Alþýðublaðið - 28.05.1988, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 28.05.1988, Qupperneq 9
'aser ism .82 lUQBbiegueJ Laugardagur 28. maí 1988 8 FRETTASKYRING Ómar Friðriksson skrifar Skýrsla um jafnréttismál hjá ríkinu: HLUNNINDIN FARA TIL KARLANNA Karlarfá tvöfaldar yfirvinnugreiðslur á við konur. 90% bílastyrkja renna til karlanna. Launamunur vegna dagvinnu lítill á milli kynja. í gær greindi Alþýðublaðið frá því að ríkisstjórnin hefði á fundi sínum samþykkt tillögu félagsmálaráðherra um að gerðar verði jafnréttisáætlan- ir í ráðuneytum og ríkisstofn- unum til fjögurra ára. Kynnti félagsmálaráðherra jafnframt skýrslu sérstakrar nefndar sem ráðherra skipaði i des- ember s.l. sem falið var að fjalla um launajafnrétti karla og kvenna hjá rikinu, gera endurmat á störfum kvenna, kanna hlunnindagreiðslur og leita leiða til að tryggja jafna stöðu kynjanna við stöðuveit- ingar og ráðningar á vegum hins opinbera. I nefndinni áttu sæti Lára V. Júiíusdóttir, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, Guðmundur Björns- son, skrifstofustjóri launa- skrifstofu ríkisins og Ásdis J. Rafnar, formaður Jafnréttis- ráðs. í skýrsiunni gerir nefnd- in ýmsar tillögur sem m.a. lúta að þvi hvernig tryggja megi jafnrétti við stöðuveit- ingar og ráðningar og bendir auk þess á nauðsyn þess fyrir launajafnrétti að dregið verði úr yfirvinnu og vinnu- tími styttur. Ýmsar upplýsing- ar sem nefndin birtir eru mjög athyglisverðar hvað jafnréttismál varðar. Bent er á í skýrslunni að skv. þeim upplýsingum sem aflað hafi verið sé launamun- ur kynja i dagvinnu innan raða starfsmanna í BSRB um 5-7% og hjá BHMR um 17%. „Þennan launamun er hægt að verulegu leyti að skýra með öðrum þáttum en að kynferði skipti þar máli,“ segja höfundar skýrslunnar. „Það sem mesta athygli hef- ur vakið í athugun nefndar- innar er tvöföld yfirvinna karla á við konur. Hjá al- mennum félagsmönnum í BSRB fá karlar 68.2% ofan á dagvinnu sína vegna yfir- vinnu, en konur 34.9%. Ann- að, sem einnig er athyglisvert er að konur fá einungis greitt fyrir bilaafnot um 10% af heildargreiðslum ríkisins til starfsmanna vegna aksturs.” Þetta telja nefndarmenn að bendi til þess að launamis- rétti hjá hinu opinbera felist i annars konar greiðslum en greiðslu launa vegna dag- vinnu. Konur í hlutastörfum Bent er á til skýringar á þessum launamun að þegar launagreining er skoðuð komi í Ijós að fleiri karlar eru I efri þrepum launastigans en konur og karlar hafi lengri starfsaldur en konurnar. Með athugun ááhrifum starfsald- urs á launamun karla og kvenna hjá BSRB hafa þau verið talin nema 2-3%. Skýrsluhöfundar segja að með almennri atvinnuþátt- töku kvenna dragi úr áhrifum starfsaldurs á launamun kynjanna en kjarasamningar geti einnig haft hér áhrif, bæði er hægt að breyta starfsaldursröðun og eins er hægt að meta reynslu við umönnun heimilis til starfs- aldurs. „Þar sem konur eru frekar í hlutastörfum en karlar, geng- ur þeim erfiðar að klifra upp launastigann en körlum, a.m.k. þegar litið er til dag- vinnutekna," segir í skýrsl- unni. Þó er sagt að fjölmenn- ir hópar kvenna innan heil- brigðisgeirans velji þann kost að vinna hlutavinnu, en bæta við aukavinnu á yfirvinnu- álagi, og tekst þannig að bæta sér upp lág laun. Hluta- störf kvenna eru ein ástæðan fyrir því að konum eru ekki falin ábyrgðarstörf i meira mæli en gert er, t.d. benda skýrsluhöfundar á að áber- andi sé hve fáar konur eru skólastjórar, sé litið til þess fjölda kvenna sem fæst við kennslu. Nefndin telur líka að skýringa sé að leita í því að konur leiti einkum eftir at- vinnu í ákveðnum greinum á vinnumarkaði og stórkostleg aukning á atvinnuþátttöku kvenna hafi dregið úr eftir- spurn ávinnuafli í þessum greinum, sem aftur leiði til lægri launa. Áhrif menntunar á launamun kemur einkum í Ijós séu mismunandi starfs- stéttir bornar saman. Nefndin bendir á að konur séu fjöl- mennar í félögum þar sem styttri menntunar er krafist, s.s. hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar en fámennar í þeim stéttum þar sem lengri menntunar er krafist, s.s. læknar og verkfræðingar. At- hugun nefndarinnar hefur hins vegar leitt i Ijós að þegar hlutur kvenna innan einstakra félaga BHMR er skoðaður kemur sáralitill launamunur í Ijós. Hjá félagi fréttamanna var t.d. launa- munur kynjanna skv. launa- greiningu fyrir mars/apríl 1987 3.8% og hjá félagi há- skólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins 5.5% á sama tíma. 20% kvenna fá bíla- styrk í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar segir að störf kvenna hjá hinu opinbera verði endurmetin og við það endurmat verði m.a. höfð hliðsjón af mikilvægi umönn- unar- og aðhlynningarstarfa og starfsreynslu á heimilum. Um þetta segir í skýrslunni: „Varðandi mikilvægi umönn- unar- og aðhlynningarstarfa hefur verið bent á þá stað- reynd í nefndinni að dag- vinnulaun Ijósmæðra hækk- uðu um 41.4% frá 1. jan, til 31. des 1987. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga innan BSRB hækkuðu á sama tima- bili um 29.5%. Á þessu tíma- bili var meðaltalshækkun fé- laga innan BSRB 28.9%. Skv. upplýsingum launaskrifstofu hafa Ijósmæður og hjúkrun- arfræðingar hæstu dagvinnu- laun innan hópa BSRB. Heil- brigðishópur Starfsmannafé- lags ríkisstofnana, þar sem er fjöldi þeirra sem starfa við umönnun og aðhlynningu þ.á.m. sjúkraliðar, hækkaði í dagvinnulaunum á s.l. ári um 36.3%. (Meðaltal 28.9%.) Svo virðist sem þeir hópar sem fást við umönnunar- og að- hlynningarstörf hafi nú þegar fengið töluverða hækkun inn- an BSRB, og eru tveir stórir hópar sem fást við þessi störf með hæstu dagvinnu- laun innan BSRB. Nefndin taldi að þau markmið sem sett eru fram í stjórnarsátt- mála hafi að verulegu leyti þegar náðst fram fyrir ofan- greinda hópa. Nefndin tók hlunninda- greiðslur s.s. bílastyrki og greiðslur fyrir fasta yfirvinnu til sérstakrar athugunar fyrir árið 1987. Kemur í Ijós að á því ári keyrðu konur u.þ.b. 10.2% af öllum eknum kíló- metrum vegna starfs sins og fengu greitt fyrir það um 10% þess fjár sem ríkið greiddi fyrir afnot af bifreið- um. 485 konur fengu þessar greiðslureða 19.5% hópsins og gefur það til kynna að greiðslur til kvennanna hafi að jafnaði verið um helmingi lægri en greiðslur til annarra vegna bílanotkunar. Nefndin getur þess þó að samanburð- ur við fylgirit með rikisreikn- ingi 1982 sýni að mikil aukn- ing hafi orðið á að konur fái greiddan bílastyrk. Jafnréttislögin endur- skoðuð Nefndin leitaðist vió að kanna hvernig háttað er yfir- vinnu hjá hinu opinbera. í launagreiningu fyrir mars-maí 1987 kemur í Ijós að viðbótar- greiðslurvið mánaðarlaun vegna yfirvinnu voru 68.2% til karla meðal almennra fé- lagsmanna í BSRB en 34.9% til kvenna. í BHMR voru við- bótargreiðslurnar 48.7% til karla en 39.1% til kvenna. Karlar í KÍ fengu 48.8% en konur 22.3%. Karlar meðal grunnskólakennara í HÍK fengu 54.2% ofan á sín laun en konur 27.7% og fram- haldsskólakennarar í HÍK af karlkyni fengu 100.4% en konur 63%. Af þessu má glögglega ráða að karlar auka mun meiru við dagvinnutekj- ur sinar með yfirvinnu en konur. Yfirleitt fá karlar tvö- faldar greiðslur vegna yfir- vinnu á við konur. Saman- burður við árið 1985 sýnir þó að hlutfall yfirvinnu af heildar- launum hafi aukist verulega hjá báðum kynjum. Nefndin hefur hins vegar ekki komist að því hvort öll sú yfirvinna sem ríkið greiðirsé i raun unnin og hvort greióslur vegna óunninnar yfirvinnu renni frekartil annars kyns- ins en hins. Leggur nefndin áherslu á að styttri vinnutími myndi vera mikilvægur áfangi í jafnréttisbaráttu því hinn langi vinnutími hér á landi viðhaldi m.a. því launamis- rétti sem viðgengst í þjóð- félaginu. Nefndin fjallaði líka um jafnstöðu kynjanna við stöðu- veitingar og ráðningar á veg- um hins opinbera og leggur til að ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum ríkisins verði gert skylt að auglýsa í dag- blöðum auk Lögbirtingablaðs allar ábyrgðarstöður, sem m.a. fela í sér mannaforráð og að tekið sé fram í starfs- auglýsingum hjá hinu opin- bera að áhersla sé lögð á jafnrétti, og því séu konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðuna. Eins og fyrr segir hafa til- lögur félagsmálaráðherra um átak I jafnréttismálum verið samþykktar í ríkisstjórn og í þejm felst að jafnréttislögin verði endurskoðuð. Hefur ráð- herra þegar skipað nefnd til þessa sem á sérstaklega að athuga hvernig draga megi úr launamisrétti kynjanna, jafna hlunnindagreiðslur og auka hlutdeild kvenna í nefndum og ráðum. Lára V. Júlíusdóttir er formaður nefndarinnar en auk hennar sitja þar Elsa Þor- kelsdóttir framkv.stjóri Jafn- réttisráðs, Jóna Ósk Guð- jónsdóttir, formaður Sam- bands Alþýðuflokkskvenna, Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðis- kvenna og Unnur Stefáns- dóttir, formaður Landssam- bands Framsóknarkvenna. £§□ Húsnæðisstofnun ríkisms TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboö Þórshafnarhreppur Sveitarstjórn Þórshafnarhrepps óskareftirtilboðum í byggingu fjögurra íbúöa í tveimur steinsteyptum parhúsum. Verk nr. U.20.06 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 194 m2 Brúttórúmmál hvors húss 695 3 Húsin verða byggð við götuna Miðholt 1-3 og 5-7, Þórshöfn, og skal skila fullgrágengnum, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna fer fram á sveitarstjórnar- skrifstofu Þórshafnarhrepps, Langanesvegi 3b, 680 Þórshöfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins, Laugavegi 77, Reykjavík, frá þriðjudeginum 31. maí 1988 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 14. júní 1988 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Sveitarstjórnar Þórshafnarhrepps Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.