Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 26. maí 1988 SMÁFRÉTTIR Nýútskrifaöir Flensborgarar Brautskráning í Flensborgar- skóla Flensborgarskólanum var slitiö föstuöaginn 20. maí sl. og voru þá brautskráðir 47 stúdentar, 5 nemendur meö verslunarpróf og 1 meö loka- próf af tæknibraut, alls 53 nemendur. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náöu Guðrún Guðmundsdóttir, sem útskrif aöist bæöi af náttúrufræði- braut og viöskiptabraut meö 37 A, 14 B og 2 C, en hún stundaði nám í öldungadeild skólans, Þórunn Rakel Gylfa- dóttir (30 A, 20 B og 1 C),sem útskrifaðist af náttúrufræöi- braut, og móðir hennar, Þór- unn S. Olafsdóttir, (25 A, 14 B og 3 C), sem útskrifaðist af málabraut og stundaöi námiö í öldungadeildinni. í ræöu skólameistara Kristjáns Bersa Ólafssonar kom m.a. fram aö skólanum heföi nýleg verið tilkynnt innihald erföaskrár Önnu Jónsdóttur Ijósmyndara sem lést fyrir nokkrum mánuðum. Þar var ákvæöi um að selja skyldi húseign Önnu aö Aust- urgötu 28 í Hafnarfirði og leggja andvirðið í sjóð sem styrkir efnilegt námsfólk til framhaldsnáms. Auk skóla- meistara tóku til máls Guörún Ingvarsdóttir fulltrúi 50 ára gagnfræðinga, Ólafur Thordarsen fulltrúi 4Ó ára gagnfræðinga og Árni M. Mathiesen fulltrúi 10 ára stúdenta. Færöu þau öll skól- anum gjafir. Fulltrúi ný- stúdenta Valdimar Svavars- son hélt ræðu og kór Flens- borgarskóla söng undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Skólaslit Stýrimanna skólans Stýrimannaskólanum I Reykjavík var slitiö laugar- daginn 21. maí sl. A skólaárinu útskrifuöust 115 skipstjórnarmenn til fullra atvinnuréttinda en auk þess luku 71 nemandi 30 rúmlesta réttindaprófi, þar sem ekki er krafist siglinga- tima til inngöngu á sérstök námskeið og voru þrjú kvöld- og helgarnámskeið fyrir almenning haldin á árinu. Skipstjórnarprófi, 1. stigs, er veitir 200 rúmlesta réttindi [ innanlandssiglingum luku 63. Skipstjórnarprófi 2. stigs, sem veitir ótakmörkuö rétt- indi á fiskiskip og undirstýri- mannsréttindi á flutningaskip af hvaöa stærð sem er, luku 37 nemendur. Farmannaprófi, skipstjórnarprófi 3. stigs luku 6 nemendur og 5 luku 4. stigs prófi, skipherra á varö- skipum. Viö Menntaskólann á ísa- firöi starfaði skipstjórnar- deild 1. stigs undir faglegri umsjá Stýrimannaskólans. Nemendur tóku þar sömu próf í sjómannafræðum, sigl- ingafræði, siglingareglum og stöóugleika og haldin voru viö Stýrimannaskólann I Reykjavík, en að öðru leyti 'var námiö á vegum Mennta- skólans á ísafirði og luku 7 nemendur prófi. Á sama hátt luku 11 nemendur prófi frá Gagnfræöaskólanum á Ólafs- firði og Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki á haustönn. Hæstu einkunn á skip- stjórnarprófi 1. stigs hlaut Björn Jóhannsson Súöavík 9,40 sem er ágætiseinkunn, næstur var Sigurður Jónsson Tálknafiröi meö 9,33 og þá Valur Gunnarsson Hvamms- tanga meö 9,24. Á skipstjórn- arprófi 2. stigs fékk Guðbjart- ur Jónsson Bolungarvík hæstu einkunn 9,54, annar var Jón Hermann Óskarsson Húsavlk meö 9,38 og þriöji Jóhann Bogason Búðardal með 9,17. Á farmannaprófi, skip- stjórnarprófi 3. stigs, hlaut Ingimundur Þórður Ingimund- arson Reykjavík hæstu eink- unn, 9,38, ágætiseinkunn. Nemendur, sem luku 4. stigi og 200 rúmlesta rétt- indanámi, fengu skírteini sln I lok febrúar. Hæstu einkunn á prófi 4. stigs hafði Ómar Örn Karlsson Reykjavík 8,86. FRAMLAGNING KJÖRSKRÁR Kjörskrá vegna forsetakosninganna 25. júní 1988 var lögð fram til sýnis á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar I Hlégarði 25. mai s.l. Opnunartími skrifstofunnar er frá kl. 8.00-15.30 mánudaga til föstudaga. Kærufrestur vegna kjör- skrár er til 10. júní 1988. Bæjarstjóri Mosfelisbæjar FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fósturskóla íslands vantar stundakennara í ís- lensku og félagsfræði. Við Fjölbrautaskólann í Breiöholti er laus til um- sóknar staða námsráðgjafa. Einnig vantar stunda- kennara í eftirtöldum greinum: Heimspeki, sálar- fræði, íslensku, tölvugreinum, rafeindatækni og raf- iðngreinum. Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði er laus til umsóknar ein kennarastaða í þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og öðrum viðskiptagreinum. Þá eru lausartil umsóknarhlutastöðurí söguog félags- fræði, ensku og staða námsráðgjafa. Þá vantar stundakennara í sálarfræði, heimspeki og lögfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistur- um viðkomandi skóla. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennara- stöðum við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu framlengdur til 30. maí. Það eru stöður I ensku, stærðfræói og ein staða I dönsku og þýsku. Þá vant- ar stundakennara í raungreinum, viðskiptagreinum/ tölvufræði og á haustönn vantar stundakennara í vélstjórnargreinum. Menntamálaráðuneytið Þekkingarkerfi og notkun þeirra Þann 26. og 27. maí nk. verður staddur hér á landi I boði Háskólans, Félags ís- lenskra iönrekenda og Verzl- unarráös fslands dr. Órn Aö- alsteinsson einn af fram- kvæmdastjórum fjölþjóöafyr- irtækisins Dupont. Örn mun ásamt prófessor- unum Oddi Benediktssyni og Páli Jenssyni kynna á nám- skeiði hjá endurmenntunar- nefnd H.í. notkun svonefndra þekkingarkerfa „Expert Systems" viö ákvaröanatöku. Örn er einn fárra íslend- inga sem komist hefur til æöstu metoröa innan fjöl- þjóöafyrirtækja og er mikill fengur aö því fyrir íslenska stjórnendur, tæknimenn og aöra aö fá aö læra af hans reynslu á þessu nýja sviöi tölvutækninnar. Aðgerðir Dupont fyrirtækisins til aö hagnýta þekkingarkerfi viö ákvarðanir I öllum deildum fyrirtækisins hefurvakið athygli sérfræöinga og stjórnenda um allan heim. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við nýstofnaðan framhaldsskóla á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: Staða skólastjóra; kennarastöður I: íslensku, ensku, stærðfræði og íþróttum. Hlutastöður I dönsku, frönsku, þýsku, sögu, félagsfræði, líffræði, efna- fræði, jarðfræði, tölvufræói, vélritun og viðskipta- greinum. Mikilvægt er að umsækjendur geti kennt meira en eina grein þar sem ekki er um fulla stöðu að ræða. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 17. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið MARKAÐSSKRIFSTO FA IÐNAÐARRÁÐUNEYTISINS OG LANDSVIRKJUNAR sem stofnuö var fyrr í þessum mánuöi óskar aö ráöa Framkvæmdastjóra Hlutverk Markaðsskrifstofunnar er m.a.: — Að safna upplýsingum um allt sem varðar mark- aösmöguleika á orku fyrir utan almennan markað Landsvirkjunar og aó fylgjast meó þróun iðngreina sem til greina koma sem stórnotendur innlendrar orku í framtíðinni. — Að gerafrumhagkvæmniathuganirá nýjum orku- frekum iðngreinum og eiga samstarf við atvinnufyr- irtæki um frekari hagkvæmniathuganir. — Að láta í té alla nauðsynlega aðstoð við samn- ingagerð ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á orku til stórfyrirtækja eða beina orkusölu til útlanda. — Framkvæmdastjórinn skal veita skrifstofunni forstöðu og annast daglegan rekstur hennar. Óskað er eftir starfsmanni með menntun á sviði hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða í hliðstæðum grein- um. Áskilið er aó umsækjendur hafi sérþekkingu og starfsreynslu á verkefnasviði Markaðsskrifstofunn- ar. — Umsóknir skulu sendar Markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, Reykjavík, fyrir 15. júní nk., merktar Geir H. Haarde, stjórnarformanni, sem einnig veitir nánari upplýsingar (s. 11560 og 72112). KRATAKOMPAN Borgarnes Eiður Guðnason alþingismaður heldur fund I Snorrabúð í kvöld, fimmtudaginn 26. maí. UmræöuefnirStjórnmála- viðhorfið. Mætum öll! Alþýöuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.