Alþýðublaðið - 07.04.1988, Síða 7

Alþýðublaðið - 07.04.1988, Síða 7
Fimmtudagur 7. apríl 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Þetta gæti ekki gengið i Bret- landi, þar sem hommar geta átt það á hættu að verða handteknir ef þeir haldast i hendur á almannafæri. í SLAGINN FYRIR HOMMA íhaldsflokkur Margaret Thatcher er með lagabreytingu á döfinni, sem mun valda hommum í Bretlandi erfiðleikum. Björn Elmquist, meðlimur Evrópuráðsins telur þetta lagafrumvarp brjóta í bága við lög um mannréttindi og œtlar að taka málið upp við starfsbrœður sína í breska þinginu. BRESKA 90 prósent breskra homma ætti að senda i gasklefana. Þessi kristilegu ummæli eða hitt þó heldur, lét yfirmaður lögreglunnar i Manchester- svæðinu, sér um munn fara fyrir nokkrum mánuðum. Eyðni eða ekki, þá er enginn barnaleikur að vera hommi í Bretlandi og gæti jafnvel orð- ið enn erfiðara. Lagabreytingar standa til í sveitarstjórnarlögum og er verið að fjalla um þetta í breska þinginu. Það er íhaldsflokkurinn sem lagði fram tillögur um þessar breytingar og þeir hafa öruggan meirihluta, svo allt bendir til þess að þessar breytingar nái fram að ganga. Þessi lög fela í sér bann, við því að sveita- eða bæjar- stjórnir framkvæmi nokkuð sem gæti orðið stuðningur við homma, og bann við birt- ingu efnis þeim til stuðnings. Lögin leggja bann við því að kennarar láti í það skina í kennslustundum að ekkert athugavert sé viö það aö hommar séu í sambúð. Enn- fremur banna lögin opinber- an stuðning til homma, svo sem ráðgjafaþjónustu og íþróttaklúbba og annað þess háttar. „Mér finnst þetta slæmar breytingar", segir Björn Elmquist, þjóðþingsmaður (V)og meðstjórnarmaður í Mannréttindanefnd Evrópu- ráðsins. „Þessi lög eru al- gjörlega í andstöðu grunn- laga um mannréttindamál, sem Bretland hefurviður- kennt þar sem landið hefur undirritað mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins. Að öll- um líkindum hafa þessar uppástungur komið fram í sambandi við baráttuna gegn eyðni, menn segja: „Það eru hommarnir sem eru orsökin og svo ganga menn einfald- lega á rétt þeirra." Björn Elmquist hefur rætt við ýmsa flokksmenn í frjáls- lynda flokknum í Bretlandi um málið í evrópsku sam- hengi. Á fundi sem hann sat hjá Evrópuráðinu í Zurich ræddi hann við þingmenn úr neðri deild breska þingsins, menn sem eru sérfræöingar í mannréttindamálum. Elmquist leggur það til að breskir hommar láti reyna á lögin fyrir breskum dóm- stólum og eða nýti sér kvört- unarheimild einstaklinga við mannréttindanefnd Evrópu. Pólitískt hœli James Chapman og Neal Cavalier-Smith fulltrúar International Gay and Lesbian Youth Organisation (samtök homma og lesbia) voru í Kaupmannahöfn á dög- unum. Þeir segja að verði þessi lög að veruleika, muni þau koma niður á ráðgjafa- þjónustu fyrir unga homma, bari og diskótek homma ásamt möguleika bókasafna til að lána út bækur og rit sem líta homma jákvæðum augum. „Það virðist svo sem menn vilji reka hommana aftur inn á almenningssalernin", segir Neal Cavalier-Smith, „og þá sem eiga peninga inn í hús auðmanna. Þetta er ógnun við líf mitt, og ég er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að flytja frá Englandi og sækja um pólitískt hæli til dæmis í Danmörku." „Það sorglega við þessi lög er það, að ríkisstjórnin skuli ætla sér að kúga okkur sem lifum hommalífi11, segir James Chapman. Þessum tveimur sendi- mönnum finnst að ríkis- stjórnin ætli aó reyna að lauma þessari lagabreytingu í gegnum þingið, og að Verka- mannaflokkurinn muni ekki þora að risa gegn henni af ótta við atkvæðamissi. Þar sem í þessum lögum er ákvæði um siðlega hegð- un á almannafæri, eiga hommar það á hættu ef þeir kyssast eða haldast í hendur á almannafæri, að verða handteknir. „Það verður litið á það sem lögbrot í jafnvægi við rúðu- brot“, segir Neal Cavalier- Smith. Bæði Chapman og Smith telja að íhaldsmenn hafi í huga að breyta lögunum frá árinu 1967 um lágmarksaldur homma, hann er í Bretlandi 21 ár en í Danmörku 15 ár. Þeir nefna dæmi um öfgafull- ar ofsóknir á hommum i Bret- landi. „Það er til sálfræðileg sjúkdómsgreining, sem geng- ur undir heitinu „homma- hræðsla“. Þessi sjúkdóms- greining felur það í sér, að ef einhver heldur sig vera í þeirri aðstöðu, að hommi ætli að leita á hann, getur sá sem telur sig vera „í hættu" komist upp með morð, sem ekki verður talið refsivert", segir Neal Cavalier-Smith. Björn Elmquist er undrandi yfir þvi, hvað gamaldags for- dómar lifa góðu lífi í Bret- landi. Hann segist einnig vera hissa á því, að samtök homma í Englandi skuli ekki fyrir löngu hafa risið upp gegn óréttlæti þvi, sem þeir verða fyrir á óteljandi svið- um. „Við verðum að binda vonir við að komið verði i veg fyrir að þessi mál haldi áfram að þróast á þennan neikvæða hátt, og aö fyllstu mannrétt- indi hommum til handa verði sjálfsagður hlutur", segir Björn Elmquist. (Det fri Aktuelt.) Björn Elmquist, meðlimur i Evrópuráðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.