Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 26. maí 1988 Listahátíð í Reykjavík: FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Listahátiö i Reykjavík verð- ur nú haldin í 10. sinn með núverandi sniði. Hin fyrsta var árið 1970 og hefur hún verið haidin annað hvert ár síðan. Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp varðandi pen- ingahiið hátiðarinnar, að nú hefur verið leitað til ýmissa fyrirtækja og stofnana um fjárstuðning (sponsorship). Hér á eftir verður aðeins tæpt á því helsta sem verður á dagskrá, en eins og gefur að skilja er ekki pláss til að gera öllum jafn hátt undir höfði og jafn góð skil. Myndlist Á myndlistarsviðinu vekur sjálfsagt sýningin á verkum Marc Chagalls mesta athygli. Chagall fæddist í Vitebsk í Rússlandi árið 1887, af gyð- ingaættum. Hann stundaði myndlistarnám I heimalandi sínu og hélt síðan til Frakk- lands þar sem hann settist síðar að. Meðal listamanna 20. aldarinnar hafði Chagall mikla sérstöðu og skapaði hann ótrúlegar myndir sem endurvekja hugmyndaflugið, draum og minningar. Sterkt sjálfsævisögulegt ívaf hefur ætíð verið áberandi í list hans, og endurspeglast þar uppruni hans og virðing fyrir hefðum og táknum gyðing- dómsins. Heimur biblíunnar og hringleikahúsins hefur verið honum endalaus upp- spretta hugmynda. Sýningin á verkum Chagall verður í Listasafni íslands. Af öðrum sýningum má nefna sýninguna „Maðurinn í forgrunni", íslensk fígúratíf list frá árinu 1965 til ársins 1985. Á þeirri sýningu sem haldin verður á Kjarvalsstöð- um, verður sýnt á hvaða hátt maðurinn hefur birst I ís- lensku málverki og högg- myndum s.l. áratugi. „Söng- fugl á ö_xl landsins" nefnist sýning íslensks heimilisiön- aðar. A henni verða sýndir glermunir eftir Sigrúnu Ein- arsdóttur og Sören Larsen, leirlist eftir Jónlnu Guðna- dóttur og Kolbrúnu Kjarval og batikmunir eftir Katrlnu Ágústsdóttur og Stefán Hall- dórsson. Allir listamennirnir verða með frumverk sérstak- lega unnin fyrir listahátíð. í Nýlistasafninu veröur sýning á verkum Donalds Judd sem er Bandarlkjamaður, Richards Long frá Englandi og Krist- jáns Guömundssonar. Leiklist, dans og kvik- myndir Á s.l. ári efndi Listahátlð til samkeppni um handrit að stuttum kvikmyndum, og hlutu þau Erlingur Gíslason, Lárus Ýmir Óskarsson og Steinunn Jóhannesdóttir verðlaun. Myndirnar verða frumsýndar I Regnboganum 11. júnl. Myndin eftir handriti Erlings heitir „Símon Pétur fullu nafni“ og gerist I Reykjavlk í byrjun seinni heimsstyrjaldar, og fjallar um vináttu lítils drengs og fjár- hættuspjlara. „Ferðalag Frfðu" hpitir mynd Steinunn- ar og lýslr ferðalagi gamallar konu og óttanum við hið ókunna og mynd Lárusar Ýmis heitir „Kona ein“ og fjallar um konu sem er að koma heim til sín að nóttu til, og trúlega oftar en einu sinni. Þjóðleikhúsið mun sýna Marmara eftir Guðmund Kamban í nýrri leikgerð Helgu Bachmann sem einnig er leikstjóri. Kamban lauk við Guarneri strengjakvartettinn. verkið árið 1918 og gerist það i Bandaríkjunum snemma á öldinni. Aðalpersóna verksins er Robert Belford dómari í New York, sem segir upp stöðu sinni til að geta helgað sig baráttunni fyrir þjóðfé- lagslegum endurbótum. Verk- ið var frumsýnt á íslandi hjá L.R. 1950, en þá var 4. þætti sleppt, en hann verður meö nú, I fyrsta sinn á íslandi. Þrjú brúðuleikhús verða með sýningar, og verður Leik- brúðuland með sýningu á Mjallhvlti i leikstjórn Petr Matásek, en hann hefur s.l. 15 ár starfaö með DRAK leik- húsinu í Tékkóslóvaklu sem er eitt hiö frægasta I Evrópu. Jón E. Guðmundsson sýnir brúöuleikgerð af Manni og konu, og þekktur Austur- Þjóðverji Peter Waschinsky veröur með verk er nefnist Ánamaðkar. Mikill fengur er að banda- rlska danshópnum Black Ballet Jazz, sem er 17 manna danshópur undir stjórn Chester Whitmore. Hópurinn ásamt söngkonunni Trinu Parks sýna sögu dansins í Amerlku I 200 ár, allt frá afr- Iskum trommuritúölum til breakdansins og dansa dags- ins I dag. Varöveisla sögu dansins er markmið hópsins og I sýningum hópsinsn sést berlega hversu mikil áhrif menning svertingja hefur haft á dansinn I Amerlku. Þessi hópur hefur ferðast vfða um heim og hlotiö ein- róma lof fyrir sýningu slna. Þá verður íslenski dans- flokkurinn með sýningu á verki Hllfar Svavarsdóttur, Af mönnum, en eins og kunnugt er vann hópurinn Pet- rouschka verðlaunin fyrir uppfærslu á ballettinum. Tónlist Um auðugan garð er að grisja á tónlistarsviðinu og víst að þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fílharmónluhljómsveitin I Poznan mun leika 4. júní I Háskólabíói undirstjórn Krysztof Penderecki og á dagskrá verður Pólsk sálu- messa eftir stjórnandann. píanótónleika I Háskólabíói 18. júní, og leikur hann verk eftir Schumann og Chopin. Þessa einleikstónleika heldur hann endurgjaldslaust. Bandaríska koloratur-sópr- an söngkonan Debra Vander- linde mun syngja 19. júní ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Háskólabíói og verða þar verk eftir Mozart, Thomas og Mendelssohn. Þessari söngkonu er spáð miklum frama á óperusviðinu. Stjórn- andi þetta kvöld er íslending- um að góðu kunnur, Gilbert Levine, en hann var á s.l. ári ráðinn aðalstjórnandi og list- rænn framkvæmdastjóri Fll- harmónluhljómsveitarinnar I Kraká I Póllandi og er hann fyrsti Vesturlandabúinn sem ráðinn er til að stjórna einni af helstu hljómsveitum aust- an tjalds. Flutningur á Kantötu Gunnars Reynis Sveinssonar fellur niður vegna veikinda hans, en I hans stað hefur fengist Empire Brass Quintet frá Bandarlkjunum. Þeir hafa áunnið sér alþjóðlega frægö sem einn besti málmblárara- kvintett I heimi. Þess má geta að þeir héldu tónleika I Reykjavfk árið 1985 og vöktu mikla athygli og var sýndur sjónvarpsþáttur um þá sama ár. Þá mun bandarlskur strengjakvartett halda tón- leika I íslensku óperunni 19. júnl og verða leikin verk eftir Mozart, Beethoven og Jana- cek. Kvartett þessi heitir Guarneri String Quartet. Hafa þeir fengið fjölda verölauna fyrir leik sinn og eru hljóð- færaleikarar hans heiðurs- doktorar við tvo bandaríska háskóla. Auk kvartettsins eiga þeir allir sinn einleikara- feril og leika einnig með öðr- um listamönnum. Franski jazzfiðlusnillingur- inn Stéphane Grappelli þarf varla kynningar við. Hann varð áttræður I janúar s.l. en hann eyðir allt að nlu mánuð- um á ári I tónleikaferðalög. Frægðarferill hans hófst snemma á fjórða áratugnum með samstarfinu við gitar- leikarann Django Reinhardt, en saman lögðu þeir grunn- inn að nýjum evrópskum stíl I jazzinum. Hann kemur hing- að ásamt Marc Fossit gítar- leikara og Jack Sewing bassaleikara. Tvær erlendar popphljóm- sveitir sækja okkur heim á þessari Listahátíð. 16. júní heldur The Christians hljóm- leika I Laugardalshöll en hún er ættuð frá Liverpool. Hún kom fram á sjónarsviðið á siðasta ári og vakti mikla at- hygli með laginu „Forgotten town“ og á eftir fylgdi breið- sklfa samnefnd sveitinni, sem notið hefur mikilla vin- sælda I Bretlandi. Daginn eftir heldur hljómsveitin The Blow Monkeys hljómleika á sama stað. Hún er einnig bresk og var stofnuð fyrir fá- einum árum. Þeir hafa gefið út þrjár breiðsklfur sem notiö hafa vinsælda. Þeir eru nú að vinna að sinni fjórðu breið- sklfu, og hafa gefið leyfi fyrir að lög af henni verði leikin hér I útvarpi á næstunni, vegna komu þeirra á hátlðina. Listahátlðaraukinn er ekki af verri endanum, en það er kanadfska Ijóðskáldiö, söngvarinn, lagasmiðurinn og rithöfundurinn Leonard Cohen. Hann mun halda eina tónleika I Laugardalshöll 24. júnl. Hann hefur gefið út 10 hljómplötur, þá fyrstu áriö 1967, en sú nýjasta kom út fyrir fáeinum mánuöum. Auk þess hefur hann gefið út nokkrar Ijóðabækur, þá fyrstu rúmlega tvltugur, og tvær skáldsögur. Hann túlkar efann og sársaukann án þess að barma sér eöa biðja um vorkunn, og ástina sem tvi- eggjað vopn. Hefur hann oft verið kallaður þungur og þunglyndislegur, en dýpt væri kannski frekar rétta orð- ið til að lýsa Ijóðum hans. Eins og að framan greinir er þetta ekki tæmandi lýsing á dagskrá Listahátíðar, held- ur aðeins stiklað á því helsta. Miðað við viðbrögðin er miðasalan opnaði, ætti fólk ekki að bíða of lengi með að tryggja sér miða á það sem áhugaverðast er, en víst er að af nógu er að taka. Fjórir póskir einsöngvarar munu syngja sálumessuna ásamt Fílharmóníukórnum frá Varsjá. Verkið er mjög mikið I sniðum og gerir afar miklar kröfur til einsögnvara, kórs og hljómsveitar. Allt lit- róf tónanna er notað án tillits til hvort einstök fyrirbæri voru I tísku fyrr eða siðar. Skapast afar áhrifamikil og fjölbreytileg heild. Daginn eftir veröur hljómsveitin og kórinn aftur með tónleika ásamt þremur einsöngvurum undirstjórn Wojciech Michn- iewski og verður þá m.a. flutt Choralis eftir Jón Nordal. „Tengdasonur íslands" Vladi- mir Ashkenazy verður með Krzystof Penderecki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.