Alþýðublaðið - 28.05.1988, Page 16

Alþýðublaðið - 28.05.1988, Page 16
\r SS&r jsm .SS TUReb'iSQUbJ 16 Laugardagur 28. maí 1988 Chester Whitmore listrænn stjórnandi flokksins. The Black Ballet Jazz á Listahátíð: AMERISK DANSSAGA The Black Ballet Jazz danshópurinn er nú væntan- legur á Listahátíð með dag- skrá, sem túlkar áhrif svert- ingja á sögu og þrónun dans í Ameríku. Hópurinn hefur siarfað saman í þrjú ár. Á þeim tíma hefur hann ferðast viðs vegar um heiminn og haldið sýningar. Og hefur hann hvarvetna hlotið mikið lof fyrir. Sumarkvöld eitt fyrir fjórtán árum, var Chester Whitmore á leið heim úr sín- um fyrsta steppdanstíma. Þetta var árið 1974 í Los Angeles. Hann kom fram á mann sem var að skipta um dekk á bflnum sínum, og hjálpaði honum við verkið. Bflstjórinn kom auga á stepp- dansskóna sem Chester var með, og spurði hann hvort hann dansaði. Chester sagð- ist ekki kunna mikið. Bllstjór- inn bauð honum heim til sín kvöldið eftir, og sagðist ætla að sýna honum dálftið. Þegar Chester kom í heimsókn, sýndi bílstjórinn honum glæsilegri steppdans en Chester hafði nokkurn tíma séð. Upp frá því varð Chester nemandi þessa manns. Ári síðar sá Chester kvik- myndina „Stormy Weather“, en í henni voru sýnd ýmis brot úr söngleikjum með svörtum söngvurum og döns- urum. I lok myndarinnar er glæsilegt dansatriði tveggja steppdansara, og sagði Chester kennara sínum frá þessu daginn eftir. Þessir dansarar voru Fayard og Harold Nicholas, en þeir skemmtu í Cotton Club og víðar á árum áður. Þegar þeir höfðu rætt saman um stund, náði kennari hans í mynd- bandsspólur af gömlum myndum, og rann þá upp fyr- ir Chester, að hann var ( námi hjá Fayard Nicholas einum besta steppdansara heims. Þannig hófst fyrir alvöru dansferill Chester Whitmore sem nú kemur á Listahátíð með dansflokk sinn The Black Ballet Jazz. Danshóp- urinn samanstendur af 17 manns, dönsurum og lát- bragðsleikurum. í hópnum er söngkonan og dansarinn Trina Parks. Meö dansi og látbragðsleik túlkar hópurinn sögu dansins LONDON FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- í Ameríku, allt trá afrískum trommurítúölum til break- dans og þeirra dansa sem dansaðireru í dag. Hópurinn hefur verið styrktur af America’s National Endow- ment for the Arts og útnefnd- ur sem „menningarlegir sendiherrar” Los Angeles- borgar, sem er heimaborg hans. Dansarnir á dagskránni segja sögu ýmissa tíma, og í samantekt sem Joy Parnes hefur gert, má m.a. lesa að Cake Walk sé dans sem beri vott um afrisk, evrópsk og amerísk-indiönsk áhrif, og hann mætti kalla fyrsta bandariska dansinn, sem ekki sé af innlendum toga sprottinn. Dansinn gerirgys að tilburðum „heldra fólks“ og var vinsæll meðal svartra og hvítra. Jarðeigendur létu bestu dansarana dansa sam- an, og veðjuðu á þá sem þeim þóttu bestir. Þeirsem sigruðu fengu hveitikökur í verðlaun, en þeir sem þóttu skara fram úr losnuðu við að vinna erfiðisvinnu á ökrun- um, og voru gerðir að hús- þjónum, sem var öllu betra hlutskipti. Swanne River Boogie er um þann tíma er svartir skemmtikraftar léku í upphafi 19. aldar í hringleikahúsum, „vaudville“-sýningum og ferðaleikhúsum, sem gjarnan voru tengd lyfjasölu. Leikur, söngur og einkennilegir dansar svertingjanna voru notaðir til að laða fólk að, en síðan tóku aðrir við að selja fólki snákaoliu og annað við- lika, sem þótti hin ágætasta lækning við ýmsu. Take This Hammer er um vegavinnuþrælana sem unnu erfiðisvinnu í brennandi hita, hlekkjaðir saman á fótunum, með vopnaða verði yfir sér. Þeir héldu taktinum með þvi að syngja, jafnan um draum- inn um flótta. „Taktu þennan hamar, farðu með hann til verkstjórans og segðu að ég sé farinn." Þetta er aðeins smábrot af dagskráThe Black Ballet jazz, en eins og að ofan greinir nær sýningin alveg fram til okkar tíma. í raun er þetta ekki danssýning f venjulegum skilningi, þetta er miklu frekar dæmi og sönnun þeirra miklu áhrifa sem svartir menn hafa haft á menningu Bandaríkjanna, menningu hvíta mannsins og þá úm leið okkar allra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.