Alþýðublaðið - 16.03.1988, Page 2
2
Miðvikudagur 16. mars 1988
MÞYBUBLMÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaður
helgarilaðs:
Blaðamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Þórdis Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
AF REFABÆNDUM OG
ÖÐRUM NIÐUR-
SETNINGUM RÍKIS-
FORSJÁRKERFISINS
Enn ánýskal bændum bjargað. í þettaskipti eru það refa-
bændur sem standa frammi fyrir gjaldþroti um land allt
vegna vitlausra fjárfestinga, lánafyrirgreiðslugleði póli-
tíska kerfisins og óraunsæi eða vanþekkingar framleið-
enda á markaðslögmálum loðdýraræktunar. Um 700
milljónum króna hefur verið varið í formi lána og styrkja á
síðustu árum til refabænda. Ef tekin er með fyrirgreiðsla
til fóðurstöðva sem samsvarar eignarhlut refabúa, er upp-
hæðin orðin 850 milljónir króna. í mörgum tilfellum er um
að ræða styrki eða lán á niðurgreiddum vöxtum, allt niður
í 2 prósent vexti og þar við bætist niðurfelling á opinber-
um gjöldum. Þannig hefur ríkið og hið pólitíska fyrir-
greiðslukerfi hjálpað refabændum til að æða út í fjárfest-
ingar án þess að nokkur skynsemi hafi ráðið í markaðs-
könnunum loðdýraræktar né heilsteyptar áætlanir eða
útreikningar legið fyrir. Þar að auki hefur refabúum og
fóðurstöðvum verið dreift um land allt í stað þess að stað-
setja refabú og fóðurstöðvar í grennd við sjávarpláss eins
og heilbrigð skynsemi segirtil um. Þessi misráðnabyggð-
arstefna, en í hennar nafni hafa ákvarðanir um geggjuð-
ustu fjárfestingar þessa lands verið teknar, hefur nú
skilað sér í sömu niðurstöðum og landsmenn þekkja svo
vel til: gjaldþroti búgreinarinnar. Og eins og venjulega
eiga skattgreiðendur að borga brúsann.
Landbúnaðurinn á íslandi hefur undanfarna áratugi lifað
að mestu leyti á ríkisframfæri. Hann nýtur innflutnings-
verndar, fjárfestingar- og framleiðslustyrkja, niður-
greiðslna og útflutningsbóta. Um markaðshorfur er ekki
sþurt. Að sjálfsögðu hlýtur slíkur rekstur landbúnaðar að
marka djúp sálfræðileg spor í vitund stoltra, sjálfstæðra,
íslenskra bænda. Það getur ekki verið góð tilfinning fyrir
höfðingja í héraði að lifa áölmusum pólitíska kerfisins; að
verauppáaðrakominn;að veraorðnirniðursetningarhins
pólitíska hagsmunakerfis. Það er sannarlega kominn tími
tii bændauppreisnar; að framleiðendur í landbúnaði hristi
af sér ok það sem hið spillta fyrirgreiðslukerfi hefur lagt
áþámeð þjálum höndum hagsmunagæsluflokkanna. Það
verður að hjálpa bændum til að öðlast sjálfstæði á ný.
Ríkisstjórnin gerir það ekki með því að halda áfram að
ausa peningum skattgreiðenda í hallarekstur landbúnað-
arins eins og þingmannanefndin stingur uþp á í vanda
refabænda en þar er lagt til að ríkið ausi 17 milljónum
króna beint í refahítina. Þess vegna eru þær tillögur Jóns
Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra réttar, að þeir
aðilar sem hingað til hafa annast stuðning og fyrir-
greiðslu til refabúa leysi sín mál sjálfir. Þar er fyrst og
fremst um að ræóaStofnlánadeild landbúnaðarins, Fram-
leiðnisjóð og að hluta til Byggðastofnun. Áframhaldandi
ráóstafanir þurfa síðan aö mióa að því að tryggja rekstur
refabúa eftir markaðshagkvæmni þannig að fjárfesting,
þekking og reynsla fari ekki forgörðum og að búin beri sig
og skili arði. Landbúnaðarmálin í heild þarf að taka
svipuðum tökum; afnema niðurgreiðslur og útflutnings-
bætur í áföngum og tryggja að verómyndun ráðist af
eftirspurn. Það verður að endurskipuleggja landbúnaðinn
frá grunni, afnema ríkisforsjána og stuðla að arðsemi bú-
greina og veita þar með bændum sjálfstæði á ný. Með
öðrum orðum; breyta niðursetningum í héraðshöfðingja.
ONNUR SJONARMIÐ
FRAMSOKNARMENN
eru orðnir eitthvað trekktir
vegna þeirrar gagnrýni sem
fram hefur á þá komið, að
þeir séu „stikkfrí“ í stjórnar-
samstarfinu. Jón Kristjáns-
son þingmaður Framsóknar
skrifar langa grein í Tímann i
gær af þessu tilefni. Þar
segir hann um gagnrýnina á
Framsókn:
„Það hefur nokkuð borið á
tilhneigingu samstarfsflokk-
anna til þess að drótta því að
okkur framsóknarmönnum að
við höldum okkur til hlés og
firrum okkur ábyrgð á óvin-
sælum aðgerðum. Það hljóm-
ar dálítið undarlega að heyra
þetta, ekki síst fyrir okkur
sem tókum þátt í því af full-
um heilindum að koma
málum ríkisstjórnarinnar
gegn um þingið og standa i
forsvari fyrir þær aðgerðir á
fundum eftir áramótin. Fyrir-
varar og efasemdir einstakra
þingmanna skipta ekki máli i
þessu sambandi. Krappasti
dansinn um stjórnarfrumvarp
í Alþingi var um frumvarpið
um stjórn fiskveiða, og
munaði minnstu að þvi yrði
umbylt á þann hátt að jaðraði
við vantrausti á sjávarútvegs-
ráðherra. Þau mál leystust og
mér er kunnugt um það að
einstakir þingmenn í sam-
starfsflokkunum lögöu að sér
til þess að svo mætti verða.
Ég hef ekki orðið var við að
sjávarútvegsráðherra hafi
verið að kveina yfir þvi máli
eftir á. Þrir flokkar i stjórnar-
samstarfi verða að leysa mál,
og bera á þeim fulla ábyrgð.
Hins vegar komast ráðherrar
og flokkar þeirra sem ábyrgð
bera á framkvæmd mála-
flokka, eins og til dæmis
ríkisfjármálanna hjá því að
standa i eldlínunni, þegar
svara skal þjóðinni til.“
En síðan er stutt í hags-
munagæslusönginn: Og i
beinu framhaldi skrifar Jón
Kristjánsson:
„Það er líka afar einkenni-
legt ef foringjar stjórnarflokk-
anna mega ekki setja fram
sín sjónarmið um þau vanda-
mál sem uppi eru á hverjum
tíma. Viö framsóknarmenn
höfum ekki farið dult með
það að nú eiga framleiðslu-
atvinnuvegirnir að hafa for-
gang.
Hafi þeir ekki starfsgrund-
völl fjarar undan lífskjörunum
í landinu. Það fjarar undan
landsbyggðinni og áfram-
haldandi þensla í þjónustu-
greinum meö viðskiptahalla
upp á 10 milljarða króna
leiðir til erlendrar skulda-
söfnunar sem mun rýra lífs-
kjör okkar á komandi árum.
Án þess að þessi grundvöllur
sé fyrir hendi er tómt mál að
tala um raunverulegar kjara-
bætur fyrir þá sem verst eru
settir. Skiptir þá ekki máli sú
krónutala sem kann að vera
ákveðin í kauphækkanir við
samningaborðið.
Þessum skoðunum
munum við halda fram, hvort
sem mönnum líkar það betur
eða verr. Við trúum því ekki
aö samstarfsflokkarnir í ríkis-
stjórn taki ekki undir þetta
með okkur, enda miðuðu
halda allir sem einn að þeir
þiggi laun eftir strípuðum
grunntöxtum og stendur út
úr þeim síbyljan um hraklegt
kaup og nú skaka þeir verk-
fallsvopnin í þeirri trú að allir
séu að gera það gott nema
þeir.
Á öllum kennarastofum
ríkir fjallgrimm fullvissa að á
öðrum vinnustöðum i landinu
sé ofsalegt launaskrið og að
einkageirinn kunni sér hvergi
læti þegar hann eys gullinu
yfir starfsfólk sitt af slíku ör-
læti að það er eins og aö at-
vinnurekendur séu í sífelld-
um jólasveinaleik allt árið.“
Síöan segir Oddur:
„Launagreiðendur og stétt-
arfélög hafa komið sér upp
fáránlegu kerfi þar sem
samið er um einhver dularfull
grunnlaun, sem örfáir eða
engir fá greitt samkvæmt og
svo eru útborguð laun ein-
hver allt önnur og hærri.
Opinberir starfsmenn
liggja í sifellu á því lúalagi að
telja sjálfum sér og öðrum
trú um að þeir fái ekki nema
grunnlaunin í sínum umsiög-
um, en þaö sem aðrar starfs-
stéttir fá framyfir grunnlaun-
in þreytast þeir aldrei á að
básúna að sé launaskrið og
yfirborganir. Þessi Ijóti leikur
er iðkaður til að ota sinum
tota í kjarabaráttunni þar
sem hver reynir að gleypa
eins stóra kjaftfylli af kök-
unni og hann hefur sköpulag
til.“
Og í lokin kemur þessi
skothríö:
„Kennarar sem sinna fullu
starfi fá sem sagt mun hærra
kaup en að framan getur, þar
sem mikið eru um að kennar-
ar séu í hlutastarfi.
Fals af þessu tagi er einn-
ig notað til að sýna t.d. hve
kvennastörf eru lítils metin.
Farið er i skattskýrslur og
heildarlaun til að sanna að
mikið misrétti eigi sér stað,
en varast að geta þess að
svo og svo mikill hluti þeirra
sem verið er að sanna að
starfi fyrir lágu launin eru
ekki í fullu starfi og árslaunin
þannig dregin niöur þegar
gerður er samanburður við
þá sem þarf að sanna að hafi
hærra kaup, en vinnustunda
hvergi getið.
Hálfsannleikur og sitthvað
þaðan af verra veður uppi i
allri umræðu um launamái.
Heilu stéttirnar Ijúga sultar-
launum upp á sjálfar sig og
búa svo til launaskrið og
lúxustekjur hjá öðrum eftir
geðþótta og vaða með alhæf-
ingar í fjölmiðia, sem eru
seinþreyttir að gleypa við
hverju því sem að þeim er
rétt og koma dellunni á fram-
færi.
Allt er nú á tjá og tundri i
kjaramálaþvælunni og veit
enginn hvað snýr upp eða
niður og hver er aö semja um
hvað við hvern en öllum ber
saman um að endilega verði
að bæta kjör hinna lægst-
launuðu.
Þá er galdurinn ekki annar
en sá að ijúga sig inn í raöir
láglaunafólksins til að fá
kauphækkun, enda tekst
sumum það með ágætum
árangri."
Jón Kristjánsson: Viö erum ekki
stikkfri!
síðustu aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar að þessu marki.“
0DDUR Ólafsson, aðstoð-
arritstjóri Tímans skrifar stór-
skemmtilega grein i blaö sitt
í gær um kennaralaun og
önnur laun ásamt ringulreiö-
inni í kjaradeilunum. Oddur
skrifar:
„Vegna misréttis í þjóðfé-
laginu munu allir nemendur
grunn- og framhaldsskóla
leggja niður nám um miðjan
næsta mánuð. Skítt veri með
vorpróf eða smáræöi eins og
það að húrra niður náms-
áfanga eins misseris eða
vetrar. Krökkunum liggur
ekkert á að Ijúka námi, enda
hafa kennararnir engin efni á
að troða í þá fyrir þau lúsar-
laun sem þeim eru skömmt-
uð. Sjálft námið og árangur
af því skiptir minna máli en
afkoma kennaranna, sem
Einn
með
kaffínu
Þaö eru oft erfiöar þrautir lagöar fyrir þingmenn.
Þessi var sett fram í kaffistofu Alþingis á dögunum:
— Vitiði afhverju Davíð sækir svona fast áö byggja
ráöhús í tjörninni?
— Neeei....
— Það er svo hann geti gengið heim úr vinnunni.
Á vatninu.