Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 30. apríl 1988 komið allri verkalýðshreyfing- unni til góða. Ég vil t.d. benda á rétt foreldra til að vera heima hjá veikum börn- um. Þessu kom Sókn í gegn. Mér finnst eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvað við getum gert þegar við fá- um hverja launakönnunina á fætur annarri sem sýnir svart á hvítu að það eru fyrst og fremst konur sem eru lág- launahóþur. Mér finnst of lítið heyrast frá verkalýðshreyfingunni að menn velti því fyrir sér að konum sé tryggður aðgangur að stjórnum og nefndum með kvótakerfi. Það kemur ekki síst körlunum til góða að sjónarmið kvenna komi meira fram.“ Sigurður: „Ég vil benda á að í samningum að undan- förnu eins og Akureyrarsamn- ingnum voru konur í meiri- hluta, og í blönduðum félög- um reynist oft erfiðara að fá konur til starfa en að þær hafi ekki átt kost á því. Og um réttindamálin vil ég aðeins minna á að það kom úr sölum Alþingis að ákveðið var á sínum tíma að greiða laun í fæðingarorlofi. Við eig- um að styðja góð mál hvaðan sem þau koma, og ég vil alls ekki útiloka að lagasetning um lágmarkslaun geti ekki þjónað sínum tilgangi." ._______ Sigríður Oúna Kristmundsdóttir: Löggjafarsamkoman á að lög- binda lágmarkslaun, ef... Starfsaldurs- hækkanir Sigriður Dúna: „Mig langar að beina umræðunni inn á starfsaldur og prósentu- hækkanir. Eins og allir vita er starfsaldur kvenna sundur- slitinn og þess vegna koma starfsaldurshækkanir konum síður til góða en körlum. Jafnframt er það visasti vegurinn til að auka launabil- ið milli þjóðfélagshóþa að semja um prósentuhækkanir á laun. Farsælla er að taka upp krónutöluhækkanir á laun, eins og þeir gerðu reyndar í Vestfjarðasamning- unum fyrir jól.“ Þóra: „Það eru einmitt kon- ur sem standa harðastar gegn minni starfsaldurs- hækkunum. Við hér fyrir norðan fórum fram á hæsta mun við 5 ár og fyrir austan hæsta launamun eftir 7 ára starf, en það voru konurnar í Vestmannaeyjum sem stóðu harðastar á 15 árum, og að endingu var fallist á launa- mun upp að 12 árum.í Akur- eyrasamningunum er gert ráð fyrir að starfsaldurshækkanir flytjist á milli. Þótt fólk fari í önnur störf fylgja réttindin með og eins þó að menn taki sér hlé á starfi.“ Guðrúrr. „Ef við trúum því að veruleg hækkun lágmarks- launa geti ekki skilað sér til þeirra sem er verið að semja fyrir, dregur þaö allan mátt úr kjarabaráttu. Ég veit að þaö er erfitt aö koma i veg fyrir að hækkunin fari uþþ allan skalann, en mér finnst það minna atriði en að fólk geti lifaö af laununum." Sigrún: „Með lágmarks- launum ætti að vera trygging fyrir því að fólk geti lifað af laununum, en við komum ekki f veg fyrir launamun með því. Það er stefna atvinnurek- Sigrún Ágústsdóttir: Stefna atvinnurekenda aö borga undir borðið og sundra launþegum. Guðrún Jónsdóttir: Það er geysilega stór spurning hvort konur eigi að semja sér. Viötal: Þorlákur Helgason enda að sundra launþegum með þvl borga fólki undir borðið og efla þannig launa- misrétti.“ — Getur verkalýðshreyf- ingin nokkuð komið i veg fyrir að launabilið verði annað en það sem atvinnu- rekendur vilja? Þóra: „í Noregi eru núna viðurlög við því ef hærri laun eru greidd en lögbundnir kauptaxtar segja til um. í Sví- þjóð er jafnlaunastefnan sprungin, svo að þetta virðist erfitt viðureignar. En ég er sammála Birni Grétari að það þarf hugarfarsbreytingu." Ekki bara hægt að leggja fram óskalista Sigurður: „Kannski er vandi verkalýðshreyfingarinn- ar fólginn í því að samið er án þess að hinn almenni launþegi hafi fengið að kynn- ast raunverulegum vanda við að ná samningum. Fyrir bragðið hafa menn haldið að það hafi verið samið án átaka og án þess að það hafi verið barist sem skyldi. Menn hafa gengið svo langt í gagnrýn- inni að halda að hægt sé að leggja fram óskalista til upp- áskrifunar. Málið er alls ekki svona auðvelt, og kannski er nauðsynlegt það sem er að , gerast hjá verslunarmönnum að beitt sé slagkrafti og látið reyna á.“ — En sundrungin i verka- lýðshreyfingunni fer ekki eftir flokkum? Sigurður: „Ég hef aldrei orðið var við að það færi eftir flokkum. Það fer frekar eftir starfsgreinum eðajafnvel landshlutum.“ Björn Grétar: „Ég hef hald- ið því fram að verkalýðshreyf- inguna ætti að skipuleggja eftir starfsgreinadeildum. Það kom í Ijós í Akureyrar- samningunum að hreyfingin getur llka unnið eftir svæð- um.“ Þóra: „Nú er meiningin að Verkamannasambandið verði deildaskipt, sem er eðlilegt vegna þess að hagsmunirnir eru svo ólíkir. Samt held ég að við eigum að sameinast í launakröfunni sjálfri, og við gerum ekkert gagnvart ríkis- valdinu i húsnæðismálum, skattamálum og slíku, ef við semjum út um allt land. Þar verðum við að vera öll saman." Fengu ekki klapp á bossann Þóra: „Það voru kannski einn eða tveir í sambands- stjórn ASÍ sem sögðu að matarskatturinn væri nauð- synleg tekjuöflun fyrir ríkis- sjóð, en þeir fengu ekki beint klapp á bossann fyrir.“ Björn Grétar: „Það vita allir að verðlag á nauðsynjum hefurhækkað stórum undan- farna mánuði, og þó að við mótmælum matarskatti og öðrum hækkunum ná skila- boðin úr miðstjórn ASÍ ekki út til hins almenna félags- manns." Þóra: „Þú talar um matar- skattinn, og vondur var hann en verri sú kjaraskerðing sem þessi fjárans greiðslukort eru, en fólk óttast ekkert meiren greiðsludag þeirra. Fólk hefur líka dembt sér út í afborganir með greiðslukort- um, sem eru dýrustu við- skipti á markaðnum í dag.“ Gjörsamlega óverjandi Þóra: „Það má ekki ske að bölvaldur okkar, lánskjaravísi- talan, setji fólk á hausinn, en það er hættan, ef launa- hækkanirnar fara út í verðlag- ið.“ Sigrún: „Gæti ekki verið, Þóra, að við séum búin að láta heilaþvo okkur dálítið mikið í sambandi við verð- bólguna og launin. Það er tal- að um verðbólguskriðu um leið og laun hækka, en eng- inn talar um verðbólgu sem fylgir því að lán eru visitölu- bundin." Þóra: „Það er erfitt að neita því að laun tengist verðlagi, en ég hef mestan áhuga á að viö fáum viðun- andi kaupmátt. Þess vegna tel ég verr farið en heima set- ið, ef við setjum lágmarks- laun, og þau verða einskis virði að lokinni undirritun.“ Sigríður Dúna: „Ef við ætl- um að gefast upp við að hækka lægstu launin vegna þess að við óttumst verð- bólgu, þá finnst mér leggjast litið fyrir okkur stöllur hvar í þjóðmálabaráttu sem við er- um, vegna þess að við vitum það að þau lágu laun sem eru greidd I dag eru gjörsam- lega óverjandi. Meginmál er að við breyt- um hugsunarhættinum þann- ig að fólk sem hefur hærri laun viðurkenni að hækkun lágmarkslauna gangi fyrir.“ Björn Grétar: „Ef við ekki breytum hugsunarhættinum þá fylgir auðvitað verðbólga í kjölfar kjarasamninga, en við höfum breytt tekjuhlutföllum áður í þjóðfélaginu og getum haldið verðbólgu i skefjum og komið þannig í veg fyrir kjararýrnun sem hlýst af verðhækkunum." Þó að þeir spásséri ekki ekki eftir Austurstræti — Ein spurning í lokin: Er tími verkalýðsleiðtoga ekki liðinn? Þóra: „Ég vil svara síðustu spurningu þinni þannig Þor- lákur, að ætlum við að halda uppi öflugri kjarabaráttu verðum við að breyta hugsun- arhættinum og vinnubrögð- um í verkalýðshreyfingunni.“ Björn Grétar: „Það er eng- inn verkalýðsforingi ódauð- legur eða sjálfskipaður, þó að mannskepnan sem hópvera velji sér foringja.“ Sigurður: „Eg vil nú svara því að það geti verið verka- lýðsforingjar, þó að þeir spásséri ekki daglega eftir Austurstræti."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.