Alþýðublaðið - 16.03.1988, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 16.03.1988, Qupperneq 4
4 Mióvikudagur 16. mars 1988 ________________FRÉTTIR_______________ Séra Þorvaldur Karl Helgason kryfur prestsstarfið til mergjar EKKI FULLT STARF AÐ ÞJÓNA 500 SÓKNARBÖRNUM Er fullt starf aö vera sókn- arprestur i 500 manna presta- kalli miðað við þau störf sem presturinn vinnur undir venjulegum kringum- stæðum? Þessari spurningu hefur sjaldan verið velt fram á faglegan hátt, en i nýjasta fréttabréfi þjóðkirkjunnar, Viðförla, er grein eftir séra Þorvald Karl Helgason þar sem hann gerir tilraun til þess að reikna út „normal- brauðið". Miðað við þá út- reikninga kemst Þorvaldur að þeirri niðurstöðu að presta- kall með 500 sóknarbörnum sé ekki fullt starf. „Þetta þýðir samkvæmt mínu kerfi að prestakall af þessari stærð er tæplega 80% af fullu vikustarfi," segir Þor- vaidur m.a. i grein sinni. Séra Þorvaldur Karl Helga- son er sóknarprestur í Njarö- víkurpreskakalli. Hann starf- aði í kjaranefnd Prestafélags- ins um tima og fór þá að velta fyrir sér, að nauðsyn- legt væri að hafa einhverja viðmiðun, eitthvert norm, sem gengið væri út frá er meta ætti starf og þar með laun sóknarprests. „Það var gert nokkurt grín að þessu á sínum tíma er við kjaranefndarmenn vörpuðum þessum hugmyndum okkar fram um „normalbrauó- . Ég hló ekki þá og geri ^xki enn,“ segir Þorvaldur í grein- inni. Við útreikningana natði hann sitt eigið prestakall til viðmiðunar. Hann reiknaði út hve miklum tíma hann eyddi í að gera hin ýmsu verk og störf sem flokkast undir það að þjóna Njarövíkurpresta- kalli, með tvær sóknir, þar sem íbúar eru um 2100 í ann- arri og 400 í hinni með tvær kirkjur. Fjöldi sóknarbarn- anna var þægileg tala, því hún er sem næst 1% lands- manna. Þessum klukkustundum á viku breytti Þorvaldur í ein- ingar, 1 eining er sama og einnar klukkustundar vinna á viku. Vinnuvikur ársins hafði hann 45, en þær ættu að vera RÁÐSTEFNA UM GRUNNSKÓLA Menntamálaráðuneytið í samvinnu við Bandalag kennarafélaga, Kennaraháskóla íslands og Há- skóla íslands gengst fyrir ráðstefnu um grunn- skóla vegna athugunar OECD á íslenska skólakerf- inu. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 19. mars 1988 í Borgartúni 6, Reykjavík. Meginefni ráðstefnunnar verður: Jafnrétti til náms, námsgögn, kennslu- hættir skipulag og stjórnun. Hvert er æskilegt að stefna? Hvað er raunhæft að gera? Á hverju á að byrja? RáðstefnustjóranBirna Sigurjónsdóttir Brynhildur A. Ragnarsdóttir Dagskrá. 9.30 Setning. Birgir ísl. Gunnarsson menntamálaráð- herra 9.45 Erindi. Pétur Þorsteinsson, skólastjóri 10.05 Erindi. Kristín Norland, kennari 10.25 Kaffihlé 10.45 Hópar starfa 12.15 Matarhlé 13.00 Niðurstöður hópa. Almennar umræður. 14.30 Pallborðsumræður 16.00 Ráðstefnunni slitið RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsiðnfræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- magnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) í innlagnadeild fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 28. mars n.k. Séra Þorvaldur Karl Helgason um 46.52 - 6 vikna sumarfrí. Normalbrauðið flokkaði hann síðan í 6 grunnþætti: 1. Fjöldi sóknarbarna, 2. Guðs- þjónustur, 3. Fræðslustarf, 4. Sálgæsla, 5. Stjórnun, 6. Annað. — Hver flokkur hefur síðan marga undirflokka, sem Þorvaldur gefur hverjum ákveðinn fjölda eininga miðað viö 2500 sóknarbörn í prestakalli. Siðan reiknaði hann út með hjálp tölvu hve margar einingar hvert presta- kall fengi á hverja 500 íbúa. Miðað við 500 sóknarbörn þá er heildartalan 31 eining, sem segir i sem stystu máli að ekki sé um fullt starf að ræða miðað við þær forsend- ur sem Þorvaldur gengur út frá. „Þetta þýðir samkvæmt mínu kerfi að prestakall af þessari stærð er tæplega 80% af fullu vikustarfi. Að sama skapi eru heildareining- arnar I 8000 manna presta- kallinu 138e eða rúmlega fullt starf þriggja presta miðað við 40 stunda vinnu- viku. Það er svo aftur annað mál hvort því mikla starfi ætti að deila niður á prest(a) eða kannski einhverja aðra starfsmenn sóknarinnar. Skv. töflunni er „normal- brauðið" sem næst 1500 sóknarbörn (41e). Greiðslur fyrir „aukaverk". Samfara þessari kerfis- breytingu væri öll greiðsla fyrir aukaverk I núverandi mynd lögð niður á svipaðan hátt og rætt hefur verið um m.a. á Kirkjuþingi. Heildar- upphæðin sem við prestar ættum að fá væri lögð við sóknargjöldin og deilt niður á hvern skattgreiðanda. Ég hygg að I dag þýddi þetta ná- lægt 20 kr. hækkun skatta á mánuði hjá hverjum skatt- greiðanda, eða 200-250 kr. á ári. Þá aukaupphæð greiddu viðkomandi sóknarnefndir til prestsins mánaðarlega eftir þvl sem viðmiðunarbrauðið segði til um og I lok ársins væri heildarupphæðin leið- rétt með tilliti til þeirra „aukaverka" sem presturinn framkvæmdi á árinu og er greitt fyrir I dag,“ segir Þor- valdur I grein sinni. Normalbrauð SóknurlMirn luriýul llrlKÍIiuld Skirnir t-rrminRur TiillinKur Juróurfurir SkjrsluicrrA YióluKlimi ViAlol Súlgirslu Fnt-óslu Sljiirnun Annurt hininRur ulK 500 8 12 1 1 0 1 1 2 1 1 1 1 1 31 1000 9 13 1 1 1 2 1 2 1 1 1 1 2 36 1500 10 14 2 2 1 2 1 3 1 1 1 I 2 41 2000 11 15 3 3 1 3 1 3 1 1 1 1 2 46 2500 12 16 4 4 1 4 1 4 1 1 1 1 s 52 3000 13 17 5 5 2 5 1 4 2 2 2 2 3 63 3500 14 18 6 6 2 6 1 4 2 2 2 2 3 68 4000 15 19 7 7 2 7 2 4 2 2 2 2 3 74 4500 16 20 8 8 2 8 2 4 2 2 2 2 3 79 5000 17 22 9 9 3 9 t 4 3 2 3 3 3 89 5500 18 24 10 10 3 10 2 4 3 3 3 3 3 96 6000 19 26 11 11 3 11 2 4 3 3 3 3 4 103 65(X) 20 28 12 12 3 12 2 4 3 3 3 3 4 109 7(XX) 22 30 13 13 4 13 2 4 3 3 3 3 4 117 7500 24 32 14 14 4 14 2 4 3 3 3 3 4 124 8000 26 34 15 15 4 15 4 4 4 4 4 4 5 138 Kennarasamband íslands: „AFAR VILLANDI UPP- LÝSINGAR UM LAUNIN“ KI harmar að fjármálaráðuneytið skuli hafa birt upplýsingar um kennaralaun með þeim hœtti sem gert hafi verið. Kennarasamband Islands telur að tölur þær sem birtar hafa verið sem meðaltalslaun grunnskólakennara og fram- haldsskólakennara séu afar villandi og gefi ranga mynd af launum þeirra. Þetta kem- ur fram i sérstakri fréttatil- kynningu sem Alþýðublaðinu barst í gær, vegna upplýs- inga sem að undanförnu hafa komið fram í fjölmiðlum um laun kennara. I helgarblaði Alþýðublaðsins voru m.a. birtar upplýsingar þess efnis að meðallaun framhalds- skólakennara væru um 100 þúsund krónur á mánuð mið- að við verðlag í desember. Kennarasambandið vill hins vegar taka fram að byrj- unarlaun grunnskólakennara eftir þriggja ára háskólanám séu 48.205 krónur á mánuði. Eftir 18 ára starf fái grunn- skólakennari 62.771 krónu I laun á mánuði. Framhalds- skólakennari með meistara- réttindi í iðngrein sinni fær að sögn Kl 51.140 krónur á mánuði í byrjunarlaun og nær 66.593 krónur á mánuði eftir 18 ára starf. Slöan segir í frétt Kennara- sambandsins: Þær tölur sem birtar hafa veriö sem meðaltalslaun grunnskólakennara eru afar villandi og gefa ranga mynd af launum þeirra. Hvað varðar grunnskólann má til dæmis nefna að þar er ekki einungis um að ræða laun grunnskólakennara og leiðbeinenda heldur einnig laun skólastjórnenda, en þeir eru að sjálfsögðu hærra laun- aðir en almennir kennarar. Þá eru einnig taldir með ýmsir hópar sem raöast ofar I launaflokka en almennir kennarar. Þegar reiknuð eru meðaltals dagvinnulaun almennra grunnskólakennara- /leiðbeinenda kemur I Ijós að I desember 1987 eru þau um 55.000,- krónur, eða tæplega 6% lægri en fram kemur I upplýsingum fjármálaráðu- neytisins. Laun Grunnskóla- kennara/leiðbeinenda.með yf- irvinnu, miðað við sambæri- legar forsendur og gefnar eru I upplýsingum fjármálaráðu- neytisins eru um 69.000 að meðaltali I desember 1987 — það er um 8% lægra en upp- lýsingar fjármálaráöuneytis- ins gefa til kynna. í þessu sambandi er rétt að benda á að fjöldi kennara hefur litla sem enga yfirvinnu á sama tíma og aðrir hafa neyðst til þess að taka að sér meiri yfirvinnu en þeir kæra sig um til þess að bjarga þeim vanda sem skólar landsins standa frammi fyrir vegna kennaraskorts. Kennarasamband ísland harmar að fjármálaráðuneytið skuli birta upplýsingar um kennaralaun með þeim hætti sem gert var, þar sem ekki var gerð fyllilega grein fyrir þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar. Með slík- um vinnubrögðum er gefið tilefni til rangtúlkana og mis- skilnings sem sist verður til þess að bæta samstarf þess- ara aðila í yfirstandandi samningagerð."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.