 4 4 4 5 gr 6 4 Hulgaard 2 4 4 * 4 gr. 64 pass. Keðjusögn Vesturs fjórir tígl ar, voru doblaðir til þess að fá útspil í þeim lit, en þrátt fyrir það var auðvelt að vinrta sögn- ina. Hulgaárd vann á ásinn, spilaði trompi einu sinni, tók tvo hæstu í laufi og trompaði lauf — spilaði sig heim með því að trompa hjarta og tromp aði síðasta laufið og vann 13 slagi. Leikurinn var sýndur á sýn- ingartöfilunni og þar komust þeir Kreyns og Slavenburg í sjö spaða, eftir þessar sagnir. Eftir að Suður hafði spilað út hjarta K virðist um þrjár leiðir að ræða fyrir Kreyns — trompa tvívegis lauf (biðjandi, að sá mótherinn með D aðra í spaða eigi fjögur lauf), eða ef til vill svíning í tígli. En ekkert svo einfalt hvarflaði að Kreyns — og eftir augnabliks umbugsun spilaði hann upp á kastþröng í tígli og laufi. Hann spilaði þannig. Vann hjarta K með Á — þvínæst þrisvar sinnum lauf og tromp aði með tíunni. Hann spilaði nú öllum trompunum og þegar hann spilaði þvi síðasta gat Norður ekki bæði haldið laufa D og KG í tígli. Þegar hann valdi að kasta tígul gosa, spil aði Kreyns tígli, vann á ásinn og kóngurinn kom siglandi. Og þá et hér að lokum eitt smádæmi. 4 Á K D G987 ¥ Ekkert 4 10 2 4 Á K 6 4 4 6 4 3 2 ¥ D 8 4 Á G 4 4 D 10 3 2 Mótherjarnir hafa ekkert sagt og Norður spilar sex spaða Austur spilar út hjarta kóng. Hvernig á Norður að spila? Svar í næsta þætti. Hallur Símonarson. Frá leik íslands og Frakklands á HM i Dublin — en fslánd sigraði f leiknum með 8:0, en Frakkar voru þáverandi Evrópumeistarar. Á myndinni er greinarhöfuhdur að spila, en lengst til hægri er Svarc. Á myndinni eru tveir ísl. áhorfendur, sem voru á mótinu, lengst t. v. Hörður ÞórSarson, sparisjóðsstjóri, sem margsinnis spilaöi fyrir íslands hönd á EM, og fyrir miðju Ingibjörg Oddsdóttir, eiginkona Harð- ar. Þess má geta, að enn einn íslendingur var áhorfandi á mótinu, Karl Sigurhjartarson, einn af efni- legustu yngri bridgespilurum okkar. \ \ 8 í FJÁRBYSSUR RlFFLAR HAGLABYSSUR SKOTFiíERI ALLSKONAR Stærsta og fjölbreyttasta úrval landsins. — Póstsendum — GOÐABORG, Freyjugötu 1 Sími 1-90-80 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.