Alþýðublaðið - 28.05.1988, Side 10

Alþýðublaðið - 28.05.1988, Side 10
10 Laugardagur 28. maí 1988 MMÐUBIMÐ Útgefandi: FramKvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgaqblaðs: Blaóamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Rlart hf Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríóur Þrúður Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdðttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. MENNING ER EKKI AFGANGSSTÆRÐ Nýlokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1988og þarmeðellefu úthlutunum úrsjóðnum. Hóladóm- kirkja og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hlutu stærstu upphæð að þessu sinni, 260 þúsund krónur hvor. Styrkn- um til Hólakirkju verður varið til viðgerðar á altarisbrík kirkjunnar en styrknum til Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar til endurbyggingar á vinnustofu listamannsifis og lokaframkvæmda við viðbyggingu safnsins. Það er ánægjulegt að sjóðurinn hafi veitt þessum tveimur umsóknaraðilum hæstu úthlutun úrsjóðnum, og berfyrst og fremst að líta á úthlutunina sem viðurkenningu á því starfi sem verið er að vinna við Hóladómkirkju og Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar. Listir og menning hafa þrifist vel á íslandi án styrkja eða hvatningar hins opinbera gegnum tíðina. Ótrúlega vel. Það?^r fyrst og fremst krafti listamannanna sjálfra eða velvifdarmannalistaog menningarað þakka, aö jafn mikið hefur áunnist í íslenskum menningarheimi eins og raun ber vitni. Einstaklingar á borð við Ragnar Jónsson, oft kenndan við smjörlíkisgerðina Smára, hafa lyft stærri og fleiri grettistökum en ríki og sveitarfélög, og stuðlað meir að framgangi lista og menningar en hinn opinberi skömmtunargeiri. Sem dæmi var Ragnar Jónsson ómetanleg stoð Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara meðan þeir báðir lifðu. Án Ragnars hefðu listamenn á heimsmælikvarða eins og Sigurjón Ólafsson, ekki haft þau starfsskilyrði sem listamenn þurfa við sköpun sína. EkkjaSigurjóns Ólafssonar, BirgittaSpur, áeinnig miklar þakkir skilið fyrir ódrepandi baráttuhug og mikla fórnfýsi við að umbreyta og byggja við vinnustofu manns síns og gera úr þeim híbýlum vandað listasafn. Þegar ríki og borg drógu lapþirnar, barðist hún og aðrir stuðningsmenn fyrir Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sem nú er orðin prýði fyrir borg og ríki og ber miklum listamanni vitni. Framlög ríkisins og einstakra sveitarfélaga til lista og menningarmála hafa ávallt verið afgreidd sem afgangs- stærð. Styrkjakerfið er ennfremur orðið sjálfvirkt og lítið stefnumótandi eða hvetjandi. Framlögin eru skyldu- afgreiðslasem eigaekkert skylt við menninyarpólítík.Hins vegar eiga styrkjakerfi ríkis og sveitarstjórna til lista því miður oft skyit við flokkapólitik en ósýnilegar úthlutunar- reglur sem taka mið af flokkslit listamannaeru náttúrlega verri en engar. Afgangsstærðin sem rennur til lista og menningar er auðvitað útgjaldahlið á ríkisreikningum. Einmitt vegna þess að framlög til lista og menningar eru útgjöld, hafamargirviljað stimplaframlögin sem óþörf og beinan þjófnað af skattgreiðendum. Nýfrjálshyggjan og postular þeirra eru til að mynda óþreytandi að setja samasemmerki milli tilveruréttarlistamannaog listgreina ogsölugetu þeirraeðaaðsóknar.Slíkurhugsunarhátturer reginfirraog beinlínis hættulegur. List og menning verður aldrei stærð á rekstrarreikningi. Þetta eru atriði sem stjórnvöld verða öðru fremur að gera sér grein fyrir. Opinber framlög til lista og menningar verða því að mótast af menningarpólitík og virðingu og skilningi á listinni og menningunni sem slíkri, en ekki áhagnýtu gildi þeirra. Menning er ekki afgangsstærð. Hún er forsenda siðaðs þjóðfélags. ÖNNUR SJÖNARMIÐ Margir „af þessari gerö“ vinna hjá sjónvarpi. Er innlend dagskrárdeild sjónvarpins klúbbur Hrafns Gunnlaugssonar og félaga? Ögmundur Jónsson, formaö- ur starfsmannafélags sjón- varpsins svarar Hrafni vegna útboösstefnu sjónvarpsins og þess aö Stöð 2 átti aö fá verkefni sem Ögmundur telur sjónvarpsfólk geta sinnt. Hrafn hafði vænt starfsfólk sjónvarpsins um aumingja- hátt: Þetta fólk tefur fyrir breytingum, og því miöur á fólk af þessari gerð alltaf auöveldara uppdráttar innan ríkisstofnana heldur en úti á hinum frjálsa vinnumarkaði." Ögmundur Jónsson sem er einn „af þessari gerð“ bendir Hrafni í Mogga í gær á um- hverfi innlendrar dagskrár. „Á einu sviöi hefur orðið umtalsverð fjölgun og út- þensia hjá Sjónvarpinu seinni tíð og það er i skrifstofuhald- inu hjá innlendri dagskrá- deild. Fram hefur komið i gögnum, að þessi deild hefur ekki aukið framleiðslu miðað við fjölgun starfsmanna. Skýringin er að hluta til sú að viðbótarmannafli hefur að verulegu leyti farið í stjóm- sýslu af ýmsu tagi og þá einkum við að aðstoða dag- skrárstjórann. Það er varla að undra að maðurinn hafi áhyggjur af ríkisrekstri eða eins og fulltrúi hans, Baldur Hermannsson, orðaði það ný- lega í viðtali við Morgun- blaðið: „Það eru engin dæmi þess, nokkurn tíma í mann- kynssögunni, að ríkið hafi verið betri framkvæmdaaðili en einkafyrirtæki. Sumum finnst jafnvei orka tvímæiis að Sjónvarpið skuli yfirleitt framleiða nokkurn skapaðan hlut...“ Ef áhöfnin hefur þessi viðhorf þá er það vissu- lega undravert að nokkuð skuli yfirleitt framleitt. En hvað eru menn með svona viðhorf þá yfirleitt að gera hjá rikinu? Hvers vegna vinnur Hrafn Gunnlaugsson ekki úti á hinum frjálsa markaði? Svarið er einfalt. Staða hans hjá ríkinu hefur fært honum völd í hendur og nú hefur hann fundið leið til þess að efla þessi völd. í stað þess að nýta þá fjár- muni sem honum er treyst fyrir til framleiðslu í Sjón- varpinu í samráði og sam- vinnu við aðra starfsmenn stofnunarinnar þá er hann nú kominn i aðstöðu til þess að deila þessu fé að eigin duttl- ungum til fyrirtækja í land- inu.“ Ragnar Stefánsson „jarö- skjálftafræöingur og sjón- varpsáhorfandi" sat fyrir framan kassann um hvlta- sunnuna. Honum þykir Hrafn Gunnlaugsson ota sínum tota með þvl að endursýna Óöal feöranna og láta „svein- staula" lesa fyrir sig spurn- ingar, „tii að draga enn fram mikilíeik sinn þessa heims- fræga kvikmyndaleikstjóra, og hélt maður nú að þar væri ekki á bætandi, en auðvitað er alltaf mikilvægt að heyra hvernig vitund mikilmenn- anna hefur mótast af um- hverfinu. Maður lifir alltaf í þessari von sjálfur, og vili vita hvernig draumarnir gætu ræst. Sérstaklega var þó mikilvægt að vita það fyrir- fram hvað myndin þýddi. Enda kom það i Ijós þegar myndin loksins birtist að það hefði verið útilokað að skilja hana nema með því að heyra þessar útskýringar höfund- arins. Myndin útskýrir hvers vegna menn verða eftir i sveitinni, sem hin kristaltæru markaðslögmál Þorsteins Pálssonar og félaga, hafa löngu gert óþarfa. Það er auðvitað vegna hugieysis, heimsku og fáfræði, ekki síst kvennanna. Fyrir utan þessa eiginleika skiptir illmennskan auðvitað miklu máli líka í þessu sambandi. Allir þeir aðilar, sem þessa biómynd Ragnar Stefánsson: „Auðvitað er alltaf mikilvægt að vita hvernig vitund mikilmennanna hefur mót- ast af umhverfinu.“ prýða eru samsettir úr þess- um þáttum að meira eða minna leyti, nema Stefán greyið þessi undurgóða söguhetja, sem verður að lúta i lægra haldi fyrir þeirri massífu illmennsku sem ein- kennir allar aðrar söguhetjur myndarinnar. Höfundur myndarinnar álít- ur sjálfan sig vera Stefán góða, nema að því leyti að Hrafn slapp og er nú heims- frægur orðinn, sem Stefán hefði auðvitað orðið ef hann heföi sloppið. maður gat næstum séð Hrafn Gunn- laugsson tárast yfir mann- gæsku og illum örlögum þessa tvífara síns.“ Ragnar lætur ekki þar við sitja og gefur mynd Kristínar Jóhannesdóttur: Glerbroti, álíka einkunn, en sú mynd var sýnd sama kvöldið í sjón- varpi. „Glerbrot er álíka lágkúru- leg i pólitiskri umfjöllun sinni og Óðalið. Allar manneskjur eru voðalega vondar nema sjálfur Theófílus, sem er svo góður að hann gæti verið rit- stjóri Morgunblaðsins. Stjórnendur stúlknaheimilis- ins eru þar í ofanálag lesb- ískar, sem er það versta af öllu vondu. Þrátt fyrir allt þetta illþýði er þó stofnunin verst, og svo náttúrlega hið opinbera. Það er auðvitað alveg óþarfi að vera að ræða um þessi flóknu vandamál öli, eða um vanmátt manneskj- unnar til að leysa mannlegan vanda. Nei, þetta er einfalt mál: Niður með lessurnar, niður með vonda fólkið, niður Félagsmálastofnun, niður- skurð á öllum sviðum. Amen! ÞÚFÆRD . . lOOg MEIM JOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.