Alþýðublaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 26. mars 1988 LÍTILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF UPPRUNA TEGUNDANNA Rúm hundrað og fimmtíu ár eru síðan Charles Darwin kom úr hnattsiglingu sinni og setti fram kenningarnar um upprunateg- undanna og þar með hina umdeildu „apa- teoríu‘“ sem er vísindalega rökstutt tilgáta um uppruna mannsins. Báðarsjónvarpsstöðvarnar í landinu hafa með verðugum hætti gert sér far um að halda minningu Darwins á lofti. Ríkissjón- varpið með þáttaröð um för Darwins til Galapagos-eyja og tilhugalíf skjaldbökunn- ar og eðlunnar, en Stöð 2 með þáttunum „Fríða og dýrið“ „Fríða og dýrið“ er harmsaga göfug- mennisins, eða öllu heldur göfugryttisins Victors. Móðir Victors var risarotta sem bjó við lítinn fögnuð í holræsum stórborgarinn- arþartil hún hitti föður Victors, sem varvirt- urlæknir. Læknirinn fórað gerasértíðförult ofaní holræsið til að njóta ástar rottunnar, sem hann bæði unni hugástum og girntist af holdsins fýsnum. Þetta var gagnkvæm ást og nutust þau vel og lengi í undraheimi holræsisins, rottan og læknirinn. Að lokum endurgalt svo rottan ást sína með því að fæða mannryttið (sem er afkvæmi manns og rottu) Victor. Fátt segir af ástum rottunnar og læknis- ins í þessum sjónvarpsþáttum, heldur fjalla þeir öðru fremur um sorgir og gleði einka- afkvæmisins, Victors, sem er ástarávöxtur læknisins og rottunnar. Victor er nauðalíkur mömmu sinni og gæti það talist hans ógæfa í mannheimi holræsisins, ef hann nyti ekki platónskrar ástar Fríðu, undurfagurrar stúlku, sem virð- ist haldin anímalskri (dýrslegri) ástríðu, einsog faðir Victors, nefnilega óslökkvandi þráeftir því að ganga í einasæng með rottu. En það eru ekki bara sjónvarpsstöðvarnar sem hampa minningu Darwins með verðug- um hætti. Upp er risin merkiieg blaðadeila milii sjónvarpsstjóranna tveggja og virðist meginuppistaða þeirrar deilu vera hugleið- ingar hvors um sig um uppruna hins og hvar hafi verið staðnæmst á þróunarferlinum frá því að vera Þörungur og til dagsins í dag. Báðir aðilar virðast vera sammála um það að hinn hafi ekki komist nema á steinaldar- stigið og verður því ekki annað séð en að steinaldarmenn sitji við stjórnvölinn í sjón- varpsstöðvum íslensku þjóðarinnar. Þar með er þessi deila orðin mannfræði- leg og snýst öðru fremur um frumhvatir mannsins. Mér hefur verið tjáð að frumeðlishvöt mannskepnunnar, jáog dýrannalíkasémat- arástin og ekki ætla ég að þræta fyrir það, nei og aftur nei. Matarást ereins og allirvitaást sem mað- ur hefur á öðrum, eða nánar tiltekið þeim sem gefa manni reglulega að borða og hafa farsæl hjónabönd oft verið grundvölluð á þessu frumsjálfi, matarástinni, einsog dæmin sanna. Þá er matarástin oft snar þáttur í sam- skiptum manna og dýra og laðast þá fer- fætlingarog fiðurfé oft að hinum góða hirði sem kemur færandi hendi og mettar tóman maga. Skynlausar skepnurnar fá ofurást á þeim sem gefur á garðana eða húsmóðurinni sem skammtar í dallinn. Af þessum toga er ást íslendinga á út- varps- og sjónvarpsstjórum þjóðarinnar. Allir elska útvarps- og sjónvarpsstjóra út- af lífinu og af því að það eru þeir og einmitt þeir, sem reglulega næra fólkið í landinu á andlegu fóðri og sjá um að seðja menning- arhungur þjóðarinnar frá degi til dags. Öngvir eru eins dáðir, virtir og elskaðir eins og sjónvarpsstjórarnir. Allir elska þá. En ekki verður séð að þeir elski hvor ann- an. Fálæti þessara tveggja menningarfröm- uða — sjónvarpsstjóranna — hvors í annars garð, á sér e.t.v. skýringu í kenningum Darwins um „Survival of the fittest“, sem ekki má rugla saman við kenninguna um „Survival of the fattest“,en þetta er einsog allir vita kenningin um það að hæfari teg- undin lifi af og satt að segja verða hugverk sjónvarpsstjóranna ekki skilin nema í Ijósi þróunarkenninga Darwins. Rit Darwins „Orgin of the Species11 á ég að- eins í danskri þýðingu J.R Jacobsens og hef stuðst við hana í rannsókn minni á ritsmíð- um sjónvarpsstjóranna. Fljótlega leiðir sú yfirlega þó til þess að maðurferað leiðahugann að því, hverjirséu hinir útvöldu til að leiða menningarmál á þessu guðsblessaða landi. Auðvitað hefur heppnin oftast verið þjóð- inni hliðholl í þessum efnum og bestu menn valist til að standa I stafni: „Hinir út- völdu.” En ritsmíðar sjónvarpsstjóranna uppá síðkastið minna menn óþyrmilega á þróun- arferil mannsins og hinn langa aðdraganda sem erað því að menningarfrömuður verður til. Og þjóðin þarf ekki að örvænta þó sjón- varps- og útvarpsstjórar hætti að þróast þegar þeir komast á steinaldarstigið, heldur ber að gleðjast yfir því að þeir hafa á þróun- arbrautinni farið í gegnum hin ýmsu stig mannsandans allt frá því að vera frymi- amöbur-grænþörungar-nettludýr-hringorm- ar-skrápdýr-áttfætlur-froskdýr-eðlur-spen- dýr- apakettir-mannapar-steinaldarmenn og síðast sjónvarps- og útvarpsstjórar. í riti sínu „Uppruni tegundannaog barátt- an fyrir tilverunni“, lýsir Darwin því einmitt hve vel hann er í stakk búinn til að setjafram kenningar um hinn hæfasta. Hann segir í kaflanum „Det naturlige Udvalg“: — Jeg var vel forberedt til at forstaa Verdien af Kampen for Tilverdelsen gennem mine Studier over Dyrens Liv og Vaner. Hafið þetta hugfast, góðir íslendingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.