Alþýðublaðið - 26.03.1988, Síða 10

Alþýðublaðið - 26.03.1988, Síða 10
10 Laugardagur 26. mars 1988 jymuMMB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgart)laös: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigrlður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Slöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. TRYGGJUM HAG SVEITARSTJÓRNA M ál landsbyggöarinnar hafa veriö mikið í sviösljósinu undanfarin misseri enda steöja nú meiri vandræöi að atvinnu og högum landsbyggðarfólks en nokkru sinni fyrr. Engu aö síður hafa flestallar tillögur og hugmyndir um bættan hag landsbyggðarinnar dagað uppi í dauðri skýrslugerð og framkvæmdir eða efndir við loforð orðið litlar og máttvana. Dæmi um þetta er til að mynda verka- skipting ríkis og sveitarfélaga sem á sér sérstakt ákvæði í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar var því lýst yfir að verkaskiptingin yrði gerð skýrari og einfaldari og að verk- efni yrðu jafnframt færð til sveitarfélaganna. í sambandi við heildarendurskoðun skattkerfisins var gerð breyting á tekjustofnum sveitarfélaga sem auka átti fjárhagslegt svigrúm þeirraog ákvörðunarvald um álagningu. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra beitti sér fyrir því að af- nema skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við undirbúning fjárlagafrumvarpsins fyrir 1988. Þessari breytingu var allri skotið á frest þegar ríkisstjórnin þurfti að grípa til efnahagsráðstafanafyrir skömmu. Þar með var ákveðið að breytingum á verkaskiptingunni yrði frestað um eitt ár og fella þar með niður fyrirhugaðar greiðslur í uppgjörsdeild og sérdeild Jöfnunarsjóðs og skerðatekjur sjóðsins áfram með svipuðum hætti og á síðastliðnu ári. Félagsmálaráðherra sá ástæðu til að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um þessa liði efnahagsráðstafana ríkis- stjórnarinnar. Það er hins vegar vonandi að verkaskipt- ingin komist í gagnið á næsta ári og að skerðing á tekjum Jöfnunarsjóðs verði afnumin. Víkjum að sveitarfélögunum. Félagsmálaráðherra ákvað í nóvember 1987 svonefnda innheimtuprósentu útsvara. Ákvörðun ráðherra um 6.7% innheimtuhlutfall á þessu ári hefur verið gagnrýnd víða af sveitarstjórnarmönnum. Að mati Alþýðublaðsins er þessi gagnrýni á margan hátt óréttmæt. Lítum á tölur. Við 6.7% útsvarsálagningu er áætlað að tekjur sveitarfélaganna af útsvari verði á þessu ári um 9.200 milljónir króna í stað 7.235 millj. kr. 1987 sem er 28.4% hækkun milli ára. Þannig gætu útsvarstekjur sveitarfélaganna aukist um 750 millj. kr. að raungildi milli ára. Því má ekki gleyma, að staðgreiðslukerfið tryggir verðtryggingu gildasta tekjustofns sveitarfélaganna, út- svaranna. Fjárhagur sveitarfélaganna hefur nefnilega skerts mest af völdum verðbólgunnar. Félagsmálaráð- herra hefur falið nefnd að semja frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga og er þar að finna gagngerar breytingar til hins betra. í fyrsta lagi er lagt til að afskipt- um félagsmálaráðherra af ákvörðun innheimtuprósentu verði hætt. í öðru lagi verði álagningarhlutfall útsvars á tekjur manna á komandi ári ákveðið fyrir 1. desember árið á undan, en áðurvar þetta hlutfall ekki ákveðið fyrren við gerð fjárhagsáætlunar. í þriðja lagi er gert ráð fyrir að skil ástaðgreiðslufétil sveitarfélagaverði sami hundraðshluti og álagningarhlutfallið en áður var ekki reiknað með að þessi hlutföll væru endanlega þau sömu. Annað þarft mál er aukin sameining sveitarfélaga og frumvarp um breyt- ingar á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er fjallað um að réttarstaða allra kaupstaða og bæja skuli vera sú sama. Eitt athyglisverðasta mál sem fram hefur komið í málefnum sveitarstjórna er frumvarp félagsmála- ráðherra um kaupleiguíbúðir sem mun ekki aöeins draga úr húsnæðisvanda fólks á höfuðborgarsvæðinu heldur um land allt, hvort sem um er að ræða félagslegar kaup- leiguíbúðir eða almennar kaupleiguíbúóir. Það er því hagur landsbyggöarinnar að frumvarpið náist sem fyrst fram. ÖNNUR SJÓNARMIÐ SUMihf eru frægari en aðrir að eigin sögn. Ingvi Hrafn fréttastjóri segir frá kostum og göllum „frægðarinnar" ( viðtali i Nýju lífi. „Frægð venst eins og allt annað. Mér fannst það fyndið þegar ég var nýbyrjaður á sjónvarpinu að sjá fólk labba á Ijósastaura þegar það var að góna á mig. Einna erfiðast er að fara út að skemmta sér ef maður er ekki í þeim mun þrengri hópi. Þegar fólk er búið að fá sér í glas þá fær það kjark til þess að vinda sér að manni og annað hvort hrósa eða skamma. Ég hef sjaldan orðið fyrir alvarlegu aðkasti eða hótunum en þeg- ar það hefur komið fyrir þá hef ég náð að kjafta mig út úr málunum. Kostirnir við frægðina eru að það þekkja mann allir og vilja allt fyrir mann gera. Þá ieiði ég að lík- um að fólk sé ánægt með mann. í Evrópulöndum er fréttastjórastarf á ríkissjón- varpsstöðvum talið ráðherra- ígildi sem væri auðvitað ágætt ef það sæist í launa- umslaginu. Annars kvarta ég ekki yfir launum — þau eru ágæt og i samræmi við óhemjulega langan vinnu- dag.“ Andrúmsloftiö á frétta- stofu Sjónvarpsins virðist á stundum furðulegt. Ingvi Hrafn vildi losa sig viö vara- fréttastjóra en það gekk ekki eftir: „Það fer ekki á milli mála að á vinnustað eins og sjón- varpi eru margar primadonn- ur. Slíkt er ekkert sérislenskt fyrirbrigði. Ýmsir af sam- starfsmönnum mínum á fréttastofunni voru frá upp- hafi óánægðir með að ég skyldi ráðinn til starfans og við því er ekkert að segja. I haust kom upp leiðinda trún- aðarbrestur milli min og vara- fréttastjóra míns, Helga H. Jónssonar, sem skapaði mjög erfiða stöðu um tíma. Ég vildi fá annan mann í hans stöðu en það var ekki mögulegt vegna þess kerfis sem hið opinbera hefur búið sér.“ Ekki tók betra við þegar aðstoðarframkvæmdastjóri var skipaður til að hafa hemil á Inga Hrafni að því er Nýtt Iff segir. Erfiður var Helgi H. Jónsson varafréttastjóri að mati fréttastjóra en verra reynist „illgresið" varafram- kvæmdastjórinn: „Aðstoöarframkvæmda- stjórinn vinnur eins og hann hafi verið settur til höfuðs mér og Hrafni Gunnlaugssyni og við teljum hann báðir vonda sendingu sem sjón- varpið hefur fengið. Mér finnst hann einfaidlega vera illgresi i stofnuninni. Vera hans hefur skapað þvílíkt andrúmsloft það að með ólík- indum má teljast og menn sitja nú orðið hver i sínu horni og meðtaka og svara bréfum frá honum sem oft eru full af ótrúlegum rang- túlkunum og skætingi. Og þegar útvarpsstjóra er bent á þetta er svarið einfaldlega að viðkomandi maður hafi fyllsta traust hans. í þokka- bót veit ég fyrir víst að að- stoðarframkvæmdastjórinn dreifir slúðri um mál stofnun- arinnar í Helgarpóstinn. Það segir sitt um manninn aö ný- lega var framkvæmdastjóra sent bréf með beiðni um að Ingimar ritaði ekki lengur fundargerðir vegna þess að mælirinn þótti fullur. En svona menn grafa sér yfirleitt sína eigin gröf. Stundum minnir aðstoðarframkvæmda- stjórinn á mannlýsingu Marð- ar Valgarðssonar i Njálu en um hann var sagt „Hann var slægur maður í skapferðum, en illgjarn í ráðum.“ Aðspurður um álit á rekstri rikisfjölmiðils, svarar Ingvi Hrafn því að hann efist um aö ríkisútvarp eigi rétt á sér. Og... „Ef fólki finnst dagskráin hjá okkur þunn um þessar mundir þá get ég aðeins sagt það að hún er þó hátíð á við það sem hún veröur næsta sumar.“ Ingvi Hrafn er ekki sérlega bjartsýnn. Yfirvöld píni stofn- unina. Niðurskurður leiði til „sjálfseyðingarstefnu" og fréttastjórinn spyr sig hvort það sé stefna flokksins sem ráði til að tryggja frjálsu stöðvarnar f sessi. „Það væri í samræmi við stefnu flokksins,“ segir Ingvi Hrafn i samtalinu. Er hann sammála, fréttastjórinn? Alpýðnblaðið f Y5 S«tM «1 at u»ftan>kkna J'ijjrlr 50 ánuLm Nokafli í Vest mannaeyjnm. LAUGABDAG 26. MARS 1938. Um 100 bátar með alt að 2 pús. fiskum á bðt. GEYSILEGUR afli barst á land í Vestmannaeyjum í gær, og var þetta langbezti afla dagurinn, sem enn hefir komið á þessari vertíð. Allir bátarnir, um 100 að tölu, voru á veiðum, og fengu þeir allir mjög jafnan afla, frá 1500 og upp í 2000 fiska á bát. Flestallir bátarnir veiða nú i net, en nokkrir eru þó enn með línu og beita loðnu. Hefir veiðst allsæmilega á línu undanfarna daga, en allir bátar munu nú taka upp neta- veiðar. I dag eru allir bátar á sjó, og er þó grenjandi bylur. Sjómenn í Vestmannaeyjum telja alt útlit fyrir að vertíðin verði mjög góð þó að hún hafi ekki byrjað vel fyrir þá. í Grindavík var sæmilegur afli í gær, en aðeins tveir bátar voru á sjó í dag. Veður er slæmt, hvass á austan og hríð- arveður. í Sandgerði var afli í gær 10 —20 skippund á bát. í dag eru allir Sandgerðisbátar á sjó, en vont veður. f Keflavik eru allir bátar á sjó, nema þrír. í gær fengust í net 800—1200 fiskar á bát. Þar er austan stormur með snjó- komu. Akranes: Afla var slæmur í gær, en þó eru allir bátar á sjó í dag. Um hádegið var að koma bylur á Akranesi. Já, nú líkar mér gólfið. Og svo erþessiógeðs- lega oliulykt horfin. Aðalfundur félagsins verður annaö kvöld STJÓRN Kaupféiags Reykja- víkur og nágrennis bauð í gær blaðamönnum á sinn fund og útskýrði ársskýrslu félagsins, sem nú er fuliprentuð og verður send til félagsmanna næstu daga. Deildarfundum í félaginu er nú lokið og verður aðalfund- ur félagsins skipaður fulltrúum deildanna, haldinn annað kvöld i Oddfellowhúsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.