Alþýðublaðið - 07.04.1988, Page 1
BIÐSTAÐA HJÁ KENNURUM
Wincie Jóhannsdóttir
formaður Hins íslenska kenn
arafélags segir að kennarar
hafi ekki að öðru að ganga
en að kjörin haldi áfram aö
versna, komist félagsdómur
að því að verkfallsboðun
kennara í HÍK standist ekki.
Málflutningur hefst fyrir
Félagsdómi á laugardag og
óttast kennarar aö hann muni
komast að því að meirihluti
sé ekki fyrir verkfalli. Um þá
túlkun hefur staðið styr, en
eins og kunnugt er voru um
60 kennarar sem skiluðu
auðu í atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun og er deilt um
hvort þessir auðu seðlar telj-
ist þátttaka og þar með ráði
þau atkvæði úrslitum.
Fulltfúaráð Kennarasam-
bands íslands sat á fundi í
gær og gærkvöldi og ræddi
stöðuna í Ijósi úrskurðar Fé-
lagsdóm um að ólöglega hafi
verið staðið að verkfallsboð-
un, en verkfall átti að hefjast
næsta mánudag.
Vegna úrskurðarins fer
deilan sjálfkrafa frá ríkis-
sáttasemjara. Ekki hafði verið
tekin ákvörðun um aö vísa
málinu aftur þangað.
Heyrst hefur að kennarar
muni fara sér hægt við vinnu
á næstu dögum. Alþýðublað-
ið bar þetta undir Eddu
Ólafsdóttur hjá Kl í gær-
kvöldi, sagði hú þann mögu-
leika ekki hafa verið ræddan.
Alþjóðlegi reyklausi dagurinn:
ÞJÓÐIN í REYK-
BINDINDI í DAG
I dlefni dagsins eru haldnar samkomur víða um
land og ýmis fyrirtœki kosta reykbindindisnámskeið
„Þessi dagur hefur i öll
skiptin vakið mikla eftirtekt
og umræðu og það er enginn
minnsti vafi á því að fjöl-
margir reykingamenn hafa
virt þennan dag og haldið
honum reyklausum og við vit-
um einnig um býsna marga
sem hafa hætt að reykja
vegna þessa“ sagði Þorvarð-
ur Órnólfsson, framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur en það ásamt
öðrum heilbrigðisstofnunum
hefur unnið að „reyklausum
degi“ hér á íslandi sem er í
dag. í tilefni dagsins stendur
Krabbameinsfélagið fyrir
ýmissi þjónustu og ýmis
fyrirtæki og stofnanir hafa
óskað eftir reykbindisnám-
skeiði fyrir starfsfólk sitt og
sótt aðstoð bæði til Krabba-
meinsfélagsins og Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur.
í samtali við Alþýðublaðið
sagði Þorvarður að undan-
farna daga hefði bæklingum
og plakötum verið dreift á
þúsundir vinnustaða og fjöl-
margir hefðu óskað eftir
meira magni en sent var I
fyrstu.
Úti á landi hafa margar
heilsugæslustöðvar notað
tækifærið og efnt til fræðslu-
átaks og fara nokkrar þeirra
af stað með námskeið i að
hætta að reykja í dag og
næstu daga. A sumum stöð-
um, sagði Þorvarður, hafa
læknar og starfsfólk heilsu-
gæslustöðvanna jafnvel beint
þeim tilmælum til verslunar-
fólks að það selji ekki tóbak í
dag.
„Hér í Reykjavík mun
Krabbameinsfélagið m.a.
standa fyrir því sem kallað er
„ráðgjöf á reyklausum degi“ í
veitingahúsinu Lækjarbrekku
og i Kringlunni. Þar verða
flutt erindi, sýndar kvikmynd-
iro.fl. á milli kl. 12.00-18.00.
Eftir hádegi verður síðan fólk
frá okkur í Kringlunni, sem
mun veita upplýsingar og
dreifa fræðsluritum" sagði
Þorvarður. Á báðum stöðun-
um gefst fólki einnig tæki-
færi til að skrá sig á biðlista
á reykbindisnámskeið
Krabbameinsfélagsins sem
verða nú haldin að sumarlagi
annað árið í röð. Að sögn
Þorvarðar eru námskeið
þessi geysivinsæl og hafa
gefið góða raun.
Ýmis fyrirtæki og stofnanir
hér í Reykjavik hafa farið
þess á leit við Krabbameins-
félagið og Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur að halda reyk-
bindisnámskeið fyrir starfs-
fólk sitt. í dag fer eitt slikt af
stað fyrir starfsfólk Búnaðar-
bankans, á vegum Heilsu-
verndarstöðvarinnar og
annað á vegum Krabbameins-
félagsins í Landakotsspítala.
Ásgeir Helgason, upplýsinga-
og fræðslufulltrúi Krabba-
meinsfélagsins sagði að það
námskeið væri það fyrsta í
röðinni í átaki um að gera
heilbrigðisstofnanir að reyk-
lausum vinnustöðum.
„Landakotsspitali ríður á vað-
ið en svo hefur Borgarspital-
inn skipulagt svipað nám-
skeið sem mun hefjast 28.
aprfl,“ sagði Ásgeir.
Það kostar 49.640 krónur aö reykja einn pakka af Winston sigarettum daglega í heilt ár. Stúlkan á myndinni
sýnir okkur magnið. Á tíu árum eyðir reykingarmaðurinn tæplega hálfri milljón króna í reykingarnar. Það er
þvi til mikils að vinna aö hætta, bæði heilsunnarog peninganna vegna. í dag gefst reykingamönnum gott tæki-
færi til þess að taka sér tak, á aiþjóðlegum tóbakslausum degi. A-mynd/Róbert.
HSÍ STYDUR AFRÍKUBÚA í
HANDKNATTLEIK
Hjá Handknattleikssam-
bandi íslands stendur fyrir
dyrum aö aöstoöa Afríkubúa
í uppbyggingu handknatt-
leiks sem mikill áhugi er fyrir
i nokkrum rikjum álfunnar.
Steinar J. Lúðvíksson, vara-
formaöur HSÍ sagði í samtali
viö Aiþýðublaðið að aliar lík-
ur væru á þvi að af þessu
verkefni yröi á þessu ári en
ekki er endanlega fastsett
hvaða ríkjum verður veitt
þessi aðstoð.
Það er Norræna mennin^-
armálastofnunin sem styður
framtakið og mun Þróunar-
samvinnustofnun íslands
einnig koma við sögu. HSÍ
mun senda kennslugögn og
þjálfara til þessara landa til
að halda þjálfaranámskeið.
„Viö höfum leitað eftir stuðn
ingi meðal Afríkuríkja við um-
sókn okkar á heimsmeistara-
mótið árin 1993 og ’94 og þá
kom það til tals upphaflega
að við veittum þessa að-
stoð,“ segir Steinar og bætti
því við aö uppgangur í hand-
knattleik væri mikill i Afríku-
löndum. Hann tók það jafn-
framt fram að þessi Þróunar-
aðstoð væri algerlega ópóli-
tísk en Suður-Afríka yrði þó
ekki meðal þeirra ríkja Afríku
sem fá þessa íþróttaaðstoð.
(Sjá fréttaskýringu á bakhlið
um ísland og S-Afríku).