Alþýðublaðið - 19.04.1988, Page 3
Þriðjudagur 19. apríl 1988
3
FRÉTTIR
RÆTT
Samninganefnd ríkisins og
fulltrúar Hins íslenska kenn-
arafélags hafa ákveðið að
koma saman til fundar í
næstu viku, en Kennarasam-
bandið hefur ekki svarað til-
boði samninganefndar ríkis-
ins um viðræöur ennþá. Á
fundi Bandalags kennarafé-
laga um helgina voru ræddar
samræmdar aðgerðir kenn-
arafélaganna til að fylgja eftir
kröfum sínum. Wincie
Jóhannsdóttir formaður Hins
Kjaramál kennara:
UM SAMRÆMDAR AÐGERDIR
Fundur
islenska kennarafélags segir
að engar ólöglegar aðgeröir
hafi veriö ræddar.
Bandalag kennarafélaga
hélt fund á laugardaginn með
fulltrúm úr samninganefnd-
um Hins íslenska kennarafé-
lags og Kennarasambands ís-
lands. Var rætt um ný-
afstaðna fundi með samn-
inganefnd rikisins, og segir í
tilkynningu frá fundinum að
ekkert nýtt hafi komið fram á
þeim fundum og engin ný til-
HÍK og ríkisins í næstu
boð hafi verió lögð fram.
Segir einnig að mjög
þungt hljóð sé í kennurum,
ekki síst eftir skrif fjármála-
ráðherra 29. mars s.l., þar
sem hann visvitandi kasti
ryki í augu almennings varð-
andi laun, störf og vinnutima
kennara. Ræddu fundarmenn
um samræmdar aðgerðir
kennarafélaganna til að fylgja
eftir kröfum sínum.
í samtali við Alþýðublaðið
segir Wincie Jóhannsdóttir
viku
formaður HIK, að hingað til
hafi aðgerðir verið ræddar á
almennum nótum og ekki
hafi veriö neitt skipulagt í
þeim efnum. „Það eina sem
er hægt að segja er aó við
höfum ekki rætt á neinum
ólöglegum nótum."
Indriði H. Þorláksson skrif-
stofustjóri i fjármálaráðu-
neytinu segirað í siðustu
viku hafi verió óskað eftir
fundum með kennurum til að
kanna viðhorf þeirra til áfram-
haldandi viðræðna. „Við lögð-
um til að aðilar héldu viðræð-
um áfram þar sem frá var
horfið og gengju nú til við-
ræöna án þess að setja nein
skilyrði fyrirfram um eitt eða
annað. Þannig að á þessuny
fundi var ekkert rætt um efn-
isatriði samninga.”
Fundurinn hefur verið ákveð-
inn með fulltrúum HÍK 27.
apríl n.k., en að sögn Indriða
hefur ekkert svar borist frá
KÍ.
Á þingi Landssambands iðnverkafólks, sem haldið var á Selfossi á sunnudag var kosin ný stjórn. Taliö frá vinstri: Sigurbjörg Sveinsdóttir Hafnar-
firði, Dröfn Jónsdóttir Egilsstöðum, gjaldkeri, Ármann Helgason Akureyri, Freyja Benediktsdóttir Selfossi, Hildur Kjartansdóttir Reykjavik, ritari,
Guðmundur Þ. Jónsson Reykjavík, formaður, Kristin Hjálmarsdóttir Ákureyri, varaform., Vigfús Þorsteinsson Sauðárkróki, Hannes Ólafsson
Reykjavík. Á myndina vantar Guðlaugu Birgisdóttur Akranesi.
Vestmannaeyjar:
RRÁÐARIRGÐASAMKOMULAG
UM 42000 KRÓNA LAUN
Verkalýðsfélag Vestmanna-
eyja og Verkakvennafélagið
Snót hafa komist aö bráða-
birgðasamkomulagi við tvö
fyrirtæki um aö grunnlaun
veröi ekki lægri en 42.000
krónur á mánuði. í öðrum
fyrirtækjum er yfirvinnubann
í gildi og beðið er eftir fund-
arboði frá ríkissáttasemjara.
Jón Kjartansson formaður
Verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja segir í samtali við Al-
þýðublaðið að samkomulag
hafi náðst við Frostver og
saltfiskverkunina Tinnu s.f.
um að ekki verði borgað
minna en 42.000 krónur á
mánuði í grunnlaun. Er þetta
bráðabirgðasamkomulag þar
til samningar hafa tekist við
aðra atvinnurekendur. Á þetta
við um félagsmenn Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja og
Verkakvennafélagsins Snótar,
sem eins og kunnugt er, eru í
samfloti í samningagerð. Yfir- |
Borgarbókasafn Reykjavik-
ur á 65 ára afmæli i dag og i
tilefni afmælisins verður haf-
in útlánaþjónusta á hljóm-
plötum. Frá og með afmælis-
deginum verður í eina viku
hægt að skila bókum sem
eru í vanskilum án þess að
borga sekt.
Borgarbókasafn Reykjavik-
ur tók við af Bæjarbókasafni
Reykjavíkur, sem var arftaki
Alþýðubókasafns Reykjavík-
vinnubann félaganna í öðrum
fyrirtækjum er því enn í gildi.
Sagðist Jón ekki hafa
fengið nein viðbrögð frá öðr-
ur, sem tók til starfa 19. apríl
1923. Upphaflegur bókakost-
ur var 900 bækur, en um síð-
ustu áramót voru þær orðnar
367.000.
Tónlistardeild safnsins er
til húsa í Gerðubergi, þar
sem góð aðstaða er til hlust-
unar, en hljómplöturnar hafa
ekki verið til útláns fram að
þessu. í dag, afmælisdaginn
verður tekin upp sú nýbreytni
um atvinnurekendum i Eyj-
um. Núna væri beðió eftir að
sáttasemjari boðaði til fund-
ar.
að hefja útlán á hljómplötum
(geisladiskum).
í tilefni afmælisins verður
sektalaus vika í öllum deild-
um safnsins, og geta þá þeir
viðskiptavinir sem af ein-
hverjum ástæðum hafa i fór-
um sínum bækur sem komn-
ar eru í vanskil, notað tæki-
færið og skilað þeim án þess
að þurfa að borga sekt.
Stendur sektalausa vikan frá
19. til 26. april.
Borgarbókasafnið 65 ára:
SEKTALAUS VIKA
VMSÍ
VILL
KAUP-
LEIGU
Skorar á Alþingi að
samþy •/< kja frumvarpið
á þessu þingi.
Framkvæmdastjórnarfundur
Verkamannasambands is-
lands sem haldinn var s.l.
föstudag, fagnar frumvarpi
um kaupleiguibúðir og skorar
á Alþingi aö sjá til þess aö
frumvarpið veröi að lögum á
þessu þingi svo hægt verði
að hefjast handa um bygg-
ingu þeirra.
I ályktun frá fundinum
segir að þvi sé fagnað að
komið sé fram frumvarp sem
geri ráð fyrir að reistar verði
ibúðir, þar sem fólk getur val-
ið um hvort það kaupir eða
leigir, og verði andvirðið fast-
ar hóflegar greiðslur. Lýsir
framkvæmdastjórnin áhyggj-
um sínum vegna húsnæðis-
vanda fólks í landinu í dag.
Margt verkafólk sé ofurselt
himinháum húsaleigugreiðsl-
um og hárri útborgun. Hús-
næði sé ótryggt, og þeir sem
eitt sinn lenda i vitahring
húsaleigumarkaðar eigi stöð-
ugt erfiðara með aö losna
þaðan út. Þörfinni fyrir
öruggt og tryggt húsnæði
hafi aldrei verið sinnt.
Uppsprengd húsaleiga á
höfuðborgarsvæðinu sé sá
veruleiki sem blasi við launa-
fólki i dag og skortur á íbúð-
arhúsnæði viða úti á landi,
hamli eðlilegri þróun byggðar
og atvinnulífs.
Hliðstæð ályktun var sam-
þykkt á aðalfundi Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar
á dögunum.
Miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands hefur þrjú
lagafrumvörp um húsnæðis-
mál til meðferðar og verða
umsagnir um þessi frumvörp
afgreidd frá miðstjórninni á
næstu dögum.