Alþýðublaðið - 07.04.1988, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 7. apríl 1988
SMÁFRÉTTIR
Starfsmaður Heilsulinunnar meðhöndlar viðskiptavin
Ný Heilsulína
Heilsulínan hf. hefur nú
flutt starfsemi sína að Lauga-
vegi 92, eftir að hafa keypt
Hárræktina sf.
Fyrir nokkru keypti Heilsu-
línan hf. Laugavegi 28 fyrir-
tækið Hárræktina sf. Hverfis-
götu 50. Heilsulína var sér-
verslun með lífrænar snyrti-
vörur og vítamín og Hárrækt-
in starfrækti hárrækt. Eftir
kaupin var starfsemin sam-
einuð undireitt nafn, Heislu-
línan. Nú hefur öll starfsemin
verið flutt að Laugavegi 92,
porti Stjörnubíós.
Heilsulínan er í dag eina
fyrirtæki landsins sem býður
upp á sársaukalausa hárrækt
með leyser og rafmangs-
nuddi. Meðferðin gengur
þannig fyrir sig að fyrst er
farið í 17 orkupunkta á höfði
og höndum með léttum raf-
straumi og köldum leyser-
geisla. Síðan er hárssvörður-
inn nuddaöur með rafmangs-
nuddi til að auka blóðrás í
hársekkina. Þá er farið með
leysergeisla yfir sama svæði
til að gefa orku i hársekkina
og örva starfsemi þeirra.
Loks er orkupunktunum
lokað með rafmagni. Viö
svona meðferð eykst hárvöxt-
ur um þriðjung, hárið verður
glansmeira og líflegra og þar
sem skalli var kominn hefst
hárvöxtur á ný. Meðferðartím-
inn tekur 45-55 mín. og
kostar 890 kr.
Ný Ríkis-
handbók
Ný útgáfa af Ríkishandbók
íslands er komin út. í bókinni
eru m.a. upplýsingar um
ríkisstofnanir og starfsmenn
þeirra, forsetaembættið, Al-
þingi, Hæstarétt, ráðherra og
rfkisstjórnir siðan 1904,
sendiráð íslands og ræðis-
menn, fulltrúa erlendra ríkja
á íslandi, skóla og aðrar
menningarstofnanir og
starfsmenn þeirra, ágrip af
sögu þjóðsöngsins, fánans
og skjaldarmerkisins ásamt
litmyndum. Upplýsingar eru
um ráöuneytin og stofnanir,
nefndir, stjórnir og ráð sem
undir þau heyra. Starfsmenn
ráðuneytanna hafa aflað
efnis í bókina, en BirgirThor-
lacius fv. ráðuneytisstjóri er
ritstjóri hennar. Bókaútgáfa
Arnar og Örlygs annast sölu
bókarinnar.
Byggingar-
framkvæmda-
stjóri Frjáls
framtaks
Hallgrímur Tómar Ragnars-
son hefur verið ráöinn fram-
kvæmdastjóri byggingasviðs
hjá Frjálsu framtaki hf., en
sem kunnugt erfesti Frjálst
framtak hf. nýlega kaup á
hluta Smárahvammslands í
Kópavogi og er nú að undir-
búa byggingarframkvæmdir
þar.
Hallgrímur Tómas varð
stúdent frá Menntaskólanum
við Sund árið 1980 og lauk
viðskiptafræðiprófi frá Há-
skóla íslands áriö 1985. Á
árunum 1984 og 1985 starfaði
hann sem framkvæmdastjóri
auglýsingastofunnar Octavo
en árin 1985-1987 var hann
markaðsstjóri hjá Vífilfelli hf.
Að undanförnu hefur Hall-
grímur starfað hjá Útflutn-
ingsráði.
Hallgrímur Tómas er 27
ára. Sambýliskona hans er
Anna Haraldsdóttir íþrótta-
kennari.
Hugmynda-
fræði Hospice
Dr. Thomas West, yfirlækn-
ir St. Christopher’s Hospice (
London er staddur hér á
landi og mun hann flytja
fyrirlestra í dag, 7. apríl og á
morgun, I boði Krabbameins-
félags Islands. Auk þessara
tveggja fyrirlestra mun Dr.
West einnig halda einn fyrir-
lestur I boði Háskóla íslands
I Odda, stofu 101, kl. 13-15 í
dag, fimmtudag.
f tilkynningu frá Háskóla
íslands segir m.a. að Dr.
West sé kunnur á alþjóða-
vettvangi sem einn af helstu
brautryðjendum Hospice
hreyfingarinnar þ.e.a.s. með-
ferðar dauðvona fólks. St.
Christopher’s Hospice er
fyrsta meðferðarstofnun
sinnar tegundar i hinum vest-
ræna heimi en hugmynda-
fræði Hospice hefur nú
breiðst út, bæði I Bandaríkj-
unum og í Evrópu. Ýmis likön
hafa verið þróuð þar sem
þessi hugmyndafræði er lögð
til grundvallar og útfærð og
má I því sambandi nefna
heimahlynningu og skipulag
deilda á sjúkrahúsum.
Þar sem líknarmeðferð
byggist á samvinnu þverfag-
legs hóps þykir ástæða til að
gefa kennurum og nemend-
um hinna ýmsu deilda há-
skólans kost á að hlýða á Dr.
West. Hugmyndafræði þessi
á sérstaklega erindi til kenn-
ara og nemenda I hjúkrunar-
fræði, læknisfræði, sálar-
fræði, guðfræði og félagsráð-
gjöf, segir I tilkynningunni.
Húsaleiga
hækkar um
6%
Húsaleiga fyrir íbúðar- og
atvinnuhúsnæði hækkar um
6% frá og með aprílbyrjun
1988, samkvæmt ákvæðum I
lögum nr. 62/1984. Reiknast
þessi hækkun á þá leigu sem
er í mars 1988. Aprílleigan
helst óbreytt næstu tvo mán-
uði, það er I maí og I júní.
Þessi hækkun nær ein-
göngu til þeirrar húsaleigu
sem breytist samkvæmt
ákvæðum I fyrrnefndum
lögum.
ERLENDAR BÆKUR
OTTO FRISCH
What Little I Remember
by Otto Frisch, 227 pp,
Cambridge University
Press, £ 3,50.
Otto Frisch, einn höfunda
atómsprengjunnar, birti
minningar sínar 1979. Hefur
hann þær á þessum orðum:
„Föðurfaðir minn var pólskur
Gyðingur frá Galicíu, sem
fluttist til Vln og setti þar
upp prentstofu 1877...
Justinian, sonur hans, giftist
1902 Auguste, dóttur lög-
fræðings, dr. Philipp
Meitner..." Þau urðu foreldrar
Otto Frisch, en ein móður-
systra hans varö frægur
eðlisfræðingur, Lise Meitner.
Otto Frisch las eðlisfræði
við Háskólann í Vin og lauk
prófi 1926, þá 22 ára. Arið
síðar varð hann styrkþegi
Physikalisch Technische
Reichsanstalt I Berlín og
aðstoðarmaður eðlisfræð-
ings, sem leitaði mælieining-
ar Ijósstyrks, en I næstu
stofu vann Walter Bothe að
athugunum á geislavirkni.
Max Planck var þá að störf-
um I stofnuninni og Albert
Einstein var þar tíður gestur.
Til Hamborgar fór Frisch
1930 og varð aðstoðarmaður
Otto Stern, sem athugaði
hegðan sameinda í lofttómu
rúmi og áhrif segulmagns á
þær.
Odyseifsför beið Otto
Frisch eftir valdatöku nasista
I Þýskalandi 1933. Lá leið
hans til London 1933, I
Birkbeck College, minnsta
„college" við háskólann þar,
og starfaði hann með P.M.S.
Blackett, að kjarnorkurann-
sóknum. Ári síðar réðst hann
til Niels Bohr i Kaupmanna-
höfn og starfaði þar fram til
1939. („Enginn annar eðlis-
fræðingur okkar tíma, nema
kannski Einstein, hefur haft
eins mikil áhrif á (vísinda-
lega) hugsun, ekki aðeins
eðlisfræði, sem Bohr“), í rit-
gerð, sem Frisch samdi 1939
ásamt landflótta móðursyst-
ur sinni voru fyrst viðhöfð
orðin „nuclear fission",
kjarnaklofningur.
Frisch var I Bretlandi í
stríösbyrjun 1939 og réðst til
eðlisfræðistofu Háskólans í
Brimingham. „...óvænt var ég
beðinn að skrifa grein í árs-
skýrslu efnafræðifélagsins
um framvindu... Að sjálf-
sögðu var kafli i henni um
kjarnaklofning... í henni var
vikið að hinum hugæsandi
möguleika á keðjuverkan, en
líka getið hinna hugróandi
raka Níels Bohr, að til ofsa-
fenginnar sprengingar kæmi
ekki í reynd... Eftir að ég
hafði skrifað þá skýrslu velti
ég fyrir mér... hvort vinna
mætti nægilega mikið uraní-
um 235 til að sannnefnd
sprengjukennd keðjuverkan
fengíst fram... Hve mikillar
isotypu væru þörf?... Til að
áætla það beitti ég formúlu,
sem franski stærðfræðingur-
inn Francis Perrin hafði sett
saman og Peierls fágað... Mér
til furðu var það miklu minna
magn en ég hafði haldið. Það
nam ekki tonnum, heldur öllu
frekar einu eða tveimur pund-
um... Að sjálfsögðu ræddi ég
málið strax við Peierls... Á því
augnabliki störðum við hvor
á annan og upp fyrir okkur
rann, að eftir allt saman
kynni að vera fært að setja
saman atómsprengju. (Bls.
124-126) ...Skýrslan sem
Peierls og ég sendum til (Sir)
Henry Tizard að ráði
Oliphants leiddi til uppsetn-
ingar nefndar með (Sir)
George Thomson að for-
manni, sem gefið var dul-
nefnið Maud-nefndin.“ (bls.
131) Að störfum í þágu nefnd-
arinnar fluttist Frisch til
Liverpool og þaðan til Banda-
rikjanna 1943.
„Það var aðeins ári fyrr
(1942), að bandaríski herinn
hafði tekið aö umbreyta Los
Alamos Ranch School, í
einkaskóla fyrir drengi, í vís-
indalega rannsóknarstöð, bæ,
sem í stríðslok hafði um átta
Ordering the Oceans by
Clyde Sanger, Zed Books,
225 pp, £ 21,95.
Úthafinu eða botni þess
hefur að talsverðu leyti verið
upp skipt landa á milli á síð-
ustu þremur áratugum og er
sú saga sögð í þessari bók. í
ritdómi í Economist 18. júlí
1987 sagði: „Vaxandi eftir-
spurn eftir fiski og olíu, bætt
tækni til að taka fisk úr sjó
og oliu upp af hafsbotni og
aukinn ótti við mengun
sjávar kollvörpuðu gömlu
kenningunni „um frelsi á út-
höfunum", — þvi sjónarmiði,
að lögsaga rikja næði aðeins
til mjórrar ræmu landhelgi,
þúsund íbúa, nokkur hundruð
vísindamanna ásamt fjöl-
skyldum og margt aðstoðar-
manna. Efni í sprengjuna —
uranium 235 og plutoníum —
var unnið annars staðar. Til-
ætlunin var að safna i Los
Alamos saman stærðfræð-
ingum, eðlisfræðingum, efna-
fræðingum og verkfræðing-
um, sem segðu til um magn
og bestu niðurskipan efnis,
sem til þyrfti. Þeirskyldu
hanna og reyna fjölmörg
tæki, sem á væri þörf til að
setja það saman í sprengju-
kennda heild, sem i yrði
keðjuverkan, erein nevtróna
hryndi af stað en sem fram
færi með hraða ljóssins.“
(Bls. 149).
Fyrsta sprengjan var reynd
í eyðimörk, við Alamogordo í
helst þriggja mílna breiðrar.
Eftir 1945 fóru mörg riki að
gera tilkall til víðari land-
helgi, einkum Suður-
Amerikuríki. Dómur Alþjóða-
dómstólsins 1951 í deilu
Bretlands og Noregs var
þriggja mílna landhelginni
áfall. ...Fyrsta ráðstefna Sam-
einuðu þjóóanna um haf-
réttarmál 1958 (Unclos-1)
féllst á ákvæðin um megin-
landsgrunnið, sem gerði
löndum við Norðursjó fært
að skipta upp hafsbotni hans
og vinna úr honum olíu.
Þriðja hafréttarráðstefnan
(Unclos-3), sem varaði frá
1973 til 1982, setti markið
júlí 1945. Frisch segir svo frá:
„Ég sat á jörðinni, til að
sprengingin feykti mér ekki
um koll, stakk fingrunum í
eyrun og leit í burt frá
sprengingunni, meðan ég
heyrði talið niður... fimm, fjór-
ir, þrír, tveir, einn... og þá, án
þess að hljóð heyrðist, skein
sólin, eða svo sýndist. Sand-
hólar í jaðri eyðimerkurinnar
glitruðu í mjög björtu Ijósi,
nær litlausu og formlausu.
Ljósið virtist ekki breytast í
tvær sekúndur og tók síðan
að blikna. Ég leit við, en það
sem sýndist eins og lítil sól
út við sjóndeildarhringinn var
enn of skært til að á þaö yrði
horft... Og allt varð þetta í
algerri þögn, gnýrinn barst
mínútum síöar... Ég get enn
heyrt hann.“ (Bls. 164).
H.J
hærra, jafnvel of hátt. Samdi
hún ný lög, sem kváðu nánar
á um landgrunnið, og tók upp
hugtakið um 200 milna „efna-
hagslögsögu“ (EEZ)... Þessi
lög hafa ekki tekið gildi. (Ein-
ungis nokkur ríki hafa stað-
fest þau, en samþykki 60
ríkja þarf til staðfestingar
þeirra). Engu að siður hafa
flest strandriki tekið sér 200
mílna efnahagslögsögu og
veitt hvert öðru gagnkvæma
viðurkenningu í þeim efn-
um... Óútkljáðar deilur um
námaréttindi á botni úthafs-
ins eru meginástæða þess,
að nýju lögin fengu ekki ein-
róma staðfestingu 1982.“
H.J.
HAFRÉTTARMÁL