Alþýðublaðið - 28.05.1988, Síða 5
5
Wí* isrn .8Í. TUQSbiBQUBJ
Laugardagur 28. maí 1988
FRETTIR
Ríkisstjórnin:
ÆTLAR AB LEIDRETTA
BRÁDABIRGDALÖGIN
Verðtrygging leyfð á innlánsreikningum til tveggja ára. „Ég vil Ijúka þessu sem fyrst, “
segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra.
„Aðalatriðið er að efnis-
lega verði þessu breytt þann-
ig að öruggt sé að sparifjár-
eigendur geti haft á þessu
fullkomið traust,“ sagöi Jón
Sigurðsson viðskiptaráöherra
við Alþýðublaðið i gær, en að
tillögu hans var á ríkisstjórn-
arfurndi á fimmtudag rætt
um að setja ákvæði til að
heimila bönkum að verð-
tryggja innlán til skemmri
tíma en tveggja ára. Að sögn
Jóns er verið að athuga allar
hliðar á málinu áður en ný
ákvæði verða sett.
Svo virðist sem mistök hafi
átt sér stað við setningu
bráðabirgðalaga vegna efna-
hagsráðstafana, þar sem ekki
hafi verið vilji stjórnarflokk-
anna að afnema verðtrygg:
ingu innlána sem útlána. Úr
lagatextanum verður hins
vegar ekki annað lesið en
bannið við verðtryggingu eigi
einnig við ákveðna innláns-
reikninga í bönkunum.
„Ég vil Ijúka þessu sem
fyrst,“ sagði viðskiptaráð-
herra aðspurður um hvenær
ný lög yrðu sett. Hann sagði
að enn ætti eftir að athuga
nokkrar hliðar á málinu, en
líklega yrði það tekið upp á
þriðjudagsfundi ríkisstjórnar-
innar. Ekki sagðist hann vilja
spá fyrir um hvort málinu yrði
Jón Sigurðsson: Ekkert ágrein-
ingsmál
lokið á þeim fundi.
Jón sagðist ekki líta á
þetta sem neitt ágreinings-
mál innan ríkisstjórnarinnar.
„Vegna ýmissa framkvæmda-
atriða verðum við að koma
þessu á hreint tiltölulega
fljótlega," sagði Jón Sigurðs-
son.
Alverið í Straumsvík:
STARFSMENN STYÐJA
SAMNINGANEFNDINA
EINRÓMA
Að sögn Arnar Friðrikssonar,
trúnaðarmanns starfsmanna Álversins
nœgði tilboðið alls ekki. „Við œtlum bara
að vinna hér eins og okkur ber skylda til en
það er vissulega mjög erfitt að reka þessa
verksmiðju undir þeim kringumstœðum“
sagði Örn.
„Það er alveg Ijóst að
starfsmenn lýsa yfir fullum
stuðningi við þá ákvörðun
samninganefndar að taka
ekki þessu tilboði" sagði Örn
Friðriksson, trúnaðarmaður
starfsmanna Álversins-í
Straumsvík í samtali við Ai-
þýðublaðið í gær en undan-
farna daga hafa verið haldnir
fundir með öllum starfs-
mönnum Álversins vegna
þessa.
Örn sagði að tilboðið, sem
lagt var fram og samninga-
nefnd hafnaði, nægði bara
alls ekki. „Það er bæði samn-
ingstíminn, það vantar þarna
inn í nokkur kjaraatriði og
svo er það í þriðja lagi frá
hvaða tima upphafshækkun á
að gildá' sagði Örn.
Örn sagði ennfremur að
menn reyndu bara að vinna
undir lögum en hvort menn
tækju aukavinnu sagði hann
sáralítið um, þó væri reynt að
bjarga því er brýnast væri.
„En það er ljóst“, sagði Örn
„að það er mjög erfitt að reka
þessa verksmiðju undir
kringumstæðum sem þess-
um.“
Aðalfundur Rithöfundasambands íslands:
EINAR KÁRASON
FORMAÐUR?
Aðalfundur Rithöfunda-
sambands íslands verður
haldinn í dag. Á fundinum
verður kosin ný stjórn og nýr
formaður, en Sigurður Páls-
son núverandi formaður gef-
ur ekki kost á sér til endur-
kjörs. Einar Kárason rithöf-
undur verður væntanlega
kosinn nýr formaður, sam-
kvæmt heimildum blaðsins.
Fundurinn er haldinn í
Norræna húsinu og hefst
klukkan 13.30.
Þörungaplágan við Noreg: w
RÁÐHERRA KANNAR MAUÐ
Matthías Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra, hefur falið
siglingamálastjóra, I sam-
vinnu við fulltrúa hlutaðeig-
andi stofnanir sjávarútvegs-
ráðuneytisins og landbúnað-
arráðuneytisins, að fylgjast
með og afla upplýsinga hjá
norskum stjórnvöldum um
hugsanlegar orsakir og af-
leiðingar þörungamyndana í
sjó við strenduT Noregs. Skal
sérstaklega kannað að hvaða
marki megi hugsanlega rekja
þetta ástand til aukinnar
mengunar í hafinu, svo sem
af völdum köfnunarefnis og
fosfats.
Menntaskólinn í Reykjavík brautskráöi 195 stúdenda i vikunni.
Samkvæmt venju stilltu nemendur sér upp fyrir framan Háskólann,
þangað sem leiö flestra þeirra liggur. A-mynd/Róbert.
Framleiðsla
framhaldsskólanna:
HÁTT í
TVÖ ÞÚSUND
HVÍTIR
KOLLAR
Taliö er ad 1400-1500 nem-
endur veröi brautskráöir
stúdentar frá framhaldsskól-
unum í vor. Heíldarfjöldi
stúdenta gæti oröiö 1700-
1800 á árinu öllu.
Samkvæmt upplýsingum
sem Alþýðublaðið aflaði sér
eru 21 skóli sem brautskráir
stúdenta, en fjöldi nemenda
hefur aukist jafnt og þétt síð-
ustu ár. I yfirliti Hagstofu ís-
lands kemur fram að braut-
skráðir stúdentar voru um
1000 talsins fyrir 10 árum síð-
an, árið 1976. 10 árum þar áð-
ur, árið 1966 voru þeir 400
talsins.
Samkvæmt upplýsingum á
skrifstofu Háskóla íslands
voru um 4000 nemendur í
skólanum í vetur, miðað við
nemendaskránna í janúar.
Það er því Ijóst að braut-
skráðir stúdentar leggja ým-
islegt annað fyrir sig en há-
skólanám, þótt hvíti kollurinn
opni langþráðar dyr.
Bygging tónlistarhúss:
ALLT I BIÐSTODU
ii
9 9
segir Ármann Örn Ármannsson, formaður samtaka um byggingu
tónlistarhúss. „Ætlum að fá ákveðið vilyrði hjá borginni og ríkinu
og það verður líklega afgreitt nœstu daga. “
„Það er allt í biðstöðu hjá
okkur vegna þes að við ætl-
um að fá ákveðið vilyrði hjá
bæði Reykjavíkurborg og rík-
inu, fyrir að fá lóðinni út-
hlutað og gatnagerðargjöld
felld niður. Það er verið að
vinna að þessu máli þessa
dagana og verður vonandi af-
greitt á næstu dögum, i byrju
Listaþátlðar" sagði Ármann
Örn Ármannsson formaður
samtaka um byggingu tón-
listarhúss í samtali við Al-
þýðublaðið i gær.
„Við höfum rætt við bæði
menntamálaráðherra og for-
sætisráðherra og þeir hafa
tekið okkur afar vel en fjár-
málaráðherra hefur ekki haft
tíma undanfarnar vikur til að
ræða við okkur“ sagði
Ármann.
Fyrirhugað tónlistarhús
mun rfsa í Laugardalnum og
verður fyrsta skóflustungan
tekin eftir u.þ.b. ár þegar
hönnun lýkur. Ármann sagói
fjáröflunarstarfsemi vera í
dvala um þessar mundir þar
sem áður þyrfti að fá sam-
þykktar byggingarnefndar-
teikningar og það yrði ekki
fyrr en lóðinni hefði verið út-
hlutað. „Fjáröflun fyrri part
þessa árs gekk hins vegar
mjög vel þannig að við höf-
um getað staðið við allar
okkar skuldbindingar í hönn-
un, til þessa dags“ sagði
Ármann