Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 2
2 MMBUBLMÐ Otgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgasblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. ( Áskriftarsiminn er 681866. ' Dreifingarsimi um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. UM BORN OG FYRSTA MAI ryrsti maí varbaráttudagurverkalýðs í þessu landi. Síðar var dagurinn skráður I orðabókum sem „frídagur verka- manna“ og hefur upp frá því fengið að vera undir því heiti í almanakinu. Nú er svo komið að verkalýðsfélögin treysta sér tæplega lengur til að hefja merkið á loft undir berum himni í kröfugöngum. Launafólk læturekki sjásig, aðeins börn í skrúðgöngu, og enginn nennir lengur að hlusta á ræðumenn brýna raustina út í rokið. I Hafnarfirði, þeim mikla verkalýðsbæ grípa menn nú á það ráð að ganga hvergi, en útvarpa ræðunum sem hefðu ella verið fluttar fyrir börnin. Öllum er þó boðið í kaffi. Hætt er við að fleiri fylgi fordæmi Hafnfirðinga sunnudaginn í annarri viku sumars. Alþýðublaðið birtir í dag viðtöl við verkalýðsfor- menn af landsbyggðinni og við Guðríði Eliasdóttur, vara- forseta ASÍ. Öll lýsa þau bágu ástandi í verkalýðshreyfing- unni, en Guðríður segir líka að fólki blöskri misréttið í þjóðfélaginu, og það svo að hún hafi ekki langan tíma fundið önnur eins viðbrögð og áhuga á verkalýðsmálum eins og lýsi sér í mikilli þátttöku í undirbúningi og við gerð kjarasamninga að undanförnu. Ótrúlegur launamunur í þjóðfélaginu ýti við láglaunafólki. Guðríður segir jafn- framt að stjórnvöld skelli skollaeyrum við kröfu um réttlát- ari skiptingu þjóðarkökunnar. Þau skirrist við að viður- kenna að í landinu fyrirfinnist yfirleitt fólk sem búi við kröpp kjör. í viðtali við verkalýðsformennina í blaðinu í dag kemur fram aðvandinn álandsbyggðinni erannaren ásuðvestur- horninu, illa sé búið að innlendri framleiðslu og innflutn- ingi sé hampað á kostnað hennar. Forvígismenn útflutn- ingsgreina kvarta undan óréttmætu hlutfalli framleiðslu- kostnaðar á Islandi og verós sem fæst fyrir vöruna í út- löndum. Á samatimaog gengi sé fast, og kaupmátturmik- ill í landinu, beinist eftirspurn of mikið að innfluttri vöru sem sé á útsöluverði. Fyrir bragðið versni greiðslustaða þjóðarinnar stöðugt. Vandi verkalýðshreyfingarinnar er ekki nýr af nálinni. Gerjunin hefur tekið áratugi, en þegar kemur að því aö launafólk sýni lit á 1. maí kemur vandinn upp á yfirborðið. 1. mai-ávörpin nú munu fjalla um sundurþykkjuna í hreyf- ingunni og samhent atvinnurekendavald. En hvert skal stefnt — eða eru dagar verkalýðsforingja taldir, af því að samningar fáerast meir og meir á vinnu- staðina sjálfa og þar er fólkiðijálft dómbærast um kaup og kjör? Tæplega munu foringjarnir fallast á að þeir séu ónauðsynlegir. Verkfall verslunarmanna að undanförnu hefurþó leitt ýmislegt í Ijós, sem bendirótvírætt áfallvalt- leika launakerfa og samningágerðar. Smám saman er að koma fram að vinnustaðirnir verða meir og meir í brenni- depli og heildarsamtökin veikjast við gerð samninga á „gólfinu". Taki verkalýðshreyfingin sérekki tak, hleypi hún ekki breyttum hugsunarhætti inn um dyragættina, er hún dæmd til að liðast í sundur. Þriójungur kjósenda leitar um þessar mundir skjóls undir faldi kvennahreyfingarinnar, m.a. vegna umkomuleysis og sundurþykkju í gömlu verkalýðsflokkunum, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Verkalýðshreyfingin er villuráfandi á tímamótum, en A-flokkarnir verða líka að gera það upp við sig, hvort þeir geri tilkall til þess að vera málsvarar laun- þega í landinu. Haldi þeir hins vegar óbreyttum kúrsi þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af kjósendum. Þeir munu yfirgefa þá til frambúðar rétt eins og ekki er hægt að ætlast til þess að börnin hlusti til eilífðarnóns á ræðumanninn. Alpýðublaðið B«na akt at AX»ftan*khaM rir 50 arimm Fyrirkomnlag hátíðahalda í dag: XJÁTÍÐAHÖLD Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélag- anna hefjast í dag kl. 1,45 frá Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Þau hefjast með því að lúðra- sveit undir stjórn Bjarna Böðvarssonar leikur alþjóða- söng jafnaðarmanna. Þá talar Sigurður Einarsson dócent, en eftir ræðuna leikur lúðrasveit- in „Sjá, hin ungborna tíð.“ Að þessu loknu hefst hóp- ganga og verður farið inn Hverfisgötu, um Frakkastíg, Laugaveg, Bankastræti, Aust- urstræti, Aðalstræti, Hafnar- stræti og að Arnarhóli. Þar flytja ræður: Stefán Jóh. Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands. Jóhanna Eg- ilsdóttir formaður verkakvenna félagsins Framsókn, Þórður Gíslason verkamaður, Sigur- jón Á. Ólfasson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Sof- fía Ingvarsdóttir ritari kvenfé- lags Alþýðuflokksins og Har- aldur Guðmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur. Lúðrasveit leikur á milli ræðnanna verkalýðssöngva. Kl. 8,30 í kvöld hefst kvöld- skemtun í alþýðuhúsinu Iðnó. Hún byrjar með sameiginlegu borðhaldi. Að öðru Ieyti eru skemtiatriðin á þessa leið: Söng- kór Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur. Ræða: Haraldur Guð- mundsson. Leikþáttur: Pétur Pétursson. Ræða: Ólafur Frið- riksson. Talkór Félags ungra jafnaðarmanna. Leiksýning: Fólkið á Mýri: Félagar úr Iðju leika. Og loks verður danz stiginn. Kl. 10 hefst skemtun í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. — v°rður þar aðaliega danzað, en þó skemta þar söngflokkur Al- þýðuflokksfélagsins og talkór F.U.J. Aðgöngumiðr að skemt- uninni í Iðnó fást í afgreiðslu Alþýðublaðsins og ritstjórn frá kl. 9 í dag og í Iðnó frá kl. 1 og kosta kr. 2,00 til kl. 8.30 og 2,50 eftir þann tíma (kaffi inni- falið). Aðgöngumiðar að skemt- uninni í Alþýðuhúsinu fást í anddyri hússins frá kl. 8. Merki dagsins. Við biðjum ykkur að gæta þess, að í dag verða gefin út 3 merki og 3 blöð af tilefni dags ins. Merki Fulltrúráðs verka- Iýðsfclaganna er hvítur skjöld- ur með A og rauðri slaufu, og verður það selt á götunúm allan daginn. 1. maí blaðið er að þessu sinni gefið út af Fclagi ungra jafnaðarmanna og á forsíðu þess er ungur maður með örfa- fána og mynd af kröfugöngu alþýðufélaganna. Er blaðið fjölbreytt og hið myndarleg- asta. Við skorum á alla að fylkja sér um hátíðahöld Full- trúaráðs verkalýðsféiaganna í dag. Laugardagur 30. apríl 1988 ÖNNUR SJÓNARMIÐ KJARASAMNINGAR eru efstir á baugi. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur stendur í ströngu. í blaði verslunarfólks fjallar hann í leiðara um vandann af yfir- borgunum og óvild stjórn- valda: „Á undanförnum árum hafa yfirborganir aukist mjög mikiö samhiiöa þvi aö launa- taxtar hafa ekki fengist hækkaöir nema óverulega eöa þeir hafa veriö skertir af stjórnvöldum eins og fjöl- mörg dæmi eru um á sl. ára- tug. Þessi þróun hefur leitt til þess, aö vinnuveitendur hafa einhliða ákveöiö sífellt stærri hlut af launagreiöslum í landinu, sem aukiö hefur stórlega bilið milli lægstu og hæstu launa og hinir lægst launuðu hafa setið eftir i launaskriðinu. Rétt er aö benda á í þessu sambandi að aldrei er talað um aö einhliöa ákvarðanir vinnuveitenda um gífurlegar launahækkanir um- fram umsamda launataxta valdi nokkurri verðbólgu. Hins vegar er ætíö hrópaö verðbólga, veröbólga, ef laun- þegasamtökin óska eftir hækkun á hinum lágu launa- töxtum. Þaö er ekki heldur talaö um þaö aö hækkun launa vegna siaukinnar yfir- vinnu samkvæmt kröfu vinnuveitenda, sem nemur verulegum upphæðum, valdi neinni verðbólgu, þó sam- svarandi hækkun, sem komi á dagvinnu sé sögð valda verðbólgu. Allur þessi máltil- búnaður vinnuveitenda um „Stjórnvöld skeröa kjörin,“ segir Magnús L. aö veröbólguhættan stafi af hækkun launataxta fyrir dag- vinnu, sem geröir eru viö samningaborðið fær því ekki staðist.“ SAMTOK kvenna á vinnu- markaði senda frá sér 1. maí ávarp. Upphafið er um landa- fræði og drauga: „Kjarasamningarnir sem gengið hafa eins og draugur yfir alla verkalýöshreyfinguna nú í vetur voru búnir til á Vesturgötunni og fluttir vest- ur á ísafjörð i fæöingarbæ fjármálaráðherra. Frá ísafirði lá leiðin í Dagsbrún þar sem samningarnir voru afgreiddir meö mjög vafasömum hætti. Eftir þessi herfræöilegu út- spil var samningsréttur í raun tekinn af öðrum félögum Al- þýðusambandsins. Þrátt fyrir það að samningarnir hafi ver- ið felldir i flestum félögum og jafnvel tvisvar í sumum þá skulu þeir samt í gegn hvað sem þaö kostar.“ SUMAR DEKKIN Nú er vetur liðinn og tímabært að búa bílinn til sumaraksturs. Frá 1. maí er óheimilt að aka á negldum hjólbörðum. Negldir hiólbarðar stórskemma götur borgarinnar. Vertu sumarlegur I umferðinni og skiptu tímanlega yfir á sumarhjólbarðana. Gleðilegt sumar! Gatnamálastjórinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.