Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 1. júní 1988 MÞMMB Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaös: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Rlart hf Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friöriksson, og Sigriður Þrúður Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. ámánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakiö virkadaoa, 60 kr. um helgar. SEÐLABANKINN BRÁST SKYLDU SINNI Seðlabankinn hefur nú loksins sent svar við fyrir- spurnum viðskiptaráðherra um heildarupphæð gjald- eyriskaupa og yfirfærslna dagana 9.-11. maí en þeir dagar og einkum svarti miðvikudagurinn svonefndi orsökuðu lokun gjaldeyrisdeilda bankanna og hröðuðu gengis- fellingu um að minnsta kosti tvær vikur. í svari Seðla- bankans sem viðskiptaráðherra hefur birt fjölmiðlum, kemurfram, að bankarog sparisjóðir keyptu gjaldeyri fyrir rúmlega 1.010 milljónir króna umfram gjaldeyrissölu umgetinna daga. 10% gengisfelling færði bönkunum því rúmlega 100 milljón króna gróða á þessum dögum og það allt eftir löglegum leiðum. Seðlabankinn sem tekur áhættuna í gjaldeyrisviðskiptum á þeim tíma frá því að gjaldeyrispöntun er gerð og þangað til að afhending fer fram, siturhins vegaruppi með sömu upphæð sem hreint tap. En auðvitað er embættisstofnunin Seðlabankinn ekkert annað en eign ríkisins og tapið því auðvitað skatt- greiðenda að lokum. Seðlabanki íslands hefur brugðist öllum helstu skyldum sínum í þessu einstaka gjaldeyrismáli. Hlutverk Seðla- bankans er auk þess að annast seðlaútgáfu, slá og gefa út mynt, að varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð sem tryggir frjáls viðskipti við útlönd og fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar út á við. Á þremur dögum rann gjaldeyririnn út. Fyrst að kvöldi svarta miðvikudagsins hafa banka- stjórar Seðlabankans samband við yfirmann bankamála á Islandi, viðskiptaráðherra. Þá er fjórðungur gjaldeyris- varasjóðs runninn út. Annað hlutverk Seðlabankans er einmitt að hafa umsjón og eftirlit með gjaldeyrisvið- skiptum. Enn eitt hlutverk Seðlabankans er að vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis um allt er varðar gjaldeyris- og peningamál. Þegar viðskiptaráðherra fór fyrst fram á það við Seðlabankann að gefa nákvæma skýrslu um gjald- eyriskaupin umrædda daga, dró Seðlabankinn það mjög á langinn og bankastjórarnir báru fyrir sig alls kyns afsökunum; formgöllum og öðru gríni. Bankastjórarnir þráuðust við yfirstjórnanda sinn, ráðherra bankamála, og töfðu óeðlilega lengi að afhenda honum nákvæma skýrslu um málið. Fyrst i stað, eftirtalsvert málþóf sendu Seðlabankastjórarnirónákvæmt og ófullkomið yfirlit sem ekki sagði neitt um gjaldeyriskaup bankastofnana og sþarisjóða umræddu hömstrunardaga. Yfirmaður Seðla- bankans, viðskiptaráðherra þurfti að árétta beiðni sína í annað sinn og bað um vandaðri vinnubrögð og upþ- lýsingar í fjórum liðum. Og enn leið talsverðurtími þangað til bankastjórar Seðlabankans uppfylltu að lokum það hlutverk sem sett er í lögum um starfsemi bankans, að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um allt er varðar gjald- eyris- og peningamál. Að lokum skal getið enn eins hlut- verks Seðlabankans, lögum samkvæmt. Það er að vera banki innlánsstofnana, hafa eftirlit með bankastarfsemi og stuðla að heilbrigðum verðbréfa og peningavið- skiptum. Það að láta bankastofnanir landsins hlunnfara sig og eigendur sína um rúmlega 100 milljónir verður að teljast afleitt eftirlit með bankastarfsemi í landinu og er engum blöðum um þaðaöflettaaðeinnig þarhefurSeðla- bankinn brugðist eftirlitsskyldu sinni. Þess er einnig skemmst að minnast að Seðlabankinn gleymdi að aug- lýsa hámarksvexti hvers tfma sem varð til þess að ákæra á hendur nafngreindum okurlánara varð látin niður falla. Eftir gjaldeyrisævintýrið og meðferð Seölabankans á því máli, ásamt annarri handvömm í Seðlabankanum er fyllsta ástæða til þess að bankaráð bankans komi saman til að ræða vinnubrögðin þar á bæ. ÖNNURSJÖNA RMIÐ ARNI Gunnarsson alþingis- maöur og fyrrum ritstjóri Al- þýöublaösins setur fram mörg athyglisverð sjónarmiö í opnuviötali við Landsbyggð- ina — nýtt blaö sem nefnir sig málsvara landsbyggðar og byggðastefnu. Þar kemur m.a. fram aö Árna finnst æ erfiðara aö styöja ríkisstjórn- ina miðað við þær aöstæöur sem landsbyggðin þarf aö búa. Blaðamaður Landsbyggð- arinnar spyr m.a. hvaða ávinn- ing landsbyggðarþingmenn hafi af því að styðja ríkis- stjórn sem nú situr og sé að mestu leyti skipuð þing- mönnum Reykjavíkur. Blaða- maður bætir því við að þing- menn Alþýðuflokksins sem sitji í ríkisstjórn séu einungis úr Reykjavíkurkjördæmi. Orð- rétt spyr blaðamaður síðan: „Þessir ráðherrar hafa fram til þessa ekki tekið af mikilli röggsemi á málefnum lands- byggðarinnar og það eru greinilega uppi efasemdir um að þeir muni gera það. Er ekki erfitt að vera stjórnarliði við þessar aðstæður?" Og Árni svarar: „Það verður tvimælalaust erfiðara og erfiðara. Staða okkar landsbyggðarþing- manna í þessum ríkisstjórn- arflokkum er mjög erfið. Ég ætla ekki að reyna að verja þetta aðgerðarleysi. Ef að það gerist ekkert í þessum málum mjög fljótlega þá veit ég ekki hvað við gerum. Ef að ekki verður breyting á í þess- um efnum þá á landsbyggðin bara þann eina kost að efna til uppgjörs og hún verður að heimta sinn rétt til fjár- magnsins.“ í framhaldi af þessu spyr blaðamaður Landsbyggðar- innar hvort ekki sé tími til kominn að þingmenn lands- byggðarinnar taki höndum saman og myndi hagsmuna- blokk á Alþingi. Árni svarar: „Vandamálið er auðvitað mjög alvarlegt ef einstakir þingmenn standa frammi fyr- ir þvi að koma ekki nauðsyn- legum málum landsbyggðar- innar í gegnum sinn þing- flokk og á framfæri i ríkis- stjórninni sem er með geysi- lega mikinn meirihluta á þingi. Að segja skilið við stjórnmálaflokk sem menn hafa stutt í 20 til 30 ár, — það er meira en að segja það. En hvort að sú staða sé núna runnin upp að fulltrúar landsbyggðarinnar á Alþingi þurfi að stofna sérstakan pólitískan flokk á þinginu. Það kann að vera að sú hót- un þurfi að koma fram. Þeir sem fylgjast með hvað er aö gerast líða þetta ekki öllu lengur. Mér er ákaflega heitt i hamsi og sú stefna sem ég hef trúað á síðan ég var 14 til 15 ára um jafnrétti, mér finnst að hún hafi farið mjög halloka í þjóðfélaginu..." Blaðamaður spyr hvort að ástandið sé ekki eins I flokki Árna, þ.e. Alþýðuflokknum? „...já, lika í mínum eigin flokki, í þessum landsbyggð- armálum. Sú hugsjón að það eigi að ríkja jafnrétti milli manna, óháð hlutum eins og búsetu. Á landsbyggðinni á sér núna stað stórfelld eigna- upptaka og það er þessi pen- ingaflótti af landsbyggðinni sem stuölar að henni. Hér í Reykjavík hækka allar eignir í verði en úti á landi fá menn ekki nema brot af réttu verði fyrir húsin. í fyrsta lagi þá fá menn ekki fyrir byggingar- kostnaði og hinsvegar er verðið alltof lágt gagnvart markaðsverði í Reykjavík. Mér finnst að þessi efnis- hyggja hafi leitt okkur útí mjög alvarlegar ógöngur og menn verða að fara aö hug- leiða það hvert þessi stefna er að fara með allt hérna.“ SVEITASTJÓRNAR- MENN, atvinnurekendur og bæjarstjórar út um allt land fagnatilkomu kaupleigufrum- varpsins sem valda murr byltingu í húsnæðiskosti landsmanna og ekki síst á landsbyggðinni. Enn eru þó menn sem mala dimmum afturhaldsrómi úr svörtustu fortíð. Einna dýpstur hefur verið bassi Alexanders Stefánssonar fyrrverandi félagsmálaráðherra, en hann hefur lagt stóra steina og smáa i götu núverandi félags- málaráðherra Jóhönnu Sig- urðardóttur til að hindra áð kaupleigufrumvarpið nái fram að ganga. Ekki varð honum þó að ósk sinni. Alexander birtir grein I Tímanum í gær, þar sem hann veltir enn upp nei- kvæðum viðhorfum til verka núverandi félagsmálaráð- herra. Hins vegar setur fyrr- verandi félagsmálaráðherra fram afar frumleg sjónarmið hvers vegna eftirspurn eftir lánum Húsnæðisstofnunar varð svo mikil að kerfið sprakk í loft upp og biðrað- irnar urðu óendanlegar í handónýtu kerfi. Ástæðan er nefnilega sú að mati Alex- anders að Alþýðublaðið og Helgarpósturinn undirfor- ystu krata ófrægðu ráð- herrann Alexander. Þettavilj- um við kalla einstaka hæfni til að draga sagnfræðilegar ályktanir. Lesum hvernig Alexander kemst að þessari gagnmerku niðurstöðu: Þegar nýju húsnæðislögin frá 1986 voru til meðferðar á Alþingi hóf Alþýðuflokkurinn undir forystu núverandi fé- lagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur hatramman áróður gegn frumvarpinu, ekki síst samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um nýja húsnæðislöggjöf. — Forystu- menn vinnumarkaðarins voru kallaðir „þrýstihópar og aðil- ar útí bæ“. Allt tínt til til að gera nýja húsnæðiskerfið tor- tryggilegt. Það átti að vera einskis virði. Þáverandi félagsmáiaráð- herra var ófrægður í ræðum og riti, borinn sökum um ósannindi og svik — Alþýðu- blaðið og Helgarpósturinn undir forystu krata látinn birta ómerkilegan persónu- legan áróður dag eftir dag til að ófrægja ráðherra. Þessi ósvifni áróður náði tilgangi sinum að því leyti til, að eftirspurn efftir lánum var langt umfram áætlun og eðli- lega þróun mála.“ Áhugaverð sjónarmið sem sagt. En Ktum nú á álit Alex- anders á kaupleigufrumvarp- inu: „Félagsmálaráðherra lagði fyrir þingflokka stjórnarflokk- anna drög að frumvarpi til laga um kaupleiguíbúðir í Alexander: Biðraðirnar ÍHP og Alþýöublaðinu að kenna. oyrjun desember. Við fyrstu sýn var Ijóst að hér var um að ræða frum- varp, sem ekki væri eðlilegt að afgreiða án þess að setja það í samhengi við endur- skoðun á félagslega kerfinu, sem allir eru sammála um að þörf sé á í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. En þaö sem kom mest á óvart er, að gert að ráð fyrir að kaupleigukerfi fari einnig inní almannakerfi bygginga- sjóðs ríkisins með ákveðnum forréttindum, án þess að það eigi að vera sérstaklega fyrir þá efnaminni í þjóðfélaginu og inní lánakerfi með forgang til lána þar sem þúsundir bíða eftir lánsioforðum. Ég átti von á þvi að fulltrúar Al- þýðuflokksins i ríkisstjórn legðu aðaláherslu á lausnir fyrir þá tekjuminni í landinu. Þessi ákvörðun gengur þvert á allt tal þeirra á opin- berum vettvangi. Með þessari hugmynd óbreyttri, hygla þeir verktökum og vel stæðu tekjuháu fólki og rýra um leiö getu byggingasjóðs ríkisins til almennra lánveitinga. Þetta er nokkuö góö til- raun hjá Alexander. Hins vegar gleymir hann að kaup- leigan er tvíþætt, annars vegar fyrir almenna kerfið og hins vegar fyrir félagslega kerfiö. Aö kaupleigan hygli verktökum eru bráðsnjöll sjónarmiö. Hinsvegar er erfitt aö byggja án þess að „hygla“ hinum og þessum, t.d. pípu- lagningarmönnum, smiðum, rafvirkjum, o.s.frv. Og svo náttúrulega húsbyggjendum sjálfum. Að lokum syngur gamli félagsmálaráöherrann lofsöng til verkamannabú- staðanna og gamla kerfisins, enda ekki maður framfara- sinnaður í húsnæðismálum að þvl er virðist: „Bygging verkamannabú- staða er það hagstæðasta kerfi, sem við íslendingar höfum eignast og hefur lyft grettistökum í íbúðabygging- um á hagkvæman hátt fyrir launastéttir i landinu. Endurskoðun og endur- nýjun þessa kerfis með möguleikum á fleiri valkost- um m.a. í byggingum leigu- íbúða er viðráðanlegur kostur i dag, en verður að gerast í fullu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og laun- þegahreyfinguna í heild. Félagsmálaráðherra á hverjum tíma verður að átta sig á þvi að hann getur ekki leikið einleik í þessum mikil- væga málaflokki. Hann verð- ur að þola eðlilega gagnrýni og skilja nauðsyn á samstarfi við almannasamtök í landinu. Klögumál og hótanir og per- sónulegar ávítur á einstaka þingmenn skila engum árangri nema síður sé, en skilja eftir efasemdir um hæfni viðkomandi í starfi." Segir Alexander Stefáns- son — fyrrum félagsmálaráð- herra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.