Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 8
MMMBLiifill) Fimmtudagur 26. maí 1988 Brynjólfur Bjarnason fyrrv. menntamálaráðherra og foringi íslenskra kommúnista var maður miðstýringar og skipulags en jafnframt einn skarpasti heim- spekingur siðari ára hérlendis og eftir hann liggja mörg áhrifa- mikil heimspekirit. Brynjólfur Bjarnason nírœður STJÓRNMÁLA- SKÖRUNGUR AF ÞEGNSKAP Einn af áhrifamestu stjórn- málaskörungum aldarinnar, Brynjólfur Bjarnason fyrrv. menntamálaráöherra, er níræður i dag. Á afmælisdag- inn dvelur Brynjólfur í Kaup- mannahöfn hjá dóttur sinni og tengdasyni. Þrátt fyrir háan aldur kveður enn að Brynjólfi og er þá nærtækast að minnast þess er út kom fyrir síðustu jól heimspekirit- ið Samræður um heimspeki þar sem Brynjólfur ræðir við þá Pál Skúlason og Halldór Guðjónsson um heimspeki sína. Brynjólfur var ekki að- eins áberandi sem einn helsti foringi kommúnista um áratuga skeið heldur má skipa honum á bekk með áhrifamestu heimspekingum íslenskum á öidinni. í nýlegu Mannlífsviðtali segir Brynjólfur aðspurður um hvort hugsjónir sósíal- ismans séu enn á dagskrá: „Þæreru það. Kapítalisminn er það mikið eyðingarafl, að það er hætta á að hann tor- tími öllu lífi með stríði eða með mengun, og þótt flestir búi við þokkaleg kjör, eru kjör margra enn þá mjög kröpþ. Það eru mjög víötækar hreyfingar á móti mengun og á móti kjarnorkuvopnum og fleiru, en það vantar að tengja þá baráttu við gagn- rýni á það sem er i raun rótin að allri tortímingarhættunni, þ.e. kapítalismann. Þjóöfé- lagsbylting er ekki í sjónmáli en til þess að móta rétta stefnu í baráttumálum dags- ins verður aö hafa markmiö sósialismanns að leiðar- ljósi.“ Svo mælir þessi aldni stjórnmálaleiðtogi sem tók þátt í stjórnmálalífinu í um það bil hálfa öld; sat fyrstur Islendinga ásamt Hendrik Ottóssyni á þingi Alþjóða- sambands Kommúnista i Moskvu árið 1920 og hitti þar Lenín að máli, og við gjör- breyttar aðstæður átti hann virkan þátt i þeim umbrotum innan Sósíalistaflokksins sem leiddu til myndunar Al- þýðubandalagsins á upþ- reisnartimum 68-kynslóðar- innar. Svo ólíkar voru stjórn- málaaöstæðurnar á þeim tím- um sem Brynjólfur Bjarnason stóð í stjórnmála- og stétta- baráttu. Dœmdur fyrir guðlast Brynjólfur fæddist á Hæli i Gnúpverjahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Stefánsson og Guðný Guðna- dóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1918 og hélt þegar til há- skólanáms í Kaupmanna- höfn, las þar náttúrufræöi og lauk fyrrihlutaþrófi en hélt því næst til Berlínar árið 1923 og stundaði heimsþekinám í eitt ár. Lagði hann þar mesta áherslu á heimspeki Kants. Er heim kom starfaði Brynjólfur í nokkur ár sem kennari við Kvennaskólann í Reykjavik og Gagnfræðaskól- ann í Reykjavík. A þeim árum ritaði hann mikið í blöð og var jafnframt ritstjóri um nokkurra ára skeiö og varð þá einn ritdómur er hann skrif- aði til þess að hann var dæmdur fyrir guðlast og lagt bann við því að ráða hann til kennarastarfa. Um það segir Gfsli Ásmundsson í umfjöll- un sinni um Brynjólf í safnrit- inu Þeir settu svip á öldina sem út kom fyrir nokkrum ár- um: „Lítt mun þáverandi kennslumálaráðherra hafa órað fyrir því, að sá maður, sem þannig var settur út af sakarmentinu, ætti eftir að verða menntamálaráðherra landsins. Ekki þótti skóla- stjóra Kvennaskólans, Ingi- björgu H. Bjarnason, ummæl- in saknæmari en svo, að hún hafði dóminn að engu, enda Kvennaskólinn einkaskóli." Brynjólfur tók þegar frá upphafi þátt í samfylkingu kommúnista og stóð að stofnun Spörtu árið 1926 sem var félag kommúnista innan Alþýðuflokksins. Þá var hann einn af stofnendum Komm- únistaflokksins árið 1930 og var kosinn formaður hans. Þá var hann formaður miðstjórn- ar Sameiningarflokks Alþýðu- Sósíalistaflokksins frá stofn- un hans 1938 og var formað- ur allt til 1949. Brynjólfur var landskjörinn þingmaður á árunum 1937-1942 og aftur 1946-1956 og var alþingismað- ur Reykv. á árunum 1942-1946. Alls stóð þingmennskuferill hans því i tuttugu ár. Brynjólfur varð einn af ráð- herrum þeirrar sögufrægu og margumdeildu Nýsköpunar- stjórnar sem var við völd á árunum 1944-1947 — sam- steypustjórn sögulegra sátta á milli sósíalista, Alþýðu- flokksmanna og sjálfstæðis- manna undir forystu Ólafs Thors. Gegndi Brynjólfur þar embætti menntamálaráð- herra. Hvað merkast af störf- um hans í því ráðuneyti er venjulega talin vera fræðslu- löggjöfin sem hann beitti sér fyrir og hafði rikuleg áhrif á skólastarf næstu þrjá áratug- ina. Þá má nefna að hann sat í skilnaðarnefndinni fyrir lýð- veldistökuna árið 1944 og í tryggingaráði sat Brynjólfur á árunum 1944-1946 og frá 1952-1953 og 1956-1963. Hann lét af þingmennsku árið 1956 en var þó sístarf- andi í stjórnmálum næstu ár- in sem einn af helstu leiðtog- um Sósialistaflokksins. Við þau kaflaskil sem urðu er Al- þýðubandalagið var gert að formlegum stjórnmalaflokki 1968 hætti Brynjólfur öllum afskiptum af pólitík eftir stormasama baráttu. Gagnrýninn á Sovétkerfið Þeir sem skrifað hafa um Brynjólf Bjarnason hafa margir haft þá skoðun að Brynjólfur hafi ætíð litið á stjórnmálaþátttöku sína sem nokkurskonar þegnskyldu. Hugur hans hafi alltaf fyrst og siðast snúið að heimspek- ipni. um þetta segir t.d. Gisli Ásmundsson í fyrrnefndri grein: „Hann er að eðlisfari ómannblendinn, sækist ekki eftir vegtyllum og þaðan af siður fjárhagslegum ávinn- ingi fyrir sjálfan sig. Eigi að síður lét hann skyldutilfinn- inguna ráða og gerist stjórn- málamaður af hinni óvenju- legu ástæðu — þegnskap." Þó Brynjólfur hafi eins og aðrir kommúnistar verið hvað harðast gagnrýndur fyrir fylgispekt sína við Sovétveld- ið er ekki álitið aö hann hafi fylgt „leiðarljósinu frá Kreml“ út í ystu æsar. Hann átti eftir að gagnrýna Sovétkerfið þeg- ar ýmsar staðreyndir um al- ræðisskipulagið komu fram á eftirstríðsárunum. Brynjólfur hefur þó alltaf verið maður miðstýringar og skipulags. Um ástandið ( Al- þýðubandalaginu á síðasta ári haföi hann þetta að segja í fyrrnefndu Mannllfsviðtali: „Það þarf að gerbreyta starfs- háttunum til þess að flokkur- inn geti staðið sig. Hreyfing- unni er skipt upp í lítil kon- ungsrlki, sem hvert fer sínu fram. Verkalýðsforystan fer sínu fram. Þingflokkurinn fer sínu fram. Það er engin mið- stýring, og menn eru stöðugt að rífast innbyrðis, en það finnst mér fyrir neðan allar hellur." Mikið af ritum og þýðing- um liggja eftir Brynjólf bæði á sviði stjórnmála og heim- speki. Hvað þekktust eru sennilega Vitund og verund sem út kom árið 1961, Á mörkum mannlegrar þekking- ar útg. 1965, Lögmál og frelsi sem út kom 1970 og svo greinasafn og ræður frá árun- um 1937-1952 sem safnað var í tvö bindi undir heitinu Meö storminn í fangið, árið 1973. Alþýðublaðið sendir Brynjólfi bestu kveöjur og árnaðaróskir á niutíu ára afmælinu. HHHBBBBBHHmBHBHBBBHHI n 1 2 3 r 4 5 6 □ 7 6 9 10 □ 11 □ 12 13 □ —J □ Krossgátan Lárétt: 1 linna, 5 gráóa, 6 dráttur, 7 tón, 8 hrópuðu, 10 lengdarmál, 11 hækkun, 12 mjúkt, 13 skaða. Lódrétt: 1 hvassvióri, 2 hvíli, 3 einnig, 4 vesölust, 5 brothætt, 7 guös, 9 eydd, 12 kusk. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 lokka, 5 hopa, 6 iði, 7 kg, 8 riðlar, 10 ðð, 11 óma, 12 snar, 13 ríkar. Lóðrétt: 1 loðið, 2 opið, 3 KA, 4 angrar, 5 hirðir, 7 kamar, 9 lóna, 12 SK. B8BUHI pggg • Oengií Gengisskráning 95 - 24. maí 1988 Kaup Sala Bandaríkj adollar 43,350 43,470 Sterlingspund 81,071 81,295 Kanadadollar 34,913 35,010 Dönsk króna 6,6955 6,7140 Norsk króna 7,0140 7,0334 Sænsk króna 7,3388 7,3591 Finnskt mark 10,7769 10,8067 Franskur franki 7,5401 7,5610 Belgiskur franki 1,2234 1,2268 Svissn. franki 30,6144 30,6992 Holl. gyllini 22,7804 22,8435 Vesturþýskt mark 25,5068 25,5774 ítðlsk líra 0,03434 0,03444 Austurr. soh. 3,6281 3,6381 Portúg. escudo 0,3124 0,3133 Spanskur peseti 0,3858 0,3869 Japanskt yen 0,34881 0,34978 BBBBi Ljósvakapunktar •RUV • StSÍ 2 23.30 Strákarnir. Mynd um 20.35 Kastljós. Innlendur sagnfræðiþáttur. Helgi H. Jónsson minnist þess að 20 ár eru liðin frá því hægri-um- ferð var tekin upp hér á landi. 22.00 Rannsókn Palme máls- ins. Umræðuþáttur frá sænska sjónvarpinu. nokkra áhyggjufulla homma sem koma saman í íbúð í Manhattan til þess að fagna afmæli eins þeirra. • Rás 1 18.03 Torgið. Jón Gunnar Grjetarsson leitar frétta atvinnulífinu. ur Stjarnan 12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur heldur áfram upptekn- um hætti. wBammmammmtmmmmmmmBmmmsgammmmmaBKBat

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.