Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 26. maí 1988 MÞBUBMÐIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarilaðs: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Rlart hf Flákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Flelgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Frióriksson, og Sigríður Þrúöur Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. urn helgar. HVERRA HAGSMUNA GÆTIR ÁSMUNDUR STEFÁNSS0N? Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar greip til efnahags- aögeröa í kjölfar gengisbreytingar krónunnar um 10% til aö tryggja aö ný skráning krónunnar skili tilætluöum árangri viö aö skapa undirstöðugreinum atvinnulífsins viöunandi rekstrarskilyrði, hamla gegn sjálfvirku víxl- gengi verðlags, gengis, launa- og fjármagnskostnaöar og leggja grunn aö jafnvægi í efnahagslífinu. Gengisfelling um 10% felur í sér bættan hag útflutnings- og sam- keppnisgreina og fyrirtækja i sjávarútvegi og afstýrir stöðvun atvinnurekstrar og treystir atvinnuöryggi á lands- byggðinni. En auðvitaöerönnurhliðágengisfellingu; hún spennir upp launin og eykur hættuna á verðbólguþenslu. Þessu hefur verið mætt með því aö verja lægstu launin. Þeir hóþar sem þegar hafa gert kjarasamninga — eöa um 80% launþega — eru varðir meö lagasetningu, þannig aö launahækkanir hópa sem hafa lausa samninga fari ekki fram úr hækkun launa í samningum Verkamanna- sambandsins, iðnverkafólks og verslunarmanna eöa raski forsendum samninganna að ööru leyti. Aðrar aögerðir ríkisstjórnarinnar í kjaramálum voru þær, aö hækka ellilífeyri og aðrar bætur almanna- trygginga um 10% 1. júní n.k. og flýta hækkun persónu- afsláttar til sama tima. Hvaö varðar svonefnd rauö strik, var það fyrst og fremst fyrir atbeina Alþýðuflokksins að ríkisstjórnin tók ákvörðun um að vísa ákvörðun um lág- launabætur og afnám vísitöluviðmiðana í kjarasamn- ingum til nefndar sem fjallar um lánskjaravísitölu og lækkun vaxta af verðtryggðum lánum og kemur til fram- kvæmda samtímis. Lagasetning á kjarasamninga er að sjálfsögðu afar við- kvæmt mál og slíkum lögum beita menn ekki að gamni sínu. Hins vegar má öllum vera sú réttlætiskrafa Ijós, að komið sé í veg fyrir að hverfandi lítill hópur launþega sem enn á ósamið, nýti sér nýjar aðstæður við nýskráningu krónunnar til að ná hagstæðari samningum en félagar þeirra sem nýlega hafa samið. Þjóðfélagslegar afleiðingar nýrra kauphækkana eru ennfremur Ijósar. Slíkt hefði ein- faldlega þýtt riftun samninga yfir alla línuna og upp- lausnarástand á vinnumarkaðnum. Þess vegna er það ill- skiljanlegt áþyrgðarleysi af Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ að bera saman ísland og Pólland' í þessu tilliti eins og hann gerði í viðtali við Þjóðviljann í gær. Fullyrðingar ASÍ-forsetans að Þorsteinn Pálsson hafi „tekið hina stjórnarflokkana til bænaog heimtað að þeir samþykktu lögbindingu launa,“ er auðvitaö ekkert annað en smekk- laus staðleysa. Ásmundur Stefánsson verður að vera þess minnugurað það varfyriráherslurog orð Alþýðuflokksins að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar var boðið til við- ræðna ásamt fulltrúum vinnuveitenda við ríkisstjórnina um hliðarráðstafanir í efnahagsmálum einkum í kjara- málum. Uþp úr þeim viðræðum slitnaði eftir aðeins tvo fundi, ekki síst vegna þeirra löngu óskalista sem forseti ASÍ lagði fram, í stað þess að leggja launþegahreyfing- unni lið með því að hafajákvæð áhrif áviðræðurvið stjórn- völd í þessum erfiöu og viðkvæmu málum. Það er enn- fremur makalaust, að miðstjórnarfundur ASÍ og stjórnar- fundur BSRB álykti nær samróma í hörðu orðalagi gegn lagasetníngu ríkisstjórnarinnar vitandi vits að stjórnvöld eru að verja laun þorra launþega í landinu. Með öðrum orðum er forysta launþegahreyfingarinnar að leika sér að akademískum hugtökum meðan stjórnvöld taka að sér að standa vörð um hag umbjóöenda þeirra í verki. Það er engu líkara en að ASÍ- BSRB- forystan séu fyrst og fremst í þólitískum ieik; misnoti sér aðstöðu sína til að koma þungum höggum á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í stað þess að verja hagsmuni félagsmanna sinna. ÖNNUR SJÖNARMIÐ BÆJARINS besta — fréttablað sem gefið er út á ísafirði — fjallar í forystu- grein síðasta tölublaðs um virðisaukaskattinn. Þar koma fram afdráttarlaus sjónarmið sem virðast nú fara að skjóta rótum um land allt: „Viðbrögðin við virðisauka- skattinum koma ekki á óvart. Hagsmunahóparnir reka upp harmakvein. Ekki við, segja þeir, bara hinir. Sama hræsn- in og með matarskattinn. Og allir þykjast þeir upphefja sönginn af elsku sinni til lág- launahópanna í þjóðfélaginu. Nýjasti grátkórinn syngur nú um endalok menningar í landinu af því að gamla góða undanþágukerfið frá sölu- skattinum fæst ekki yfirfært á virðisaukann. En stöldrum við. Hvaða hópar þjóðfélagsins skyldu það vera, sem stunda og halda uppi öllu því framboði af menningu, sem ómenn- ingu, sem í boði er? Ætli það séu hóparnir, sem ná ekki skattleysismörkunum i laun- um? Ótrúlegt að svo sé. Mergurinn málsins er sá, að hvort sem skatturinn heit- ir sölu- eða virðisaukaskattur þá ber að forðast allar undan- tekningar eins og heitan eid- inn og hafa þær í algjöru lág- marki. Krafan um þær er öllu jöfnu krafa um óréttlæti og forréttindi til handa þeim sem efnin hafa. Skattlagning eyðslu er eina réttláta skatt- lagningin. Þá borga þeir, sem vilja eyða fjármunum og hafa ráö á því. Með þeim hætti er sparsemi og ráðdeiid verð- launuð og mönnum ekki refs- að fyrir dugnað og mikla vinnu. En þessar dyggðir eru kannske úreltar eins og svo margt annað í þjóðfélagi nú- tímans á íslandi.“ Þetta gæti nú bara veriö klippt úr leiðara Alþýðublaðs- ins. ÞAÐ er alltaf dálítið bros- legt þegar miklir flokksmenn hefja eigin flokka til skýjanna á kostnað annarra flokka. Góður og gegn framsóknar- maður, Guðmundur P. Val- geirsson að nafni, skrifar mikla grein um kosti sins flokks og ókosti annarra flokka í Tímann í gær. Reynd- ar ber yfirskrift greinarinnar það til kynna að greinin fjalli um félagsmálaráðherra. En við lestur greinarinnar kemur þó annað í Ijós. Guðmundur tekur nútímasagnfræðina mjög svo frumlegum tökum er hann fjallar um stjórnar- myndunarviðræðurnar: „Það fór ekkert dult að helsta baráttumál formanns Alþýðuflokksins var að ná sem nánastri samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn að kosn- ingum loknum. Eflaust er mörgum enn i minni ástar- játningar hans og tilbeiðsla til þess væntanlega rekkju- nautar i ríkisstjórn, að kosn- ingum loknum. Draumur hans var að þeir tveir flokkar kæmu svo sterkir út úr kosn- ingunum að þeir gætu mynd- að ríkisstjórn án þátttöku annarra stjórnmálaflokka. Umfram allt bæri að varast Framsóknarflokkinn. Þvi var allt kapp lagt á að gera hlut hans sem verstan og níöa hann niður, af hálfu Alþýðu- flokksins. Framsóknar- flokkurinn er þó sá stjórn- málaflokkur þjóðarinnar, sem hefur frá upphafi haft félags- hyggju á stefnuskrá sinni og haft forystu eða beina aðild að allri félagsmálalöggjöf þjóðarinnar og með því fært hana í röð fremstu þjóða á því sviði til farsældar landi og þjóð.“ Hér er vissast að gefa mönnum færi á að anda. En Pétur Bjarnason: Gagnrýnir formann sinn. höldum áfram: „Þann flokk lagði Alþýðu- flokkurinn svo að segja í ein- elti og lagði sérstakt kapp á að gera hann tortryggilegan í augum þeirra kjósenda, sem lítið þekktu til þeirra mála. Með því gat hann best þjón- að hugsjón sinni, og þá sér- staklega formanns síns, um brúðarsæng með Sjálfstæð- isflokknum. Þetta fór þó á annan veg. Alþýðuflokkurinn fékk ekki út á þessa hugsjón sína það fylgi, sem hann vænti. Fram- sóknarflokkurinn hélt vel sínum hlut en Sjálfstæðis- flokkurinn galt afhroð í kosn- ingunum og kom út úr þeim klofinn í herðar niður. Sam- stjórn þessara tveggja flokka var því útilokuð og óska- draumur Jóns Baldvins runn- inn út í sandinn." Með öðrum orðum: Kratar sátu uppi með Framsókn. Eða hvað? HELGI Seljan frv þingmaður og félagsmálafulltrúi Oryrkja- bandalags íslands skrifar athyglisverða grein í Dag- blaöið/Vísi þar sem hann set- ur fram sjónarmið sín varð- andi nýsamþykkt lög um sölu áfengs öls á íslandi. Helgi skrifar kjarnmikið mál og gefum honum orðið: „En ég skil vel fögnuð ýmissa óvita og angurgapa sem fagna aukinni gnótt fanga við drykkju sína og annarra, þeirra sem m.a. ætla sér að drekka fáeina bjóra á dag, svona í hreinu heilsu- bótarskyni, og vera að sjálf- sögðu alltaf „bláedrú“. Eg skil enn betur ofsakæti þeirra sem meö rauðar glyrn- ur græðginnar hafa grátið bjórleysið, ég skil þá sem fagna af áfergju þeirra, sem ætla sér góðan gróðahlut af bjórnum, innflutningi hans, framleiðslu og sölu, ætla svo sannariega að græöa drjúgt á þessum fordrykk dauðans. Því auðvitað verður bjórinn alitof oft fordrykkur að öðru enn sterkara og því er hann kærkominn viðbót þeim sem vilja græða á eymd annarra. Ég veit hins vegar að margar eiginkonur og mæður hafa ekki haft uppi nein húrra- hróp, veit að hugsandi lækn- ar hafa ekki glaðst og síðast en ekki síst, ekki það fjöl- marga fólk sem daglangt og náttlangt glímir við áfengis- vandann i öllum hrikaleik sin- um — og þannig mætti áfram telja. Ég heyri nú þegar ýmsa hafa áhyggjur sem skollaeyr- um skelltu við öllum aðvörun- um fyrir örskömmu." Og Helgi heldur áfram: „Þeir sem fullyrtu það, og þeir voru undarlega margir, að bjórinn væri hér nú þegar, sumir þeirra hafa hrokkið við þær tölur sem nú eru nefnd- ar um allt að fimmföldun þeirrar hámarksneyslu sem menn geta sér til um í dag. Þeir sem SDurðu: Er ekki betra að drekka veikan bjór en sterk, brennd vín? eru nú hættir að miklu þessum al- vörulausa spurningaleik af ótta við að alvaran sýni bjór- inn aðeins sem ábót á áður alltof mikla drykkju. Því alltof margir vildu aldrei hugsa málið tii enda, gera sér raunhæfa grein fyrir uggvænlegum afleiðingum — voru í fullyrðingum og spurningaleikjum í þess stað eða ypptu öxlum og sögðu: Er bjórinn ekki kominn hvort sem er? Ég skil vel froðusnakka og fréttasnápa sem beðið hafa slefandi eftir bjórnum og máttu vart vatni halda i hrifn- ingu sinni. Þeir ættu sannar- lega að eiga umbun sina vísa hjá bjórauðvaldinu. Og „gróðapunga“ þess auðvalds skil ég undurvel því hér er á ferð hrein gróðalind — „hrein“ innan gæsalappa að vísu.“ Og Ijúkum við hérmeð klippingu áeldmessu Helga Seljans um bjórinn. PÉTUR Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarðaum- dæmis og varaþingmaður Framsóknar ræðst nokkuð harkalega á formann sinn, Steingrím Hermannsson fyrir gagnrýni hans á Ólaf Þ. Þórð- arson sem nú er genginn yfir til stjórnarandstöðunnar. Pét- ur skrifar: „Kreppa sú sem ríkis- stjórnin hefur veriö í að und- anförnu hefur vakið verulega athygli landsmanna, og ekki síður þær skiptu skoðanir sem komið hafa fram á að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Tveir þingmenn Framsókn- arflokksins lýstu yfir and- stöðu við þessar aðgerðir, og töldu þær ganga of skammt. Ólafur Þ. Þórðarson lýsti því yfir, að hann styddi ekki lengur ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Vegna þeirra viðbragða sem þessi afstaða þing- manns okkar Vestfirðinga vöktu hjá formanni flokksins, Steingrími Hermannssyni, finn ég mig knúinn til að setja nokkur qrð á blað. Sjónarmið Ólafs Þ. Þóröar- sonar og einörð afstaða í þessu máli eiga meiri stuðn- ing en margur hyggur i kjör- dæmi hans, fyrrum kjördæmi formannsins, Steingríms Her- mannssonar. Menn kunna aftur á móti að hafa mismunandi skoðanir á þvi, hvort hin hörðu við- brögð Ólafs hafi verið nauð- synleg, eða hvort vinna hefði mátt skoðunum okkar fylgi á annan hátt. Hitt kom okkur á óvart, hve viðbrögð formannsins voru hörð og hversu óviðeigandi ummæli hann hafði um flokksbróður sinn, þingmann Vestfirðinga. Ég tel Steingrím Her- mannsson mann að minni þegar hann vegur þannig að þingmanni okkar á opinber- um vettvangi, og reynir á þann hátt að lítillækka hann fyrir skoðanir hans, þótt þær fari ekki saman við skoðanir þingflokksins i þessu máli. Það er helgur réttur hvers þingmanns að hafa frelsi til að framfylgja eigin skoöun- um. Það frelsi ber að virða, þó menn taki ekki undir skoðanirnar. Ég minnist þess ekki nokkru sinni, að hafa heyrt Ólaf Þ. Þórðarson vega þannig að Steingrimi á opin- berum vettvangi þó skoðanir þeirra hafi ekki farið saman. Annað mál er, þótt deilt sé innan þingflokks eða í félags- starfi framsóknarmanna.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.