Alþýðublaðið - 28.05.1988, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.05.1988, Qupperneq 2
839 r ism .öi 2 ' 'UJpCfCCQ: j"j j Laugardagur 28. maí 1988 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF OPINNI UMRÆÐU Lögreglan kvödd að húsi til að handsama hunangsflugu (Morg. 18. maí ’88) Þaö eru einkum tvær nýbirtar stórfregnir í Morgunblaöinu sem vakið hafa íslensku þjóðina til umhugsunarum málefni lögregl- unnar. Önnur undir fyrirsögninni: LJÓSASTAUR FÉLL Á KONU og hin LÖGREGLAN KVÖDD AÐ HÚSI TIL AÐ HANDSAMA HUNANGSFLUGU. í fregninni af því þegar Ijósastaurinn féll á konuna er frá því skýrt hve fljótt lögreglan brá viö og kallaði slökkviliöiö út, en þessi válegi atburður átti sér staö í Hljómskála- garðinum þar sem konan var aö spóka sig, eins og stundum er gert í Hljómskálagaröin- um. Þá skeöi þaö allt í einu, eins og hendi væri veifað, aö Ijósastaur féll á konuna og laskaöist talsvert, eftir því sem segir í frétt- inni.Strax varkallaöáslökkviliöiöen ekki er þess getið í hverju slökkviliöiö átti aö slökkva, hvort þaö var konan eöa staurinn. Allt fór þetta vel að endingu og mest fyrir vasklega framgöngu lögreglunnar sem beinbraut engan í þessum umsvifum. Síöari fregnin um þaö hve giftusamlega tókst til þegar lögreglan var kvödd í heima- hús til aö handsama hunangsflugu. Hun- angsflugan var færð á stööina eftir að tveir lögreglumenn höföu yfirbugaö hana. Þegar mál hins handtekna hafði þar verið tekið fyr- ir og afgreitt, var dýrinu sleppt og ekki taliö aö til málareksturs komi vegna þessarar handtöku og þykir það tíðindum sæta. Sannast aö segja andar margur léttar þegar svona fréttir birtast af „vöröum lag- anna“, sem stundum voru, þegar ég var yngri, kallaöir „piltamir". „Piltarnir“ hafa nefnilega átt talsvert undir högg aö sækja hjá almenningi uppá síðkastiö. Já það er nú meira hvaö lögreglan á um sárt aö binda þessa dagana. Þaö hálfa væri nóg. Baraallirámóti löggunni.Tíundi hverlög- regluþjónn í málaferlum viö meinta söku- dólga útaf meintu harðræöi, ef marka má fjölmiðla. Formaöur lögreglufélagsins alveg í rusli útaf þessum ósköpum, sem ekki er nema von og reynir aö bera blak af sínum mönnum á opinberum vettvangi í fjöjmiölum, enda víst til þess kjörinn. í Mogganum um daginn sagði hann orð- rétt: Það virðist vera staöreynd að lögreglunni hefur ekki tek- ist að halda sinum hlut eftir þvi sem samfélagið hefur breyst, fjölmiðlum fjölgað og öll umræða opnast... Það er svo komið að lögreglumenn eru orðnir hræddir við að taka á málunum, það vofir stöðugt yfir ótti við fjölmiðla, kærur, yfirheyrslur, stöðu og ærumissir. Auövitað er maöur djúpt snortinn þegar maður hugleiöir hiö dapurlega hlutskipti lögreglunnar, aö eiga sífellt yfir höföi sér: kærur, yfirheyrslur, fjölmiölafár, stööu- og ærumissi, en þó geta verðir laganna hugg- aö sig viö þaö, aö undir þessi ósköp eru allir þegnar þjóðfélagsins seldir, bara ef þaö kemst upp aö þeir hafa ekki farið eftir sett- um reglum. Bestu menn geta orðið uppvísir aö því að vera hinir verstu menn, ef þaö bara kemst í hámæli hvað þeir eru aö dunda þegar aðrir sjá ekki til. Þegar svo slysalega tekst til aö „umræöa opnast“ um hina ærukærustu athafnamenn eru þeir áöur en varir orönir braskarar, fjárglæframenn og falsararog óö- ar komnirí alla fjölmiöla, af því þeirhafaver- iö kærðirog yfirheyröirog síðan missa þeir æruna. Og bara vegna þess aö „umræda opnað- ist“ um atferli þeirra. Auðvitað eru lögreglumenn upp til hópa bestu menn, vænirog góöir. En ef þeirverða uppvísir aö því aö hafa ekki farið að settum reglum í starfi, eru þeiróðar komnir í „vond mál“, einsog þaö er kallað. Þó í því sé ef til vill engin sanngirni, þá veröur lögreglan víst aö starfa eftir lögum og reglu, blessaöir mennirnir. Ef þaö er hinsvegar staöreynd að lögregl- an sé oröin óstarfhæf eftir aö umræöa opn- aðist um starfshætti „piltanna“, þáeru góö ráö dýr. Þær starfsstéttir sem ekki geta unnið fyr- ir opnum tjöldum þola ekki opna umræöu. Lausnin á vanda lögreglunnar er ef til vill sú að loka umræöunni og leyfa lögreglunni að starfa í kyrrþey. Losa „piltana11 undan því að bera ábyrgö á gerðum sínum. Nema — sem líka er lausn — aö lögregl- an snúi sér alfarið aö viðfangsefnum sem hún ræðurviðtil aö losnavið málssókn eftir hvert viðvik. Þá mundi ef til vill draga úr hinni „opnu umræðu“. Þessi dæmalausa harmsaga lögreglunn- ar hófst eiginlega meö því aö Skafti nokkur Jónsson nefbrotnaði af því hann langaöi svo mikið til aö fá aö fara heim úr Þjóðleik- húskjallaranum í frakkanum sínum. Ef Skafti þessi hefði nú tekið Ketil Flatnef sér til fyrirmyndar og látið nefiö gróa í kyrr- þey, þá hefði umræöa ekki opnast og þá gætu „piltarnir" notaö sömu starfshætti og áöur og sinnt brýnum skyldum eftir eigin höfði. Eöa austfiröingurinn sem tvíhandleggs- brotnaöi í vetur af því aö „piltarnir“ geröu sér ekki grein fyrir því, þegar þeir voru aö brjóta jakkann hans saman, að þeim hafði láðst aö færa austfirðinginn úr jakkanum fyrst. Og viö þetta opnaðist umræða, sem er þaö versta sem hent getur lögregluna. En nú virðist vandi lögreglunnar leystur. Veröir laganna eru farnir að snúa sér aö mjúku máiunum einsog kvennalistinn, mái- um sem ekki opna umræðu. Hunangsflugurog Ijósastaurar fara ekki í mál, jafnvel þó haröræöi sé beitt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.